Fréttablaðið - 14.11.2008, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 14.11.2008, Blaðsíða 44
24 14. nóvember 2008 FÖSTUDAGUR „... afbragðsvel byggð saga.“ gauti kristmannsson, v íðsjá „Frásögnin grípur lesandann allt frá fyrstu síðu.“ soffía auður birgisdót tir, morgunblaðið „Guðrún er svo ofboðslega klár og skemmtilegur höfundur að maður roðnar eiginlega bara við að hugsa um hæfileika hennar.“ þór arinn þór arinsson, ný t t líf „... SKYLDULESNI NG.“ páll baldvin ba ldvinsson, frét tablaðið UMRÆÐAN Helgi Áss Grétarsson skrifar um Icesave-málið Því hefur verið haldið fram af virtum lögfræðingum (sjá m.a. grein Stefáns Más Stefánssonar og Lárusar Blöndals í Morgunblaðinu 15. október 2008) að íslenska ríkinu beri ekki lagalegar skyldur til að greiða kröfur breskra og hollenskra yfirvalda vegna hagsmuna innlánseigenda í Icesave- reikningum Landsbanka Íslands hf. Vel kann að vera að þessi niðurstaða sé rétt en í þessari grein verða öndverð sjónarmið reifuð. Tilgangur innlánatryggingakerfa Árið 1994 var samþykkt tilskipun Evrópusam- bandsins um innlánatryggingakerfi, sbr. tilskipun 94/19/EB. Tilgangurinn með slíku kerfi er m.a. að veita eigendum innlána í bönkum og sparisjóðum lágmarksvernd þannig að ef fjármálastofnun verði gjaldþrota geti innlánseigendur fengið greidda lágmarkstrygginguna svo fljótt sem auðið er. Staða þessara kröfuhafa gagnvart gjaldþrota innláns- stofnun á því að vera að nokkru leyti tryggari en staða annarra kröfuhafa. Aðildarríkjum ESB er skylt að útfæra tryggingakerfi af þessu tagi svo að það samrýmist tilgangi og efni tilskipunarinnar og það sama á við um íslenska ríkið vegna aðildar þess að EES–samningnum. Jafnræðisrökin Jafnræði er grundvallarregla í EES-rétti og er því m.a. bannað að mismuna þegnum EES-ríkjanna á grundvelli þjóðernis. Fjórfrelsið innan EES- svæðisins er ein birtingarmynd jafnræðisins og er það m.a. útfært þannig að fyrirtæki sem hefur höfuðstöðvar í einu aðildarríki getur stofnað útibú í öðru aðildarríki. Þannig gat Landsbanki Íslands hf. sett á stofn útibú í Bretlandi og Hollandi í krafti starfsleyfis sem bankinn hafði fengið frá íslenska Fjármálaeftirlitinu. Í grundvallaratriðum var enginn lagalegur munur á útibúi bankans í Bretlandi og Hollandi annars vegar og á Akureyri og á Ísafirði hins vegar. Í kjölfar ógjaldfærni Landsbanka Íslands hf. hlýtur það að vekja margar augljósar spurningar hvort það sé í samræmi við lagaleg jafnræðisrök að íslenska ríkisvaldið grípi til róttækra aðgerða til að bjarga hagsmunum innlánseigenda í útibúum bankans á Íslandi en ekki í útibúum bankans í öðrum ríkjum innan EES- svæðisins. Lágmarkstryggingin skv. tilskipun ESB Í 1. mgr. 7. gr. áðurnefndrar tilskipunar ESB er mælt fyrir um að innlánatryggingakerfi skuli áskilja að samanlögð innlán hvers innstæðueig- anda sé tryggð upp að 20.000 evrum (fjárhæðin nemur nú 20.887 evrum). Í 4. mgr. 7. gr. tilskipun- arinnar er kveðið á um að fullnægja megi þessari lágmarkstryggingu með því að miða inngreiðslur í innlánatryggingakerfi við tiltekið prósentuhlutfall af heildarinnlánum. Sé þessi leið hins vegar farin verður að tryggja að a.m.k. 90% af heildarupphæð- inni samkvæmt 1. mgr. 7. gr. sé til staðar í innlánatryggingakerfinu Þetta kann að virðast flókið en má skýra með einföldu dæmi: Heildarinnlán eins banka eru 100 milljarðar evra. Til að tryggja lágmarksvernd innstæðueig- enda bankans skv. 1. mgr. 7. gr. tilskipun- arinnar þurfa að vera samtals til fimm milljarða evra í innlánatryggingakerf- inu. Ef greiðslur í kerfið miða við tiltekið hlutfall af heildarinnlánum þá þarf að tryggja að 4,5 milljarðar evra séu að lágmarki til reiðu í kerfinu (90% af 5 milljörðum). Var íslenska útfærslan fullnægjandi? Samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga um innstæðutrygg- ingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta