Tíminn - 28.03.1982, Blaðsíða 10

Tíminn - 28.03.1982, Blaðsíða 10
Sunnudagur 28. mars 1982 10________________________ Mimm fréttir^^^^K Skipsbrotsmennimir af Suðurlandinu komnir heim: FAGNAÐARFUNDIR A REYKJAVÍKURFLUGVELLI ■ Skipbrotsmcnnirnir tiu af Suðuriandinu komu til Reykja- vikur kl. 19.2« í gærkvöldi mcð tveimur flugvélum frá Sverri Þóroddssyni. Fjöldi manna var staddur á flugvellinum til þess að fagna komu þcirra, m.a. færði skipafélagið hvcrjum þcirra vcglegan blómvönd. Skuggi hvildi þó yfir móttökun- um, þar sem ellefta niannsins úr áhöfninni, Ævars Ragnars- sonar er saknað. Hans var leitað langt fram eftir kvöldi i fyrra- dag en án árangurs. Timamcnn voru staddir á Reykjavikurflug- velli við komu skipbrotsmann- anna og áttu stutl viðtöl viö nokkra þeirra. Þeir scin af komust voru þeir Halldór Almarsson, skipstjóri, Ingimar Kristinsson, 1. stýri- maður, Sveinn Steinar Guðjóns- son, 2. stýrimaður, Pétur Sverrisson yfirvélstjóri, Sæ- mundur Aðalsteinsson, 2. vél- stjóri, Hafsteinn Valgarðsson 3. vélstjóri, Gunnar Rúnar Haf- .steinsson, matsveinn, ólafur B. Th. Pálsson, háseti Guðmundur Þór Guöbrandsson, háseti og Ólafur Bæringsson háseti. ® Fjölskylda Ilalldórs Almarssonar skipstjóra fagnaði honum á flugvellinum. Hann heldur á yngri dótturinni, önnu við hlið hans er Helena Jónasdóttir, kona hans og eldri dóttirin Sonja við hlið hennar. Tfmamynd Róbert. Halldór Almars- son skipstjóri: ,,Þegar við heyrð- um í þotunum vissum við að þyrlan var ekki langt undan” ■ llalldór Almarsson skipstjóri var fagnaö af konu sinni og dætr- um, þegar hann steig út úr flug- vélinni og var þar að auki strax umkringdur fréttamönnum. Við spurðum hann fyrst hvernig hon- um hefði liöíð i bátnum. „Mér leiö ekkert illa Ifkamlega, ég var vel búinn og var ekkert kalt. Það var kannski verri liðanin á sinninu, það er slæmt að missa menn. En maður reyndi að láta það ekki bita á sig á þeirri stundu og reyndi að standa fyrir sinu. Mennirnir sýndu allir mikla still- ingu. — Missti enginn vonina meðan þið biðuð við þessar eríiðu að- stæður i björgunarbótnum. „Nei, Þórshafnarradió hafði sagtokkur að það væru tveir tim- ar i Hvitabjörninn og við biðum þá rólegir i þá tvo tima og i milli- tiðinnikom danska þyrlan og það lifgaði uppá menn. En svo hvarf hún á braut og við urðum ekki varir við neinn um tima og þá var komið fram yfir þann tima sem Hvitabjörninn átti að vera kom- inn. En þá fórum við að heyra i Nimrod þotunum og vissum þá að þyrlan gat ekki verið langt undan. Svo kom hún niður úr skýjunum og okkur létti. Þeir voru þá orðnir ansi illa á sig komnir strákarnir sem voru illa klæddir”. — Hver var ástæðan til að skipið fórst? „Það er ekki gott að segja það hérog nú en það hjálpaðist margt að slæmt veður og leiðinda sjór. Annars treysti ég mér ekki til að segja um þetta núna”. — Heldur þú að farmurinn hafi kastast til i lestinni? „Um það get ég ekkert sagt”. — Var nokkurbeygur i ykkur þegar þið fóruð frá Þórshöfn um morguninn um að illa kynni að fara i þessu vonda veðri og stór- sjó? „Nei, þá hefðum við ekki farið af stað”, sagði Halldór Almars- .son skipstjóri. SV Helena Jónasdóttir, eiginkona skipstjórans: „Ég trúi þvf þegar ég sé hann” „Ég trúiwþvi þegarég sé hann,” sagðist Ilelena Jónasdóttir eigin- kona skipstjórans hafa sagt þegar hún frétti að það væri búið að bjarga honum og hann væri úr allri hættu. Hún sagði að hún hefði frétt af slysinu um klukkan tvö á fimmtu- daginn og sér hefði orðiö mjög illa við. Það var svo ekki fyrr