Fréttablaðið - 19.11.2008, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 19.11.2008, Blaðsíða 14
MARKAÐURINN 19. NÓVEMBER 2008 MIÐVIKUDAGUR2 F R É T T I R Vika Frá ára mót um Alfesca -10,1% -48,8% Atorka 12,5% -93,6% Bakkavör -33,7% -95,4% Eimskipafélagið 0,0% -96,1% Exista 0,0% -76,6% Icelandair -0,8% -52,4% Kaupþing 0,0% -100,0% Marel 10,6% -16,9% SPRON 0,0% -79,2% Straumur 0,0% -53,1% Össur 6,1% 4,8% *Miðað við lokagengi í Kauphöll í gær. Úrvalsvísitalan OMXI15 653. G E N G I S Þ R Ó U N Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar „Við höfum sýnt ákveðna biðlund. En framtíð Al- fesca er óljós og við munum skoða marga kosti til að bæta hag hluthafa,“ segir Ólafur Ólafsson, stjórnarformaður Alfesca. Ólafur er jafnframt stjórnarformaður Samskipa. Hann segir ganginn yfirleitt góðan en krefjandi fyrir þau fyrirtæki sem hann stjórni og snúa að al- þjóðlegum mörkuðum. Ágætlega gangi þrátt fyrir þrengingar í Bretlandi en erfiðleikar í Eystrasalts- ríkjunum og í Rússlandi hafi komið niður á Sam- skipum. Gangurinn sé þó góður enda hagi menn seglum eftir vindi. Alfesca sóttist eftir evruskráningu hlutabréfa á síðasta ári. Tafir urðu á skráningunni eins og áður var frá greint þegar Seðlabankinn gerði at- hugasemd við hana og frestaðist skráningin. Síð- ustu áætlanir Kauphallarinnar og Verðbréfaskrán- ingar miðuðu við að Seðlabanki Finnlands tæki uppgjörið að sér til framtíðar. Við fall bankanna þriggja breyttust forsendur gagnvart Finnlands- banka en Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar- innar, sagði í samtali við Markaðinn fyrir hálfum mánuði að semja verði við annan banka um evru- uppgjör og verkferla því tengdu. Ólafur segir hrun bankanna og dýfu krónunnar hafa snert mjög við hluthafa Alfesca. Mestu skipti um fall krónu, ekki síst gagnvart evru. „Ég held að það hefði bætt stöðu hluthafa verulega ef við hefðum skráð hlutaféð í evrur,“ segir Ólafur. „Við höfum verið mjög þolinmóðir og sýnt ástandinu skilning. Aðstæður í dag eru hins vegar slíkar að við þurfum að endurskoða stöðuna.“ Hann segir hugsanlegt að halda ýmist félaginu á markaði eða afskrá það. Í framhaldinu mætti skoða skráningu í öðru landi, svo sem í Sviss eða Frakk- landi. Að minnsta kosti tvö fyrirtæki sem skráð eru í Kauphöllina hafa íhugað slíkt upp á síðkast- ið, samkvæmt heimildum Markaðarins. Tvíhliða skráning kæmi ekki til greina. Hann segir erlenda hluthafa hafa horft til evru- skráningar lengi. Einn þeirra var sheikh Mohamed Bin Khalifa Al-Thani, bróðir emírsins af Katar, sem stefndi á að kaupa 12,6 prósent hlutafjár í Alfesca. Al-Thani keypti raunar rétt rúman fimm prósenta hlut í Kaupþingi fyrir 25,5 milljarða króna hálf- um mánuði áður en ríkið tók bankann yfir. Við það gufaði upphæðin upp en viku síðar hætti hann við kaup í Alfesca. Sjálfur sá Ólafur á eftir háum fjárhæðum við fall Kaupþings en hann var næststærsti hluthafi bank- ans, skráður fyrir tæpum 9,9 prósenta hlut þegar ríkið tók bankann yfir. Markaðsverðmæti hlutar- ins þá nam 47,8 milljörðum króna á síðasta degi en er nú einskis virði. Þrátt fyrir það tekur hann ekki þátt í að skoða hvort höfðað verði mál á hend- ur breskum yfirvöldum vegna falls Kaupþings ásamt Existu, sem var stærsti hluthafi bankans. „Við fylgjumst bara með því þar til ákveðið verður hvort farið verði í mál,“ segir hann. ÓLAFUR ÁSAMT STJÓRNENDUM ALFESCA Stjórnarformaður Alfesca segir stjórnendur velta fyrir sér framtíð félagsins með það fyrir augum að tryggja framtíð þess. MARKAÐURINN/GVA Hugleiða að taka Alfesca af markaði Ólafur Ólafsson, stjórnarformaður Alfesca, segir frestun evruskráningar hlutabréfa og fall bankanna setja mark sitt á framtíð félagsins. Afskráning komi til greina. „Það verður að halda öllum mögu- leikum opnum, jafnvel að leita lánsfjár hjá