Tíminn - 02.05.1982, Blaðsíða 4

Tíminn - 02.05.1982, Blaðsíða 4
4 Sunnudagur 2. mai 1982 HANNIBAL HANDTEKINN — Sagt frá Bolungarvíkurdeilunni 1932 og birtir kaflar úr óprentaðri frásögn Hannibals Valdimarssonar ■ 1. mai i dag, dagur verkalýðs- ins. Þaðer fæstum ljóst, sem ekki reyndu það sjálfir, hvilikum erfiðleikum verkalýðsbaráttan mætti á fyrri hluta aldarinnar, er atvinnurekendur beittu öllum ráðum til að koma i veg fyrir stofnun verkalýðsfélaga, eða halda þeim niðri ef tókst aö koma þeim á laggirnar. 1 tilefni dag- sins ætlum við að rifja upp fræga deilu sem varð á Bolungarvik fyrir nákvæmlega fimmtiu árum, eða árið 1932, og er stuðst við ó- birta frásögn sem Hannibai Valdimarsson ritaði og lét okkur góðfúslega i té. Kunnum við hon- um bestu þakkir fyrir. Frásögn Hannibals af deilunni er bæði löng og ýtarleg, auk þess að vera afar skemmtileg, svo þvi miður getum við ekki birt hana i heild sinni, en gripum niður á stöku staö og endursegjum þess á milli. Aður en til þeirra atburða kom sem hér verður frá sagt höföu verið gerðar þrjár tilraunir til að stofna verkalýðsfélög á Bolungarvik, en allar farið út um þúfur. Vald atvinnurekenda var mikið á þessum árum og ef verkafólk stóð ekki þvi betur saman höföu þeir öll ráð þess i hendi sér, eins og raunin var i Bolungarvik. Alþýðusamband Vestfjarða hafði þó fullan hug á að láta reyna enn einu sinni og fór þess á leit við Hannibal vorið 1931 að hann gerði slika tilraun. Varð Hannibal við tilmælum sam- bandsins og hélt til Bolungarvik- ur, þar sem hann bjó hjá systur sinni, Guðrúnu, sem var ljós- móðir. Sóknarpresturinn reynist verkalýðnum betri en enginn Hannibal gaf sér góðan tima. Hann byrjaði á þvi að ræða við verkafólk til að kanna hug þess til verkalýðsfélags, og fór siðan á fund helstu embættismanna, sem höfðu óumdeilanlega mikil áhrif meðal alþýðunnar. Héraðslækn- irinn, Halldór Kristinsson, gat nefnt Hannibal mörg og átakan- leg dæmi um örbirgðina á staðn- um, en er hann var spurður hvort hann myndi styðja við bakið á nýju verkalýðsfélagi gaf hann loðin og óljós svör. Betri mót- tökur fékk Hannibal hjá læri- meisturum staðarins, þeim Sveini Halldórssyni, skólastjóra, og Jens Nielssyni, kennara, og hvöttu þeir hann eindregið til að láta verða af stofnun félagsins. Jens benti honum auk þess á að reyna að fá sóknarprestinn, séra Pál Sigurðsson, i lið með sér, en séra Páll var merkur maður á sinni tið, skörungur mikill, og svo vinsællmeðal sóknarbarnanna að afstaða hans gat skipt sköpum. um lif eða dauða félagsins. Svo fór að séra Páll tók mjög i erindi Hannibals, og studdi félagsstofn- unina, og siðar félagið, með ráð- um og dáð. Segir Hannibal á þessa leið i frásögn sinni: „Varð mér siðar vel ljóst hvilika ómetanlega þýðingu það hafði fyrir verkafólk, einkum það veik- lundaðra, að vita, að séra Páll hafði velþóknun á slikum félags- skap og lagði nafn sitt við honum til styrktar. Ef til vill hefur það ráðið úrslitum um framtið félags- ins, þegar atvinnurekendasvipan hófst á loft, ofsinn gegn félaginu varð hvað taumlausastur og brottrekstrarhótunum rigndi yfir verkafólk, ef það yrði upplýst að