Fréttablaðið - 19.11.2008, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 19.11.2008, Blaðsíða 26
MARKAÐURINN 19. NÓVEMBER 2008 MIÐVIKUDAGUR6 S K O Ð U N Sögurnar... tölurnar... fólkið... ÚT GÁFU FÉ LAG: 365 – prentmiðlar RIT STJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson og Óli Kr. Ármannsson RITSTJÓRN: Ingimar Karl Helgason, Jón Aðalsteinn Bergsveinsson, Magnús Sveinn Helgason, Sindri Sindrason AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal RIT STJÓRN OG AUGLÝSING AR: Skaftahlíð 24, 105 Reykja vík AÐ AL SÍMI: 512 5000 SÍMBRÉF: 512 5301 NETFÖNG: rit stjorn@markadurinn.is og aug lys ing ar@markadurinn.is VEFFANG: visir.is UM BROT: 365 – prentmiðlar PRENT VINNSLA: Ísa fold arprent smiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Markaðinum er dreift ókeyp is með Fréttablaðinu á heim ili á höf uðborg ar svæð inu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands byggðinni. Markaðurinn áskil ur sér rétt til að birta allt efni blaðs ins í staf rænu formi og í gagna bönk um án end ur gjalds. bjorn.ingi@markadurinn.is l ingimar@markadurinn.is l jonab@markadurinn.is l msh@mark- adurinn.is l olikr@markadurinn.is l sindri@markadurinn.is Vísindamenn hafa komist að þeirri niðurstöðu að hávaxið fólk sé að jafnaði með hærri laun en aðrir og að ljóshært kvenfólk standi verr að vígi en dökkhært. Þeir sem eru örvhentir hafa að jafnaði 15 prósenta hærri laun en rétthentir kollegar þeirra og myndarlegir menn eru jafnan tekjuhærri. Að sjálfsögðu skipta menntun og reynsla höfuðmáli en útlit virðist hafa sitt að segja. En hvaða einkenni skipta máli þegar kemur að auði þjóða? Í viðamikilli rannsókn á hagþró- un landa innan OECD, frá 2003, kom í ljós að fjárfesting, hvort sem hún er í fjármagni, mann- auði eða rannsóknum og þróun- arstarfsemi, skiptir lykilmáli til að tryggja umhverfi til vaxt- ar. Virk samkeppni á mörkuðum með vöru-, þjónustu og vinnu- afl, sem og sveigjanleiki þeirra hefur jákvæð áhrif. Stærð hins opinbera dregur fremur úr hag- vexti en sterkur fjármálamark- aður er talinn jákvætt merki. Fyrst og fremst er það þó stöð- ugleiki í hagkerfinu og sterk- ar stofnanir sem eru nauðsynleg skilyrði til vaxtar. Brýnt er að tryggja stöðugt verðlag og koma í veg fyrir óþægilegar sveiflur í hagstærðum. ÍSLANDSFORMÚLAN Árið 2007 var Ísland sjötta rík- asta land í heimi og var í efsta sæti hvað varðar lífsgæði þjóða að mati Sameinuðu þjóðanna. Þrjátíu árum áður voru Íslend- ingar aðeins í 30. sæti hvað varð- ar ríkidæmi og því virtist sem Íslendingar fremur en aðrar þjóð- ir væru búnir að skapa kjörað- stæður til vaxtar í átt að auknum lífsgæðum. Samkvæmt flestum mælikvörðum var hvergi betra að búa en á Íslandi árið 2007. Að- eins ári síðar standa Íslendingar höllum fæti og útlit fyrir að þjóð- in hrapi niður lista ríkustu þjóða heims. Við slíkar aðstæður er ekki úr vegi að spyrja hvað fór úrskeið- is. Á síðustu árum hefur mennt- unarstig þjóðarinnar stóraukist og nú er svo komið að Ísland er í öðru sæti meðal landa OECD hvað varðar útskriftarhlutfall úr fræðilegu háskólanámi. Fjárfest- ing í rannsóknar- og þróunar- starfsemi hefur líka tekið stökk og er nú með því mesta sem ger- ist innan OECD. Frelsi í viðskipt- um hefur aukist til muna en árið 1980 var Ísland álíka samkeppn- ishæft og Kenía* en er nú talið eitt samkeppnishæfasta ríki í heimi í viðskiptum. Sveigjanleiki vinnumarkaðarins hefur aldrei verið meiri og virk samkeppni er á flestum sviðum viðskipta. Það var því líklega ekki fjárfesting- in, samkeppnin eða sveigjanleik- inn sem klikkaði. Líklega var það stöðugleikinn og gæði stofnana. ÞVÍ MIÐUR Því miður tókst ekki að draga úr sveiflum í gengi krónunnar og halda verðlagi og vaxtastigi stöðugu. Því miður voru stofn- anir landsins