Tíminn - 14.02.1982, Side 18

Tíminn - 14.02.1982, Side 18
Sunnudagur 14. febrúar 1982 18____________________________________fgTtmhm á bókamarkaði SIMENON mm Rnbert l.udlum : The Parsifal Mosaic. Bantam 1982. ■ Robert Ludlum gýs með reglulegu millibili, vart á minna en tveggja ára fresti. Aður las hann vist texta inn á sjónvarpsauglýsingar, en nú er hann gullkálfur á bóka- markaði. Metsölubækur hans fjalla allar um njósnir og gagnnjósnir, hafa sjaldnast minna en veröldina eins og hún leggur sig að sögusviöi, og eru flestar furðanlega miklar að vöxtum. betta er sú nýjasta — The Parsifal Mosaic. Parsi- fal Ludlums á ekkert skylt við Parsifal goðsagnanna og Wagners, nema ef væri lengd- ina og viðleitnina til að búa til eitthvað sem er stórt i sniðum. Söguhetjan er gamall jaxl úr- CIA, i upphafi bókar er ást- kona hans myrt i tungslljósi á Spánarströndum. Nokkru sið- ar birtist hún svo sprelllifandi á járnbrautarstöð i Röm og hverfur svo aftur i fjöldann. Þá flækist jaxlinn iatburtá þar sem ekki sér handa skil og hefur ekkerttilað visa sér veg nema oröið Parsifal, sem er dulnafn á einhverju eða ein- hverjum. THE PROPHECIESOF NOSTRADAMÖS ERÍKA CHEEÍHAM Tlie Prophccies of Nostra- damus: Kdt. Erika Chectham. Corgi 1981. ■ Fyrir 400 árum settist Michel de Notredam á töfra- skemil og tók um kvisti töfr- agreinarinnar. Við hliðina á honum var skál með vatni, þegar vatnið gáraðist fór bylgja um limi hans og hann sá fyrir óorðna hluti. Spásagn- irsinarsettihann fram i ldrfi- lega læstum og óskiljanlegum ferhendum sem æ siðan hafa verið gullnáma dulspekinga og ritskýrenda. Cr spásögnun- um hafa mennlesið: byltingu i Rússiá 1917, borgarastriðið á Spáni, upphaf flugaldar, morðiö á Kennedy forseta, og franskur túlkandi sem náði metsölu i fyrra sá þar sér til skelfingar að J. Páll páfi yrði myrtur i Lyon i desember 1981... Aðrir válegir fyrirboð- ar eru á lofti i spádómum Nostradamusar, jafnvel yfir- vofandi heimsslit. En hér get- ur fólk lagt þetta út á sinn eig- in veg, hér eru á bók spádóm- ar Nostradamusar á frönsku og meö enskum þýðingum til hliðsjónar, einnig fylgja út- leggingar útgefandans. Henni og öðrum væri hollt að minn- ast orða Nostradamusar: „Sá sem les þessar hendingar gaumgæfi hug sinn! Litilmót- legt og fáfróttfólk ætt.iekki að fástvið þær: Burt meðykkur, stjörnuglópar, ruglukollar villimenn! ” (leorges Simenon: Maigret’s Christmas. Pcnguin 1981. ■ Simenon er enn einu sinni i sviðsljósinu. Nýverið gaf hann út ævim inningar sinar eða öllu heldur játningar þar sem hann segir allan sannleikann um margslungin kvennamál sin og erfið barnamál. A ferli sin- um hefur Simenon skrifað um 212 skáldsögur, og i 80 þeirra er Maigret lögreglufulltrúi að- alpersónan. Jafnframt þvi að skrifa afburðaspennandi lög- reglusögur er Simenon mikill sálkönnuöur, hann stingur sér sifellt undir yfirborð þjóðfé- lagsins, leitar að orsökum glæpa og ofbeldis i ótta og ein- semd mannskepnunnar. Per- sóna Maigrets var lika lengi vel einstök i lögreglubókum, hann er ofurvenjulegur mað- ur, viðkuhnanlegur smáborg- ari, sem ekki geturstært sig af leiftrandi snilld frægra starfs- bræöra sinna úr bókum. Þó leysir hann gátuna oftast á endanum. Hér eru saman i bók átta nóvellurog smásögur um Maigret, skrifaðar á árun- um 1947 - 51, sem gefa ágæta mynd af þessum meistara sem gerði lögreglusögur að bókmenntum. Charles Bukowski: Women. Star Books 1981. ■ Hér er hann Buko, Buk- owski -- eitt hræðilegt of- stopaskáld neðanjarðarbók- mennta, stórborga, drykkju- skapar, spássiufólks og óbeisl- aðra hvata. Hamslaus hrein- skilni hans er frá Dostoévski komin, kæruleysiðog kjarkur- inn frá Henry Miller, við- fangsefnineru týndirsauðir — ræsislið, drykkjufólk, tauga- sjúklingar kynn villingar, nymfómanar og pervertar. Bukowski er nú á sextugsaldri og hefur að sögn verið drukk- inn siðustu 30 árin, likt og hannernæstum alltaf i bókum sinum. Samt er hann vinsæll og viðurkenndur höfundur i Bandarikjunum ogekkisiður i Þýskalandi og Frakklandi. Hér á siðunni höfum við áður fjallaö um meitlað smásagna- safn þessa forkostulega höf- undar, en hér er loks nýleg skáldsaga frá hendi hans — um konurnar i lífi miðaldra drykkjuskálds. Þær koma og fara, fara og koma og hann gerir slikt hiö sama. Kvenna- standiö, ástir ogdtistöður, eru örlög sem hann sættir sig glaðlega við, ungar og fagrar sækja þær i hann eins og maðkar i mykjuskán, þótt hann sé sifullur og sjálfselsk- ur. Buko á sina góðu parta — andstyggð á allri tilgerð og leikaraskap, samúð i garð sögupersóna sinna ■ Bækurnar hér að ofan eru fengnar hjá Bókaverslun Sigfúsár Eymundssonar. Kavíar í Washington og Matador í Moskvu — ný skáldsaga eftir Heinrich Böll ■ Fyrir skömmu kom út á ensku skáldsaga sem nefnist „The Safety Net” á tungu engilsaxa og er fjórtanda bók þýska Nóbels- verðlaunahafans Heinrichs Böll og fimmta bók hans siðan hann fékk Nóbelinn 1972. Heinrich Böll lifði af hörmungar austurvig- stöðvanna og sneri heim til að skrifa smasögur og skáldsögur á móti striði.Hann er hvort tveggja kaþólikki og sósialisti og hefur ætið litið svokallað „efnahags- undur” i Þýskalandi mjög gagn- rýnum augum. Það er ekki langt siðan að mikill styrr stóð um Böll þegar hann reyndi aö grafast fyrir um rætur hryöjuverkasam- taka Baaders og Meinhofs i þýsku þjóðfélagi, þá var hann ásamt fleiri listamönnum úthrópaður sem stuðningsmaður borgar- skæruliðanna i dagblööum af óæðri sort. Aíleiðingin var siðan sú að bók hans um terrorisma, „Glötuð æra Katrinar Blum”, er mest selda bók hans fram að þessu. „öryggisnetið” segir söguna af Fritz Tolm, sem er yfirmaður dagblaðasamsteypu og forseti eins konar vinnuveitendasam- bands þjóöar sinnar Hann er kominn á gamals aldur, en fortið hans er á engan hátt vafasöm, hann hefur ekki þurft aö fara i plastiska skuröaðgerð til að láta fjarlægja af sér SS-merki. Aöur ritstýrði hann frjálslyndu dag- blaði, var fræðimaöur og skrifaði um bóndabæi i Rinardal á 19du öld, fuglaskoðari og náttúru- verndarmaður. Hann er virtur og viðurkenndur i starfi sinu, græðir á tá og fingri, en samt er sam- viskan ekki alltof góð og hann neyðist meira að segja til að hætta að fara i daglega hjólreiða- túra vegna þess að hann getur ekki farið út úr húsi án þess að hafa með sér heila sveit af öryggisvörðum á bilum og i þyrlu. Tolm er fangi stööu sinnar og auðæfa, l'yrir Böll er hann tákn fyrir siðferðilegan og stjórnmála- legan glundroöa nútimans. Allt i kringum hann eru þverstæður: Kapitalistarnir snæða kaviar frá Sovétrikjunum og reykja vindla frá Kúbu. Sósialistarnir sitja við á kvöldin og spila Matador. Þorpspresturinn seíur hjá ráös- konunni sinni. Rolf sonur Tolms er fyrrverandi róttæklingur sem stundar garðrækt með konu sinni Katrinu og syninum Holger, sem er skiröur i höfuðiö á dauðum terrorista. En Roli' á lika annan son og hann heitir lika Holger. Sá býr með móður sinni i Mið- Austurlöndum og Tyrklandi, þar sem hún er i felum með ástmanni sinum, hryðjuverkamanni sem gengur um i vesti íullu af sprengi- efni. Annar sonur Tolms er i kommúnu. Dóttir hans, Sabine, er ekki mikið fyrir stjórnmálin, en aftur á móti á hún von á barni mef einum öryggisverðinum og þaö utan hjónabands. 