Fréttablaðið - 14.11.2008, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 14.11.2008, Blaðsíða 36
10 föstudagur 14. nóvember tíðin ✽ prófaðu eitthvað nýtt Á DAGSKRÁNNI um helgina.. Þ etta var æðislegt kvöld,“ segir Yesmine Olsson sem hélt glæsilegt partí á Hilton hóteli síðastliðinn fimmtudag í tilefni útgáfu matreiðslubókarinnar Fram- andi og freistandi, indversk og arabísk matreiðsla. „Ég einfaldaði flóknar uppskriftir svo þær taka ekki lang- an tíma og passaði að allt hráefnið sé auðfáanlegt úti í matvörubúð,“ segir Yesmine sem fór meðal annars til Dubai og Suður-Indlands á meðan hún skrifaði bók- ina og hannaði uppskriftirnar. Um 150 manns mættu í útgáfuteitið og fengu forskot á sæluna þar sem boðið var upp á góm- sætar veitingar úr bókinni, svo sem engifer- og möndlukjúkling, litlar kebab-bollur og chili saffron-súkku- laðitrufflur svo eitthvað sé nefnt. Bókin er sjálfstætt framhald af fyrstu bók hennar, Létt og lit- rík matreiðsla, sem kom út árið 2006 og hefur selst í rúmlega 6.000 eintökum. Útgáfan er í höndum Yesmine sjálfrar og eiginmanns hennar, Arngríms Fannars Haraldssonar, sem eiga bókaútgáfuna Brekku. KONUR EIGA ORÐIÐ ALLAN ÁRSINS HRING Ástin í ýmsum myndum, frelsi, jafnrétti og umhverfisvernd eru efniviður hugleiðinga íslenskra kvenna sem birtar eru í bókinni Konur eiga orðið allan ársins hring. Um er að ræða dagatalsbók Sölku sem er myndskreytt af listakonunni Myrru leifsdóttur. Hliðstæð bók kom út í fyrra og seldist upp á mettíma og því vissara að tryggja sér eintak af bókinni hið fyrsta. Yesmine Olsson gefur út aðra matreiðslubók: Hélt „framandi og freistandi“ útgáfupartí Leist vel á Rúnari Gíslasyni og Hákoni Örvarssyni kokkum leist vel á nýjustu bók Yesmine. Ljósmyndarinn Yesmine Olsson með Ás- laugu Snorradóttur ljós- myndara, en hún tók allar glæsilegu myndirn- ar sem prýða bókina. Glæsilegar Elín Reynisdóttir förðunarmeist- ari, Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir og Ragn- hildur Steinunn Jónsdóttir tóku sig vel út. Útgefendurnir Yesmine ásamt eiginmanni sínum, Arngrími Fannari Har- aldssyni, betur þekktum sem Addi Fannar úr Skítamóral. Afraksturinn Yesmine með nýjustu mat- reiðslu- bók sína, indversk og arab- ísk mat- reiðsla. Flott til fara Frið- rika Geirs- dóttir og Ármann Skærings- son voru flott til fara. Þráinn Skóari Skóbúð • Grettisgata 3 Bubbi í Laugardalshöll Tónleikarnir „Áfram með lífið“ verða á dagskrá á laugardaginn og hefjast þeir klukkan átta. Það er frítt inn á tónleikana á meðan húsrúm leyfir en hægt er að nálgast miða frá klukkan 12:00 samdægurs í Laugardalshöll. Fjöldi listamanna kemur fram á tónleikunum en þar á meðal eru Baggalútur, HAM, Lay Low, Ný dönsk, Sálin hans Jóns míns og Bubbi Morthens. Frítt í Húsdýragarðinn Svo verður alveg upplagt að fara með smáfólkið í Húsdýragarðinn á laugardaginn en sætar kusur og svín ættu að kæta smáfólkið. Svo er líka frítt inn í tilefni dagsins! Egg og stemning Aðalstemningin um þessar mundir er svo víst að mótmæla en það mætti kalla Alþingishúsið hinn nýja samkomustað bæjarbúa. Ekki vitlaust að skella sér niður í bæ með skilti og vera hress, en forðast fljúgandi egg. Kreppubjór fyrir kreppudjammara Kaffibarinn heldur upp á 15 ára afmæli sitt um þess- ar mundir og kallar sig „Fullan í fimmtán ár“. Af þessu tilefni verður boðið upp á bjór á 15 ára gömlu verði sem kemur sér vel á þessum síðustu og verstu. List fyrir unga sem aldna í Hafnarhúsinu Á sunnudaginn verður „Spennandi sunnudagur“ í Hafnarhúsinu. Þar verður meðal annars leiðangur um sýninguna ÚT/INN í Hafnarhúsinu og miðbænum fyrir börn og fullorðna klukkan tvö en tilgangur hans er að skoða listaverk úr eigu Listasafns Reykjavíkur sem eru uppi hjá verslunum og þjónustuaðilum í miðborginni. Klukkan þrjú verður listamannaspjall Katrínar Ólínu Pétursdóttur en hún talar um Ugluspegil í ID-LAB-sýn- ingunni en þar eiga fjölmargir listamenn verk, meðal annars Gjörningaklúbburinn, Hrafnhildur Arnardóttir, Huginn Þór Arason og Jón Sæmundur Auðarson. Hönnuðurinn Katrín Ólína Pétursdóttir er einn listamannanna sem eiga verk á sýningunni ID LAB. Katr- ín Ólína hefur starfað á alþjóðlegum vettvangi og fjallað hefur verið um verk hennar í fjölmörgum alþjóðlegum tímaritum og bókum. Ugluspegill, innsetn- ing Katrínar Ólínu, er ævintýraheimur sem er fullur af auðlesnum en um leið margslungnum vísunum og táknum. Áhorfandinn stígur inn í verkið sem um- lykur hann og býður honum að halda í ferðalag í óræðri náttúru.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.