Fréttablaðið - 14.11.2008, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 14.11.2008, Blaðsíða 10
10 14. nóvember 2008 FÖSTUDAGUR Björk Guðmundsdóttir boðaði til vinnufunda 12. og 19. október síðastliðinn í samvinnu við Háskólann í Reykjavík, Klak, nýsköpunarmiðstöð atvinnulífsins, og vefinn nattura.info. Um hundrað sérfræð- ingar á sviði atvinnuþróunar og nýsköpunar réðu ráðum sínum og gerðu drög að átta tillögum um úrbætur í jafnmörgum málaflokkum. Fréttablaðið birtir tillögurnar næstu daga. Nánari upplýsingar má finna á nattura.info. Uppbygging og efling heilsugeirans Öflug uppbygging heilsugeirans á Íslandi hefur veruleg áhrif á samfélagið í heild sinni (e. spillover effects) ekki síður en á einstaka atvinnugeira, t.d. ferðaþjónustu, landbúnað, erfðarannsóknir og orkunýt- ingu. Heilsugeirinn gæti jafnframt haft margföldunaráhrif á t.d. upplýsingatækni og hönnun ýmiss konar enda er mikil- vægt að byggja hann upp í tengslum við ímynda- og verðmætasköpun. Endurskipulagður stofnanavettvangur Stofnanir á borð við Sjúkratryggingasjóð og Tryggingastofnun ríkisins sem eru í mikilli endurskipulagningu. Hugsanlegt væri að nýta þá vinnu til að efla samstarf þeirra við misstór fyrirtæki og einka- stofnanir innan heilsugeirans. Þörf er á endurskoðun á trygginga- og tilvísana- kerfi með tilliti til fjölgunar erlendra gesta, sem leita sér hressingar og lækningar á landinu. Hugmyndir um Heilsulandið Ísland og uppbyggingu spa-menningar á landinu eru áhugaverðar til að stuðla að sam- starfsvettvangi fagaðila sem að eigin frumkvæði skoða nýjar leiðir til að skapa verðmæti í heilsugeiranum. Hugmynd- irnar fela í sér heildarsýn á landsvísu með samstarf margra ólíkra aðila að leiðarljósi. Mikilvægt er að losa um hefðbundna stofnanafarvegi með auknu samstarfi og hlúa að frumkvæði grasrót- arinnar þannig að ný, misstór og áhuga- verð fyrirtæki og stofnanir geti sprottið upp úti um land allt. Jafnframt þarf að stuðla að frekari vexti sprota og stofnana sem þegar hafa vaxið upp úr moldinni svo að þeir blómstri. Samfélagslegur ávinningur þessa er mikill bæði hvað varðar almenna verðmæta sköpun og íbúðaþróun á landsbyggðinni. Innlendir og erlendir markhópar Heilsugeirinn þarf að skilgreina hverjir eiga að vera viðskiptavinirnir og mark- hóparnir. Mikilvægt er að byggja upp geira sem dregur að sér viðskiptavini erlendis frá. Ein leið til þess er að gera samstarfssamninga við erlend trygginga- félög og heilsustofnanir um að senda „sjúklinga“ sína til Íslands. Aðstæður á gjaldeyrismörkuðum gætu gert samn- ingaviðræður um slíka hluti einfaldari. Ísland hefur mikið upp á að bjóða í heilsugeiranum og enn eru mörg tæki- færi ónýtt. Flytja mætti út hugvit, þekkingu og aðferðir, t.d. var bent á að Kínverjar mundu hafa áhuga á mörgu sem Íslendingar búa að innan heilsugeir- ans. Fyrsta skrefið gæti verið að fá fjárfestingaraðila og nemendur í við- skiptum, t.d. eru nú MBA-nemendur að vinna ákveðna grunnvinnu við að skapa viðmiðanir um markaðssetningu og árangur. Mikilvægt er að skilgreina og laða að ólíka hópa viðskiptavina, bæði innlenda og erlenda. Greina þarf sérstöðu hvers