Tíminn - 28.03.1982, Blaðsíða 28

Tíminn - 28.03.1982, Blaðsíða 28
Sunnudagur 28. mars 1982 55 Þessir 6ðu YStHLML&tit verði skotnir j allir sem einn ** - Réttarhöldin í Moskvu 1936-38 þegar Stalín lét útrýma gömlu bolsévíkunum ¦ Það er hafin valdabarátta i Kreml. Leóníd Brésnjef er, segja menn, á siðasta snúningi og hugsanlegir arftakar hans komn- ir á skrið að tryggja sér sem besta aðstöðu þegar karlinn hrekkur upp af eða fer úr embætti með öðrum hættí. (Úrslit liggja auðvitað ekki fyrir, en væri það ekki prýðilega kaldhæðnislegt ef ofan á yrði maður nokkur sem stýrir flokksdeild kommúnista i Leningrað og heitir... Rómanov! Sagan-endurtekur-sig, og allt það.) Það má biiast við að hrollur fari um heiminn þegar Kremlar- herrar berast á banaspjótum, áróðursbrögð þeirra hver gegn öðrum verða væntanlega ekki smá i sniðum. Hér ætlum við að rifja upp frægasta dæmið um valdabaráttu i Kreml: hreinsanir Stalins á árunum 1936-38 og þó einkum réttarhöldin sem hann lét halda yfir „gamla lifverði" kommúnistaflokksins, félögum Lenlns. Þetta er sagan um menn- ina sem áratugum saman helg- uðu líf sitt kommúnistaflokknum, lögðu hausinn hvað eftir að veði undir keisarastjórn og fóru með æðstu embætti i fallvaltri ráð- stjórn fyrstu árin — sátu svo a ákærendabekk og játuöu á sig hina hroðalegustu, fáránlegustu glæpi og voru skotnir i morgun- sárið. En nú er rétt að setja fyrirvara. Hreinsanirnar og réttarhöldin I Moskvu voru varla raunveruleg valdabarátta, vegna þess að Stalin hafði þegar fest sig tryggi- lega I sessi og ógnaöi honum I raun og veru enginn. Fremur má lita á hreinsanir hans sem beint framhald af ognaræði þvi sem stundum rann á hina rússnesku keisara Rómanovættarinnar. lvan grimmi er frægastur, en Páll, sonur Katrinar miklu slagaði hátt upp I hann, Pétur mikli var ekki barnanna bestur. Og Jósef Stalln skipaði sér ohikao við hlið þeirra en ekki i nafni keis- aradómsins heldur kommún- ismans. Það er i rauninni allur munurinn. Tölum ber ekki saman um hversu margir urðu að láta llf sitt til að friða Stalln, þeir sem taka mest upp I sig nefna tugi milljóna sem ljær Grúsfumannin- um þann vafasama heiður aö vera mesti fjöldamorðingi sög- unnar. Huggulegur langafi það! En segjum nil söguna eins og hUn g'erðist. Þau réttarhöld sem við höfum mestan áhuga á hér og nú voru haldin i þrennu lagi á ár- unum '36-'38. Þau fóru fram i Moskvu en svipuð réttarhöld voru haldin um Sovétrikin þver og endilöng, flestir voru þó myrtir þegjandi og hljóðalaust. Hvers vegna Stalin taldi sig þurfa að setja upp réttarhöld I málum þessara manna sem hér verður frá sagt er ekki vitað nákvæm- lega, eflaust hefur hann viljað slá ryki i augu heimsins og þjóðar- innar, eða þurft réttlætingu sjálfur þó hann vissi manna best hvernig að málum var staðið, og svo má geta þess að réttarhöld af þessu tagi sigldu oftastnær i kjöl- far valdatöku kommúnista hér áður fyrr. Dæmi eru þekkt úr flestöllum austantjaldslöndunum eftir seinni heimsstyrjöld, I Kina voru fjórir nýlega fyrir rétti. Félagar Lenins, Dinovér og Kamenér Og loks: hverjir voru þessir menn sem dregnir voru fyrir dóm? Við fyrstu réttarhöldin, sem fóru fram 19. til 24. ágúst 1936, var aðalsakborningurinn Gregor Sinovév. Hann fæddist 1883 og var orðinn virkur kommúnisti sautján ára gamall, skipaði sér þegar i fylkingu bolsé- vika en hreyfing rússneskra kommúnista skiptist sem kunn- ugt er I tvo aðalhópa mensévika sem þóttu hægfara og bolsévika sem áttu leiðtogann Lenln. Nú — Sinovév komst fljótlega til met- orða innan bolsévlkadeildarinnar i Leningraö og árið 1908 var hann kosinn i hina leynilegu miöstjórn kommúnistaflokksins. Hann var þá orðinn hægri hönd Lenins og deildi ábyrgðinni á stjórn flokks- ins með honum eftir aö báðir uröu að flýja land. Stjarna Sinovévs lækkaði nokkuð i október-bylting- unni 1917 vegna þess að þá