nr. 98/1999 skal heildareign innstæðudeildar íslenska innlána- tryggingakerfisins nema að lágmarki 1% af meðaltali tryggðra innstæðna í viðskiptabönkum og sparisjóðum á næstliðnu ári. Það er óumdeilt að sú fjárhæð sem er nú í íslenska innlánatrygginga- kerfinu samsvarar ekki 90% af lágmarkstrygging- unni samkvæmt 1. mgr. 7. gr. tilskipunar ESB. Engin íslensk lagaregla kvað á um að Landsbanka Íslands hf. væri skylt að greiða svo háa fjárhæð til kerfisins. Þetta eitt og sér getur hugsanlega leitt til þess að íslenska ríkið sé skaðabótaskylt samkvæmt reglum EES-réttar. Slíkt grundvallast á að íslenska ríkið sá ekki til þess að innlendar reglur samrýmdust í reynd skýrum efnisreglum tilskipunar Evrópusam- bandsins um innlánatryggingakerfi og af því hefur hlotist fjárhagslegt tjón fyrir innlánseigendur Landsbanka Íslands hf. í Bretlandi og Hollandi. Ályktanir Hér að framan hafa verið tíunduð rök sem hníga í þá veru að íslenska ríkið sé bótaskylt gagnvart einstökum Ice-Save sparifjáreigendum sem nemur lágmarkstryggingunni samkvæmt tilskipun ESB. Andstæð rök í málinu, sem firrir íslenska ríkið bótaábyrgð, kunna að vega þyngra ef til dómsmáls kemur. Taka verður þó fram að það eru vart forsendur fyrir hendi til að mynda sér endanlega skoðun á málinu að svo stöddu og stafar það fyrst og fremst af því að staðfestar upplýsingar um heildarkröfur Breta og Hollendinga liggja ekki fyrir. Jafnframt skortir upplýsingar á hverju Bretar og Hollendingar byggja sitt mál sem og á hvaða forsendum varnir íslenskra stjórnvalda eru reistar. Þetta verður að teljast óheppilegt miðað við alvarleika málsins fyrir íslenskt samfélag. Höfundur er sérfræðingur við Lagastofnun við Háskóla Íslands. Hver er ábyrgð ríkisins? UMRÆÐAN Ægir Páll Friðbertsson, Guð- mundur Kristjánsson og Eiríkur Tómasson skrifa um gjaldmiðilsmál Trúverðugleiki íslensku krón-unnar er í dag enginn. Gengi hennar hefur fallið yfir 100% á einu ári. Vextir eru hvergi hærri í vestrænum heimi en hér. Almenningur og fyrirtæki stefna í gjaldþrot verði ekkert aðhafst. Við undirritaðir leggjum til að stjórnvöld ráði nú þegar hag- fræðingana Daniel Gros og Manuel Hinds til þess að stýra skoðun á upptöku nýs gjaldmið- ils strax. Fyrir þá sem vilja kynna sér þessa hugmyndafræði frekar vísum við til greinar eftir þá Ársæl Valfells og Heiðar Má Guðjónsson í Fréttablaðinu laug- ardaginn 8. nóvember sl. undir yfirskriftinni „Valmöguleikar eru fyrir hendi í gengismálum“. Í okkar huga er lífsnauðsyn- legt að skoða að taka upp nýjan gjaldmiðil á Íslandi og það strax! Hvort við með þeirri aðgerð eigum betri möguleika en ella á að vinna okkur fyrr út úr núver- andi efnahagsþrengingum. Upp- taka nýs gjaldmiðils myndi leiða til skynsamlegrar umræðu um kosti og galla aðildar að Evrópu- sambandinu. Umræða um jafn afgerandi mál og aðild að ESB verður ekki afgreidd í einni svipan. Við verð- um að gefa okkur tíma til að vega og meta af skynsemi hvað aðild að ESB felur í sér fyrir íslenskt samfélag. Á meðan getum við ekki leyft okkur að horfa upp á fyrirtæki og almenn- ing blæða út vegna myntar sem ber vexti sem þjóðin rís ekki undir. Höfundar eru forsvarsmenn sjávarútvegsfyrirtækjanna Ísfélags Vestmannaeyja hf., Brims hf. og Þorbjarnar hf. Nýjan gjaldmiðil strax UMRÆÐAN Atli Gíslason skrifar um pólitíska ábyrgð Þegar Davíð Odds-son myndaði fyrstu ríkisstjórn sína með Alþýðuflokknum árið 1991 var megininntak- ið í efnahags- og pen- ingamálum nýrrar stjórnar einfalt: óheft og eftirlitslítil mark- aðs- og einkavæðing sem fór stig- vaxandi með ári hverju. Davíð tók skýrt fram að ríkisstjórnir hans myndu alls ekki styrkja hinar dreifðu byggðir landsins sem leiddi til þeirrar öfgafullu byggðaröskunar sem við höfum upplifað sl. rúm 17 ár. Þessari stefnu og frjálsu ESB- flæði fjármagns o.fl. hafa ríkis- stjórnir