Tíminn - 28.03.1982, Blaðsíða 22
Sunnudagur 28. mars 1982
■TO LOSE-
fl BflTTLE
FRflNCE 1940
Alistair
HORNE-
■ Bækurnar hér að ofan eru fengnar hjá Bókaverslun Sigfúsar
Eymundssonar. Tekið skal fram að um kynningar er að ræða en
öngva ritdóma.
R.C. Hutchinson:
Tcstamcnt
King Penguin/Penguin Books
1982
Hutchinson þessi, Ray
Coryton fæddist árið 1907 á
Englandi og gaf á ævinni út
margar skáldsögur enaf þeim
eru þekktastar þessi hér og
Rising en henni hafði hann
ekki aö fullu lokið er hann iést
árið 1975. Hann hefur aldrei
verið i hópi þekktustu rithöf-
unda Englands en engu að
siður ákaflega virtur i ýmsum
kreðsum og nú finnst bók-
menntamönnum þar i landi
timi til að vekja athygli á hon-
um upp á nýtt. Og það eiga
vist margir siður skilið að
lifa... Frásagnarefni Hutchin-
sons hér er allbvenjulegt af
enskum höfundi nefnilega
Rússland, en þá má lika geta
þessaðRising er „suður-ame-
risk” skáldsaga svo hann leit-
aði viðar fanga en titt er um
enska. Sagan hér hefst i
byltingunni og er sagan af
Scheffler greifa. Hutchinson
bregður upp skýrum myndum
af óreiðunni ruglingnum og
æsingnum i byltingu bolsevika
og lýsing hans á greifanum
þykir gullfalleg.
Alistair Horne:
To Lose a Battle — France
1940
Penguin 1982
Alisstair þessi Hron hefur
mikinn áhuga á striðsbrölti
Frakka. Þessi bók er eiginlega
hin siðasta i' trilógfu sem hann
hefur skitið á pappir — hin
fyrsta fjallað um Parisar-
kommúnuna og frá henni höf-
um við þegar sagt, mig minnir
hún hafi fengið bestu dóma
eða þvi sem næst, næsta bók
sagði frá orrustunni við
Verdun i fyrri heimsstyrjöld
og nú er þessi komin og segir
frá Blitz striði Þjóðverja á
hendur Frökkum árið 1940,
hruni Frakklands og niður-
lægingu. Horne rekur söguna
á mjög frisklegan hátt, það
skiptast á smáatriði af vig-
völlunum og stórar strategisk-
ar ákvarðanir sem teknar
voru i stjórnstöðvum herjanna
tveggja eða þriggja, ein-
staklingurinn gegn hernaðar-
vélinni. Jafnframt blandar
hann i söguna andrúmsloftinu
i löndum striðsaðila, blaða-
fréttum og svo framvegis.
Fróöleg bók og skemmtilega
skrifuð.
Kerry Stewart:
Absence of Malice
Ballantine 1982
Kurt Luedtke heitir banda-
riskt mannkerti sem hefur
verið tilnefndur til Óskars-
verðlaunanna fyrir frumsam-
ið handrit sitt að kvikmynd-
inni Absence of Malice sem
um þessar mundir þykir góö i
Ameriku og leika i henni þau
skötuhjú Paul Newman og
Sally Field en leikstjóri er
Sydney Pollack, en ekki vitum
við af hverju hann heitir
Sydney. Þaö er þvi ljóst mál
og ekkert farið í felur með það
að Kerry Stewart hefur samið
þessa bók eftir handriti
myndarinnar en sllkt tiðkast
gjarnan þarna vestra. Sagan
segir frá blaöakonu sem reyn-
ir að vera harður tappi en
kemst að þvi að maður sem
blööin höfðu flækt í mikiö
hneyksli er alsaklaus.
Spurningin um siðferði blað-
anna, sem er ekki i hávegum
haft i bókinni. Erfitt að dæma
bók sem er gerðeftir mynd en
spennandi þykir hún altént
vera. Bæði mynd og bók.
HCOHD HIVIttD IDITION. rULLY UPDJLTID - ■
Charles Gallenkamp:
Maya
Pcnguin 1982
Hver er þessi Mæja? Er
það einhver svaka skutla? En
djöfull er hún ljót ef marka má
myndina á kápu bókarinnar!
