Tíminn - 28.03.1982, Blaðsíða 6
SH€Í i .85
mti&ár&'
~ ~f^f8OTÍ$Í- . Sunnudagur 28. mars 1982
fólk í listum
„Við lesum ennþá
gler augnalaust9 9
* *
— Spjallað við Árna Reynisson, framkvæmdastjóra Operunnar
■ Fyrir þvi sem næst tveimur og
hálfum mánuöi hóf tslenska óper-
an sýningar með pompi og prakt.
bá voru stór orö i hávegum höfð:
viö hringdum i Árna Reynisson,
framkvæmdastjóra Öperunnar,
til að kanna hljóöið i þeim Öperu-
mönnum nú.
„Þú átt við hernig okkur liði til
likama og sálar”, ansaði Arni,
„einsog spurt er á stórafmælum.
Hvort við séum vel ern og lesum
gleraugnalaust. Ja, við erum eins
bjartsýn og jafnan áður. Það eru
komnar 35 sýningar og hefur
alltaf verið uppselt — 35 sinnum
500, sem er sætafjöldinn, gerir
hátt i tuttugu þúsund áhorfendur,
svo við þykjumst sjá að Öperan
hefur fengið hljómgrunn. Fólk
vill hafa Óperuna til viðbótar öðr-
um skemmtunum af svipuðu tagi.
Og aðsóknin er sist að dvina.”
— Gæti það stafað af nýjabrum-
inu, eða heldurðu að þetta sýni
raunverulegan óperuáhuga
fólks?
„Auðvitað er þetta i og með
nýjabrum. Við gerum okkur
alveg grein fyrir þvi aö hingaö
hefur komið fólk sem annars
hefði fussað og sveiað ef minnst
væri á óperu. Ég held að þaö hafi
hjálpaðmörgum þeirra, sem ekki
voru óperuunnendur fyrir, að við
fórum af stað með létt og
skemmtilegt verk — ef fólkinu
likar það vonum við að það komi
siðarað sjá verk r.em eru harðari
undir tönn. Tragidiur. Svo eru
þaö auðvitað þegar reynt að
þegar Þjóðleikhúsið hefur sett upp
óperur á borð við Rigoletto eða
La Bohéme þá hafa viðtökurnar
orðið mjög góðar og sýningafjöldi
skipt tugum. Og af hverju skyldi
ekki fara eins hér i Gamla biói?”
— Nú er auðvitað ekki vitað
hversu lengi Sigaunabaróninn
muni ganga, en eruð þið farin að
hugleiða næsta verk?
„Já, það er mikiö hugleitt, og
ekki bara næstu verk, heldur
lengra fram i timann. Ég vil hins
vegar ekkert segja um hvert
næsta gæti orðið, en við stefnum
að þvi að setja það upp ekki
seinna en næsta haust. Og höfum
enn ekki visað frá okkur þeim
möguleika að sýna i vor.”
Sambúðin við Bó Derek
— Þið hafið byrjað bió-sýningar
samhliða óperunni. Hvernig
hefur sambúðin við Bó Derek
gengið?
„Okkur hefur þótt mjög vænt
um að hafa Bó Derek hér til að
létta okkur lifið milli sýninga, og
ég tel að það sé mikil framtið i að
hafa bió-sýningar hér ásamt
Óperunni. Þetta er ágætur fjár-
öflunarpóstur, en við höfum ekk-
ert dregið undan með það að það
er erfitt að fá þessar sýningar til
að bera sig. Húsið tekur ekki
nema 500 manns og niðurgreiðsl-
ur eru sáralitlar, andstætt þvi
sem tiðkast af hálfu hins opinbera
i leikhúsunum, svo hver gestur
borgar að heita má fullt verð fyrir
miðann sinn. Við höfum fengið
dálitinn styrk frá rikinu, en það er
sáralitið á viö það sem systur-
stofnanir okkar fá. Og það er dýrt
að setja upp óperusýningar.”
— Hafið þið rætt við fulltrúa
rikisins um aukna styrkveitingu?
„Nei, þú mátt ekki skilja mig
svo að viö séum að búa okkur
undir að leita á náðir rikisins.
Fremur hið gagnstæða. Við vilj-
■ Arni Reynisson: „Fólk vill
hafa Óperuna til viöbótar öðrum
skemmtunum af svipuöu tagi...”
um kanna til þrautar hvort við
getum lifað eigin lifi án opinberra
styrkja. bá kemur til skjalanna
styrktarfélagið sem við höfum
stofnað og ýmsar aðrar fjáröfl-
unarleiðir sem við erum að
athuga, þar á meðal bió-sýn-
ingarnar.”
— Já, hvernig hefur söfnun
styrktarfélaga gengið?