Sjálfstæðisflokksins með Framsóknarflokknum og Sam- fylkingunni fylgt eftir eins og öfgatrúarbrögðum. Allt var einka- vætt sem unnt var að einkavæða og útrásin tilbeðin eins og skurð- goð. Öll aðvörunarorð um umsvif bankanna, skuldsetningu þjóðar- innar, takmarkaðan gjaldeyris- forða og eyðslu fjórðungi meira en við öfluðum voru virt að vettugi. Nú er komið í ljós að rík- isstjórnin, Seðlabankinn og Fjár- málaeftirlitið höfðu fullvissu um það í síðasta lagi í ársbyrjun 2008 að það stefndi í það hrun sem nú er raunin. Ekkert var aðhafst og þjóðinni ýmist sagt ósatt eða þagað yfir óþægilegum stað- reyndum. Geir H. Haarde forsætisráð- herra, yfirmaður Seðlabankans, sagði í maí að botninum væri náð. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra sagði í júlí breskan sérfræðing sem spáði hruninu þurfa fara í endurmennt- un. Björgvin G. Sigurðsson við- skiptaráðherra, yfirmaður Fjár- málaeftirlitsins, sagði ríkisstjórn Breta í byrjun september að Landsbanki Íslands og Icesave- reikningarnir væru öruggir. Þvert á móti voru innlánsreikn- ingar Landsbankans í Bretlandi hreinlega glæpsamlegir eftir að tveir breskir sérfræðingar vör- uðu eindregið við þeim í skýrslu til bankans í apríl. Bankarnir vissu eða máttu vita haustið 2007 að í óefni stefndi. Þá byrjuðu þeir að hamstra gjald- eyri og tóku sem fyrr fjandsam- lega stöðu gagnvart íslensku krónunni, sem Samfylkingin kennir nú um allt sem miður fer. Samfylkingin er reyndar alveg kapítuli út af fyrir sig. Þeir eru í ríkisstjórn á daginn en í stjórnar- andstöðu á kvöldin og um helgar ruglandi um evru og ESB sem engu breytir í dag um bráða- úrræði gagnvart efna- hagshruninu og ömur- legu atvinnuleysi. Bankarnir voru búnir að koma sér í „rétta“ stöðu gagnvart krón- unni í lok febrúar og þá hófst gengishrunið. Því ber einnig að halda til haga að í von- lítilli lausafjárstöðu allt frá árinu 2007 hlunnfóru bankarnir vitandi vits og með rangri ráðgjöf og upplýsingum tugþúsundir ein- staklinga, líknarfélög, sveitar- félög og fleiri til að ná peningum í fjárhættuspil fyrir sjálfa sig og stærstu eigendur þeirra. Reykja- nesbær virðist hafa tapað um 300 milljónum, Reykjavíkurborg yfir 2 milljörðum, Árborg um 100 milljónum og svo mætti lengi telja. Öllum var talin trú um að peningamarkaðsreikningar bank- anna væru jafntryggir og ríkis- skuldabréf. Sveitarfélagið Árborg sýndi þá skynsemi að borga upp öll yfir- dráttarlán og önnur lán sem hag- stætt og heimilt var að greiða upp með andvirði af sölu hlutabréfa í Hitaveitu Suðurnesja en geymdi afganginn tímabundið á peninga- markaðsreikningum til fram- kvæmda við sundhöll og íþrótta- svæði sem hefja átti á árinu. Það var allt gert með fullri vitneskju og án athugasemda fulltrúa minnihluta sjálfstæðismanna í sveitarstjórn. Stígur þá ekki fram á sviðið forystumaður sjálfstæð- ismanna í Árborg og kennir meiri- hlutanum um tap sveitarfélagsins og beitir öllum sínum fjölmiðla- tengslum til að slá glórulausar pólitískar keilur. Á sama tíma hafa kjörnir sveitarstjórnarfull- trúar í öllum öðrum sveitarfélög- um snúið bökum saman til að taka á þeim óhugnanlega vanda sem ríkisstjórnir Sjálfstæðisflokksins hafa leitt yfir heimili og fyrir- tæki í landinu. Árásir þessa for- ystumanns sjálfstæðismanna í Árborg eru veruleikafirrtar. Þær eru um leið árásir á meirihluta sjálfstæðismanna í Reykjavík og Reykjanesbæ, almenning, líknar- félög og fleiri og misráðin tilraun til að kenna öðrum um efnahags- hrun og gríðarlegt tjón þjóðarinn- ar sem hans eigin flokkur ber höfuðábyrgð á. Höfundur er alþingismaður. Hvenær biðjast þeir afsökunar? HELGI ÁSS GRÉTARSSON Í grundvallaratriðum var enginn lagalegur munur á útibúi bankans í Bretlandi og Hollandi annars vegar og á Akureyri og á Ísafirði hins vegar. ATLI GÍSLASON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.