En látiö ekki blekkjast þvi hér
segir Charles Gallenkamp
sögu Indianaþjóðflokksins
Maya sem átti sitt blómaskeið
i Mexikó á niundu öld eftir
Krist en hvarf svo skyndilega
og er hnignun Mayanna talin
einhver mesta gáta veraldar-
sögunnar. Hér gerir Gallen-
kamp sitt til að leysa hana en
umfram allt ritar hann fróð-
lega og læsilega bók um
menningu Mayanna sem var
svo háþróuð að undrum sætir.
Þeir byggðu miklar borgir og
pýramida á óútskýrðan hátt,
þvi þeir notuðu ekki hjóliö —
þótt þeir þekktu það — né
dráttardýr. Þeir fundu upp
fúnksjón núllsins f reikningi,
höfðu 365 daga f árinu og voru
sannkaliaðir meistarar i
steinskurði, en allt þetta hvarf
á að þvi er virðist örfáum ár-
um. Af þessari bók má fræðast
vel um þessa stórkostlegu
menningu.
Mm
■ wuw-wk/m mntRiDÐL
AND HEDISCOVEHT Of A LOST
CIVILIZATION
MV OOUUXS CALICHKAHP
Matthew J. Bruccoli:
Some Sort of Epic Grandeur, The
Life of F. Scott Fitzgerald
Hodder & Stoughton 1981.
■ Er Francis Scott Fitzgerald
lést þann 21. desember 1940 voru
birtar minningargreinar um hann
i velflestum dagblöðum og bók-
menntatimaritum i Bandarikj-
unum og viðar. Hann hafði jú ára-
tugina tvo þar á undan verið ein-
hver þekktasti og vinsælasti rit-
höfundur vestra og bækur á borð
við This Side of Paradise og The
Great Gatsby hi^ðu selst I risa-
vöxnu upplagi. Eftir þvi hefur
aftur á móti verið tekið siðar að
enda þótt flestir höfundar þessara
minningargreina færu lofsamleg-
um orðum um Scott Fitzgerald og
bækur hans, þá var eins og þeir
teldu hann ekki liklegan til aö
verða minnst lengi. Greinarnar
voru ekki einvörðungu grafskrift
yfir honum sjálfum, heldur og
verkum hans.
Eöa það var allt útlit fyrir það.
Siðan hefur komið á daginn að
verk hans hafa lifað góðu lifi, að
minnsta kosti i Bandarikjunum,
og hefur það komiö ýmsum á
óvart — margir töldu að verk
Fitzgeralds voru svo bundin
þriðja áratugnum að siðari.tima
fólki segðu þau ekki neitt. Nú er
aftur á móti svo komið að þessar
bækur eru hreint ekki taldar sista
heimildin um þetta timaskeið,
■ Francis Scott Fitzgerald. Myndin tekin ’37.
Einhver ljómi ...
— Fitzgerald lifir enn, öllum á óvart
þegar var umrót eftir fyrri
heimsstyrjöld, nútiminn var að
hefja innreiö sina og gekk mikið
á, svo kom kreppa eins og allir
vita — refsing guðs fyrir hubris
hins léttlynda fólks. Eða gæti það
ekki alveg verið?
Annað atriði var þó i enn rikari
mæli valdandi þess að menn
hneigðust til að telja bækur Fitz-
geralds eiga stutt llf fyrir hönd-
um. Hann var i raun og veru eng-
inn rithöfundur i þeim skilningi
að hann skrifaði um annað fólk,
tilfinningar þess og athafnir, eða
að hann gerði einhvers konar út-
tekt á sfnum samtima — nema þá
fyrir tilviljun, slikt flaut bara
meö. Scott Fitzgerald skrifaði
fyrst og fremst um sjálfan sig,
eða réttara sagt: út frá sjálfum
sér. Ég hygg að megi vel heim-
færa upp á Fitzgerald það sem
Ólafur Jónsson, bókmenntagagn-
rýnandi, segir um „our own”
Þórberg Þórðarson i splúnku-
nýrri grein i Dagblaðinu & VIsi,
að höfðum eölilegum fyrirvara:
„Sjálfsagt eru lika flestir les-
endur sammála um það að sjálfs-
saga, eöa öllu heldur sjáifslýsing
(hans) sé uppistaöa i ritum hans,
alltfrá æskuritum hans til ýmissa
ritgerða frá hans siðustu árum.