„Mjög vel. Það er hátt á annað
þúsund manns sem hafa gengið i
félagið og leggja þvi fram fasta
fjárhæð árlega, en svo erum við
sem sagt að kanna hvað við get-
um gert meira. Við höfum tvær
leiðir, önnur er að leita til hins
opinberá, hin að reyna að halda
þessu gangandi sjálf. bað er sú
leið sem við helst viljum fara en
þó vanmetum við alls ekki þá
hjálp sem við höfum þegar fengið
frá ríkinu. Við fáum smádúsu frá
þvi eins og ég sagði áðan og höf-
um þar að auki notið ágætrar
fyrirgreiðslu hjá ýmsum opinber-
um stofnunum sem hafa létt
okkur lifið. Þetta þykir okkur
vænt um. En við fórum af stað
með sjálfstætt leikhús og viljum
reyna til þrautar hvort við getum
haldið þvi úti sjálf.”
— Þannig að þið lesið ennþá
gleraugnalaust?
„Jájá, við erum vel ern. Það
hefurengin sú skelfing iient okkur
sem gæti dregið úr okkur kjark-
inn.” —ij.
Rokk í Reykjavík
frnmsýnd um páska
■ Um páska þykir kvikmynda-
húsum við hæfi að tjalda þvi sem
til er, það er ánægjulegt aö ein
þeirra mynda sem verður frum-
sýnd á upprisuhátiö frelsarans i
ár er islensk og nýstárleg sem
slik. Hér er auðvitaö um aö ræða
mynd Friðriks Þórs Friðriksson-
ar, Rokk i Reykjavik, heimildar-
mynd.
Myndin er nú á lokastigi, að þvi
er segir i frétt hjá Hugrenningi,
fyrirtæki þvi sem framleiöir
myndina um rokkið, en eigendur
þess eru auk Friðriks þeir Ari
Kristinsson, Jón Karl Helgason
og Þorgeir Gunnarsson. Mynda-
taka stóö yfir i fjóra mánuöi og
lögðu tólf kvikmyndatökumenn
hönd á plóginn, bæði innlendir og
erlendir. Þá sáu sjö menn um
klippingu, fimm Islendingar, einn
Englendingur og einn Banda-
rikjamaöur. A fjöldi þessi bæöi aö
tryggja gæöi klippingar og ekki
siður fjölbreytni.
baö segir sig sjálft að i mynd
eins og þessari skipta hljómgæöi
ekki minnstu máli og hefur enda
mjög veriö til upptöku vandað.
Rokk i Reykjavik veröur til
dæmis fyrsta islenska myndin i
Dolby-stereó. Upptökur fóru fram
á 30 stööum viðs vegar á Reykja-
vfkursvæöinu en það var stúdió
Þursaflokksins sem hafði umsjón
meö upptökunni. Hljóöblöndun er
i höndum Alan Snelling hjá Anvil I
Abbey Road Studios i London, en
þess íná geta aö sömu aöilar sáu
um hljóðið i svo frægum myndum
sem Star Wars, The Empire
Strikes Back og Flash Gordon.
Þóttu hljómgæði þeirra mynda
mjög góð svo hugrenningur er
þarna á grænni grein, má ætla.
Tónlistin gefin út á plötum
Myndin byggist upp á filmum
af hljómsveitum á tónleikum og
var alls tekið upp 24ra tima efni,
sem hefur verið klippt niöur i tvo
tima. Hljómsveitirnar sem koma
fram eru Baraflokkurinn, Start,
Grýlurnar, Egó, Þursaflokkur-
inn, Friðryk, Q4U, Þeyr, Tappi
Tikarrass, Bodies, Mogo Homo,
Bruni BB, Spilafifl, Sjálfsfróun,
Vonbrigöi, Jonee Joness, Purrkur
Pilnik, Fræbbblarnir o.fl.
Ákveðið hefur verið að gefa út
tvöfalda hljómplötu meö tónlist
úr myndinni, upprunalegri sem
kölluö er, og verður þar að finna
flestöll lögin úr kvikmyndinni, að
viðbættum nokkrum fleirum. Má
nefna að hljómsveitunum bætist á
plötunni liðsauki sem er Svein-
björn Beinteinsson, allsherjar-
goði og rimnaskáld.
I fyrrnefndri frétt frá Hugrenn-
ingi þessum segir aö búast megi
viö að plötur þessar verði góður
þverskurður af rokktónlist á Is-
landi nú um stundir og gætu þvi
orðið merkur safngripur er fram
liða stundir. Hugrenningur gefur
plöturnar út.
Rokkunnendur geta fariö að
hlakka til, og aukinheldur veröur
án efa athyglisvert að sjá þessa
fyrstu heimildarmynd i fullri
lengd.
-i]-
■ Q4U er meöal margra hljómsveita sem koma fram i kvikmynd
Friöriks Þórs um rokkiö I borginni.