1 skáldsögunni koma lauslega talið fyri rum 70 persónur i viðbót sem taka þátt i allskonar leikium.og ástarævin týrum, bæði samkynja og mót- kynja. Þetta gæti verið þýsk útgáfa af Dallas. En Böll er manna best lagið að setja alvarleg þjóðfé- lagsleg vandamál fram á spenn- andi og skemmtilegan hátt. Einhvers staöar i fjarska eru terroristar reiðubúnir að refsa Tolm fyrir raunverulegar og imyndaðar yfirsjónir. Hann getur átt von á að fá köku fyllta með sprengiefni, eða kannski verða það sjáll'virkir fuglar sem springa á réttu augnabliki eða dularfullur drengur meö „haus sem springur”? Þaö skiptir Böll kannski ekki svo miklu máli hver drepur Tolm eða hvenær hann verður drepinn, þaö er setið um lif hans og þvi er hans stranglega gætt. Mest áhersla er lögð á að þrátt fyrir einangrunina, þrátt fyrir að hann eigi ekkert einkalif er Tolm ennþá mannlegur. Böll gerir sér fulla grein fyrir þvi hversu kaldhæðnislegt hlutskipti Tolms er: i einkalifinu er hann viðfeldinn og rólegur íjölskyldu- faðir, opinberlega er hann kerfis- tákn sem reitir menn til reiði og æsir þá til ofbeldisverka. ÞÓtt hann sé húmanisti er stórauð- valdið það ekki. Það kemur heldur aldrei i ljós hvort Tolm skilur heim þar sem kaviar og kúbanskir vindlar eru á boröum i Washington og leika Matador i Moskvu. 1 einum kafla bókarinnar halla Tolm gamli og kona hans Kathe sér út um gluggann á sveitasetri sinu við Rin. Þaö er hellirigning og þau verða gegndrepa. Hann er að segja henni að hún sé „ennþá besta lækningin gegn leiðindum”, nýstárleg aðferð viö að segja „ég elska þig”. Út um allt húsiö eru hljóðnemar og Tolm vill ekki að lögreglan heyri hvað hann segir, jafnvel þó það sé máski honum til góðs. Hoizpuke, sem ber ábyrgð á öryggisgæslu i húsinu, skýrir út að hlustað sé á öll sam- töl og þau greind. Sakleysis- legustu orðaskipti gætu gefið vis- bendingu um hvar og hvenær hryðjuverkamenn leggja tii at- lögu. Endursagt úrTime. Fjórða geimfanta- sía Doris Lessing • Ein af vinsælustu en jafnframt sérkennilegustu bókum ársins 1980 var þriðja bindiö i geim- fantasiu bresku skáldkonunnar Doris Lessing. Þessi bókaflokkur hennar sem hangir lauslega saman heitir samanlagt „Canopus in Argos: Archives", en i fyrra var það bókin með skritna nafninu sem sló i gegn — „THE Marriages between ones Three Four and Five", en áður voru útkomnar „Shikasta” og „The Sirian Experiments.” Það gleður vafalaust einhver hjörtu að nú hefur Doris Lessing spunnið eitt bindi i viðbót aftan við þennan „geim-skáldskap” sinn, eins og hún kallar þaö sjálf. Þetta fjórða bindi ber nafniö „The Making of the Represent- ative for Planet 8." Og nú dregur öldungis til tiðinda i geimheimum. Bókin fjallarum jökul. Jökullinn leggur undir sig Plánetu 8. Áður bjuggu þar dökkeygar og hörunds- blakkargrænmetisætur,sem ekki þekktu annaö en sólina og lit- brigði jarðarinnar, en nú hverfur sólin i snjófjúkið og landið undir jökulinn. Bókin tþessi „vistfræðilegi þriller”) eins og New York Times kallar hana) hefur lofsamleg ummæli i erlendum blööum ein s og flest sem frá hendi Doris Lessing kemur.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.