Fréttablaðið - 19.11.2008, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 19.11.2008, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 19. nóvember 2008 11 Í dag: Akranes, Grundaskóli – kl. 20.00 Staðir: Ísafjörður, Edinborgarhúsið – 20. nóvember kl. 20.00 Akureyri , Sjallinn – 24. nóvember kl. 17.15 Egilsstaðir, Hótel Hérað – 25. nóvember kl. 20.00 Selfoss, Hótel Selfoss – 26. nóvember kl. 18.00 Reykjavík – Útifundur á Ingólfstorgi – 27. nóvember kl. 17.00 Dagskrá: Áfram Ísland – fyrir hag heimilanna. Hvert skal halda? Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ Pallborð: Formenn landssambanda og stærstu félaga ASÍ sitja fyrir svörum Tónlistaratriði, skipulagt í samvinnu við FÍH Forystumaður stéttarfélags í heimabyggð kynnir drög að ályktun fundarins Í lokin verður boðið upp á kaffispjall ÁFRAM ÍSLAND – fyrir hag heimilanna Fundarherferð ASÍ um landið í samstarfi við aðildarfélögin Verðhrun Jakkar kr. 2.500 Pils og buxur kr. 1.500 Kápur kr. 5.000 Úlpur kr. 3.000 Ármúla 38Opið mánud. til föstud. frá kl. 12.00 - 18.00 Útsölumarkaður Verðlistans allt á borð i kr. 1.0 00 Allra síðas ta vik a Verðhrun UMHVERFISMÁL Hvergerðingar vilja mælingar á brennisteins- vetni í lofti í bænum í ljósi áforma um frekari virkjanafram- kvæmdir á Hengilssvæðinu. „Mælistöðvar af þessari tegund eru þegar fyrir hendi í Reykjavík og unnið er að uppsetningu fleiri stöðva, meðal annars í Norðlinga- holti. Athygli hefur vakið að engin mælistöð fyrir brenni- steinsvetni er staðsett hér í Hveragerði þrátt fyrir að virkjanirnar á Hengilssvæðinu séu mun nær Hveragerði heldur en Reykjavík,“ segir bæjarstjórn- in sem beinir því til Umhverfis- stofnunar að setja strax upp mælistöð í Hveragerði. Auk þess séu slíkar stöðvar nauðsynlegar á útivistarsvæðum á Hellisheiði. - gar Loftmengun í Hveragerði: Vilja láta mæla brennisteininn Í HVERAGERÐI Bæjarstjórnin óttast mengun frá Hengilssvæðinu. DÓMSMÁL Karlmaður á þrítugs- aldri hefur verið dæmdur til að greiða 950 þúsund króna sekt í ríkissjóð, ella sæta 30 daga fangelsi. Þá var hann dæmdur til að greiða ríflega milljón í sakarkostnað. Hann var jafn- framt sviptur ökuréttindum í tæp fjögur ár. Sakarefni mannsins voru fíkniefna- og umferðarlagabrot. Honum var gefið að sök að hafa samtals átta sinnum ekið bifreið undir áhrifum fíkniefna. Í flestum tilfellum mældist mikið magn af amfetamíni í blóði ákærða, en einnig e- pilluduft og kókaín. - jss Héraðsdómur Suðurlands: Dópakstur upp á tvær milljónir DÓMSMÁL Þýskur karlmaður á sjö- tugsaldri hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 16. desember að kröfu lögreglunn- ar á höfuðborgarsvæðinu. Maður- inn, sem er fæddur árið 1943, var handtekinn á Seyðisfirði í byrjun september. Í bíl hans fannst um 20 kíló af hassi og 1,7 kíló af amfetam- íni. Rannsókn málsins er á lokastigi og verður það sent ríkissaksóknara á næstu dögum. Þá hefur Þorsteinn Kragh einnig verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 18. desember að kröfu lögreglunnar á höfuðborgar- svæðinu. Hann er grunaður um aðild að fíkniefnamáli sem kom upp á Seyðis firði í júní. Þá fannst mikið magn fíkniefna í húsbíl sem kom til landsins með ferjunni Norrænu. Um var að ræða 190 kg af hassi og eitthvað af kókaíni. Maðurinn hefur kært úrskurðinn til Hæstaréttar. Báðum er mönnunum gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna. - jss SEYÐISFJÖRÐUR Bæði fíkniefnamálin komu þar upp, reynt var að smygla miklu magni í land úr ferjunni Norrænu. Gæsluvarðhald tveggja framlengt fram í desember: Hassmenn áfram inni

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.