Tíminn - 28.03.1982, Blaðsíða 3

Tíminn - 28.03.1982, Blaðsíða 3
Sunnudagur 28. mars 1982 grafiskt viðtal sér dýpra ofan i þaö sem höfðaði til manns. Ætli þetta nám hafi ekki aðallega kennt manni að taka lesturinn fastari tökum, ekki gefast upp á fyrstu blaðsiðu þó bókin sé þung, heldur þrjóskast við og ná sér kannski i einhverjar bækur um bókmenntirnar. Ann- ars voru þessi háskólaár lika sá timi þe gar ljóðin voru i mótun, ég skrifaði þau allan timann með- fram náminu. Hins vegar hafði það ekki minni áhrif á mig á þess- um tima að ég þvældist mikið um Evrópu, vann i fiski i færeysku þorpi, gróf skurð milli járn- brautarstöðva i Noregi og notaði svo peningana til að rannsaka Evrópu aðeins." — Þú heldur ekki að bók- menntanámið og teoriurnar hafi haft afgerandi áhrif á þig þegar þú fórst að skrifa sjálfur? „Nei, varla neitt að ráði maður er lika svo fljótur að gleyma teoriunum. Einhvern veginn er svona nám bara eðlilegur hluti af þroskabraut manns. Það eru að visu margir sem nota öll þessi fræði og fræðastudiur sem fyrir- slátt til að láta hlutina eiga sig, sleppa þviaðkynna sér þá. En ég getekki séð að þetta sé neins kon- ar hindrun á imyndunaraflið og er mikið á móti þeirri kenningu þó hún trufli mig reyndar ekki neitt, að bókmenntanám sé skáld- um óhollt eða eitthvað i þeim dúr. Slikar kenningar eru auðvitað i ætt við þa hugmynd að rithöf- undargáfan sé einhver náðargjöf, sem hún er ekki nema að litlu leyti, sérstaklega ekki I dag þegar imyndunaraflið og visindin vega svo skemmtilega salt." Rúðustrikuð kapítallógík — En nú er hægt að stunda bók- menntafræði á ýmsa vegu, fagiö geldur þess að þar eru engar al- gildar mælistikur til að miða við og bókmenntarannsóknir þvi mjög upp og ofan... „Bókmenntafræðin er allra góðra gjalda verð þegar fræðingurinn leggur eitthvað af sjálfum sér i fræðin. Frægt dæmi um það er bókin sem Jan Kott skrifaði um Shakespeare, hann meðhöndlar jöfurinn eins og hann sé á spennandi knattspyrnuleik eða á pönkhljómleikum. Hann lif- ir sig inn í viðfangsefnið og leyfir sér að hafa fullt af skritnum skoðunum. í slikum tilvikum er bókmenntafræðin bæði skáldleg og skemmtileg. Svo má nú alltaf hafa gaman af þessum pedantisma sem Borges hefur siðan notað til að skrifa smásögur sem eru eins konar framhald af fræðunum. Jú, fræðin geta lfka verið fyndin! Og það er ekki hægt að neita þvi' að bókmenntafræði- legir textar geta oft komið ótal hugsunum af stað." — En öll þessi bókmenntafræði sem er stunduð innan ramma hinna ýmsu kenninga? „Attu við þessa rúðustrikuðu skandinavisku kapitallógik? Það eru leiðinlegfræði þar sem fræði- mennirnir eru oftar en ekki að leita að einhverju sem þeir vilja finna, vilja að sé svona en ekki öðruvisi. Að ég tali nú ekki um þegar er farið að búa til skáldsög- ur eftir einhverjum skandi- naviskum kratamódelum. Eða þegar menn eru að leita uppi kvenmunstur i bókmenntum, það sýnir nu best hvers konar kreppu þessi visindi eru i. Svo skrifa menn bækur um hvernig alþýðan birtist i þessari og hinni bókinni og leita þá i ofboði að einhverri alþýðu sem er nákvæmlega eins og þeir vilja hafa alþýðuna. Still- inn minnir mann á — „blaðakona á Þjóðviljanum fær sér vinnu i fiski i'viku", það er sjónarhornið. Eða þá allar þessar greiningar á karlrembuskap einstakra höf- unda eins og það sé eitthvað mál. Við getum orðað þetta þannig að viss