Tíminn - 28.03.1982, Blaðsíða 8

Tíminn - 28.03.1982, Blaðsíða 8
8 wmm Sunnudagur 28. mars 1982 W99M Otgefandi: Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. AfgreiAslustjori: Sigurður Brynjólfs- son. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson. Elias Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. ölafsson. Fréttastjóri: Páll Magnússon. Umsjónarmaour Helgár-Tím- ans: lllugi Jökulsson. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Atli Magnússon, Bjarghild- ur Stéfánsdóttir. Egill Helgason, Friðrik Indriðason, Heiður Helgadóttir, Jbnas Guðmundsson, Kristinn Hallgrimsson, Kristin Leifsdóttir, Ragnar örn Pétursson (iþrottir), Sigurjon Valdimarsson, Skafti Jónsson. Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Agústsson, Elin Ellertsdóttir. Myndasafn: Eyglö Stefánsdóttir. Prófarkir: Flosi Kristjánsson, Kristin Þorbjarnordbttir, Maria Anna Þorsteinsdóttir. Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Siðumúla 15, Reykjavik. Simi: 86300. Aug- lýsingasimi: 18300. Kvöldsimar: 86387, 86392. — Verð i lausasölu 7.00, en 9.00 um helgar. Askriftargiald á mánuði: kr. 110.00. — Prentun: Blaðaprent hf. Mesta ógnunin er fátækt, óréttlæti og alræðisvald ¦ Málefni El Salvador voru til umræðu á Alþingi s.l. fimmtudag vegna þingsáiyktunartillögu þing- manna Alþýðuflokksins. Það er ekki að ástæðu- lausu að hörmungum ibúa þessa fátæka lands sé gaumur gefinn þar sem borgarastyrjöld geisar og allar likur benda til að kynt sé undir ófriðar- bálið af erlendum aðilum. Þeir sem verst verða úti eru örsnauður almúginn sem þarfnast alls annars en grimmdaræðisins sem hann er beittur. í skýrslu sinni um utanrikismál, sem nú liggur fyrir Alþingi, vikur Ólafur Jóhannesson að El Salvador: í skýrslu minni á s.l. ári vék ég nokkuð að málefnum El Salvador. Þvi fer fjarri að ástandið hafi batnað á þeim tima sem siðan er liðinn. Ógnaröldin er alls ráðandi og ýmsar fylkingar tíl hægri og vinstri keppast um að myrða and- stæðingana en.allur almenningur i iandinu iiður mest, eins og oftast vill verða. Það yrði of langt mál.að reyna hér að skilgreina ástandið i El Salvador og benda á liklegustu lausnirnar. Al- mennar kosningar standa fyrir dyrum en vand- séð er að þær geti leyst mikið eins og i pottinn er búið. Ýmsir vinstri flokkar fá ekki að taka þátt i kosningunum eða vilja það ekki, og framboð eða jafnvel aðeins þátttaka i atkvæðagreiðslu getur jafngilt dauðadómi frá einhverjum þeirra fylk- inga, sem berjast um völdin. Núverandi rikis- stjórn i landinu er blanda af herforingjastjórn og borgaralegri stjórn, litils megnug og sjálfri sér sundurþykk. Hún hefur reynt að skipta stórum jarðeignum milli smábænda til að draga úr þjóð- félagsmisréttinu en árangur af þvi starfi er enn óviss vegna upplausnarástandsins i landinu. Bandarikjamenn hafa veitt stjórninni hernaðar- aðstoð til að berjast við skæruliðafylkingu vinstri manna, sem þeir segja studda af ýmsum kommúnistarikjum og jafnframt veita Banda- rikjamenn stjórninni nokkra efnahagsaðstoð i von um að hún styrki stöðu kristilegra demókrata Duartes i kosningunum og þar með aðstöðu