Tíminn - 28.03.1982, Blaðsíða 20
20
Sunnudagur 28. mars 1982
heimsmeistarar í skák
ANDERSSEN
— f rístundaskákmaðurinn
sem varð bestur allra
■ Margir lita enn þann dag i dag
á Adolf Anderssen sem einhvern
rómantiskasta fléttumeistara
sem uppi hefur verið. Tvær skák-
ir hans eru viðfrægar og hafa
meira að segja fengið nöfn i hug-
um skákunnenda, önnur er kölluð
„ódauðleg”, hin „sigræn”. Orðs-
tir hans hvilir þó einkum á þrem-
ur skákmótum sem hann tók þátt
i. Þar sannaði hann svo varla
varð um villst að hann var
fremstur i sistækkandi hópi skák-
meistara.
Arið 1851, er Anderssen var 33ja
og talinn hæfileikarikur áhuga-
maður en ekki meira en það, þá
sigraði hann ekki aðeins tvo vel
metna meistara (Szén og Kiese-
ritzky) heidur og sjálfan Staun-
ton. Ellefu árum siðar, 1862, varð
hann aftur efstur á mjög sterku
móti, hann varð á undan hinum
ungu og upprennandi Blackburne
og Steinitz og auk hinum reynda
meistara Louis Paulsen. Mestum
árangri náði hann samt átta ár-
um þaðan i frá, er hann var orð-
inn 52ja ára og skulu menn hafa i
huga að i þá daga voru skák-
meistarar sjaldan svo lengi á
toppnum. En árið 1870 mætti
Anderssen sem sé þessum fyrr-
nefndu köppum á nýjan leik og nú
voru þeir á hátindi sinum, hann
sigraði samt og skaut auk þess
mönnum á borð við de Vere,
Rosenthal og Winawer fyrir aftan
sig.
Lifshlaup Anderssens var ekki
nærri þvi jafn litrikt og sumra
skákmeistaranna á undan hon-
um, nægir aö nefna Deschapelles,
Saint-Amant og Staunton. Hann
fæddist i þýsku borginni Breslau
6. júli 1818 og hélt kyrru fyrir I
borginni næstum allt líf sitt. Hann
kvæntist aldrei en hélt heimili
ásamt móður sinni, sem var
ekkja, og systur. Háskólapróf tók
hann i stærðfræði og heimspeki og
kenndi siðan um skeið i ýmsum
borgum Þýskalands, lengst i
Frankfurt, en 1847 sneri hann aft-
ur til Breslau og tók að kenna
stæröfræði við Friedrich Gym-
nasium, 1852 var hann gerður að
yfirkennara og 1857 að prófessor.
Lif sitt helgaði hann fræðistörfum
og skáklistinni, i frium frá
skólanum tefldi hann en sinnti
skákinni ekki mikið þess á milli.
Hann mun hafa lært mann-
ganginn af föður slnum er hann
var niu ára gamall en Anderssen
getur ekki talist I hópi undra-
barna. Þróun hans var hæg en
örugg. Táningur að aldri náði
hann sér I bók William Lewis um
einvigi Labourdonnais og Mc-
Donnells og siðan sagði hann
jafnan að þar hefði hann fengið
sina veigamestu kennslu i skák-
listinni. Fljótlega var hann kom-
inn I hóp sterkustu skákmanna
Þýskalands en virtist ekki líkleg-
ur til að ná miklu lengra. Reynd-
ar var hann öllu þekktari sem
skákdæmahöfundur en sem
keppnisskákmaöur á þessum ár-
um.
Arið 1848, er Anderssen var þri-
tugur, tefldi hann einvigi við
Daniel Harrwitz, sem einnig var
frá Breslau en sjö árum yngri en
Anderssen. Harrwitz hafði tveim-
ur árum áður tapað 0-7 fyrir
Saunton i London. Nú var ákveðið
að tefla 11 vinningsskákir, jafn-
tefli töldust ekki með. Er staðan
var 5-5 var svo samið jafntefli þar
sem ekki var talið stætt á þvi að
láta eina einustu skák ráða úrslit-
um. Þessi úrslit vöktu athygli á
Anderssen utan Þýskalands og
árið 1851 var honum boðið að vera
fulltrúi Þjóðverja á miklu alþjóð-
legu skákmóti I London.
