Tíminn - 28.03.1982, Blaðsíða 18
Sunnudagur 28. mars 1982
— Samtal
við
Indriða
G.
Þorsteins-
son
sagðist jafnan hafa verið heldur
ópóliti'skur ritstjóri...
„Já.”
— En hefur pólitiskur áhugi
þinn farið vaxandi á undanförn-
um árum?
„Ekki segi ég það nú. Ég held
ég sé yfirleitt litið pólitiskur
maður. En það eru ákveðnir hlut-
ir sem maður hefur áhuga á aö
fjalla um, og það hefur reynst
auövelt fyrir mig að skrifa um
stjórnmál. Ég hef reynt að gera
þaðafsanngirni og ef einhverjum
þykja skrif min ekki vera sann-
gjörn þá er það visast af þvi að ég
hef reynt að rétta af það frjáls-
lyndi sem felst einkum i þvi að
hampa vinstri mönnum. Ég hef
ekkert vont um vinstri menn að
segja, faðir minn var vinstri
maöur og ég er alinn upp á
vinstra heimili, en það er ekki
sanngjarnt að þeir hafi allan
hólmgönguhólmann fyrir sig.”
— Þú hefur lengi veriö kenndur
við Svarthöfða i Visi og nú Dag-
blaöinu og Visi.
„Já, það er rétt. Þaö má svo
sem segja að það sé ekkert óeðli-
legt. Hitt er annaö mál aö Svart-
höföi er skrifaður undir dulnefni
og ég er oft á ferðalögum innan-
lands eða utan og varla skrifa ég
Svarthöfða á meðan. Hver maður
sér i hendi sér að Svarthöfði er
ekki skrifaður af manni sem er
mánuð i' Bandarikjunum, eins og
ég var siðastliðiö haust. Eigum
við ekki að láta þetta duga um
Svarthöfða, ég hef hvorki játað
þessu né neitað og þeir sem kenna
mér þessi skrif verða aö fá að
gera það. Ég sem lesandi er af-
skaplega ánægöur meö Svart-
höföa.”
— Ertu alltaf sammála honum?
„Oftastnær er ég það, oftast-
nær.”
— Nú minnir mig ég hafa lesið
það einhvers staðar að þú værir
enn flokksbundinn framsóknar-
maöur.
„Já, ég er það. Ég tel að menn
eigi ekki að vera að skipta um
flokka, ég hef aö minnsta kosti
engan áhuga á að ganga á milli.
Aftur á móti er ég þeirrar skoðun-
ar að ef maður gegnir ekki
trúnaðarstöðum fyrir sinn flokk,
þá eigi hann að hafa þá sjálfs-
virðingu að geta sagt flokknum að
fara til andskotans hvaða dag
sem honum sýnist án þess að
ganga úr honum. Hver flokks-
maður hefur rétt til að gagnrýna
flokkinn og einstaka menn i hon-
um sem eru að brölta út um holt
og móa með einhverja bölvaða
þvælu og vitleysu og allt i' nafni
flokksins. Ég tel mig ekki skuld-
bundinn til að halda kjafti yfir
öllu vondu i Framsóknarflokkn-
um, bara af þvi að ég er félagi i
flokknum. Ég er framsóknar-
maður vegna þess aö ég aðhyllist
svona gróft séð, lýðræðismilli-
stefnu og ég er mjög hress með
ýmsa hluti sem framsókn hefur
unnið að. Ég er lika mjög hress
með margt i Samvinnuhreyfing-
unni, þó ég sé jafn óhress með
annað. Og ég get ekki séö að mér
myndi liða betur i öðrum flokk-
um.”
„Ekkibara
framsóknarslaufa
á íhaldsbladi...”
— Nú varstu fyrir nokkru kjör-
inn stjórnarformaður Reykja-
prents sem gaf út Visi og á nú
aðild aðDagblaöinu og Visi. Visir
hefur jafnan veriö talinn á linu
Sjálfstæðisflokksins.
