Fréttablaðið - 19.11.2008, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 19.11.2008, Blaðsíða 18
 19. nóvember 2008 MIÐVIKUDAGUR2 ÖKUMENN á aldrinum 17 til 20 ára geta farið sér að kostnaðarlausu á gagnleg og skemmtileg námskeið um ökutækjatryggingar og tjónamál sem Sjóvá For- varnahúsið og Umferðarstofa bjóða upp á í samstarfi við Sjóvá og Vörð. „Þetta eru frábær og rosalega mannleg dýr,“ segir Dagbjört Rós Helgadóttir um reynslu sína af höfrungum eftir námskeið í höfr- ungaþjálfun hjá ABC Dolphin Trainer Academy í Mexíkó í sumar. Er þetta í fyrsta sinn sem slíkt námskeið er opið almenningi og álítur Dagbjört sig lánsama að hafa lent í tuttugu manna úrtakinu. „Þetta er mjög vinsæll bransi og erfitt að komast í hann. Yfirleitt eru svona námskeið bara fyrir þjálfara,“ segir Dagbjört, sem lét slag standa eftir að hafa heillast af höfrungasýningu í Marineland á Mallorca í vor. „Ég sagði vinkonu minni að þarna væri draumastarfið fundið.“ Dagbjört skráði sig á námskeiðið á netinu og var með aðstoð vina og vandamanna komin í þjálfunarbúð- ir í Mexíkó áður en hún vissi af. „Ég var úti í tvær vikur og lærði grunn- inn í höfrungaþjálfun, sem byggist á táknmáli og verðlaunaveitingum. Þjálfararnir nota flautur til að gefa höfrungunum til kynna að þeir hafi lokið sínu og megi sækja verðlaun- in sín, fisk, sem þeir fá fyrir minnstu framfarir,“ segir hún. „Málið er að ná augnsambandi við dýrin, sem hænast mest að þeim sem fóðrar þau.“ Dagbjört greiddi 1.000 dollara fyrir námið fyrir utan uppihald og gistingu og segir það hafa verið hverrar krónu virði. Spurð hvernig námið hafi nýst svarar hún hlæj- andi: Ja, eru ekki einhverjar hnýsur fyrir norðan? Nei, án gríns stefni ég á Cayman Island í Karíbahafinu þar sem Dolphin Discovery, sem rekur skólann, er með starfsemi. Ég ætla að senda ferilskrá út og sjá hvað gerist,“ segir hún, bjartsýn á framhaldið. roald@frettabladid.is Dagbjört er lærður kafari en þess þarf með til að geta lært höfrungaþjálfun. MYND/ÚR EINKASAFNI Heilluð af höfrungunum Dagbjört Rós Helgadóttir hefur sýslað ýmislegt spennandi um ævina og er meðal annars lærður kafari og fallhlífarstökkvari. Síðast rak ævintýraþráin hana til Mexíkó þar sem hún lærði höfrungaþjálfun. Tæknimenntaskólinn • Almenn námsbraut • Náttúrufræðistúdent - Flugtækni • Náttúrufræðistúdent - Skipstækni • Náttúrufræðistúdent - Raftækni • Náttúrufræðistúdent - Véltækni • Stúdentspróf af list- og starfsnámsbrautum • Tæknistúdentspróf (frumgreinanám) Byggingatækniskólinn • Veggfóðrunar- og dúklagningabraut • Tækniteiknun • Múrsmíðabraut • Málarabraut • Húsgagnasmíðabraut • Húsgagnabólstrun • Húsasmíðabraut • Grunnnám bygginga- og mannvirkjagreina Ný t Dagbjört er mikill dýravinur og fékk útrás fyrir áhugamál- ið með höfrungum, sæljón- um og -kúm í Mexíkó. M YN D /Ú R EIN K A SA FN I „...fyrst á visir.is“ ...ég sá það á visir.is Alla mmtudaga

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.