Tíminn - 28.03.1982, Blaðsíða 24

Tíminn - 28.03.1982, Blaðsíða 24
■* «-*. iS9,r ’icm ,8S mgBbuntius . „ . - ^ - « - *• — tr-'*■'- 24 Sunnudagur 28. mars 1982 nútrminn LESTER BOWIE DON MOYE ROSCOE MITCHEL.L MALACHI FAVORS JOSEPH JARMAN ART ENSEMBLE OF CHICAGO ■ Hingaö til lands er væntanleg á vegum Jazzvakningar hljóm- sveitin Art Ensemble of Chicago. Hún mun leika á einum tónleikum i Broadway mánudaginn 5. april. Tónleikar þessir eru hinir viða- mestu sem Jazzvakning hefur haldiö. T ónlistarhr æringar í Chicago Art Ensemble of Chicago er stofnaö haustiö 1968 i Chicago upp úr miklum tónlistarhræringum. Aöal upphafsmaöur þessarra hræringa var pianóleikarinn Mu- hal Richard Abrams.Hann stofn- aöi big bandiö Experimental Band 1961 og upp úr þvi voru samtökin Association for the Ad- vancement of Creative Musicians (AACM)n stofnuö 1965. Þessi samtök höföu þau meginmarkmiö aö efla alla svarta tónlistarsköp- un jafnt sem aöra svarta listsköp- un og koma af staö umræðum um þróun jazztónlistar. 1 þessi sam- tök gengu flestir af fremstu jazz tónlistarmönnum Chicago s.s. trompetleikarinn Lester Bowie, saxafónleikarinn Roscoe Mitchell, saxafónleikarinn Joseph Jarmanog bassaleikarinn Malachi Favors Maghostus, en þeir stofnuöu Art Ensemble eins og fyrr segir 1968. Lester Bowie fæddist i Maryland 1941 og hóf hljóöfæraleik 5 ára. Fyrir daga Art Ensemble lék hann víöa og t.d. meö blúsleikurunum Little Milton og Albert King. Roscoe Mitchellfæddist i Chicago 1940. 1 upphafi nam hann klarinettleik i gagnfræðaskóla, en skipti siöar yfir á saxafón. Hann leikur nán- ast á öll blásturshljóöfæri og hef- ur á siðustu árum vakiö athygli sem tónskáld. Likt og Mitchell leikur Joseph Jarman á öll blásturshljóöfæri, en lætur ekki þar viö sitja, þvi hann hefur einn- ig skrifaö og gefiö út ljóö. Hann er fæddur i Arkansas 1937, en fluttist ungur til Chicago og hóf nám i trommuleik. Þegar hann var i herþjónustu skipti hann hins veg- ar yfir I blásturshljóöfæri. Hann hefur leikiö með ýmsum tón- listarmönnum t.d. John Cage. Malachi Favors. Maghostus er fæddur I Chicago 1937. Hann hóf að leika á bassa eftir aö hafa lokið gagnfræöaskóla. Hann lék meö ýmsum tónlistarmönnum t.d. Andrew Hill áöur en hann gekk i Experimental Band og siöar Art Ensemble. Leikhúsverk Fyrstu ár hljómsveitarinnar voru engin velmegunarár, hins vegar tókst þeim aö þróa og skapa sinn sérstæöa tónlistarstil undir yfirskriftinni: „Great Black Music — Ancient to the Fu- ture.” Eins og nafnið bendir til lögöu þeir mikiö upp úr uppruna sinum og leituðu mikiö i gnægtar- brunn afriskrar tónlistar. Jafn- framt urðu tónleikar þeirra meira leikhúsverk heldur en hljómleikar. Ekki var hægt aö setja neitt ákveöiö nafn á tónlist þeirra og reyndar boöuöu þeir oft dauða jazztónlistar eins og hún var þá þekkt. Reyndar ægöi i henni saman nær öllum tegund- um svartrar tónlistar. Til Frakklands og heim 1969 fór