Tíminn - 02.05.1982, Blaðsíða 29

Tíminn - 02.05.1982, Blaðsíða 29
Sunnudagur 2. mai 1982 Stmuin 29 þetta leyti, ákaflega IjUfur og þægilegur drengur og hjálpaði móður sinni mikið. Þá kom Michael sem var átta ára eða þar um bil, kvikur strákur og skemmtilegur og afar laglegur. Prófessorinn sagði stundum aö Michael ætti að verða kaþólskur prestur — en öll fjölskyldan var kaþólsk — og ég hugsaði meö mér að það væri I rauninni synd, eins og hann væri sætur! Svo fór á endanum að þaö var John sem varð presturinn i fjölskyldunni, en Michael varð kennari. Yngsti sonurinn, Christopher, sem var fjögurra ára, olli foreldrum sln- um töluveröum áhyggjum. Tolki- en sagði einu sinni i formála að Hobbit aö hann hefði byrjaö á sögunni til aö hafa ofan af fyrir syni sinum sem hafi veriö stöðugt sifrandi og volandi. Þetta er al- veg rétt lýsing á Christopher, mér þótti hann eitthvaö vansæll. For- eldrarnir, einkum prófessorinn, elskuðu hann hins vegar út af lif- inu. Loks áttu hjónin eina dóttur, Priscillu, en hún var aöeins sex mánaða eða svo þegar ég kom á heimilið. Dagurinn hjá mér hófst klukk- an sjö á morgnana en þá fór ég á fætur og þurrkaði af og lagaöi til i dagstofunni, sem notuö var fyrir leikherbergi barnanna. Klukkan átta komu hinir á fætur og viö borðuðum morgunverð sem stúlka, sem kom á hverjum morgni, hafði til og siöan fóru John og Michael i skólann en ég fór ýmist að versla með frúnni eða gætti hinna barnanna og lék við þau. A kvöldin átti ég siðan að hafa umsjón meö aö strákarnir færu i bað og loks i rúmið. Þá suö- uðu þeir mikiö i mér að segja sér sögur...” — Við skulum vikja aö þvi eftir augnablik, en hvernig var heimilislifiö hjá Tolkien-fjöl- skyldunni? „Þau voru bæði afskaplega ihaldssöm, hjónin, eða réttara sagt fastheldin á gamla siði, eins og titt var um Englendinga, að minnsta kosti fyrir strið. Og Edith ekki siður en prófessorinn, þótt hún væri ekki háskólamennt- uð. Hún krafðist þess til dæmis alltaf að allir kláruðu af diskun- um sinum við matboröið og ef þaö var ekki gert varð hún ofsareið. Eina raunverulega rimman sem ég varð vitni aö spratt af þvi að einu sinni neitaði Christopher að borða matinn sinn og þegar henni tókst ekki að tjónka við hann fauk svo illilega i hana að hún sló til hans. Það þoldi prófessorinn ekki og úr varð hávaðarifrildi. Tolkien margbaö mig reyndar afsökunar á þvi seinna að ég skyldi hafa þurft að horfa og hlusta á þetta. Þau voru lika mjög vantrúuð út i alla nútimatækni og þviumlikt og þusuðu mikið vegna þess að Morris-fyrirtækið hafði sett upp bilaverksmiðju i nágrenninu sem heyrðist dálitið i frá húsinu. Þvi kom mér það á óvart þegar ég las i ævisögunni að aðeins tveimur árum eftir aö ég fór frá þeim hefði prófessor Tolkien fengiö sér bil og einmitt af Morris-gerö! Þessi vantrú á tæknina kom einn- ig fram þegar siðari heims- styrjöldin braust út og Christo- pher var kallaður i herinn. Hann var sendur til Suður-Afriku til þjálfunar i flugi og Tolkien hafði svo litla trú á flugvélum að hann var óskaplega hræddur um soninn. Þetta hefur Baldur Si- monarson sagt mér, en hann þekkir Christopher. ihaldssemin, eða fastheldnin, birtist i mörgum myndum. Eins og ég minntist á höfðu þau stúlku til að elda mat og þvo gólf og slikt en hún fór úr vistinni eftir að hún haföi brotiö eitthvaö og það kom til rifrildis milli hennar og frúar- innar. Leiö nú og beið og eftir hálfan mánuð höfðu þau enn ekki fengið nýja stúlku. Frúin sinnti heimilisverkum ekkert þrátt fyrir þaö og þaö var ekki laust viö að til dæmis eldhúsgólfiö væri oröiö skitugt, eða útidyrahuröin, sem mikil áhersla var lögð á að þvo á hverjum morgni. Ég kom þvi að máli við frúna og spuröi hvort ég ætti ekki að þrifa þangað til ný stúlka fengist, sagði sem var að ég væri vön öllum verkum heim- an frá Islandi. Og jú, frú Tolkien var fegin boöinu og bað mig endilega að þvo eldhúsgólfiö en sagði mér i öllum hamingju bæn- um aö ég mætti ekki hreinsa úti- dyrahurðina nema eldsnemma á morgnana eða seint á kvöldin I Hér er Arndis ásamt Edith ogbörnunum. Michaeler fremstur. þegar umferð væri litil og ekki hætt á aö nokkur sæi til min. Sam- kvæmt heföinni voru slik þrif nefnilega ekki mitt verk og hvað myndu nágrannarnir halda?! Hefðirnar komu lika i veg fyrir að ég fengi að fara nokkurn skapaðan hlut ein eða meö þeim vinkonum sem ég hafði kynnst. Þær voru flestar nemendur Tolki- ens, ég man sérstaklega