Hann færðist i fyrstu undan og
taldi sig ekki hafa efni á ferðalag-
inU en Staunton lagði mikla
áherslu á að hann kæmi og bauðst
jafnvel til að greiða úr eigin vasa
útgjöld Anderssens ef hann ynni
ekki til neinna verðlauna. Og það
var ekki talið sérlega liklegt þar
sem auk Stauntons voru keppend-
ur Kieseritzky, Szén, Löwenthal
og Horwitz, sem rétt er að rugla
ekki saman við Harrwitz. Teflt
var með útsláttarformi, i fyrstu
umferð skyldu úrslit fást i þrem-
ur skákum og jafntefli töldust
ekki með, eftir það skyldu tefldar
sjö úrslitaskákir.
Anderssen byrjaði á þvi að
sigra Kieseritzky sem frægur var
fyrir „átakanlegan skortá tauga-
styrk” og tapaði fyrstu skákinni á
20 minútum eftir hroðalegan af-
leik. Eftir það vann Anderssen
eina skák og tapaði annarri svo
hannkomstáfram. Þá tefldihann
við kunningja sinn Szén og nú
var taflmennskan á mun hærra
plani. Anderssen byrjaði illa og
um tima var hann vinningi á eftir
en tók siðan á sig rögg og vann
þrjár síðustu skákirnar. 1 undan-
úrslitunum dróst Anderssen siöan
á móti sjálfum Staunton.
Anderssen vann yfirburðasig-
ur, 4-1, og Staunton fór hörðum
oröum um taflmennsku sina.
Þess ber þó að geta að i raun stóð
hann meira uppi i hárinu á
Anderssen en tölurnar gefa til
kynna. í fyrstu skákinni tefldi
hann sikileyjarvörnina sina óná-
kvæmt og var malaður. Aðra og
þriöju skákina tefldi hann hins
vegar mjög vel en lék af sér undir
lokin. I fjórðu skákinni var Staun-
ton loks heppinn en Þjóðverjinn
lét máta sig i vinningsstöðu. 1
fimmtu skákinni var Staunton
heillum horfinn frá upphafi. 1 úr-
slitunum sigraði Anderssen svo
Wyvill nokkuð örugglega.
Þótt útsláttarfyrirkomulagið
hafi verið til trafala átti Anders-
sen sigurinn fyllilega skilinn.
Hann tefldi við mjög sterka and-
stæðinga nema helst Wyvill sem
þó stóð sig þarna frábærlega.
Allt sumarið tefldi Anderssen
mikið við ýmsa andstæðinga og
þar á meðal vann hann Kieser-
itzky i „ódauðlegu skákinni”.
Hann var þvi óumdeilanlega einn
sterkasti skákmaður heims er
hann sneri aftur til Þýskalands en
engu að siður virðist honum alls
ekki hafa dottið i hug að gerast
atvinnuskákmaður. Hann tefldi
sjaldan og fór ekki til útlanda
næst fyrr en 1857 að hann tók þátt
i litlu útsláttarmóti i Manchester.
Keppendur tefldu aðeins eina
skák og eftir að hafa unnið Harr-
witz I fyrstu umferð tapaði
Anderssen fyrir Löwenthal I
næstu umferð og var úr leik.
Ari siðar birtist Morphy frá
Bandarikjunum. Hann vann
Barnes, Boden, Löwenthal, Owen
og Harrwitz með yfirburðum,
Staunton gat ekki teflt og Anders-
sen var siðasta von Evrópu.
Fyrstu skák einvigis þeirra vann
Anderssen með varlegri og yfir-
vegaðri taflmennsku en i næstu
skáklenti hann i vandræðum eftir
ótimabæra sókn. Morphy tókst þó
aðeins að ná jafntefli. 1 þriðju
skákinni lék Anderssen illa af sér
og tapaði i 20 leikjum, og fjórðu
skákinni tapaði hann einnig eftir
miklar sviptingar. Fimmtu skák-
inni tapaði hann eftir vanhugsaða
fórn og sjötta skákin var siðasta
von hans. Þetta var löng og
ströng skákog flestum ber saman
um að Anderssen hefði átt að
vinna. Undir lokin urðu honum
hins vegar á hver mistökin eftir
önnur og tapaði. Eftir það tapaði
Anderssen tveimur skákum til
viðbótar en ein varð jafntefli. Ti-
undu skákina vann Anderssen en
tapaði svo þeirri elleftu. Banda-
rikjamaðurinn hafði þannig sigr-
að alla sterkustu skákmenn
Evrópu — nema Staunton sem
neitaði að tefla. Anderssen sagði
rólega: „Þeir verða varla mjög
ánægðir með mig heima.”