ekki í stakk búnar til að takast á við það umhverfi sem skapaðist þegar hagkerf- ið var opnað og fór fyrir alvöru að eiga frjáls viðskipti við um- heiminn. Því miður tókst ekki að takast á við vandamál á skil- virkan hátt og því miður virð- ast Íslendingar ekki hafa kúplað sig út úr pólitískum ráðningum embættismanna. Því miður vant- aði samstarf milli peningamála- og fjármálastefnu í landinu. Því miður trúðu ráðamenn því að við gætum lifað við minnsta gjald- miðil í heimi og hundsuðu kröf- ur atvinnulífsins. Því miður náðu stofnanir þjóðarinnar ekki að fylgja eftir nútímavæðingu atvinnulífsins. Oft er þörf en nú er nauð- syn að skapa umhverfi þar sem þjóðin getur haft ábata af fjár- festingum síðustu áratuga. Ís- land ætti að geta skarað fram úr með sterkan mannauð að baki, góða rannsóknar- og þró- unarstarfsemi, sveigjanlega og samkeppnishæfa markaði að ógleymdum auðlindum landsins. Númer eitt, tvö og þrjú er að tryggja stöðugleika í gjaldeyris- málum, styrkja stofnanir lands- ins og endurbyggja trúverðug- leika ráðamanna og þar af leið- andi Íslands á erlendri grundu. Það verður að tryggja leikreglur og umhverfi sem leyfa þessum fjárfestingum að blómstra ER AUÐUR SAMA OG LÍFSGÆÐI? Það eru ekki allir á einu máli um það að hagvöxtur og þar af leiðandi há landsframleiðsla á mann séu mælikvarðar sem beri að einblína á. Þess ber að geta að greinarhöfundur er langt frá því sannfærður um að auði fylgi ávallt hamingja. Niðurstöður ný- legrar rannsóknar frá Wharton- háskóla í Bandaríkjunum gefa hins vegar til kynna mjög sterkt samband milli landsframleiðslu á mann og hamingju. Þjóðir með hærri landsframleiðslu á mann virðast almennt vera hamingju- samari. Þegar öllu er á botninn hvolft eru ríkari þjóðir betur í stakk búnar til að tryggja þegnum sínum aðgengi að þáttum eins og heilbrigðisþjónustu, menntun og barnagæslu. Efnaðri þjóðir eiga einnig auðveldara með að tak- ast á við vandamál líkt og fátækt og ójöfnuð. Hér á málsháttur- inn „Auðurinn er afl þeirra hluta sem gera skal“ ef til vill við. *Samkvæmt mælingum Fraser Institute Í KÍNA Óvíða í heiminum er hagvöxtur meiri en í Kína. Greinarhöfundur efast um að beint samband sé milli auðlegðar og hamingju en bendir á rannsóknir sem sýna að þjóðir með hærri landsframleiðslu á mann virðist almennt hamingjusamari. MARKAÐURINN/GVA Hagvöxtur og hamingja Þóra Helgadóttir hagfræðingur. O R Ð Í B E L G Fjármálahugtakið „varin staða“ nefnist á ensku „hedge position“ en með varinni stöðu er brugð- ist við áhættu sem til staðar er í við- skiptum. „Við kaup á hlutabréfum er áhættan til dæmis að gengið færist í óhagstæða átt og við gjaldeyriskaup er áhættan til dæmis að gengi gjald- miðilsins breytist verulega frá þeim tíma sem viðkom- andi skuldbindur sig í er- lendri mynt og þangað til hann kaupir myntina,“ segir á vef MP Banka í umfjöllun um fjármálahugtök. „Algengt er að nefna dæmi um kaupmann sem flytur inn vörur frá útlöndum. Hann finnur vöru er- lendis sem á að kosta ákveðið marga Bandaríkja- dali. Kaupmaðurinn reiknar hversu mikið það sé í krónum og pantar vöruna og á að greiða vör- una eftir tvo mánuði þegar varan kemur til landsins. Ef hann vill verja sig fyrir gengissveiflum kaupir hann dalina strax á því gengi sem hann reikn- aði með þegar hann pantaði og ekkert varðandi gengi mun því koma honum á óvart. Ef hann hins vegar ver sig ekki gæti hann lent í því að eftir tvo mánuði hafi dalurinn hækkað verulega gagn- vart krónu og varan sem hann pantaði orðin mun dýrari en upp- haflega stóð til,“ segir þar jafn- framt, en líkast til eru þeir ófáir sem þekkja nú á eigin skinni áhættuna sem falin er í gengissveiflum gjaldmiðla. O R Ð S K Ý R I N G I N Varin staða Hér á landi sáðu stjórnvöld til útrásar og uppbyggingar atvinnu- greinar