Fréttablaðið - 19.11.2008, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 19.11.2008, Blaðsíða 33
MIÐVIKUDAGUR 19. nóvember 2008 17 sport@frettabladid.is FÓTBOLTI Jóhannes Karl Guðjóns- son hefur ekki hlotið náð fyrir augum landsliðsþjálfarans Ólafs Jóhannessonar upp á síðkastið þrátt fyrir frábæra spila- mennsku með Burnley en lands- liðþjálfarinn hefur sjálfur verið tregur til að útskýra almennilega af hverju hann kýs að velja ekki leikmanninn. „Ég gaf ekki kost á mér í æfingamótið á Möltu og gerði grein fyrir því við Ólaf af hverju ég treysti mér ekki í það verk- efni. Það má í raun og veru segja að ég hafi þá valið fjölskylduna fram yfir æfingamótið og það geta náttúrulega komið upp aðstæður þar sem maður er bara ekki alveg klár í þessa svokölluðu vin- áttulandsleiki,“ segir Jóhannes Karl hreinskilinn. Jóhannes Karl hefur svo verið úti í kuldanum hjá landsliðsþjálfaranum alla tíð síðan. „Ólafur hefur líklega verið frekar svekktur með útskýringar mínar á sínum tíma og það er náttúrulega bara hans ákvörðun að velja mig ekki í framhaldi af því. Hann hlýtur að velja sitt besta lið í hvert skipti og ég virði það að sjálfsögðu.“ Jóhannes Karl hefur leikið glimrandi vel með spútnikliði Burnley í Championship-deild- inni og deildarbikarnum á þessu keppnistímabili og er ekki búinn að gefa landsliðsferilinn upp á bátinn. „Það eina sem ég get gert er að halda áfram að standa mig hjá mínu félagsliði og það er bara eins og það er. Ég gef að sjálf- sögðu áfram kost á mér í landsliðið og er alltaf stolt- ur þegar ég fæ tækifæri til þess að spila fyrir Íslands hönd. Ég er því klár ef kallið kemur og ætla ekkert að skæla yfir því að hafa ekki verið valinn í hóp- inn upp á síðkastið. Ég fylgist auðvitað vel með gangi mála hjá landsliðinu og vonast til þess að Ólafi og strákunum gangi vel,“ segir Jóhannes Karl að lokum. - óþ Jóhannes Karl er klár í landsliðið ef kallið kemur: Tók fjölskylduna fram yfir landsliðið JÓHANNES KARL Er ekki búinn að gefa landsliðsferilinn upp á bátinn. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Íslenska landsliðið í knattspyrnu spilar í dag æfingaleik gegn Möltu ytra. Leikurinn fer ekki fram á þjóðarleikvangi Maltverja, Ta Q´ali, heldur á leikvangi félagsliðs í landinu. Þetta er í annað sinn sem Ísland mætir Möltu ytra en liðið var þar á æfingamóti síðastliðinn febrúar og tapaði þá fyrir heimamönnum, 1-0. „Ég hef ekkert sérstaklega mikinn áhuga á því að tapa hérna fyrir þeim í annað skipti á árinu. Það er ekki ásættanlegt að tapa og við stefnum að sjálfsögðu á sigur í leiknum enda eigum við harma að hefna,“ sagði Ólafur Jóhannes- son landsliðsþjálfari við Fréttablaðið í gær en hann fór utan síðastliðinn sunnudag en leikmenn frá meginlandi Evrópu voru komnir til móts við hópinn á mánudag. Liðið náði einni æfingu á mánudaginn og æfði aðeins einu sinni í gær þar sem mikil rigning var á Möltu og æfingasvæði blautt og erfitt viðureignar. „Það eru allir heilir í hópnum og klárir í slaginn,“ sagði Ólafur en helsta áhyggjuefni hans var Aron Einar Gunnarsson sem óttast var að hefði úlnliðs- brotnað um helgina. „Það var ekkert til í því. Það flísaðist upp úr beini en það er búið að teipa það og hann á að geta beitt sér af fullum krafti og sett allan sinn kraft í innköstin löngu.