tegund af bókmenntafræði sé flækt i ákveðnum hugtökum sem halda henni fastri, þannig að hug- tökin eru ekki lengur frjó, heldur snúast öll fræðin um að sanna ein- hverjar skoðanir sem fræðing- arnir vilja koma á framfæri. Svo er það nú ekki minnst fyndið þeg- ar kvennafræðararnir, má ekki kalla þá það eru að leita að kven- hatri i Rolling Stones textum og gera tilfinningar Jaggers og Ric- hards að heilli visindagrein. Þar sem staðreyndin er stl að þetta eru bara skemmtilegir strákar." Bowie og Eliot — Segjum skiliö við bók- menntafræðina. Hvernig stendur á þvi að þú fórst að fást við skrift- ir, hverjir voru helstu áhrifavald- arnir? „Það eiga allir sinar ljóðrænu upplifanir, en ég held að það hafi fyrst hvarflað að mér að meitla hugann i ljóð þegar ég var 16 ára gamall og fékk Hendur og orð eft- irSigfúsDaðasoná bókasafni. Ég man ekki lengur hvernig það var, hvort það var af slysni eða ráðn- um hug. En þá sá ég fyrst að það var öldungis hægt að segja skemmtilega hluti i svona lfnum, þetta var allt önnur tilfinning en i öllum þessum ljóðum sem maður hafði veriö að læra utanbókar i skólanum þar sem kennarinn merkti við með rauðum tússlit þegar maður gat þulið einhverja orðagusuna viðstöðulaust. Svo dafnar maður og þroskast eins og segir i sögunum, meðtekur alls kyns viðhorf, og það er ekki fyrr en miklu seinna að maður fer i raun að skynja lif sitt i ljóðlinum. Og þá um leið fer maður aö upp- götva póesi'una allt i kringum sig, til dæmis i fyrirbærum eins og poppinu. Það var fyrst þegar ég fór að öðlast einhverja innsýn i ljóðlistina að ég skildi hvers vegna maður kreppti hnefann þegar maður hlustaði á Mick Jaggerigamla daga. Þá fór ég að pæla meira i samspili þessara tveggja heima, annars vegar heims þessarar ljóðlistar sem maður stúderar og les og hins vegar þessara ljóða sem maður hafði alla tið meðtekið með tón- listinni. Svo lá það auðvitað i aug- um uppi aö þarna voru sömu hlutirnir á ferðinni, enda þótt sumum finnist þetta vera hróp- andi mótsögn og mér fannst til dæmisekkerteiga beturvið en að hlusta á félaga Bowie þegar ég lá og var að setja saman ritgerð um T.S. Eliot. Þetta var sama veröldin sem þessir kappar voru að lýsa, bara á sitthvorum stað i timanum. Kannski er ljóðlistin aldrei markmið i sjálfu sér hjá góðum poppskáldum og textar þeirra náttúrulega misjafnlega vandaðir, en þar sem til að mynda Bowie ris hæst er það með þvi besta sem maður sér af nýrri ljóðlist." — Getur það ekki hugsast að poppið og visst frjálsræði i tján- ingu sem það hafði I för meö sér hafi verið sprauta fyrir ljóðlist- ina? „Voru það ekki Bitlarnir sem kenndu heiminum að brosa upp á nýtt?!" — Að poppið hafi fært ljóðið nær kjarna si'num, dansi og söng... „Já, nær dansinum og nær karnevalinu, þessari villimann- legu tjáningu. Það held ég sé al- veg rétt, nær þvf að leyfa hugan- um að flæða viðstöðulaust án þess að vera of bundinn þessu bóklega, skammast sin og ritskoða hverja hugsun. Upplausn skáldsögunnar Enþað voru lika aðrir höfundar sem heilluðu mig á svipuðum tima.