einkaframtaks-og fjárfestingasjóðum í Miðaustur- löndum og veita hlut í bönkunum á móti,“ segir dr. Daniel Levin, lögfræðingur og efnahagsráð- gjafi ríkisstjórna víða um heim. Eins og fram kom í Fréttablað- inu um helgina hefur dr. Levin í um tuttugu ár komið að uppbygg- ingu landa eftir efnahagshrun. Auk þess að sækja um lán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum hefur íslenska ríkið horft í kringum sig, svo sem hjá nágrannaþjóðun- um og til Rússlands. Levin telur ólíklegt að Rússalánið skili sér. Þar glími menn við mikinn við- skiptahalla og ólíklegt að burðir séu þar til að opna pyngjurnar. Hann telur meiri líkur á já- kvæðum svörum frá Mið-Aust- urlöndum, svo sem í Abu Dhabi eða Katar. „Þar eru hvorki fjárhags- áhyggjur né viðskiptahalli. Þótt sjóðirnir hafi áhyggjur af þróun efnahagsmála þá eru þær tiltölu- lega litlar enda sitja olíuríkin í Mið-Austurlöndum á digrum sjóðum,“ segir hann. - jab DANIEL LEVIN Ráðgjafi í efnahags- málum segir Íslendinga verða að skoða möguleikann á því að sækja sér lánsfé til Mið-Austurlanda gegn hlut í bönkunum. MARKAÐURINN/VALLI Horfum til Miðausturlanda „Okkur fannst vanta virkan vett- vang um nýsköpun,“ segir Hjálm- ar Gíslason, framkvæmdastjóri DataMarket. Hjálmar býr yfir áralangri reynslu af frumkvöðlastarfi í upplýsingatækni, smíðaði sem dæmi leitarvél símaskrárvefs- ins Já.is. Hann segir að í kjölfar banka- hrunsins í byrjun síðasta mán- aðar hafi hann sest niður ásamt öðrum frumkvöðlum í upplýs- ingatæknigeiranum þar sem hug- myndum var kastað á milli. Niðurstaðan var vefsíðan ny- skopun.org en þar má nálgast reynslusögur og gagnlegar leið- arstikur fyrir þá sem áhuga hafa á nýsköpun og frumkvöðlastarfi. Vefurinn byggir á Wiki-kerf- inu, sem merkir að hann er opinn og geta þeir sem vilja sett inn upplýsingar um efnið. Tuttugu manns hafa unnið launalaust við vefinn fram til þessa, samkvæmt síðustu tölum Hjálmars. - jab HJÁLMAR GÍSLASON Hjálmar og kunningjar hans úr upplýsingatækni hafa sett á laggirnar opinn vettvang þar sem fólk getur nálgast upplýsingar um nýsköpun. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Nýsköpun fyrir alla „Svartsýnin er víða í því óvenju- lega ástandi sem nú ríkir. Það sést á breyttum neysluvenjum fólks sem velur af kostgæfni hvað það snæðir, sérstaklega um hátíðir,“ segir Xavier Govare, forstjóri Alfesca. Alfesca tapaði 323 þúsund evrum á fyrsta fjórðungi árs- ins, sem hófst í byrjun júlí. Til samanburðar nam hagnaðurinn 828 þúsund evrum á sama tíma í fyrra. Rekstarhagnaður nam 6,4 milljónum evra, sem er ell- efu prósenta samdráttur frá síð- asta ári en 12,5 prósenta aukning á samanburðargrundvelli þegar miðað er við stöðugt gengi og án tilfallandi kostnaðar. Govare segir stjórnendur hafa dregið meðvitað úr kostnaði og aukið vöruúrval í samræmi við aðstæður á helstu mörkuðum fyrirtækisins. Vonast sé til að það skili sér í betri jólasölu. Til stóð að greiða hluthöfum arð nú í fyrsta sinn. Sú ákvörðun hefur verið dregin til baka í ljósi einkar erfiðra aðstæðna á alþjóð- legum mörkuðum, að sögn for- stjórans. - jab Beðið eftir jólunum Fjármögnun Skipta hf., aðaleig- enda Símans, er tryggð út árið 2012. Pétur Þ. Óskarsson, talsmað- ur Skipta, segir handbært fé frá rekstri vera með ágætum, miðað við aðstæður. „Langtímafjár- mögnun er tryggð en rekstrar- umhverfi fyrirtækja hér er ekki auðvelt. Við þurfum að greiða mánaðarlega í erlendri mynt af kerfunum sem við rekum.“ Fyrirtækið hefur mælst til þess að starfsfólk með yfir 350 þúsund króna mánaðarlaun taki á sig 10 prósenta skerðingu. - kóp Fjármögnun tryggð út 2012 XAVIER GOVARE Forstjóri Alfesca segir að af fenginni reynslu geri fólk vel við sig um hátíðarnar þegar kreppi að í efnahags- lífinu. MARKAÐURINN/GVA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.