á alþjóðavísu í fjármálageira. Hér var stefnt að því að koma upp alþjóðlegri fjármálamiðstöð og fagnað var þróttmiklum vexti bankanna og skatttekjunum sem starfsemi fjármálageirans færði þjóðarbúinu. Núna standa eftir rústirnar einar af þessari uppbygg- ingu. Davíð Oddsson, formaður bankastjórnar Seðlabankans, fór yfir uppskeru októbermánaðar í ávarpi sínu á þingi Viðskiptaráðs Ís- lands í gærmorgun. Hann sagði uppskeruna hafa verið ömurlega, myglaða og úr sér gengna en þó „að mestu eins og sáð hafði verið til“ og kvað Seðlabankann hafa haft uppi margvísleg varnaðarorð um þróun mála síðustu mánuði. Á máli hans mátti skilja að ábyrgðin á þróun mála lægi alls staðar annars staðar en hjá Seðlabanka Íslands. Meira að segja fjölmiðlar brugðust hlutverki sínu í að láta hjá líða að lesa rétt á milli lína í skýrslu Seðlabankans um fjármálastöðug- leika sem birt var í maí. Þar var því hins vegar haldið fram að þrátt fyrir þrengingar væri fjármálakerfið enn í meginatriðum traust, að Seðlabanki Íslands setti lausafjárreglur og hefði eftirlit með lausa- fjárstöðu innlánsstofnana og að innstæða væri næg á afskriftareikn- ingum bankanna. Hafi Seðlabankinn í raun séð fyrir hættuna á falli bankakerfis- ins þá lét hann hjá líða að grípa til aðgerða. Hér var hvorki byggður upp gjaldeyrisvaraforði af þeirri stærð að gæti orðið bönkunum bak- land, né heldur bönkunum settar skorður með aukinni bindiskyldu. Og þótt forsvarsmenn Seðlabankans kunni að hafa haft uppi almenn varnaðarorð á tímum sem öllum mátti í byrjun þessa árs vera ljóst að voru viðsjárverðir, þá virðist hafa skort á að bent væri á leiðir til úrlausnar þar sem tryggður væri fjármálastöðugleiki í landinu. Eftir stendur að Seðlabanki Íslands er rúinn trausti. Þá er ekki að undra að spjótin beinist að formanni bankastjórnarinnar, enda birt- ist hann ekki í hlutverki seðlabankastjóra upp úr einhverju tóma- rúmi, heldur sem stjórnmálaleiðtogi og einn af höfundum þeirrar þjóðfélagsskipanar sem fólk býr nú við. Jón Steinsson, hagfræðingur og lektor við Columbia-háskóla, er meðal þeirra sem bent hafa á mistök Seðlabankans í efnahagskrepp- unni og er talsmaður þess að skipt verði um stjórn bankans. Í viðtali við Fréttablaðið í byrjun vikunnar bendir hann á Má Guðmundsson, fyrrum aðalhagfræðing Seðlabankans, sem nú starfar hjá Alþjóða- bankanum, sem vænlegasta kostinn í stól seðlabankastjóra. Fleiri kostir eru í stöðunni. Einnig hefur verið hreyft við þeirri hugmynd að ráða hingað hagfræðinginn Frederic Mishkin, sem þaulkunnug- ur er íslensku efnahagslífi eftir að hafa árið 2006 ritað með Tryggva Þór Herbertssyni skýrslu um íslensk efnahagsmál. Hann lét í fyrra- vor af störfum sem einn bankastjóra seðlabanka Bandaríkjanna og kann að vera á lausu. Aðkoma slíks manns kynni að vera happadrjúg, enda nýtur hann trausts af sínum fyrri störfum og ber ekki með sér bagga fortíðar úr íslensku stjórnmálalífi. Mishkin verður að minnsta kosti ekki „sakaður um“ að hafa verið í Alþýðubandalaginu. Hér verður að koma á trúverðugri stjórn þar sem framtíðarsýn er skýr. Kjörnir fulltrúar sitja eðli málsins samkvæmt líkast til flestir fram að kosningum, en þeim verður að flýta sem kostur er. Embættismönnum er hægt að skipta út fyrr. Með núverandi stjórn er Seðlabankinn ótrúverðugur og þá um leið fjármálakerfi lands- ins. Þetta ástand grefur svo aftur undan viðleitni til að gera krón- una að nothæfum gjaldmiðli á ný. Vantraust á stjórn efnahagsmála endurspeglast í vantrausti á gjaldmiðilinn. Til að tryggja fjármálastöðugleika duga ekki varnaðar- orð á lokuðum fundum, eða á milli lína í skýrslum. Traust þarf að ríkja á stjórn efnahagsmála Óli Kristján Ármannsson MARKAÐURINN á www.visir alla daga

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.