landshluta Mikilvægt er að virkja vel einstaka landfræðilega kjarna við uppbyggingu heilsugeirans á Íslandi og að kjarnarnir vinni saman í miklu meiri mæli en nú. Hingað til hefur samstarf verið lítið og lykilstofnanir eins og atvinnuþróunar- félög hafa ekki nógu virkan samráðsvett- vang sín á milli. Stuðningur sem felst í eflingu samstarfs, sköpun farvegs fyrir nýjar hugmyndir og betri nýtingu þess sem þegar er innan heilsugeirans er mjög mikilvægur. Aðgreina þarf hvern stað á landinu með tilliti til sérstöðu sinnar. Staðbundin þjónusta ætti að byggja á þeim auðlindum, framleiðslu og fólki sem er innan hvers kjarna. Þannig mætti tengja ferðaþjónustu á skýrari hátt við heilsuuppbygginguna. Staðbundin sérstaða í uppbyggingu í heilsugeira þarf um leið að vera í tengslum við skapandi heildarsýn um Ísland sem heilsuland með samnýttri markaðssetningu erlendis. Móta þarf heildræna framtíðarsýn Mikilvægt er að líta á forvarnir, lækning- ar og endurhæfingu sem eina heild og koma þannig í veg fyrir umtalsverða sóun með því að; a) auka forvarnir, b) auðvelda samvinnu lækningadeilda og endurhæfinga, c) gera forvörnum og endurhæfingu mögulegt að vinna betur saman enda hlýtur ferlið að vera hring- rás. Efla þarf meðvitund um og rannsókn- ir á gildi þverfaglegs samstarfs í heilsugeira. Þróa þarf óhefðbundnar lækningar samhliða öðrum lækninga- aðferðum og gera hefðbundnum og óhefð- bundum aðferðum mögulegt að þrífast innan heilsugeirans. Vitundarvakning um arðbæran heilsu- geira Það er veruleg sóun í kerfinu í formi dýrra stofnana sem geta ekki breyst af því að sokkinn kostnaður er hugsaður sem verðmæti. Vinnuafl er oft óþarflega dýrt og möguleikar eru á að gera þjónustusamninga sem væru mun ódýrari í framkvæmd. Draga þarf úr þessari sóun og nýta frekar sokkinn kostnað með öðrum hætti en hingað til. Mikill hluti af sóuninni í heilbrigðis- geiranum felst í því að fenginn ávinning- ur af dvöl í heilsuumhverfi er ekki skilgreindur sem verðmæti og því hvorki metinn af verðleikum né settur í verð. Það er þess vegna mikilvægt að gera fólk betur meðvitað um hvaða verðmæti það er að fá og hugsanlega takmarka ein- hvern veginn aðgengi að þessum verð- mætum þannig að fólk beri virðingu fyrir þeim. Ísland sem land heilbrigðis Í HNOTSKURN: Gríðarleg verðmæti felast í heilsugeiranum á Íslandi, í fólki, þekkingu, tækni, tækjakosti og yfirbyggingu. Engu síður er veruleg sóun einnig í kerfinu sem hægt væri að draga úr með því að endurskipuleggja kerfið að hluta til eða í heild. Enn fremur þarf að vera miklu meira samstarf þannig að hægt sé að samnýta þekkingu og tengja við önnur svið svo sem ferðaþjónustu og matvæla- og lyfjaframleiðslu, bæði innanlands og erlend- is. Heilsugeirinn byggist bæði á mannauði og náttúruauðlindum og mikilvægt að líta á uppbyggingu hans í ljósi sjálfbærrar þróunar. Dr. Eyþór Ívar Jónsson, forstjóri Klaks – nýsköpunarmiðstöðvar atvinnulífs- ins og framkvæmdastjóri Sprotaþings, hafði umsjón með samræðu og vinnslu útgangspunkta á vinnuborði um heilsu. NEISTAR AF NEISTA: Heilsugeirinn á Íslandi Grein 2 af 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.