en um sexleytið að björgunin hefði tekist einsog raun varð á. „Timinn þar á milli var versti timi, sem ég hef lifað”, sagði Helena. SV „Rerum öllum kröftum frá skipinu” — sagði Gunnar Hafsteinsson, kokkur ■ „Ég var staddur i messanum þegar brotið reið yfir. Maður átt- aði sig næstum strax á þvi sem var að skc og fór niður og sótti bjargvesti og dreif sig siðan út á dekk”, sagði Gunnar Hafsteins- son kokkur á Suöurlandinu i sam- tali við Timann við komuna til Reykjavlkur i gær. „Við kom- umst allir í álbátinn og rerum af öllum kröftum frá skipinu. — Sáuð þið skipið sökkva? „Nei, við vorum komnir svo langt frá þvi þegar það sökk endanlega að við sáum ekkert til þess”, sagði Gunnar. — Hvaðvarð um bátsmanninn? „Ég veit það eiginlega ekki. En ég held að hann hafi verið að reyna að losa álbátinn þegar hann tók út en annars skeði þetta allt svo snöggt að ég treysti mér ekki til að fullyrða neitt um það”, sagði hann. — Hvernig var vistin i björgunarbátunum? — Það var nokkuð kalt og óþægilegt , sagði Gunnar. —Sjó „Reyndum að keyra á fullri ferð upp í veðrið í fimm til tíu mín- útur” — segir Sæmundur Aðalsteins- son,annar vélstjóri ■ „Ég var sofandi, þegar skipið lagðist á hliðina. Um leiö hringdu neyðarbjöllur i skipinu og það leyndi sér ekki að eitthvað alvar- legt hafði gerst. Allt fór á fleygi- ferð i klefanum og menn flýttu sér upp”, sagði Sæmundur Aðal- steinsson, sem var annar vél- stjóri á Suöurlandinu. „Við bjuggumst við að skipið mundi fljótlega rétta sig af, — en það gerðist svo ekki. Við reyndum að keyra á fullriferðupp i veðrið i einar fimm eða tiu minútur, en ekkert dugði. Þá var kallað á menn að fara aö koma sér i bát- ana. Við misstum báða lifbátana út og þá var ekki um annað að ræða en að reyna að koma bát úr áli sem var stjórnborðsmegin á skip- inu á flot. Við vorum með annan bát bakborðsmegin, en það þýddi ekki aö reyna við hann. Það má kallast heppni að það skyldi tak- ast yfirleitt, þvi daviðurnar slóg- ust i bátinn og löskuðu hann nokk- uð. Ævar rak i burtu frá skipinu Það var þegar við vorum að reyna að losa álbátinn að Ævar heitinn féll útbyrðis. Það var ekk- ert sem við gátum aðhafst, hann rak svo fljótl burtu frá skipinu og hvarf okkur brátt sjónum. Við, þeir tiu sem eftir vorum, kom- umst allir um borð i bátinn. Við vorum votir og kaldir og þetta var þvi löng bið, þessir þrir timar sem liðu, þangað til við vorum teknir upp i bresku þyrluna. Áður höfðu tveir verið teknir um borð i þyrluna frá Hvitabirninum. Á sjóinn aftur „Ég býst við að fara á sjóinn aftur, þegar ég er búinn að jafna mig eftir þetta”, segir Sæmund- ur, en hann útskrifaðist úr Vél- skóla Isiands 1977 og hefur verið á sjó siðan. „Ég fann ekki til hræðslu meðan þetta var að ger- ast og finn reyndar engin eftir- köstennþá, en minningum um að missa bátsmanninn verður alltaf þungbærust.” —AM „Allir héldu ró sirmi” — sagði Steinar Guðjónsson, 2. stýrimaður ■ „Þetta voru vægast sagt erfið- ar stundir, meðan verið var að komast i bátana en þó héldu allir ró sinni og ég heid að það hafi ráðið miklu um það að ekki fór enn ver,” sagði Steinar Guðjóns- son, 2. stýrimaður af Suöurland- inu þegar Timinn hitti hann við komuna til Reykjavikur. „Ég var i koju þegar brotið reið yfir, en áttaði mig þó fljótt og kom mér út ■ Sæmundur Aðalsteinsson 2. vélstjóri hlaut hlýjar móttökur móður sinnar, þegar hann sté út Ur flugvélinni. Til vinstri á myndinni er Gunn- ar Rúnar Hafsteinsson, matsveinn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.