“ Ólafur ætlar að nýta þennan leik til þess að gefa leikmönnum sem lítið hafa spilað í síðustu leikjum tækifæri. „Þeir strákar sem hafa verið númer 12 í hópnum og upp úr fá að sprikla og sýna sig núna. Ég ætla samt ekki að skipta út öllu liðinu og því verður ákveðinn kjarni úr síðustu liðum til staðar. Þessi leikur á engu síður að vera kærkomið tækifæri fyrir menn til þess að sanna sig,“ sagði Ólafur en hvað vill hann helst fá út úr leiknum? „Ég vil að við höldum áfram að skerpa á þeim hlutum sem við höfum verið að vinna í. Ég myndi helst vilja sjá í þessum leik að okkur takist betur að halda boltanum innan liðsins og menn hafi sjálfstraust til þess að vera á boltanum. Við erum að reyna að bæta okkur örlítið í hverjum leik,“ sagði Ólafur. Þetta verður síðasti leikur liðsins á þessu ári en næsti alvöru leikur er gegn Skotum hinn 1. apríl. ÓLAFUR JÓHANNESSON LANDSLIÐSÞJÁLFARI: SEGIR ALLA LEIKMENN KLÁRA Í SLAGINN GEGN MÖLTU Eigum harma að hefna gegn Maltverjum Vinningaskrá Hausthappdrætti Blindrafélagsins – dregið 14. nóvember 2008 Mitsubishi Outlander Intense jeppi, sjálfskiptur, 2,4l - Verðmæti kr. 4.290.000 100377 Mitsubishi Lancer Intense+, sjálfskiptur, 1,8l m/öllu – Verðmæti kr. 3.345.000 62782 Mitsubishi Lancer Inform, sjálfskiptur, 1,8l – Verðmæti kr. 2.925.000 18895 Ferðavinningur með Heimsferðum að eigin vali – Verðmæti kr. 250.000 1236 15906 32673 54701 71608 81680 88356 94155 102004 115665 5108 17794 34648 57165 72409 82234 89804 95117 102658 118215 6927 19565 38415 57503 73991 83944 90773 96195 103765 119067 7110 22838 42096 60358 74425 84601 91818 98825 105207 9274 24675 43521 65631 76143 86399 92678 99385 105840 12506 26753 44445 66453 78630 86454 92957 99534 106287 13849 29879 49488 67039 80171 87347 93242 100901 113226 15711 30540 52440 70261 81577 87912 93576 101759 113401 Kvöldverður á veitingastaðnum Ó Restaurant, Óðinsvéum – Verðmæti kr. 20.000 400 8109 16428 28484 50360 77100 86663 93623 100360 113071 723 8629 16547 42136 51414 79502 89497 94805 103846 113403 1013 12172 21187 42267 69600 79931 90616 96749 108345 115305 4419 14011 26244 43133 71788 83062 91636 97332 108437 117368 6264 15059 27219 47435 71855 85821 92052 98300 109433 120903 Alls 128 skattfrjálsir vinningar að verðmæti kr. 30.310.000 – Upplag 121.000 - Vinninga ber að vitja innan árs – Upplýsingasími 525 0000 – Vinningaskrá birt í textavarpi sjónvarpsins á síðu 290 og á heimasíðu Blindrafélagsins www.blind.is > Toppslagur á Ásvöllum í kvöld Haukar og Hamar spila um toppsæti Iceland Express- deildar kvenna í körfubolta á Ásvöllum klukkan 19.15 í kvöld. Bæði lið hafa unnið fimm af fyrstu sex leikjum sínum og hafa tveggja stiga forskot á næsta lið sem er Keflavík. Hamar tapaði sínum fyrsta leik gegn Íslands- meisturum Keflavíkur í síðasta leik en Haukaliðið hefur unnið fjóra leiki í röð eftir að hafa tapað eina leik sínum með minnsta mun á móti Val. Hamar hefur tapað öllum átta leikjum sínum á móti Haukum í úrvalsdeild kvenna sem eru eina félagið sem stelpurnar frá Hveragerði hafa ekki náð að vinna í efstu deild. FÓTBOLTI Sigurður Ragnar Eyjólfs- son, landsliðsþjálfari kvenna í fót- bolta, er ekki á því að draumurinn hafi breyst í martröð þegar dregið var í riðli í Evrópukeppninni í Finnlandi í gær. Ísland dróst í eins erfiðan riðil og hægt var að hafa hann en með íslenska liðinu í riðli eru Heims- og Evrópumeistarar Þýskalands, fyrrum Evrópumeist- arar Noregs og Frakkar sem höfðu betur gegn íslenska liðinu í undan- riðlinum. Allt eru þetta þjóðir með mikla reynslu af stórmótum og allar eru þær meðal sjö bestu kvennaknattspyrnuþjóða heims