Tíminn - 28.03.1982, Blaðsíða 26
Sunnudagur 28. mars 1982
26
undanrenna
Neyðarurræði
Arfs Kelta
— enn bætast við þættir
af okkar manni í
undirheimum
■ Nótt við Hlemmtorg og myrk-
ur nema i þremur húsum. Fri-
múrarahöllin viö Skúlagötu var
böðuð ljósum og þaöan barst
glasaglaumur út i næturkyrrðina,
skuggar af brugðnum sverðum
flöktu um gluggana. Kanaútvarp-
ið var stillt á hæsta i fjárhættu-
spilaklúbbnum Ásnum við
Hverfisgötu, en á skrifstofu Eli-
asar Bjarkasonar, rannsóknar-
lögreglumannsins knáa, beint á
móti rikti dauðaþögn. Elias sat
með uppbrettar ermar og blaðaði
gegnum skýrslubúnka, Jónas að-
stoðarmaður hans reyndi að
staúta sig fram úr lögreglusam-
þykktinni og Keynir, annar að-
stoðarmaður.starði álkulega út i
loftið og hugsaði ef til vill sitt.
Allt i einu rufu hvellar hring-
ingar kyrrðina, rauður simi á
borði Eliasar hringdi án afláts.
„Takt’ann, Reynir”, sagði
Elias Bjarkason. „Þetta er fikni-
efnasiminn.”
Reynir andvarpaði. „Er þetta
ekki bara einn vitleysingurinn
enn með veðurfréttirnar og Orð
dagsins? Ég er nú eiginlega far-
inn að sjá eftir þessu”. En hann
tók upp tólið, ræskti sig og sagði
meö skrækri kvenmannsröddu:
„Þetta er sjálfvirk hljóðritun
upplýsinga um fikniefnamál i
næstu sjö minútur, og hefst með
hljóðmerki. Ef óskað er að tala
lengur en i sjö minútur þarf að
hringa aftur. BtP!”
Hás, loðin rödd var á hinum
endanum.
„Sko... ég get ekki þagað yfir
þessu lengur, sem heiðarlegur
borgari, þá finnst mér þaö vera
skylda min að... Hmmm.”
Röddin þagnaði. Reynir glotti
út i annaö og deplaöi auga til
Eliasar Bjarkasonar. „Nú fáum
við veðurfréttirnar”, hvislaði
hann, en þar skjátlaðist honum.
„Sko, þetta er pabbi hans Arfs
Kelta”, byrjaði röddin á nýjan
leik. „Þið þekkið hann vist, hann
Arf, þvi er nú verr og ég sem er
heiðarlegur maður, og meira að
segja meðhjálpari i sókninni, og
þó ég og við hjónin höfum reynt
að innprenta drengnum guðstrú
og góða siði, þá er eins og unga
fólkið nútildags vilji ekkert með
svoleiðis hafa og og og...”
Röddin var orðin grátklökk.
Svo tók hún sig á:
„En sko, við hjónin vitum ekk-
ert hvað við eigum aö gera. Hann
er alveg hættur að koma heim til
sin og er meira að segja hættur að
koma i laufskálann, er vist að
fara að kaupa Hljómskálann i
staöinn segir hann, og svo er eitt-
hvað skrýtið við þetta fyrirtæki
þeirra, Svörtu svipuna, og ég held
að þessi neskaffi sem þeir flytja
inn sé ekkert kaffi.”
„Nú?” datt upp úr Reyni.
„Ha?” sagöi röddin hissa.
„Halló, er einhver þarna?” en nú
hafði Elias slæmt þungri hendi
fyrir þverrifuna á Reyni. Röddin
hélt þvi áfram: „Ja, sko, ég held
að þetta neskaffi sé eitthvað
bölvað hars, eða marjúanna, þeir
eru ábyggilega i dópi og ég...”
Reynir leit á klukkuna, sjö
ínínútur búnar. Hann skellti á.
Siminn hringdi strax aftur.
Reynir tók upp tólið og byrjaði
aftur með sömu skræku kven-
mannsröddinni: „Þetta er sjálf-
virk hljóðritun upplýsinga um
fikniefnamál i næstu sjö minútur
og hefst með hljóðmerki...”
Arfur Kelti lagöi simtólið niður
skjálfandi hendi. Þeir voru að
brjóta upp hurðina.
„Arfur, komdu út! Leiknum er
lokið!” kallaði ismeygileg rödd
sem Arfur kannaðist mæta vel
við. Kóngur undirheima var upp
risinn, hann var með fjölda
manns fyrir utan og Arfur heyröi
að þeir hlógu og gerðu að gamni
sinu um hvað þeir myndu gera við
hann, Arf Kelta, þegar þeir næðu
honum út. Arfur hafði séð þann
kost vænstan að kæra sjálfan sig
fyrir luðruglunni, sem hvort sem
er var þegar á hælunum á honum
fyrir innflutning á skjaldbökum
með draugaveikifrænda.
Ef hannhefði nú bara látið vera
að hleypa þessum asna, Skarfi
bróður, i málið! Þetta var
ábyggiléga allt honum að kenna!
