Tíminn - 28.03.1982, Blaðsíða 4
4
Sunnudagur 28. mars 1982
■ A þessari mynd sjást glöggt útlinur Hailgrimskirkju eins og hún
verftur fullsmiöuö.
Kirkja
Hallgríms
á Skóla-
vörðuholti
— byggingarsaga hennar og
framtíðarhorfur
■ Það tók margar aldir að
hvggja höfuðkirkju kristninnar
sjálfa Péturskirkjuna i Róm. Og
þcir voru ekki fáir meistararnir
sem þar lögðu hönd á plóginn.
fyrir nú utan alla verkamennina
sem aldrei er getið. Nú hefur
væntanleg höfuðkirkja á tslandi.
kirkja Hallgrims i Reykjavík
verið i byggingu I næstum fjörutiu
ár, smiðin hófst árið 1945 og enn
sér ekki fyrir endann á verkinu.
Reykviskt dagblað sló þvi upp um
daginn að framkvæmdir hefðu nú
stöðvast eina ferðina enn og það
vantaði um 2 milljónir til að hægt
yrði að halda kirkjusmiðinni
áfram eftir áætlun á þessu ári. t
eftirfarandi grein leitum við m.a.
nánari skýringa á þvi. En auk
þess ætlum við aö stikla á stóru í
langri byggingarsögu Hallgrfms-
kirkju og aðgæta aðeins hvort
horfur eru á að hægt verði að
vigja þetta mikla guðshús okkar
tslendinga til helgihalds í nánustu
framtið.
Það mun hafa verið árið 1914,
þegar 300 ár voru liðin frá
fæðingu séra Hallgríms Péturs-
sonar, að sú hugmynd skaut fyrst
upp kollinum að reisa veglega
kirkju í minningu skáldsins.
Menn greindi að visu strax nokk-
uðá um staðarval, önnur fy lking-
in reisti honum að lokum kirkju i
Saurbæ á Hvalfjarðarströnd sem
vigð var fyrir næstum þrjátiu ár-
um, hinnarmurinn vildi meina að
kirkjunni bæri að standa i höfuð-
borginni þarsem fólkið væri flest
og þörfin fyrir guðsorðið mest.
A þeim árum var aðeins einn
söfnuður i Reykjavik, Reykja-
vikursöfnuðurinn sem hafði að-
setur i Dómkirkjunni sem þegar
þótti nokkuð litil til að veita hinni
gróandi höfuðborg viðunnandi
þjónustu. Þá þegar voru uppi
hugmyndir um að réisa stóra
kirkju á Skólavörðuholti og þess
má geta að i fundargerð frá fundi
safnaðarnefndar Dómkirkju-
sóknar árið 1926 kemur fram að
séra Bjarni Jónsson sóknarprest-
ur hafi látið þess getið að hann
hafi tekið á móti fjárframlögum
sem skuli renna til byggingar
slikrar kirkju. Þessar hugmyndir
voru nokkuð i deiglunni á þessum
árum og margir voru þeirrar
skoðunar að kirkjuna á Skóla-
vöröuholti bæri að reisa fyrir Al-
þingishátiðina 1930.
Fyrsta skóflu-
stungan 1945
Nokkrum árum siðar þegar
Jónas Jónsson frá Hriflu var
kirk jumálaráðherra var svo
ákveðið aö efna til verðlauna-
samkeppni um teikningar að
stórri kirkjubyggingu á holtinu.
Það var þó samdóma álit manna
að engar viðunnandi tillögur
hefðu borist. 1937 fer svo Dóm-
kirkjusókn þess á leit við
ráðherra að hann heimili að húsa-
meistari rikisins geri uppdrætti
að kirkju á Skólavörðuholti
endurgjaldslaust. Húsameistar-
inn sat svo við i fimm ár, fram til
ársins 1942 og skilaði fullmót-
uðum teikningum og likönum af
tvennum kirkjubyggingum. Æ
siðan hefur bygging Hallgrims-
kirkju verið undir umsjá em-
bættis húsameistara rikisins.
Það var svo ekki fyrr en árið
1940 að Reykjavikursöfnuði var
skiptsamkvæmt lögum, þá ifjóra
söfnuði — Dómkirk jusókn,
Laugarnessókn, Nessókn og Hall-
grímssókn, eins og hún hét þá
þegar i máli manna. Nýju söfn-
uðunum þremur var gertað reisa
sér kirkjur og það er athyglisvert
■ 1974: Turninn I allri sinni dýrð, en vottar ekki fyrir þaki á kirkjuskipinu?
að af 300.000 krónum sem rikið
lagði fram til þessara kirkju-
bygginga árið 1942 rann rúmur
helmingur til Hallgrimssóknar.
Þar skyldi ekki byggja neina
sveitakirkju.
En framkvæmdir töfðust um
hrið, það var strið, Skólavörðu-
holtið var undirlagt af Bretum og
ekki hægt að hrófla við þeim. Og
enn urðu tafir vegna þess að inn-
flutningur á byggingarefni var af
eðlilegum orsökum ekki mikill.
Það var ekki fyrr en árið 1945 að
fyrsta skóflustungan að kirkjunni
á Skólavörðuholti var tekin.
