Fréttablaðið - 14.11.2008, Síða 36

Fréttablaðið - 14.11.2008, Síða 36
10 föstudagur 14. nóvember tíðin ✽ prófaðu eitthvað nýtt Á DAGSKRÁNNI um helgina.. Þ etta var æðislegt kvöld,“ segir Yesmine Olsson sem hélt glæsilegt partí á Hilton hóteli síðastliðinn fimmtudag í tilefni útgáfu matreiðslubókarinnar Fram- andi og freistandi, indversk og arabísk matreiðsla. „Ég einfaldaði flóknar uppskriftir svo þær taka ekki lang- an tíma og passaði að allt hráefnið sé auðfáanlegt úti í matvörubúð,“ segir Yesmine sem fór meðal annars til Dubai og Suður-Indlands á meðan hún skrifaði bók- ina og hannaði uppskriftirnar. Um 150 manns mættu í útgáfuteitið og fengu forskot á sæluna þar sem boðið var upp á góm- sætar veitingar úr bókinni, svo sem engifer- og möndlukjúkling, litlar kebab-bollur og chili saffron-súkku- laðitrufflur svo eitthvað sé nefnt. Bókin er sjálfstætt framhald af fyrstu bók hennar, Létt og lit- rík matreiðsla, sem kom út árið 2006 og hefur selst í rúmlega 6.000 eintökum. Útgáfan er í höndum Yesmine sjálfrar og eiginmanns hennar, Arngríms Fannars Haraldssonar, sem eiga bókaútgáfuna Brekku. KONUR EIGA ORÐIÐ ALLAN ÁRSINS HRING Ástin í ýmsum myndum, frelsi, jafnrétti og umhverfisvernd eru efniviður hugleiðinga íslenskra kvenna sem birtar eru í bókinni Konur eiga orðið allan ársins hring. Um er að ræða dagatalsbók Sölku sem er myndskreytt af listakonunni Myrru leifsdóttur. Hliðstæð bók kom út í fyrra og seldist upp á mettíma og því vissara að tryggja sér eintak af bókinni hið fyrsta. Yesmine Olsson gefur út aðra matreiðslubók: Hélt „framandi og freistandi“ útgáfupartí Leist vel á Rúnari Gíslasyni og Hákoni Örvarssyni kokkum leist vel á nýjustu bók Yesmine. Ljósmyndarinn Yesmine Olsson með Ás- laugu Snorradóttur ljós- myndara, en hún tók allar glæsilegu myndirn- ar sem prýða bókina. Glæsilegar Elín Reynisdóttir förðunarmeist- ari, Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir og Ragn- hildur Steinunn Jónsdóttir tóku sig vel út. Útgefendurnir Yesmine ásamt eiginmanni sínum, Arngrími Fannari Har- aldssyni, betur þekktum sem Addi Fannar úr Skítamóral. Afraksturinn Yesmine með nýjustu mat- reiðslu- bók sína, indversk og arab- ísk mat- reiðsla. Flott til fara Frið- rika Geirs- dóttir og Ármann Skærings- son voru flott til fara. Þráinn Skóari Skóbúð • Grettisgata 3 Bubbi í Laugardalshöll Tónleikarnir „Áfram með lífið“ verða á dagskrá á laugardaginn og hefjast þeir klukkan átta. Það er frítt inn á tónleikana á meðan húsrúm leyfir en hægt er að nálgast miða frá klukkan 12:00 samdægurs í Laugardalshöll. Fjöldi listamanna kemur fram á tónleikunum en þar á meðal eru Baggalútur, HAM, Lay Low, Ný dönsk, Sálin hans Jóns míns og Bubbi Morthens. Frítt í Húsdýragarðinn Svo verður alveg upplagt að fara með smáfólkið í Húsdýragarðinn á laugardaginn en sætar kusur og svín ættu að kæta smáfólkið. Svo er líka frítt inn í tilefni dagsins! Egg og stemning Aðalstemningin um þessar mundir er svo víst að mótmæla en það mætti kalla Alþingishúsið hinn nýja samkomustað bæjarbúa. Ekki vitlaust að skella sér niður í bæ með skilti og vera hress, en forðast fljúgandi egg. Kreppubjór fyrir kreppudjammara Kaffibarinn heldur upp á 15 ára afmæli sitt um þess- ar mundir og kallar sig „Fullan í fimmtán ár“. Af þessu tilefni verður boðið upp á bjór á 15 ára gömlu verði sem kemur sér vel á þessum síðustu og verstu. List fyrir unga sem aldna í Hafnarhúsinu Á sunnudaginn verður „Spennandi sunnudagur“ í Hafnarhúsinu. Þar verður meðal annars leiðangur um sýninguna ÚT/INN í Hafnarhúsinu og miðbænum fyrir börn og fullorðna klukkan tvö en tilgangur hans er að skoða listaverk úr eigu Listasafns Reykjavíkur sem eru uppi hjá verslunum og þjónustuaðilum í miðborginni. Klukkan þrjú verður listamannaspjall Katrínar Ólínu Pétursdóttur en hún talar um Ugluspegil í ID-LAB-sýn- ingunni en þar eiga fjölmargir listamenn verk, meðal annars Gjörningaklúbburinn, Hrafnhildur Arnardóttir, Huginn Þór Arason og Jón Sæmundur Auðarson. Hönnuðurinn Katrín Ólína Pétursdóttir er einn listamannanna sem eiga verk á sýningunni ID LAB. Katr- ín Ólína hefur starfað á alþjóðlegum vettvangi og fjallað hefur verið um verk hennar í fjölmörgum alþjóðlegum tímaritum og bókum. Ugluspegill, innsetn- ing Katrínar Ólínu, er ævintýraheimur sem er fullur af auðlesnum en um leið margslungnum vísunum og táknum. Áhorfandinn stígur inn í verkið sem um- lykur hann og býður honum að halda í ferðalag í óræðri náttúru.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.