miðjumanna i stjórnmálum El Salvador. Sameinuðu þjóðirnar hafa tvivegis ályktað um ástandið i El Salvador. Þar hafa aðilar verið vitt- ir fyrir framferði sitt og skorað á þá að taka upp viðræður til að leysa málin á friðsamlegan hátt. Island hefur greitt þessum tillögum atkvæði sitt, en þvi miður bendir enn ekkert til að friðsamleg lausn sé i sjónmáli. Sumir þeirra hópa, sem berj- ast við rikisstjórnina hafa gefið til kynna, að þeir kunni að vera reiðubúnir til samningaviðræðna, en stjórnin er þvi andvig og visar m.a. til kosninganna, sem fram eiga að fara. Ástandið i sumum öðrum mið-Amerikurikjum, einkum Guátemala, er i sjálfu sér ekki mikið betra en i Ei Salvador. Mesta ógnunin við frið og stöðugleika i þessum rikjum er fátækt, félagslegt óréttlæti og airæðisvald fámennisstjórna. Aðeins með auknu jafnræði, aukinni almennri mennturí og efnahagslegri uppbyggingu verður hægt að stuðla að lýðræðisþróun og forða þvi að sterkir öfgahópar steypi þessum rikjum út i airæðisvald kommúnismans. Þegar svo er komið gefast íæki i'ærinékkj til að skoða tiug sinn að nýju og by ^ að því hvorí. aðrar leiðir væru ekki gæfuiegri TV-xxT í. menningarmál KJARVALSSTAÐIR RAGNHEIÐUR JÓNSDÓTTIR REAM Yfirlitssýning 20. mars-4. april. 1982 -»* 107 myndir. Flest oliumálverk. Ragnheiður Jónsdóttir Ream ¦ Nú stendur yfir aö Kjarvals- stöðum yfirlitssýning á verkum Ragnheiöar Jónsdóttur Ream, sem nú hefði orðið 65 ára, ef hún væri á lifi. Er þetta stór sýning, tekur allan Vestursalinn og suðurganginn lika, og þarna er að finna myndir gjöröar á öllum myndlistarferli Ragnheiöar Jónsdóttur Ream. Sumar komnar úr söfnum, aörar hafa menn tekiö ofan heima hjá sér og loks eru myndir fjölskyld- unnar, eða hluti þeirra. Þetta er þvi stór og mikil sýning og ætti ao endurspegla Hfsverkiö mæta vel. Það virðist að minnsta kosti þeim er fylgd- ust meö seinustu árin. Ragnheiður Jónsdóttir Ream (1917-1977) byrjaöi vist fremur seint ao mála og hataöi teikningu i æsku, ef rétt eru skil- in ummæli sem eftir henni voru höiö iyrir tveimur járatugum. A- hugi hennar var á tónlistarsvið- inu framanaf, sem er i sjálfu sér ekki svo undarlegt þvi sömu strengir eru i raun og veru i hljóðfærum og myndverkum, ef vel er ab g.áð, sama gleði og sama sorg. Ragnheiður Jónsdóttir Ream ÍTi Ragnheiður Jónsdóttir Ream, listmáiari. Skáldskapur og landslag var Reykvikingur, dóttir hjón- anna Jóns Halldórssonar, söng- stjóra, og konu hans Kristjonu Pétursdóttur f. Guöjohnsen. Jón Halldórsson er rúmlega niræður og fyrir þeim hávaxna manni byrjaði ég að bera virð- ingu strax sem barn, þvi hann stjórnaði þá einhverjum besta söng sem var til, Karlakórnum Fóstbræðrum. En á þetta er minnst hér, vegna þess að oft skiptir það máli, hvaðan lista- menn koma. Þörf fyrir listsköp- un er oftast inngróin, en viðhorf til lista er aftur á móti partur af uppeldi. Hjörleifur Sigurðsson, list- málari greinir frá helstu atrið- um i listastarfi Ragnheiðar i sýningarskrá, en Ragnheiður hóf myndlistarnám 37 ára göm- ul við The American University i Washington i Bandarikjunum og var þar við nám til ársins 1959. Þá stundaöi hiin einnig nám, eöa fór i námsför til Italiu árið 1958. Hún sýndi fyrst myndir opin- berlega árið 1957, en hélt siðan fjölda einkasýninga bæði hér heima og erlendis, og tók þátt i samsýningum viða. Hlaut hún af þessu frama sem málari og ýmsa viðurkenningu. Myndirnar Þvi er stundum haldið fram að skipta megi portrett mynd- um máluðum, i tvo flokka. 