Litum nú á tvær skákir Anders-
sens. Þær eru ekki meðal hinna
frægustu sem hann tefldi en jafn
góðar fyrir þvi. 1 fyrri skákinni
hefur hann hvitt móti Morphy,
skákina tefldu þeir utan einvigis-
ins.
1. e4—e5 2. f4—exf4 3. Rf3—g5 4.
h4—g4 5. Re5—Rf6 6. Rxg4—d5 7.
Rxf6-I—Dxf6 8. De2—Bd6 9.
Rc3—c6 10. d4! („Mjög vel teflt”
— Bird.) 10. —Dxd4 11. Bd2—Hg8
12. exd5H--Kd8 13. 0-0-0! („Stór-
kostlega góð hugmynd” —
Lowenthal. Takið eftir hinni
djarflegu skiptamunsfórn
skömmu fyrir drottningarupp-
skipti sem i uppsiglingu eru.) 13.
—Bg4 14. De4—Dxe4 15.
Rxe4—Bxdl 16. Rxd6—Bh5 17.
Bxf4—cxd5 18. Rxb7H—Ke7 19.
Bb5! („Frábært!” — Bird.) 19.
—Hxg2 (Það er óvenjulegt að sjá
Morphy hér leggja áherslu á að
ná liði. öllum ber saman um að
hafi hann yfirleitt átt sér við-
reisnar von i stöðunni hafi hann
glatað þvi hér. Stungið hefur ver-
ið upp á 19. —a6.) 20. Hel+—Kf6
21. He8—Bg6 22. Rd6—Rc6
(„Sennilega besti leikur hans” —
Staunton. „22. —Kg7 verst einnig
máthótuninni og virðist betri
vörn. Ef 23. Hc8 þá f6.” — Serge-
ant.) 23. Hxa8—Hxc2+ 24.
Kdl—Rd4 („Morphy verst af
hörku en tekst ekki að koma i veg
fyrir að meistarinn vinni verðug-
an sigur”. — Bird.) 25.
He8—Bh5+ 26. Kel—Rf3+ 27.
Kf 1—Hxb2 28. Be2—Hxa2 29.
Bg5H---Rxg5 30. hxg5+—Kg5 31.
He5H---Kf6 32. Hxh5 og Morphy
gafst upp.
öll peð hvits eru horfin af borð-
inu en Morphy list ekki á enda-
taflið, sem von er. Hin skákin er
milli Anderssens, sem hefur
svart, og Ignatz Kolisch. Þessi
skák var tefld 1861 og var hin
fyrsta sem tefld var með
„klukku” eða réttara sagt
stundaglasi. Skýringar eru eftir
Löwenthal.
1. e4—c5 2. Rf3—e6 3. d4—cxd4
4. Rxd4—Rf6 5. Bd3—Rc6 6.
Be3—d5 7. exd5—exd5 8. h3—h6 9.
0-0—Bd6 10. Df3(Tapar tempói.)
10. -0-0 11. Rc3—Re5! (Mjög
góður leikur. Riddarinn er þarna
á mjög góðum reit, hvort heldur
er til sóknar eða varnar og leikur
þessi er dæmigerður af Anders-
sen I hyrjunum.) 12. De2—a6 13.
Hadl—He8 14. Bf5—Bd7 15.
Bxd7—Dxd7 16. Rf3—Had8 17.
Khl—Bb8 18. Rxe5—Hxe5 19.
f4—Hee8 20. Dd3—Dd6! (Við
fyrstu sýn gæti 20. —Rh5 virst
miklu sterkari leikur en þá gæti
hvitur svarað 21. Bb6 og öll hætta
gufuð upp.) 21. Bd4—Re4 (Þetta
er sömuleiðis mun betra en 21.
—Rh5.) 22. Rxe4—dxe4 23.
Dg3—Df8! (Anderssen býr sig
undir að leika f 5 I næsta leik:) 24.
De3—f5 25. Hgl—Hd7 26. Hdfl!
(Snilldarlegur leikur. Héðan I frá
verður skákin mjög flókin og
spennandi.) 26. —Hf7 27. g4—fxg4
28. Hxg4—g5 29. f5—Kh7 (29.
—Hxf5 kom ekki til greina vegna
30. Db3 + ) 30. f6—Dd6 31.
Hf2—Dd5) (Vel teflt. Hann ver
kóngspeðið en opnar jafnframt
skáklinuna fyrir biskupinn sem
nú færist allur i aukana.) 32.
h4—Bf4 33. Db3—Dd7 34.
hxg5—B.xg5 35. Hh2—Hg8 36.