„Ég verð nú að segja að ég hef
ekki séð öllu meiri yfirlýsingu um
frjálslyndi en þegar eigendur
Visis fóru fram á við mig að ég
tæki að mér stjórnarformennsku i
Reykjaprenti. Þetta var yfir-
lýsing um aö blaðið vildi vera
óflokksbundið. Og það hefur fullt
Ég er sjálfsagt
fyrir ýmsu fólki
tillit verið tekiö til min, ég er ekki
bara framsóknarslaufa á ihalds-
blaði. Nú hef ég, samkvæmt ein-
dregnum tilmælum, tekið sæti i
stjórn Frjálsrar fjölmiölunar sem
gefur út Dagblaðið og Visi, og
einnig þar fer mjög vel um einn
framsóknarmann.”
— Hvaða álit hafðirðu á sam-
einingu blaðanna?
„Ég hefði gjarnan viljað sjá
meiri breytingu og ég vænti þess
reyndar að þær verði. Dagblaðið
og Vi'sis verður að vera nýtt blað
en ekki tvöhálfblöð. Það má ekki
hanga i uppsetningarhlutum sem
fylgdu Dagblaðinu eða Visi og
sannleikurinn er sá að blöð þurfa
að vera si'fellt á hreyfingu hvað
varðar uppsetningu. Þá meina ég
ekki að það eigi að breyta viku-
lega, heldur á nokkurra ára
fresti. Þetta er það eina sem mér
hefur fundist vera að nýja
blaðinu, að það bæri of mikinn
svip af öðru hvoru gamla blaðinu.
En þetta breytist, ég veit þaö.”
— En var þá ekki farið of geyst
af stað?
„Það hefði ekki verið hægt að
koma þessu i framkvæmd öðru-
visi. Ég er ansi hræddur um að
sameiningin hefði gengið seint ef
öllu þvi liði sem vildi i raun og
veru hindra þetta hefði veriö
gefið tækifæri i hálfan mánuð til
samblásturs. Nei, svona á að gera
öll viðskipti. Svona gekk Howard
Hughes frá si'num málum — jafn-
velinniá almenningssalernum —■
og það verður ekki sagt að hann
hafi ekki vitað sinu viti.”
— Sumum þótti það virðingar-
leysi gagnvart blaðamönnunum
hversu hastarlega blöðin voru
sameinuö.
„Já, þetta voru auðvitað
ákveðinóþægindien mér skilst að
það hafi verið metið við starfs-
fólkiö eins og sjálfsagt var. Þetta
er svo annað mál að blaðamenn
eiga aö vera stolt stétt af hand-
verki sinu en ekki vafstra i
eignarhlutum, eignaskiptum og
sliku. Ef blaðið kemur út á þeim
að vera sama þó fjandinn sjálfur
eigi það! Þeir eiga að hafa
áhyggjur af þvi hvernig blaðið er
skrifaö ekki hverjir eigi hluta-
bréfin.”
— Veistu hvernig Svarthöfða
leist á sameininguna? Nú hafði
hann hæðst eilitið að
„rauðvinspressunni.”
„Sko. Þetta er svona eins og
með stjórnarsamninga. Þú átt i
kosningum og rifur ógurlegan
kjaft við andstæðinginn og
skammar hann blóðugum
skömmum og daginn eftir
gengurðu til samstarfs við hann.
Hvaö varðumstóru orðin? Jónas
Kristjánsson skrifar leiöara um
IGÞ og segir að IGÞ sé einhver
aumingi á framfæri rikisins og á
þá liklega við að ég sé enn að
skrifa þjóðhátiðarbókina. Menn
hafa nú ekki gengið álfkonunni
alveg á hönd, þannig að þeir geti
ekki náð saman. Enda hefur
aldrei verið neitt i þessu nema
daglegur skætingur. Og það er nú
að baki.”
— önnur bók sem þú ert að
skrifa er stundum umtöluö. Bókin
um Kjarval.
„Já. Þetta er verkefni sem ég
tók aö mér aö beiðni borgarinnar
og mér kom á óvart hvað það
mætti mikilli andstöðu ýmissa
aðila sem sýnilega töldu sig eiga
Kjarval. Þetta leiðindaskak er
sjálfsagt ekki búið enn en mér er
alveg sama, ég ætla að skrifa
bókina og er hún kemur út geta
menn deilt á hana. Mér kemur
ekki við hvernig fólki liður út af
þessu nema hvað ég reyni að bera
af mér bein ósannindi.”
„Það verður
Hólaprent, mikið
af Hólaprenti...”
— Ennþá eitt sem þú ert um-
deildur fyrir: afstööu til kvenna i
bókum þinum.