samkvæmt styrkleikalista FIFA. „Þetta er dauðariðillinn segja þeir en ég held að það liggi þarna mikil áskorun fyrir okkur að fá að mæta þremur af sjö bestu þjóðun- um í heimi í fótbolta,“ segir Sig- urður Ragnar. „Það hlýtur að vera draumur hvers leikmanns að spila á móti heims- og Evrópumeistur- um í úrslitakeppni stórmóts. Það reiknar örugglega enginn með neinu af okkur nema við sjálf. Við verðum litla liðið og getum von- andi komið á óvart,“ segir Sigurður Ragnar sem tók eftir viðbrögðum hinna þjálfaranna. „Þjálfarar Noregs og Frakk- lands voru báðir mjög fúlir og óhressir með riðilinn sem þeir lentu í enda má segja að þrjú af fjórum sterkustu liðunum hafi lent saman í þessum riðli. Þetta er líka erfiðasti riðillinn sem gat orðið. Ég held að þessir þjálfarar Noregs og Frakklands átti sig alveg á því að það verður ekki auð- veldur leikur á móti Íslandi held- ur,“ segir Sigurður Ragnar sem segir það nú vera ómissandi und- irbúning að fá að taka þátt í efri hluta Algarve Cup. „Það verður stöðutékk fyrir okkur til að sjá hvar við stöndum á móti svona sterkum þjóðum,“ segir Sigurður Ragnar sem sér möguleika í stöðunni. „Ég tel að við höfum sýnt að við höfum í fullu tré við Frakkland. Það er töluvert langt síðan við mættum Noregi en það eru kyn- slóðaskipti hjá þeim núna og því kannski bara fínn tími að mæta þeim og sjá hvar við stöndum. Svo er bara ævintýri að fá að spila við Þýskaland og það verður gaman að mæta þeim.“ Landsliðsþjálfar- inn stefnir á átta liða úrslitin enda segist hann ekki nenna að fara út á svona mót til vera bara með. „Við finnum það alveg þegar við mætum liðum eins og Frakklandi að við erum að nálgast þau í getu. Við erum að bæta okkur mjög mikið þannig að möguleik- arnir eru fyrir hendi. Ísland getur náð mjög góðum úrslitum á góðum degi en það þarf allt að ganga upp hjá okkur í svona sterkum riðli til að við komumst áfram. Við verð- um að horfa bjartsýn á þetta, leggja mikið á okkur og stefna á það að fara áfram.“ ooj@frettabladid.is Eins erfiður riðill og hann gat orðið Kvennalandsliðið í fótbolta mætir þremur af fjórum bestu þjóðum Evrópu í riðlakeppni EM í Finnlandi. Sigurður Ragnar Eyjólfsson vonast til að geta komið á óvart og hefur sett stefnuna á átta liða úrslitin. DAUÐARIÐILLINN KLÁR Michel Platini sést hér búinn að draga Frakkland upp úr pottinum en um leið var ljóst hvaða lið skipuðu riðil Íslands. NORDIC PHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Knattspyrnugoðið Diego Maradona stýrir argentínska landsliðinu í sínum fyrsta leik sem landsliðsþjálfari í kvöld gegn Skotum á Hampden Park. „Ég er gríðarlega stoltur og þetta verður sérstök stund fyrir mig,“ sagði Maradona sem lét sér fátt um finnast vegna ummæla hins enska Terry Butcher, aðstoðarlandsliðsþjálfara Skota, um að hann sé ekki búinn að fyrirgefa honum fyrir „handar guðs“-markið sem sló Englend- inga út úr átta liða úrslitum HM árið 1986 og ætli ekki að taka í hönd hans fyrir leikinn. „Ég mun ekki missa svefn þótt Butcher vilji ekki heilsa mér en ég skil ekki hans afstöðu. Ég meina, England varð heimsmeist- ari árið 1966 með marki sem fór ekki einu sinni yfir marklínuna,“ sagði Maradona glottandi á blaðamannafundi í gær. - óþ Blaðamannafundur í gær: Maradona sló á létta strengi MARADONA Stýrir Argentínu í fyrsta skiptið í kvöld. NORDIC PHOTOS/GETTY Erfitt á EM Sigurður Ragnar Eyjólfsson landsliðsþjálfari. -FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.