Fréttablaðið - 14.11.2008, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 14.11.2008, Blaðsíða 33
14. nóvember föstudagur 7 Michelle Obama, eiginkona Baracks og verðandi forsetafrú Bandaríkjanna, stóð sig með mikilli prýði í nýafstaðinni kosn- ingabaráttu og að mati bandaríska vikuritsins Newsweek var hún best klædda konan í baráttunni, og sló þar þeim Söruh Palin og Cindy McCain við án mikillar fyrirhafnar. Michelle Obama var reyndar þegar farin að vekja athygli fyrir glæsi- legan stíl, sem þykir minna dálítið á fyrrum forsetafrú og tískuíkonið Jackie Kennedy, áður en kosningabaráttan hófst fyrir alvöru. Banda- ríska tímaritið Vanity Fair valdi hana til dæmis eina tíu best klæddu konum heims sumarið 2007. Í sumar var hún aftur á þessum lista, og þá voru augu heimsins fyrir alvöru farin að beinast að henni. Obama gengur gjarnan í sterkum litum og þykir farast vel úr hendi að velja þá. Hún er mjög oft á lágum mjóum hælum eins og var mjög vin- sælt á sjöunda áratugnum. Fylgihlutir hennar hafa líka vakið athygli, perlur í eyrum og falleg belti. Amerískir hönnuðir eru í uppáhaldi hjá henni, Calvin Klein, Oscar de la Renta og Donna Ricco kemst þar líka á blað. Hún hefur líka sést í fötum frá H&M sem íslenskar konur þekkja afar vel. Heimurinn er fullur aðdáunar á Michelle Obama, stíl hennar og fasi. Ekki er nú verra að konan er ljóngáfuð, var bæði í Princeton og Har- vard og á glæsilegan starfsferil að baki. 21. aldar kona fyrir Hvíta hús 21. aldarinnar eins og þeir segja. „Bókin Alkemistinn eftir Paulo Coel- ho er frábær bók sem mér finnst að allir eigi að lesa,“ segir Lára Ómars- dóttir spurð um áhrifavald í lífin sína. „Boðskapurinn í henni er svo góður en hann er meðal annars að öll tæki- færi hafa sinn tíma og þolinmæði þrautir vinnur allar. Þetta er frábær saga enda held ég að ég sé svona Alkemisti í mér.“ Lára nefnir einnig aðra bók til sög- unnar sem áhrifavald í lífi sínu en það er bók Halldórs Lax- ness Sjálfstætt fólk. „Hana las ég þegar ég var 25 ára og mér fannst hún frá- bær, hún er frá- bært bók- menntaverk,“ segir Lára sem þó tekur skýrt fram að hún hafi ekki viljað líkjast söguhetjunni Bjarti í Sumarhúsum, eiginlega þvert á móti. „En að lokum verð ég að segja Jesú Krist, hans boðskap og það sem hann stendur fyrir, það þarf ekki að útskýra það nánar,“ segir Lára. ALKEMISTINN Lára Ómarsdóttir Michelle Obama þykir minna á Jackie Kennedy Öruggur sigurvegari tískukosninganna ÁHRIFA- valdurinn „Við teljum að þetta sé góður tími til að opna búðina þar sem við leggjum áherslu á íslenska hönn- un og framleiðslu,“ segir Rebekka Rafnsdóttir sem opnar verslunina Einveru á Laugavegi föstudaginn 21. nóvember, ásamt systur sinni, Katrínu Öldu Rafnsdóttur. Þær systur opnuðu búðina upphaf- lega heima hjá sér á Ægisíðunni í byrjun júlí, en munu nú flytja sig niður á Laugaveg 35. „Við ætlum að reyna að halda í þessa persónulegu og notalegu stemningu sem var á Ægisíðunni. Við seljum vel valin second hand- stykki sem við höfum handvalið sjálfar frá London, Berlín, Kanada og New York, í bland við íslensku framleiðsluna,“ útskýrir Rebekka, en Katrín Alda framleiðir kven- fatnað undir merkinu Kalda sem hún mun selja í versluninni, auk þess sem vörur hennar munu fást í völdum verslunum í London, Berlín og New York innan skamms. „Katrín hefur fengið mjög góð við- brögð við hönnun sinni og við vonumst til að sjá sem flesta við opnunina næsta föstudag,“ segir Rebekka. - ag Systur opna nýja fataverslun: Einvera flytur Flytja Rebekka og Katrín Alda flytja verslunina Einveru heiman frá sér niður á Laugaveg 35. REYKJAVIK STORE LAUGAVEGUR 86 -94, S: 511-2007 OPERATED BY V8 EHF Opið Föstudag 11-18:30 Og laugardag 11-17:00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.