„Þessi Helga Kress, já, hún er
að skrifa einhverjar greinar um
það að ég sé á móti konum og sé
kvenhatari. Mér kemur þetta svo
á óvart að ég veit ekki hverju skal
svara. Mér finnst konur vera
fallegar, vera indælar, yfirleitt
vera allt nema ekki karlar. Ég
hef sjálfur lýst þvi yfir, bara til að
gleðja hana og aðrar konur sem
kunna aðvera sama sinnis, að ég
sé það sem kallað er male chau-
vinisk pig. Og ég uni þvi bara
vel.”
— Um ritstörf þin almennt:
ertu ánægður með bækurnar
þinar?
Hann kveikir sér enn i pipunni,
segir hægur: „Onei, onei. Maður
vinnur seint þetta fullkomna verk
nema maður verði svo gamall og
vitlaus að maður sjái ekki gall-
ana. Fullkomna verkið er ekki til,
og til hvers að vera fullkominn á
þjóðtungu 230 þúsunda? Hverjum
kemur sú fullkomnun við? Ég
hallast helst að þvi að ákveðin
tónlist nálgist fullkomnun mest
allra listgreina, mikið geysilega
geturhún verið falleg! Og þó hún
sé ekki fullkomin þá er hún
upphafin maður getur tekið Beet-
hoven sem dæmi. Annars er ég
mjög hrifinn af Wagner. Mér þyk-
ir Wagner finn! Ég spila oft
Graalsönginn fyrir sjálfan mig og
maður er alltaf að leita að þessu
Graal, og veit ekki einu sinni hvaö
það er — sumir halda að það sé
steinn eða þúfa suður i Þýska-
landi. Liklega er Graal ekki til
fremur en hið fullkomna lista-
verk. Og ansi held ég maður yrði
óhamingjusamur ef maður
slysaðist til að vinna fullkomið
verk, þá væri ekkert eftir. Nei,
við skulum vera ófullkomnir,
mennirnir en viö skulum vera
svolitið upphafnir, það skaðar
engan.”
— Má ég spyrja um álit á is-
lenskum höfundum, fyrrum eða
nú?
„Seinni hluti nitjándu aldar,”
byrjar Indriöi, ,,er fallegasti timi
sem gengið hefur yfir hinn hvita
heim. Þá var hvert stórskáldið á
fætur öðru. Hér á tslandi er klifað
á Jóni Sigurðssyni og þætti hans i
frelsisbaráttu þjóðarinnar, en
andskotinn — Jónas Hallgrims-
son, Grimur Thomsen og þessir
kallar sem ortu svo stórkostlega,
þeir höfðu ekki minna að segja.
Þeirbjuggu til hugarfarið. Eyjan
hvita og svo framvegis. Sama
sagan var um allan heim, i Rúss-
landi, á Englandi og Bandarikin
komu seinna. Siðan gerist ekki
neitt. Viö höfum átt góð skáld á
þessari öld en ég sé ekki betur en
þeir séu i hjarta sinu 19. aldar
menn. Halldór Laxness.
Módernismi hans er allur gerður
af skrýtilegum tilburðum , Þór-
bergur Þórðarson, hann kemur
sem skrifandi maður úr Suður-
sveit, skilgetið afkvæmi 19. aldar-
innar. Gunnar Gunnarsson er dá-
litiö öðruvisi en hann skrifar lika
undir ismum 19. aldar. Hvað höf-
um við siðan? Jú, ég sé Hannes
Pétursson, en fyrir hvað er hann
bestur? Er það ekki fyrir að hafa
ekki rofiö tengslin við fortiðina?
Og Matthias Johannessen sem
rýfur þau heldur ekki að öllu
leyti. En svo stöndum við afskap-
lega illa þegar við ætlum að
skrifa bækur i nýjum tima.
Mér finnst við vera að hverfa
inn i nýtt miðaldamyrkur. A tima
Hallgrims Péturssonar var ekki
gefið út annað prent á íslandi en
guðsorðabækur og nú erum við aö
fara inn i guösoröatima sem eru
nákvæmlega jafn ofboðslegir
fyrir mannshugann og siðmið-
aldir voru. Nú er skólabörnum
kennt hvað sé rangt og hvað sé
rétt, þeim er kennt að þjóðfélagið
eigi að vera svona að ákveðnir
menn séu hundar og svin —
skrattinn i trúarkenningunni.