á menntaskólaárunum heit- irþað, og þá ekki sist Guðbergur. Þegar hann kom fram var hann eins og stór gluggi út i heiminn, þetta þorp hans sem er eins og heil veröld og frásagnartæknin sem var allt öðruvfsi en maður átti að venjast. Guðbergur og Thor eru eiginlega angi af þessari upplausn skáldsögunnar sem var þá löngu búin að ganga yfir Evrópu. I þessari upplausn hins hefðbundna skáldsöguforms lágu ymsir möguleikar, hún vikkaði sjónarhornið og allt I einu var hægt að fjalla um fjölbreyttari hluti á alla hugsanlega vegu. En það er eins með formbyltingar og aðrar byltingar að einhvers staðar verður uppbyggingin að hefjastaftur, það þarf að byggja Ur rústunum. Það er ekki hægt að lifa í fornum söguheimi en samt hlýtur markmiðið alltaf að vera aðsegja sögu sem um leið þarf þá að rúma upplausnina allt i kring. Þetta hefur þeim einmitt best tekist Marquez i Suður-Amerfku og Grass i Þýskalandi. Bækur þeirra rúma allar nýungarnar um leið og ersögð góö saga. Svo upp- götvar maöur reyndar að Lax- ness hefur verið að gera þetta all- an ti'mann hér heima, að hann er alltaf yngsta skáldið hvað sem hann tekur sér fyrir hendur. Það er ótrúlega mikið pláss i þessum episka heimi hans. Það er einmitt snemma i Biikktrommunni eftir Grass að dvergurinn öskar liggur á geðsjúkrahiisinu og lýsir van- póknun sinni á kenningum „Le Noveau Roman"-manna, þeirra sem boðuðu hina „nýju skáld- sögu", um að heimurinn sé ekki nema einn einmana fjöldi þar sem engar sögur gerast og ekkert markmið, heldur sé allt fánýtar hreyfingar og handapat. En ósk- ar stendur á þvi fastar en fótun- um að hann hafi frá heilmiklu að segja, hann sé enginn einmana fjöldi eins og vörðurinn Brúnó sem býr til figúrur úr seglgarni hann sé persóna með langa sögu á bakinu. Hann hefur nokkuð til sins máls, að minnsta kosti leiddi „nýja skáldsagan" bara út i ó- göngur". Og upplausnarmál mannkyns — Nú er ekki langt siðan að kom Ut ljóðabók eftir þig á dönsku? „Já, þaðkom bók með Urvali Ur ljóðabókunum þremur, Franken- steins Kup, sem hefur fengið góð- ar viðtökur I pressunni þó það sjáist ekki beint á sölutölum fremur en er um aðrar ljóöabæk- ur á þeim slóðum. Ljóð seljast álika mikið þar og hér, þótt Danir séu nokkrum milljónum fleiri en við. En ég er mjög sæll með þýðingarnar, þýðandinn Erik Skyum-Nilsen er mikill snillingur og yfirvald i þessum málum þar. — Já, Danmörk, hvers vegna kýstu að sitja f Danmörku frekar en hér? „Ég skrifa i Danmörku, bý i Danmörku og i Danmörku er gott að búa og vera og gott næði til að skrifa. Svo er maður lika I hæfi- legri fjarlægð frá klakanum þar Uti, það er ágætt að vera laus við hversdagskarpið hér heima og ég þarf ekki að taka þátt i neinu sliku sem gestur hjá Anker. Samt er þetta enginn landflótti. En það er margt að gerast I Kaupmanna- höfn, greiður aðgangur að ýmsu, gott og stórt bókasafn þótt borgin hafi oft brunnið og margar bækur orðið eldi að bráð. Og svo er Hka margtskemmtilegt að gerast þar i upplausnarmálum mann- kyns..." eh. \5 AR EINHVER AD TALA UM GÆDI? (Hér annars staöar í blaöinu) Þau gæöi sem geta sameinast í einu litlu útvarps- tæki, svo sem tóngæöi, stereo, útlit, OAPLD €)IPSS Aulo Program locate Devtce A-iip PrcxjrítmSoafch System AUTO PfiOGRAM LOCATE DEVtCE €> gSL upptaka þar senrí þú rétt snertir einn takka í stað- inn fyrir aö þjösnast á tveimur í einu, fjögurra há- talara kerfi og allt þaö sem ekki kemst fyrir í einni auglýsingu eru einmitt þau gæöi sem SHARP feröaútvarpstækin bjóöa ykkur upp á. Af^^ ¦ ¦ JKk> r%|"^ A1S—. HLJÓMTÆKJADEILD SHARP %KARNABÆR ^^^^ ¦ , - HVERFISGÖTU 103 SÍMI25999 x/PRf) FRÁ 2 370 — OG umboðsmenn um land allt

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.