Hxe4 (Hann á ekkert betra.)
8
7
6
5
4
3
2
1
abcdefgh
36. —Hxf6 (Mjög gott, hvitur
getur ekki leikið 37. Bxf6 vegna
37. —Ddl+.) 37. Dd3—Hfg6 38.
Hg2—Dc6 39. Heg4—He8 40.
Kgl—Hel + 41. Kf2—Hh 1!
(Löwenthal taldi þennan leik
leiða til skjótra endaloka en það
hefur siðan verið dregið i efa,
þvert á móti hafi næsti leikur Ko-
lischs verið afleikur.) 42.
De4—Dxe4 43. Hxe4—Bh4+ 44.
Hvítur gafst upp.
Arið 1862 sigraði Anderssen
öðru sinni á sterku skákmóti,
hann varð efstur með 11 vinninga,
Paulsen fékk 9 og skákklerkarnir
tveir, Owen og MacDonnel, 7
vinninga hvor. 1 fyrsta sinn i sögu
skáklistarinnar voru timamörk
sett, tuttugu leikir á tveimur
kiukkustundum. Meðal keppenda
voru tveir ungir menn sem
Andersson fékk strax mikið álit á,
Steinitz og Blackburne. Nokkrum
árum siðar, 1866, ferðaðist
Anderssen til London til að tefla
þar einvigi við Steinitz sem enn
var ekki talinn i fremstu röð, þótt
hann sjálfur væri ekki i vafa um
það. Miklar sveiflur voru i einvig-
inu og ekki eitt einasta jafntefli
samið, báðir reyndust jafn þraut-
góðir og létu marga ósigra i röð
ekki á sig fá. Anderssen vann
fyrstu skákina en tapaði siðan
fjórum i röð. Þá náði hann sér á
strik og vann aðrar fjórar i röð,
tapaði svo tveimur en vann þá
tólftu. Þá brást úthaldið loks og
Steinitz vann tvær siðustu skák-
irnar.
Nú álitu menn að dagar
Anderssens á toppnum væru tald-
ir en það var misskilningur. Fjór-
um árum siðar sigraði hann á
geysisterku skákmóti i Baden
Baden, hlaut 13 vinninga, Steinitz
var i öðru sæti með 12.5, Black-
burne þriðji og Neumann fjórði.
Steinitz sneri þessum úrslitum
við árið 1873 er hann sigraði á
skákmóti i Vin og vann Anderssen
tvivegis, en gamli maðurinn var
samt ekki af baki dottinn. 1877
var haldið mót i Leipzig til að
halda upp á fimmtiu ára skákaf-
mæli hans og hann stóð sig mjög
vel þó ekki næði hann fyrsta sæt-
inu, varð i öðru sæti ásamt
Zuckertort á eftir Paulsen. Hann
var nú sextugur en lét aldurinn
ekki á sig fá og tefldiá einu sterku
móti til viðbótar, i Paris 1878 þar
sem hann varð i sjötta sæti enda
við nýja og uptrennandi kynslóð
að eiga. Ári siðar, 14. mars 1879,
lést hann öllum á óvart, en mun
hafa verið sjúkur um skeið.
Árangur Anderssens er hann
var á hátindi sinum var frábær,
þrátt fyrir tapið gegn Morphy,
ekki sist i ljósi þess að hann
stundaði skákina aðeins með
höppum og glöppum. Arið 1862
varð hannaðhætta imiðju einvigi
við Paulsen til að komast aftur til
kennslu i Breslau. Sem keppnis-
maður þótti Anderssen iþrótta-
maður hinn besti og lét ósigra
ekki hlaupa i skapið á sér. Var
ekki sist til þess tekið hversu vel
hann tók ósigri sínum gegn
Morphy.
En það er einmitt Morphy sem
við segjum frá næst, snillingnum
sem tók hæstu virki skáklistar-
innar með áhlaupi en dró sig sið-
an i hlé, hálfvitlaus orðinn. Ferh
Morphys svipar ótrúlega mikið til
ferils annars Bandarikjamanns,
hundrað árum siðar: Fischers.
— ij þýddi og endursagði.