Fréttablaðið - 14.11.2008, Side 23

Fréttablaðið - 14.11.2008, Side 23
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 „Ég er nú enginn snillingur í eld- húsinu, það er alveg vitað mál, en ég veit þó að góðir hnífar eru nauð- synlegir,“ segir Guðrún Möller, framkvæmdastjóri Snyrtiakademí- unnar, þegar hún er innt eftir því hvaða leynivopn hún eigi sér í eld- húsinu. „Maður þarf að eiga góðan brauð- hníf og góðan hníf til að skera kjúkl- ingabringurnar. Svo finnst mér líka, þegar verið er að borða góðan mat, að það verði að nota almenni- lega steikarhnífa til að komast í gegn.“ En ætli Guðrún forðist elda- mennskuna fyrst hún gerir svo lítið úr hæfileikum sínum í eldhúsinu? „Nei, ég elda nú alveg en ég fengi kannski ekki hæstu einkunn fyrir matinn,“ segir hún hlæjandi. „Ég elda voða mikið venjulegan heimilismat. Við borðum mikinn fisk og svo góða kjúklingarétti. Þeir eru í uppáhaldi hjá fjölskyld- unni. Ég er samt ekki dugleg að prófa mikið nýtt og þarf svolítið að fara eftir uppskriftum. Ég get ekki bara sett slettu af þessu og slettu af hinu út í, því miður. En mér finnst gaman að elda þegar ég er komin af stað. Það er skelfilegt að þurfa að ákveða hvað á að vera í matinn en ef einhver sæi um það fyrir mig gæti ég alveg klórað mig fram úr því sem á að gera.“ Það verður ekki hjá því komist að spyrja um jólabaksturinn þegar alltaf styttist í jólin og Guð- rún segist hafa gaman af því að baka. „Ég var dugleg að baka og er duglegri í því en við eldamennsk- una. Ég baka alltaf brúna lagtertu fyrir jólin og kannski tvær, þrjár smákökutegundir. Þá nota ég upp- skriftir sem hafa gengið í minni fjölskyldu síðan ég man eftir mér.“ Innt eftir uppáhaldsmatn- um sínum segist hún ekki eiga neitt uppáhald. „Mamma gerir samt góða aspassúpu og tengda- pabbi gerir frábærar fiskibollur.“ heida@frettabladid.is Leynivopnin í eldhúsinu Guðrún Möller gefur lítið fyrir afrek sín í eldhúsinu en segist klóra sig fram úr uppskriftum fái hún undir- búningstíma. Góð áhöld segir hún nauðsynleg við eldamennskuna. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A R N ÞÓ R Guðrún Möller segir nauð- synlegt að eiga góð áhöld í eldhússkúffunum. AFMÆLISVEISLA Í NONNAHÚSI verður haldin sunnudaginn 16. nóvember í tilefni þess að Jón Sveinsson, eða Nonni hefði orðið 151 árs þennan dag. Veislan stendur frá klukkan 13 til 16 og lesið verður fyrir börn úr bókum sem Nonni sjálfur las þegar hann bjó í húsinu sem barn. Veitingahúsið Perlan - Sími 562 0200 - Fax 562 0207 Netfang perlan@perlan.is - Heimasíða www.perlan.is H ri n g b ro t Aðeins ein vika eftir! Villibráðarhlaðborðinu lýkur 19. nóvember Gjafabréf Perlun nar Góð tækifæris gjöf! Jólahlaðborð Perlunnar hefst 20. nóv. Tilboð mán.-þri. 6.250 kr. — Verð: 7.250 kr.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.