Og þarna sat Skarfur og las i bók
eins og ekkert hefði i skorist.
„Gerðu eitthvað, fjandakornið!”
veinaði Arfur.
Skarfur leit upp úr bókinni.
„Ertu hræddur? Ótti i handfylli
ryks,” mælti hann skáldlega.
Ég hringi i Uxa, datt Arfi
skyndilega i hug. Uxi kemur og
bjargar mér.
„A-a-a-alfreð?” stamaði Uxa-
skalli i simann. „Er h-h-hann ko-
o-ominn aftur? Hurðu, héddna, ég
þarf að hlaupa, má ekki ver að
þvi að tala við þig, ég var héddna
búinn að lofa að halda i hespu
fyrir Almannagjá, hún er að fara
prjóna lambhúshettu.” Það
heyrðist smellur, Uxaskalli hafði
lagt á.
Þá heyröi Arfur að dyrnar
mölvuðust.
Elias Bjarkason hafði kallað út
allt tiltækt lið. Þrir lögreglubilar
með vælandi sirenur komu þjót-
andi vestur Hverfisgötu og inn i
Hafnarstrætið, þeir bremsuðu
með miklu iskri fyrir utan húsið
þar sem var aðsetur Svörtu svip-
unnar hf. Fimmtán vörpulegir
lögregluþjónar stukku út og rudd-
ust upp á aðra hæð, þar sem skrif-
stofurnar voru, fremstir i flokki
fóru Elias sjálfur og Jónas, en
Reynir hafði orðið eftir til að
passa simann.
Það var enginn á skrifstofunni.
Hurðin hafði sýnilega verið brotin
upp og merki um átök voru aug-
ljós. Siminn hafði verið rifinn úr
sambandi, skrifborðið var möl-
brotið. A gólfinu lá opin bók og
Elias fiskaði hana upp: Die Welt
als Wille und Vorstellung, eftir
einhvern Skópenháaer.
„Elias,” sagði Jónas, sem hafði
farið i gegnum skjalaskáp Svörtu
svipunnar. „Það eru öll skjöl
horfin. Hér er ekki neitt!”
Djöfullinn!” hvæsti Elias
Bjarkason og menn hans hrukku
við. Þeir voru ekki vanir þvi aö
yfirmaður þeirra tæki svo sterk-
lega til orða. „Hér hefur einhver
orðið á undan okkur. Við höfum
ekkert hér að gera.”
Framlágir týndust löggumenn-
irnir út i bila sina aftur. Elias
skipaöi tveimur þeirra að halda
vörð á skrifstofunni, en sjálfur
ákvað hann að rölta upp i Þing-
holt. Þar þekkti hann þrýstna
ekkju sem hann heimsótti stund-
um þegar honum var þungt i
skapi.
Hann var ekki kominn nema út
að næsta horni þegar hann rakst
utan i litinn, pervisinn og refsleg-
an mann sem birtist allt i einu
eins og upp úr jöröinni. Það lék
glott um varir hans og i munnvik-
inu dinglaði logandi sigaretta.
Elias hrökk við þegar hann bar
kennsl á manninn, sem sagði ró-
lega:
„Nei, Elias! Langt siðan við
höfum sést. Og hvað ert þú að
gera hér svona seint? Ertu að
leita að einhverju?”
Elias ætlaði ekki að svara hon-
um en svo hreytti hann út úr sér:
„Passa þú sjálfan þig, Alfreð
Alfreðsson!"
Siðan bretti hann upp á jakka-
boðunginn og skálmaði burt.
Fyrir aftan sig heyröi hann háðs-
legan hlátur óma i nóttinni.
framhald
sslsIISp
Stortíöindi fýrir
húsbyggjendur
Meö nýrri aðferð við að setja upp milliveggi og klæðningu á loft og útveggi má vinna
verkið á helmingi skemmri tíma og þriðjungi ódýrara en með hefðbundnum hætti.
Hver hefur efni á að láta hjá líða að kynna sér kosti MÁT-kerfisins?
- Hvernig efni í grindur sparast um allt að helming og gerekti og efni kringum
hurðir að fullu.
- Hvernig vinna sparast bæði við uppsetningu og málun, lagningu á rafrörum
og ísetningu á hurðum.
- Hvernig líming og negling verður að mestu ónauðsynleg og sparast því efnið
og auðvelt verður að breyta og nota viðinn að nýju.
- Hvernig hljóðeinangrun verður betri og auðveldari.
Þar skiptir líka máli að enginn eining í MÁT-kerfinu vegur meira en 14 kg. og að
auðvelt er fyrir einn að setja einingarnar saman.
Láttu ekki hjá líða að koma og kynna þér hvað hér er að gerast.
Gerum tilboð í uppsetningu.
Framleiðandi:
H
M4T
ii
s-
Unubakka 18-20 Þorlákshöfn Sími 99-3900
tÐNVERK HF
BYGGING AÞJÓNUSTA NÓ ATÚN117 SÍMI 25945