hljómsveitin til Paris- ar. I Frakklandi hefur alltaf verið mikill áhugi fyrir bandarlskri jazztónlist og þar náöi Art En- semblemiklu meiri vinsældum en það hafði náö I heimalandi sinu. Eftir tveggja ára dvöl (1969-71) I Frakklandi snéri hljómsveitin aftur til Bandarikjanna sem kvintett. Nýi meölimurinn var trommuleikarinn Don Moye. Hann er fæddur i Rochester 1946. Hann hélt til Evrópu 1968 og lék i Sviss, italiu, Júgóslaviu og Skandinavtu þar til hann hitti meðlimi Art Ensemblei Paris og ákvaö aö ganga i hljómsveitina. Tækifæri til hljómleikahalds heimafyrir voru sem fyrr fá, en er liða tók á áratuginn fór al- menningur og gagnrýnendur að veita hljómsveitinni athygli. Er nú svo komiö aö Art Ensemble of Chicago nytur ótvíræðrar virðingar gagnrýnenda og óhemju vinsælda tónlistaráhuga- fólks. Hingað til lands kemur Art En- semble of Chicagofrá Evrópu eft- ir 45 daga hljómleikaferöalag, en meö hljómsveitinni kemur aö- stoöarfólk og hljóöfæri sem vega eitt og hálft tonn. Segja má að hljómsveitin standi á hápunkti frægöar sinnar og getu, þvi undanfarin tvö ár hafa gagnrýn- endur jazztimaritsins Downbeat kosiö hana hljómsveit ársins. vika. Logic System: Logic EMI/Fálkinn ■ Logic System er japönsk hljómsveit. Hún er hugmynd Hideki Matsutake en hann sér um tölvur fyrir Yellow Magic Orchestra. Hann sá um upp- tökustjórn útsetningar og samdi texta. Tóniistin, sem samin er af Roy nokkrum Kawakami er tölvutónlist i anda Kraftvcrk og leikin á tölvur og hljóögerfla (synthesizers) að mestu leyti. Hún er mjög lifvana kerfis- bundin og án tilfinninga á köfl- um ekki einusinni melódisk. Svo mikil er tölvuvinnslan aö 6 af 9 lögum plötunnar eru ná- kvæmlega 4 minútur og 15 sekúndur á lengd. Bestu lög: Unit, Clash (Chinjyu of Sun). Domino Dance. vika Beint í mark 1 og 2 Steinar h/f: ■ Erlendis hefur þaö lengi tiökast aö gefa út safnplötur og hafa mörg útgáfufyrirtæki sérhæft sig i sliku s.s. Pick- wickog K-Tel.Hér á landi hef- ur hinsvegar litiö veriö gert af þessu þar til nú siöustu ár. Um ágæti slikra platna eru skiptar skoöanir. Telja margir aö þær séu algjört drasl, sem ein- göngu sé gefiö út til þess aö græöa peninga. Rétt er aö safnpiötur njóta mikilla vin- sælda hjá almenningi og stór hluti kaupenda sáfnplatna kaupir eingöngu slikar plötur. Þykir mér þaö nægileg ástæða til þess að þær séu gefnar út. Vegna vinsælda safnplatna hafa þær mikil áhrif I þá átt aö móta tónlistarsmekk almenn- ings. Meö þvi aö t.d. setja eitt og eitt nýbylgjulag inn á safn- plötu meö ,,skallapopp”tónlist er hægt aö ná til fólks sem aldrei dytti til hugar aö kaupa nýbylgju tónlist: Safnplötur eru þvi aö minu áliti nauösyn- legar og sjálfsagaöar. Steinar hf. sendu nýlega frá sér tvær safnplötur, Beint i Mark 1 og 2. Verðinu er mjög stillt i hóf og þarf aðeins aö kaupa aöra plötuna til þess aö fá hina i kaupbæti. Lagaval platnanna er óiikt og höfðar þvi til tveggja