lagðist hann gegn Lenin og byltingar- áformum hans, en hann hélt þó sæti sinu i miðstjórninni og tók aukinheldur sæti i stjórnmálaráð- inu er það var sett á stofn. Einnig hafði Sinovév verið formaður „sovétsins" eða „ráðsins" I Petrógrað og forseti fram- kvæmdanefndar hins kommúnlska Alþjóðasambands. Vinurhans og félagi, Kamenév, var af sömu kynslóð og ferilí þeirra ekki ósvipaður. Hann var félagi i' flokknum frá 1901 og meðan hann var enn við nám stjórnaði hann starfi bolsévika I Kákasus, komst siðan i kynni við var hann formaður sovéts Moskvuborgar. Eftir dauða Lenins árið 1924 voru þeir Sinovév álitnir standa næst Trotskij sem i vitund almennings var sjálf- sagður eftirmaður Lenins. Stalln hafði sem kunnugt er önnur plön. Við hlið þeirra tveggja á ákær- endabekknum i þessum fyrstu réttarhöldum sátu aðrir frægir byltingarmenn. Þarna var til að munda Ivan N. Smirnov, fæddur 1881, verkamaður sem gekk i flokkinn 1899 og sat I miðstjórn- inni I tiö Lenlns. Hann átti einnig sæti i hernaðarnefnd byltingar- manna, var kommissar fyrir ¦ Nikolæ Lenin. Næstum allir félagar hans f byltingunni voru drepnir I morðæði Stalins. Lenin og starfaði með honum I út- legðinni. Hann var ritstjóri Prövdu meðan þaö blað fékk að. koma út, var handtekinn og sendur til Slberiu en frelsaður I febrúarbyltingunni. Asamt Sinovév lagðist hann gegn tilraun Lenins til að gera byltingir bolsé- vika, en varð engu að siöur með- limur i miðstjórninni og^tjórn- málaráðinu þar sem hann var varaforsetí. I borgarastyrjöldinni Rauða herinn i Slberlu og er hann árið 1922 átti að verða ritari miðstjórnarinnar lagðist Lenln gegn vegna þess að hann væri ómissandiiSiberlu. Annar maður var þvi' valinn ritari: Stalln. Og þarna á bekknum var Évdókl- mov, fæddur 1881, verkamaður, skógarhöggsmaður, sjómaður og byltingarmaður, bolséviki frá 1903. Hann var um tima kommissar fyrir herinn og leið- togi verkalýðsfélaganna i Petró- grað, einnig félagi i miðstjórn. Bakaév var nokkru yngri hann fæddist árið 1887, tók þátt i upp- reisninni 1905 og gekk til liðs við bolsévika ári siðar er hann var nitján ára. Hann sat I fangelsi keisarans i sex ár. I borgara- styrjöldinni var Bakaév póli- tiskur kommissar á framlinunni við Petrógrað og foringi leynilög- reglunnar. Loks átti hann sæti I stjórnarnefnd miðstjórnarinnar. Næstu réttarhöld fóru fram nimuhálfu ári siðar, frá 23. til 30. janúar 1937. Sakborningur númer eitt var Júri Pjatakov, 47 ára gamall sonur auðugs iðnjöfurs. Hann hlaut góða menntun og talaði fjöldann allan af tungumál- um en hneigðist fljótt til róttækni, á táningsaldri var hann stjórn- leysingi en er hann var tvitugur söðlaði hann um og gerðist bolsé- viki. Hann fór I útlegð og vakti á sér athygli fyrir snjöll fræðiskrif sin og i byltingunni þótti hann betri en enginn. I borgarastriðinu stýrði hann bolsévlkum I úkrainu og féll þar i hendur Hvltliðum og var dæmdur til dauöa. Daginn áður en dauðadómi skyldi full- nægt komu sveitir Rauða hersins á vettvang og björguðu honum. Eftir það stjórnaði Pjatakov leið- angri rauðliða til Krim sem þótti afar djarfur og vel heppnaður. Eftir sigur bolsévika varð hann einn af sérfræðingum þeirra I efnahagsmálum og gekk vel fram I enduruppbyggingu iðnaðar. Hann er einn þeirra sex sem nefndir eru i „erfðaskrá" Lenlns, og hinn eini, fyrir utan Búkharin af ungu kynslóðinni. Þá var Pjatakov varaforseti þjóðarráðs- ins um efnahagsmál og forseti Hæstaréttar, meðlimur miðstjórnarinnar frá 1921. Karl Radek var 52ja ára, og átti að baki áratuga starf i hreyfingu sóslalista viða um lönd. Hann var af pólskum og þýskum ættum og var i fyrstu demókrati en gerðist róttækari með drunum. í fyrri heimsstyrjöldinni hvatti hann þýska demókrata til virkrar and- stöðu gegn keisarastjórninni og strfðinu en nokkrum árum siðar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.