þeim glæp, eöa vera meölimir i slikum byltingarfélagsskap, sem stefndi að upplausn og eyðilegg- ingu byggðarlagsins. Þá varð séra Páll mörgum það lifakkeri, sem dugði og veitti fullt öryggi.” „Bankarnir höfðu „kóng” I hverju plássi...” Tók séra Páll virkan þátt i undirbúningsfundum sem Hanni- bal hélt 9. og 10. mal 1931, en þar mæltu þeir Sveinn Halldórsson og Jens Nielsson einnig með stofnun verkalýðsfélags, en Halldór Kristinsson, læknir og Jó- hannes Teitsson, oddviti töluðu hins vegar á móti. Það kom glöggt i ljós á þessum fundum að stór hluti verkafólks á staðnum taldi mjög nauðsynlegt að stofnað yrði félag um réttindi þess, en at- vinnurekendur voru mjög and- vigir eins og við mátti búast. Gripu þeir m.a. til þess ráðs aö birta kauptaxta likt og þeir hefðu samið viö verkaiýösfélag og hækkaði kaupið jafnframt veru- lega. Atti þetta aðsýna verkafólki aö verkalýðsfélag væri afgerlega óþarfur félagsskapur. Allheitt var i kolunum um þessar mundir, þótt ekki syöi alvarlega upp úr enn um sinn. Við skulum birta hér kafla úr frásögn Hannibals sem varpar skýru ljósi á að- stæður i litlu plássunum úti á landi, en þeim hefur Halldór Laxness meðal annarra lýst i Sölku Völku og Heimsljósi: „Bankarnir fóru þá eftir þeirri meginreglu að hafa einhvern út- valinn „kóng” i hverju plássi. Hann einn sat aö allri lánafyrir- greiðslu til atvinnulifsins og drottnaði svo i krafti þeirrar að- stöðu yfir lifskjörum fólksins. Þetta „kóngakerfi” mátti heita ó- bilandi. Sá útvaldi „veitti vinnu”, eins og það var kallað, og það var nú örsnauöu fólki ekki neitt smá- ræöis náöarbrauð. Sá útvaldi á- kvað einn verðið á vinnunni, þ.e. kaupgjaldið. E.t.v. er þó réttara að segja, að þetta hafi allt verið ákveðið af hinum alvalda yfir- konungi eða sólkonungi ihaldsins, bankastjóranum. Sá útvaldi til-’ kynnti lika, hvað hann gæti gefið fyrir fiskinn. Slikur „konungur” hafði Pétur Oddsson einmitt verið. Og nú var hann faliinn frá, en bankinn var ekki búinn að kjósa sér nýjan kóng. Hins vegar voru þó nokkrir „prinsar” sem hver um sig vildi nú sýna það og sanna, að enginn keppinautanna væri betur til þess fallinn en ein- mitt hann að fara með umboð sól- konungsins og bæla niður byltingarhug hins vesæla vinnu- lýðs. Þess vegna stóð Bolungar- vik nú á timamótum.” Verkalýðsfélagið lætur til skarar skriða Eftir heitar umræður manna á meðal var verkalýðsfélagið stofn- að þann 27. mai 1931 á fjölsóttum fundi. Var þá þegar rekinn mikill áróður gegn félaginu af atvinnu- rekendum og Jóhannesi Teits- syni, oddvita, en hann reyndi m.a. að fá sjómenn upp á móti félaginu með þvf að fullyrða að ef kaup landverkafólks hækkaði yrði að lækka kaupið til þeirra. Var þetta gamalkunnugt áróðurs- bragð atvinnurekenda og útsend- ara þeirra og tókst oft vonum framar að etja sjómönnum og landverkafólki saman. Mun þessi áróður sömuleiöis hafa haft nokk- ur áhrif þarna á Bolungarvik, en félagið hafði altént verið stofnað og batt verkafólk miklar vonir við þaö. Meðlimir félagsins voru að visu ekki sérlega margir I fyrstu en þeim átti eftir að fjölga, og stjórn félagsins reyndist atorku- söm og dugleg. Formaöur