Hér er auðvitað ekki aðeins átt
við frásagnarefnið, þau drög til
og þætti úr ævisögu sem lesa má i
einstökum ritum og ritgerðum,
heldur umfram allt bæði beina og
óbeina sjálfslýsingu höfundarins i
verkinu, sjálfshyggju hans eins
og hún umfram allt birtist i og
mótar stilsháttinn á ritum hans.”
(DV, 24. mars 1982, „Um Þór-
berg”.)
Logandi hræddur
Sjálfshyggju, Francis Scott
Fitzgerald gerðist ekki rithöf-
undur út úr neinu nema sjálfs-
hyggju, ekki af ást á bókmennt-
um, ekki af innri þörf til að setja
orð á blað eða lýsa fólki og stað-
háttum. Hann langaði til að slá i
gegn, komast á bekk með höfð-
ingjum, og svo vildi til að hann
hafði hæfíleik a til, ekki til að lýsa
öðrum, heldur sjálfum sér, gegn-
um uppbyggingu bókanna, beina
atburðarás og stil. Og eins og
fleiri var hann logandi hræddur
um að það dygði ekki til lengdar,
er hann dó aðeins 44ja ára gam-
all, nagaði hann illur grunur um
að allt verk hars hefði verið fá-
I Zelda. Það er nú saga að segja
frá hcnni...
nýtt og hundómerkilegt, myndi
deyja og týnast á skömmum
tima. Sem hefur ekki orðið, þótt
auðvitað sé ekki fyrir það aö
synja að fjöldi manns hefur ekk-
ert við Francis Scott Fitzgerald
að gera og finnst hann leiðinleg-
ur.
Þessi timi milli ’20 og ’30, hefur
verið kallaöur „the jazz age” og
það var enginn annar en Mr. Fitz-
gerald sem orðaði þann frasa.
Hann á, skal tekið fram, ekkert
skylt við músik, enda var Fitz-
gerald mesti rati I tónlist, heldur
þótti honum seiðandi frjálslegheit
jazzins — eða getur maöur annars
ekki sagt þaö? — eiga prýðilega
við timann. Og sjálfur var hann
æðstiprestur og var finn maður,
rithöfundur og gekk smart til fara
og átti bil og annan og fallega
konu, og hreyfði sig gjarnan inn-
anum svokallað fint fólk, og var,
eða reyndi mikið til að vera,
rikur. Ég veit ekki til þess að
svona rithöfundar hafi skotið
annars staðar upp kollinum nema
i Ameriku, nema þá aumlegar
eftirlikingar hér og hvar um
heiminn, alveg eins og Heming-
way átti sér fjölda sporgöngu-
manna sem voru virilir og fóru á
ljónaveiðar og nautaat.
Asni eða óvenju heiðar-
legur
Það hafa myndast ótal sögur
■ Ævisöguritarinn Bruccoli.
Ekki er’ann beint fýsilegur....
um Fitzgerald og þá ekki færri
um konuna hans, hana Zeldu, sem
var gáfuð, tilfinninganæm og
óhamingjusöm, að lokum doltiö
klikkuð og h jónabandið var farið i
hundana og hún á hæli áður en
lauk. Allar þessar sögur rekur
Matthew Bruccoli samviskusam-
lega i bókinni sinni, hann segir
sjálfur hreinskilnislega i formála
að þessi nýja ævisaga hafi það
helst fram yfir aðrar fyrri að
staðreyndirnar séu fleiri. Maður
sem segir svona lagað um ævi-
sögu sem hann er nýbúinn að
skrifa hlýtur að vera annað hvort
asnieða þá óvenjulega heiðarleg-
ur. Hitt er svo annað mál að bökin
hefur fengið mikið lof beggja
vegna Atlantshafs, enda mætti nú
minna vera að Bruccoli skrifaði
ekki af skynsemi um Fitzgerald,
hann er spesjalist i manninum og
hefur þegar ritað um hann fjölda
greina og nokkrar bækur um af-
mörkuð efni úr verkum hans eða
lifi. Gegnum bókina skin þessi
skrýtni, dálftið ruglaði maður, i
gegn, og lif hans er ekki ómerk-
ara en hvað annað. Hann var tákn
timabils og geymdi i sér flesta
þætti þess.
Skrýtin viðbót við þessa bók er
birting bókhalds Fitzgeralds sem
hann bar jafnan á sér og færði allt
inn i, að minnsta kosti tölur. En
litur smámunasamlega út. Og
var það vafalaust.
—>j-