hópa ef svo má segja. Plata 1 inniheldur lög meö Alvin Stardust, Match- box, Tenpole Tudor, Leo Sayer og Jóhanni Helgasyni svo ein- hverjir séu nefndir. Plata 2 inniheldur hins vegar lög meö t.d. Madness, Bubba Morthens, Human League, Ultravox og O.M.D. Semsagt sæmilegustu safnplötur á lágu veröi. vika Depeche Mode: Speak & Spell. Mute Records/Spor. ■ Þetta er fyrsta plata hljómsveitarinnar Depechc Mode en hún var stofnuð af þeim Vince Clarke, Andrew John Fletcher, Martin Lee Gore sem allir leika á hljóm- borð, og söngvaranum David Gahan. Vince Clarke var aðal- lagasmiöurinn en hann hætti nýveriö i hljómsveitinni aö sögn vegna þess aö frægöin væri honum á móti skapi. 1 hans staö kom i hljómsveitina Alan Wilder. Slöasta ár gáfu þeir út smáskifuna Dreaming of Me sem vakti strax verö- skuldaöa athygli. 1 kjölfariö fylgdu tvær smáskifur New Lifcog JustCan’tGet Enough sem nábu ofarlega á enska vinsældalistann. 1 nóvember siöastliönum kom siöan út þessi breiöskifa Speak & Spell. Hún náöi strax miklum vin- sældum og fékk mikib lof frá gagnrýnendum. Eins kusu nokkur af bresku tónlistar- blöðunum hljómsveitina „björtustu vonina 1982”. Tónlist Depeche Mode er mjög poppuð „nýróman- tisk-(hljóögerfla-synthesiz- er)tónlist. Sumir kalla þetta sjálfsagt diskó. Þaö sem þeir hafa umfram margar svipaö- ar hljómsveitir s.s. Human League, er léttleikinn og ein- faldleikinn. Þetta eru létt danslög sem höfða fyrst og fremst til fótanna. Bcstu lög: Photographic, Just Can’t Get Enough, New Life, Boys Say Go! vika. Tvær nýjar íslenskar smáskífur Valli og Víkingarnir eru úti alla núttina ■ Plata Valla og Vikinganna er nú loksins komin út. Mikil leynd hefur hvilt yfir þessari plötu og hljómsveitinni. Sagt er aö viking- arnir sjálfir viti ekki einusinni hverjir séu i hljómsveitinni. Gróa á Leiti tjáöi mér aö Start hafi sést i námunda viö Hljóðrita um þaö leyti sem platan var tekin upp og eins aö Þorgeir Ástvaldsson væri loksins kominn i friiö. Ég sel þaö ekki dýrara en ég keypti þaö. Lög Valla og Vikinganna, Úti alla nóttinaog Til i allteru bæöi létt og hress rokklög sem sjálfsagt eiga eftir aö hljóma oft i framtiöinni. Spilafíflin voru inni allan júnímánuð n Fyrsta smáskifa Spilafifla leit dagsins ljós fyrir skömmu. Hún heitir 3.-30. júnien á þvi timabili voru lögin tekin upp. Þrátt fyrir þaö aö þetta séu gamlar upptökur er alls ekki fariö aö slá i tónlist- ina. Lagiö á hliö 1 heitir Playing Fool og minnir mann svolitiö á tónlist Killing Jokeer ekki verra fyrir þaö. Lagiö á hliö 2 heitir Sæll og er undir miklum áhrifum frá David Byrne. Þessi fyrsta smá- skifa Spilafifla sýnir vel viö hverju má búast úr þessari átt i framtiöinni og er óhætt aö biöa meö tilhlökkun eftir næstu plötu þeirra, sem væntanleg er með vorinu og kriunni. Meira um spilafifl siöar. vika ■ * im ■ -' 5PILRFÍFL *—zd i__i —i f

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.