Þjoðfélag, sem er alið svona upp,
það getur ekki ort, það getur ekki
skrifað sögur. Ekki nema sögur
um djöfulinn og hið góða um
trúarhégilgjuna(það verður Hóla-
prent.mikið af HólaDrenti, Vida-
linspostilla veröur tekin upp að
nýju, bara i annarri mynd og
þannig höldum við inn i myrkrið.
Ég sé öll merki þess að þessi and-
skoti er að koma yfir Vestur-
Evrópu aftur og mér þykir leiðin-
legt að þurfa að lifa það. Hér eru
skrifaðar bækur sem eru svo
gagnslausar og svo litill litteratúr
að þær eru eingöngu fyrir Hóla-
prentið og það er sorglegt. Okkur
þokar inn i myrkrið. Ég er ekki að
segja að það geti ekki komið betri
timar að lifa i, meira öryggi og
þar fram eftir götunum en skáld-
skapurinn hann hjálpar ekki,
hann verður ekki til að gleðja
neinn eða auðga.”
„Ákveðnir aðilar
elta mann, fást
svona við það...”
— Af hverju telurðu að þetta
stafi?
„Þetta stafar af þörfinni til að
hópgera einstaklinginn, tryggja
að hann detti ekki niður i fátækt
og volæði. En hóptryggingin
hefur bara aldrei fallið að mann-
inum, maðurinn er einstaklingur
og enginn er meiri einstaklingur
en rithöfundur eða skáld. Hann
getur ekki hugsað i hóp hann er
sjálfum sér næstur og enginn
getur hjálpað honum. Sjálfur met
ég skáldskap út frá hugmyndum
19. aldar mannsins — það er mik-
il, falleg mælska, hetjuleg átök.
Nú yrkja menn kvæöi um hurðar-
húninn.”
— Að lokum, Indriði. Þú hefur
haft lag á að vera býsna umdeild-
ur i flestu þvi sem þú hefur tekið
þér fyrir hendur. Ertu ósáttur við
það eða læturðu þér standa á
sama?
„Mér er alveg sama en mér
leiðist þetta stundum. Það skiptir
mig engu máli þó menn deili um
mig einhvers staöar úti i bæ, bara
ef ég fæ að vera i friði. Mér þykir
verra ef menn eru að hringja
hingað og rjúka i mig með ein-
hverju helvitis offorsi. Nú er ég
ekki þannig skapi farinn að ég
hafi löngun til að reita fólk til
reiði, og ég veit ekki af hverju
þetta stafar, ég er sjálfsagt svona
mikið fyrir ýmsu fólki. Og ef
menn eru að reikna mér allskon-
ar pólitisk skrif, þá get ég vel
skilið að það valdi einhverju
ergelsi en ég skil ekki af hverju ég
má ekki vera á tiltekinni skoðun
og segja það. Það má vera að ég
hagi minum vinnubrögðum
þannig að fólki finnist ögrun i þvi
en fyrst og fremst held ég þetta sé
ekki annað en pólitisk kergja. Ég
get nefnt að ég sá i Skirni nýlega
grein eftir Véstein ólason en sá
maður var i Samtökum frjáls-
lyndra og vinstri manna sem voru
samtök sem ég hefði alveg getað
hugsaðmér að vera i —ef ég væri
ekki bara ákveðinn i að vera
framsóknarmaður. Ég sé það að
hann er búinn að uppgötva að ég
hafi veriðsvona sæmilega þokka-
legur rithöfundur til aö byrja meö
en nú sé ég orðinn ihaldsmaður.
Ég veit ekki hvaðan hann hefur
svona skoöanir en heldur þykir
mér hafa lækkað risið á bók-
menntafræðingum Háskólans.
Skáldskapur er skáldskapur og
kemur pólitik ekkert við, enda hef
ég aldrei haft pólitiskar tilhneig-
ingar i skáldskap.
Svo ég hef viða orðið fyrir póli-
tisku nöldri. Maður lendir i þvi aö
ákveðnir aðilar elta mann, fást
svona við það og nudda svolitið,
en það hefur aldrei valdið mér
neinum hörmum. Enda, „segir
hann og glottir við tönn, „ætti ég
nú sennilega bágt með tilveruna
ef svo væri.” —ij