Þremur árum siðar var gamla
kirkjan fyrsti hluti verksins, sem
nU er kjallari undir kór stóru
kirkjunnar, komin upp. Siðan
varð hlé áframkvæmdum til 1956,
en þá var hafist handa við að
byggja neðsta hluta kirkjuskips-
ins. Frá 1962 og allt fram á þenn-
an dag má svo segja að hafi verið
unnið linnulaust við smiði Hall-
gri'mskirkju en af mismiklum
krafti þó eins og öllum er kunn-
ugt. Turninn fór að vaxa upp úr
jörðinni árið 1964, en árið áður
hafði einmitt verið gerð nokkuð
stórhuga áætlun um að fullgera
kirkjuna fyrir 1974 — þjóðhátiðar-
ár tslendinga og 300 ára ártíð
Hallgrims kirkjunafna. Það
reyndist ofætlan en það ár svipti
þó turninn loks af sér vinnu-
pöllunum sem höfðu verið þyrnir i
augum Reykvikinga i mörg ár.
Byggingameistari
Reykjavíkur
Það var hinn eini sanni húsa-
meistari rikisins, Guðjón
Samúelsson, sá hinn sami og
teiknaði svo til öll stórhýsi i bæn-
um á fyrrihluta þessarar aldar —
Þjóðleikhúsið, Landspitalann,
Háskólann — sem fékk i hendur
það verkefniað teikna Hallgríms-
kirkju. En eins og getið var hafði
áður farið fram árangurslaus
samkeppni um stóra kirkjubygg-
ingu i Reykjavik. Guðjón var þá
nokkuð við aldur sá maður sem
hefur sett mest mark á bygg-
ingarsögu Reykjavikur allt þar til
Breiðholtsarkitektarnir hófust
handa og ekki laust við að menn
grunaði að hann ætlaði að reisa
sér varanlegan og óbrotgjarnan
minnisvarða á Skólavörðuhæð.
Að minnsta kosti voru flestir sem
þrumulostnir þegar fréttist af
fyrirhugaðri stærð kirkjunnar.
Jakob Jónsson prestur i Hall-
grimssókn minnist þess i endur-
minningabók sinni „Frá sólar-
upprás til sólarlags” að Guðjón
SamUelsson hefði eitt sinn sagt
við sig að á æskuárum sinum
hefði hann eitt sinn dreymt ,,að
hann sæi framan á stóra og fagra
kirkju. Hann lýsti draumnum
fyrir móður sinni og hUn réö hann
fyrir þvi að hann ætti eftir að sjá
um byggingu á slikri kirkju”.
Séra Jakob segir ennfremur:
„Þessi draumur prófessors Guð-
jóns er nU orðinn draumur is-
lensku þjóðarinnar. Kannske
væri hann orðinn veruleiki, ef
þjóðin og kirkjan hefði ekki einnig
átt aðra drauma sem kröfðust
mikils kostnaðar. En draumlaus
þjóð er dauð þjóð. Og gleymist
draumurinn um Hallgrimskirkju
er hætt við að fleiri draumar
gleymist”.
„Ekki meir,
ekki meir”
En það gekk ekki átakalaust
fyrir sig að koma draumum Guð-
jóns heitins Samúelssonar i fram-
kvæmd. Margir réðust hatramm-
lega á kirkjuyfirvöld og stjórn
byggingarmála fyrir að sam-
þykkja teikningar og ósmáar
byggingaráætlanir Guðjóns.
Sumir töldu þegar i upphafi að
Hallgrimskirkja væri gömul og
Urelt frá sjónarmiði byggingar-
listarinnar. öðrum fannst hún
alltof stór og ekki bætti úr skák að
þessi risabygging átti að risa á
hæsta bletti i miðborg Reykja-
vikur. Þeir sögðu og segja liklega
enn að kirkjan mundi eyðileggja
heildarsvip borgarinnar. Efnis-
hyggjumenni töldu að það væri
hægt að byggja betri og nauðsyn-
legri hús fyrir peningana, skóla,
sjUkrahUs... Menn örvæntu, það
væri sama hvar maður væri
staddur i höfuðborginni, alls
staðar sæist kirkjan.
Steinn Steinarr orti sem fleygt
varð:
Húsameistari rikisins
tók handfylli sina af leir
og horföi dulráðum augum
á reizlur og kvarða:
51 x 19 + 18 -=- 102,'
þá Utkomu læt ég mig
raunar litils varða.
Ef turninn er lóðréttur
hallast kórinn til hægri.
Min hugmynd er sú,
að hver trappa sé annarri
lægri.
HUsameistari rikisins
tók handfylli sina af leir
og Hallgrimur sálugi Pétursson
kom til hans og sagði:
HUsameistari rikisins!
Ekki meir, ekki meir!
Það voru fleiri höfðingjar sem
settu sig á móti byggingu stór-
kirkjunnar á Skólavörðuholti
strax i upphafi. Meðal þeirra sem
stungu niður stilvopni um málið
voru Pétur Benediktsson banka-
stjóri, Kjarval listmálari, Gunnar
Gunnarsson rithöfundur sem
uppnefndi kirkjuna „sæljónið” og
margir fleiri og réðu þar engir
hefðbundnir flokkadrættir. Arið
1967 skrifaði Thor Vilhjálmsson i
grein sem nefndist „Aiturn”:
„Hallgrfmskirkjumálið er eitt
dæmi þess hve galvanfseruð sum
islensk heilabU eru fyrir rök-
semdum heilbrigðrar skynsemi.
Méð þessari hrikalegu smið er
nUtið Islands að reisa minnis-
I