Tíminn - 14.02.1982, Blaðsíða 26
' feírnnúdtigúr l4. !/é’bV&arPí!<82
*S&
Lewis Carroll,
lfósmyndirnar
ogbormn
•*
n Lewis Carroll skrifaði bókina um Lísu í Undra-
landi, C.L. Dodgson var Ijósmyndari af nautn. Nú
orðið er Carroll þekktur um allan heim, en Dodgson
flestum gleymdur: þeir eru þó einn og sami
maðurinn. Hér beinum við athyglinni að Ijós-
myndaranum Dodgson, sem sannarlega hafði
nokkuð til síns máls. Orðrómur gengur um naktar
smástúlkur, en honum var þó umfram allt um-
hugað um að taka listrænar myndir. Hvað hann á-
leit listrænar myndir er svo aftur á móti smekksat-
riði, eins og gengur.
Það var skömmu fyrir miðja
siðustu öld sem ljósmyndunin
fæddist. Frakkinn Daguerre er
vanalega talin faðirinn, en raunar
komu fleiri við sögu, og grund-
vallaratriði ljósmyndunar urðu
kunn um svipað leyti i ýmsum
löndum. Það var Daguerre sem
fyrstur gat tekið nothæfar mynd-
ir, nær samstiga honum' var
Henry Fox Talbot og siðar Fred-
erick Scott Archer. Arið 1851 var
fyrsta ljósmyndasýningin haldin i
tengsium við mikla verslunar-
sýningu i London og upp úr þvi
kom á markað ljósmyndavarn-
ingur sem flestum var aðgengi-
legur, enda þótt hann væri enn
sem komið væri heldur dýrkeypt-
ur. Þróun ljósmyndanna varð
geysilega hröð og meira að segja
Viktoria drottning og Albert prins
smituðust af æðinu sem greip um
sig, þau létu útbúa myrkrakompu
i Windsor kastalanum og lögðu
þar stund á þennan „svarta gald-
ur” — eins og ljósmyndunin var
stundum kölluð i árdaga. Ljós-
myndafélög voru stofnuð þar sem
meölimir skiptust á upplýsingum,
allir sem áttu eitthvað undir sér
létu ljósmynda sig, og verksmiðj-
ur höfðu varla undan að fram-
leiða sifellt fullkomnari og þægi-
legri myndavélar. Ekki leið
heldur á löngu uns menn fóru að
velta fyrir sér listrænum mögu-
leikum ljósmyndarinnar þó
skiptar skoðanir væru um það.
Ýmsir töldu þessa lika „eftir-
hermulist” ekkert eiga skylt við
raunverulega listgrein, en aörir
létu engan bilbug á sér finna og
þreifuðu fyrir sér með sivaxandi
árangri. Andlitsmyndir urðu
fljótlega þungamiðja ljósmynd-
unar og það var af andlitsmynd-
unum sem C. L. Dodgson, „don” i
Oxford, heillaðist svo ekki varð úr
bætt.
Það var i mai 1856 sem Dodgson
— eða Lewis Carroll — byrjaði að
taka myndir og hann hætti ekki
fyrr en rúmum tuttugu árum
siöar. Dodgson stundaði ljós-
myndunina af þviliku kappi að
margir hafa velt fyrir sér hvernig
i ósköpunum hann hafi haft tima
■ Alice Liddell/Lisa i Undra-
landi
til að rækja skyldur sinar við
stærðfræðikennslu i Oxford há-
skóla, hvað þá að skrifa bækur.
Dagbækur hans hafa varðveist og
sum árin segir hann nær daglega
frá ljósmyndaiðkunum sinum.
Litlar stúlkur i uppáhaldi
Dodgson tók ekki aðeins and-
litsmyndir — hann tók nokkrar
landslagsmyndir, einnig myndir
af styttum og beinagrindum (!)
og skemmti sér viö að taka eftir-
myndir af teikningum og mál-
verkum — en það var aðeins i
andlitsmyndunum sem hann
getur talist hafa beitt myndavél-
inni á listrænan hátt. Sköpunar-
gáfa hans kemur fram i vali á
fyrirsætum, sem og uppstillingu
þeirra, og raunar hefur einhver
látið svo um mælt aö á myndum
hans sé augljóst handbragð
„þriðja mannsins” — sem hvorki
var Lewis Carroll né séra Dodg-
son.
Skipta má andlitsmyndum
Dodgsons i tvo flokka — myndir
af frægu fólki og/eða vinum hans,
og svo myndir af börnum. Eink-
um og sér i lagi litlum stúlkum.
Charles L. Dodgson var undar-
■ Agnes Grace Weld/Rauðhetta
legur maður og ólikur innbyrðis.
Hann var enskur séntilmaður
fram i fingurgóma, kurteis, penn
og siðprúður að þvi er menn best
vita, ákaflega greindur og
snillingur i stærðfræði og rök-
fræði eins og á sér stað i verkum
hans um Lisu i Undralandi og
viðar. Hann hafði nafnbótina
„séra”, var eins og fyrr kom
fram „don” við virðulegan há-
skólann i Oxford og átti að
kunningjum ýmis mektarmenni
bresks samfélags á sínum tima.
Nægir að nefna skáldiö Tenny-
son. I bókum hans, sem hann
samdi fyrir smágeröar vinkonur
sinar, fékk hugarflugið að leika
lausum hala, og það var helst i
ljósmyndunum sem hann fékk út-
rás fyrir ást sina á litlum stúlk-
um. Litlar stúlkur voru i raun
bestu vinir hans, honum leiö best i
návist þeira. En hægan nú:
Charles Dodgson var Viktoriu-
sentilmaður og ekki er vitað til
þess að hann hafi svo mikið sem
snert litlu stúlkurnar sinar, ef al-
menn atlot eru undanskilin. 1
staðinn tók hann af þeim myndir
og sumar þykja dálitiö skrýtnar.
Eins og stærsta myndin sem fylg-
ir þessari grein.
„Drengir eru óaðlaöandi
kynstofn..."
Sjálfur sagði Dodgson að litlar
stúlkur væru þrir fjórðu hlutar
lifs hans, i félagsskap þeirra gæti
hann endurlifað sig á stig bernsk-
unnar, stig sakleysisins. Til þess
var tekið aö undir eins og stúlk-
urnar smáu fóru að nálgast
kynþroskaaldur varð Dodgson
eins og snúið roð i hund, hann náði
ekki lengur sambandi við þær og
varð stundum beinlinis óttasleg-
inn. Og drengi kunni hann ekki
við. „Ég er hrifinn af börnum,”
sagði hann eitt sinn, „nema
drengjum.” Og öðru sinni:
„Fyrir mér eru drengir ákaflega
oaðlaðandi kynþáttur.”
Dodgson beitti öllum tiltækum
ráðum til að ná sér i litlar stúlkur
að leika við og ljósmynda. Hann
lokkaði foreldra þeirra til að láta
hann taka myndir af börnunum,
drengjum fjölskyldunnar þvi að-
eins að hann kæmist ekki hjá þvi
eða þeir væru litlir og sætir eins
og stelpur. Stundum varð úr mikil
■ Ungfrúrnar Lutwidgc/Frænkur Dodgsons