1 fyrri flokknum eru myndir, þar sem aðeins er unnt að greina ákveðna menn á myndinni, ef maðu'r þckkir bá i sjón, og svo er það hinn flokkurinn, sem tel- ur þær myndir, sem eru fyrs! og ist málve þctta saman á stundum Bá?ir þessir eiginleikar geta buið þessi viðhorf, eða skilgreining i hug, er ég gekk um milli mynda Ragnheiðar Jónsdóttur Ream. Hún málar land sitt, er að túlka það, en er samt fyrst og fremst að gjöra málverk. Og þvi kom mér það ekki á óvart er ég rakst á þessar linur, haföar eftir henni árið 1962: „Myndir minar eru ekki fylli- lega abstrakt. Þær eru ævinlega byggðar á náttúrunni. islenskt landslag æsku minnar, ómælis- víðátta og tær noröanbirta þessi er hvati myndanna. Ég reyni alltaf að ná þessari vidd i verk min." Og frá þessu sjónarhorni séð, þá litum við ef til vill fremur á landslagsmyndir hennar sem uppskeru i náttúrunni en tilraun til að likja eftir skaparnas verki, er mótar land sitt meö eldgosum, jarðskjálftum, stormi, regni, frosti og stráir svo yfir það grasi og blómum. Ragnheiður Jónsdóttir Ream er þó ekki upphafsmaður stil- færslu i landslagsmyndum hér. Forverar hennar eru Jón Stefánsson, Gunnlaugur Schev- ing og reyndar margir fleiri. Hún færir landið þó i nýjan og frjálsari búning. Hún spilar djarft. Föng hennar eru stór, en megineinkennið er sjóndeildar- hringurin'n, er gefur áhorfand- anum rétta stöðu fyrir sjónflug. Og það er rétt að minna á það hér, að fyrir örfáum árum, ein- um, eða tveim áratugum, var það einmitt þessi lina, sjón- deildarhrihgurinn, sem talinn var skipta málverki i ;abstrakt myndir og fkki abstr ;(iir. ! hsrip lvr lægjandi i.móivei:.. skilgreina málverk Ragnheiðar Jónsdóttur Ream I listfræðileg- um skilningi. Enda eru vanga- veltur um það, hvort hún sé abstrakt málari eða ekki, eitt- hvað sem sköðum skiptir. Aöal- atriöið er að voru mati það, að hún hefur haft stil og mikinn skáldskap I öllu sinu málverki. Myndir hennar þekkjast frá öörum myndum. Og furðu sterkar eru þær, margar hverjar, og er mér það minnisstætt á sýningu fyrir nokkrum árum á Kjarvalsstöð- um, þar sem Ragnheiður sýndi asamt nokkrum öðrum mynd- listarmönnum, að ein mynda hennar var tekin ofan nokkru áður en sýningunnu laik. Mynd- in þurfti vist að fara eitthvað annað, hafði verið seld til út- landa, eða út i örðugt hérað á Is- landi. Eftirtektarvert var þá, hvað sýningin féll við að missa þessa einu mynd. Nú auðvitað hefði verið unnt að færa til myndir, breyta til og búa til öðruvisi sýningu þarna. Varla stendur sýning og fellur með einu verki, en þetta lýsir þó málverki Ragnheiðar betur en margt annað. Og það sama skeður raunar, þegar hún fellur frá sjálf á góðum aldri: þaö vantar mynd. Jónas Guðmundsson. list.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.