var kjörinn Guðjón Bjarnason og segir Hannibal að reynslan hafi sannað að þar hafi réttur maður verið á réttum stað. Gekk hið ný- stofnaða félag samstundis i Alþýðusamband islands, en annars var um það samkomulag að fara feemur hægt af stað, svo atvinnurekendur gætu með engu móti haldið þvi fram að félagið gerði ósanngjarnar kröfur. Var i fyrstu aðeins farið fram á að undirritaður yrði samningur sem kvæði á um sama kaup og at- vinnurekendur höfðu sjálfir á- kveðið rétt fyrir stofnun félagsins en þvi var harðneitað. Hugsuðu atvinnurekendur sér enda að lækka kaupið aftur, strax og at- vinna færi að minnka, en tilvera félagsins varð þó til þess að þeirri kauplækkun var frestað fram i nóvember, en þá ákváðu atvinnu- rekendur (sem nú höfðu fengið nýjan kóng: Einar Guðfinnsson) að timakaup karla i almennri verkamannavinnu skyldi vera 70 aurar, timakaup kvenna 45 aurar, en nætur- og skipavinnukaup 1 króna. Voru þessir taxtar mun lægri en svo að nægði til almenni- legs lifsviðurværis en kreppan var þá i algleymingi dýrtiö mikil og atvinnuleysi. Verkalýðsfélagið sýndi þó biðlund enn um sinn en i ársbyrjun 1932 var látiðtil skarar skriða. Verkfall. „Og nú sást,” skrifar Hannibal, „hvers hið unga félag var megn- ugt með Alþýðusamband Vest- fjarða og Alþýðusamband lslands að bakhjarli. Verkfallið stóð aðeins fáa daga. Þá skrifaði Einar Guðfinnsson undir samninga og hlaut félagið þannig fulla viðurkenningu sem samningsaðili fyrir hönd verka- fólks i Bolungarvik, og var það auðvitað aðalatriði þess sem um var barist. Samkvæmt hinum nýja samningi hækkaði kaupið lika verulega en þó var það ennþá með þvi allra lægsta á Vestfjörð- um.” Kaup karla hækkaði i 80 aura á timann, krónu i eftirvinnu og 1.30 kr. i næturvinnu. Kaup kvenna hækkaði i svipuðu hlut- falli en var sem fyrr mun lægra en kaup karla. Þrátt fyrir þessa samninga var grunnt á þvi góða milli atvinnu- rekenda og „taglhnýtinga þeirra” — eins og Hannibal segir — annars vegar og verkafólksins og stuðningsmanna þess hins vegar. Varð séra Páll Sigurðsson m.a. fyrir miklum árásum fyrir hlutsinni verkalýðsbaráttunni og var m.a.s. safnað undirskriftum með áskorun til hans um að segja af sér prestskap þar sem hann tæki þátt i starfi verkalýðsfélags- ins. Sinnti séra Páll þessum árás- um ekki, og kom ekki til stórtið- inda i bili. Afgreiðslubanni svarað með aðför að Hannibal Er voraði fór hiti aftur á móti að færast i atvinnurekendur. Fengu þeir einn meðlim verka- lýðsfélagsins i lið með sér og var reynt að kveða i kútinn forgangs- rétt félaga I verkalýðsfélaginu til vinnu. Manninum var vikið úr félaginu. Skömmusiðar var reynt að koma fjölskyldu Guðjóns Bjarnasonar, formanns verka- lýðsfélagsins, á hreppinn en Guð- jón hafði legið sjúkur mestallan veturinn og heimilishald verið erfitt. Þótti verkalýðssinnum augljóst að hér væri gerð atlaga að Guöjóni vegna starfa hans að verkalýösmálum. Nokkrum dög- um siðar — en þetta var i mai ’32 — tilkynntu tveir atvinnu- rekendur, sem nýlegahöfðu hafið starfsemi og neitað að undirrita samninga við verkalýösfélagiö,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.