eftir einni stúlku sem hét Betty. Ég fékk að visu aö fara i te til hennar og stallsystra hennar á háskóla- garðinum, en þegar Betty vildi bjóða mér út á sunnudögum i skemmtiferðir um nágrenniö, þá fann frúin alltaf einhverja átyllu til að neita mér um leyfi til þess. Ekki núna, sagöi hún, ekki núna, og það þótt ég hefði ekkert sér- stakt að gera.” — Hvernig maður var prófessor Tolkien sjálfur? „1 útliti þótti mér hann alltaf likur Leslie Howard, kvikmynda- leikara! Persónulega var hann ákaflega rólegur og þægilegur maður, hann gat rölt um gólf eöa úti viö timunum saman, kannski með stelpuna i fanginu, og hummað eitthvað meö sjálfum sér. Þá hefur hann eflaust verið að hugsa um bækurnar sem hann var farinn að leggja drög að á þessum tima.” — Já, vissirðu að hann var að semja þessar bækur, smiða þenn- an heim? „Nei, það get ég ekki sagt. Ég vissi hins vegar að hann var aö fást við eitthvað og þau deildu stundum um það, frúin og hann. Henni þótti þetta vist hálfgert bull og ekkert upp úr þvi aö hafa! Sjálf las hún mikið en það voru allt öðruvisi bókmenntir. Einu sinni fór ég fyrir hana I bókasafn- ið og átti aö biðja bókavöröinn um aö velja hana henni einhverja „juicy murder story”!” — Þú minntist á að þú hefðir sagt drengjunum sögur af is- landi. „Já, enda voru þeir alltaf aö suöa i mér, og spurðu mig mikið út úr, ekki sist um huldufólkiö. Tolkien sjálfur hlustaði lika oft á þessar sögur en lagði litiö til mál- anna. Þó minnist ég þess að eitt sinn^er ég hafði sagt strákunum frá álagabletti i túninu heima — en ég er af Vestfjörðum — þá spuröi hann mig hvort við hefðum i raun og veru trúað þvi að eitt- hvað illt kæmi fyrir ef snert yrði við þessum bletti. Eins og ég sagði þeim frá hræðslu okkar krakkanna við huldufólk I klett- um, þá spurði hann að þessu sama: hvort við hefðum trúað á þessi fyrirbæri. Ég hafði nú satt að segja litiö hugsað út i það.” — Hann kom aldrei til lslands, var þaö? „Nei, en ég veit aö hann langaði mjög mikiö til þess aö koma og mér hefur alltaf þótt synd að hon- um skyldi aldrei hafa verið boðið. Þaö heföi nefnilega sjálfsagt þurft sérstakt boð til þess aö hann kæmi, af þvi að hann átti i raun og veru ekki heimangengt vegna frúarinnar. Hún samþykkti aö visu að hann færi til að vera próf- dómari við skóla, bæði i Leeds og á trlandi, en þaö var meö sem- ingi.” — Hversu lengi varstu hjá Tolkien-hjónunum? „I sex mánuði. Er ég fór út haföi ekki veriö ákveðiö hvaö ég yröi lengi en þegar ég var búin aö vera i nokkra mánuði var mér satt aö segja fariö að leiöast dálit- ið. Þaö var litið viö að vera og ég fékk næstum ekkert að fara, og auk þess hafði mér fljótlega tekist að ná þvi valdi á ensku sem ég var aö sækjast eftir. Þegar ég fór svo að fá bréf aö heiman um Al- þingishátiðina sem átti að halda um sumariö fór ég að verða óró- leg og mig langaöi heim. Það var svo sem allt i lagi þeirra vegna, en er ég var komin heim og fór að skrifast á við frúna var hún sifellt aö impra á þvi aö ég kæmi út aft- ur. En þá var ég farin aö svipast um eftir atvinnu og hafði tak- markaöan áhuga.” — Hélstu lengi sambandi við Tolkien-fjölskylduna? „Fyrstu tvö árin skrifuðumst við Edith mjög reglulega á. Siðan fór nú aö draga úr þvi og er styrjöldin skall á rofnaöi sam- bandiö alveg. Ég frétti þó af fjöl- skyldunni öðru hverju, bæði gegnum Sigurð Nordal, sem heimsótti Tolkien út, og Baldur Simonarson, sem ég nefndi áð- an.” — Þú hefur væntanlega lesið bækur Tolkiens? „Jájá, ég held að ég hafi lesið þær allar, nema Silmarillion, og hef mjög gaman af þeim.” — Hvernig fannstþér bækurnar koma heim og saman við þann Tolkien sem þú þekktir? „Ja, ég geröi mér náttúrlega grein fyrir þvi að hann hafði að meira eða minna leyti lifað I sér- stökum draumaheimi, sem eng- inn annar átti aögang að. Hitt er svo annaö mál aö mér fannst bækurnar mjög likar honum. Ég get nefnt ást hans á trjám, sem kemur viöa fram i bókunum, til dæmis er trén marséra gegn tsengard i Lord of the Rings. Ég sá greinilega i huga mér hvar Tolkien fór sjálfur fremstur I flokki! En tungumálin sem hann bjó til, og orti meira að segja á, það er erfiðara að átta sig á þvi.” — Kom þér á óvart er þessi maður varö skyndilega heims- frægur fyrir svona sögur? „Ég veit þaö satt aö segja ekki. Þaö viröist vera eitthvaö i þess- um bókum sem hefur þessi óskaplegu áhrif á fólk, ekki sist I Bandarikjunum, en þar varð hann fyrst frægur. Bróöir minn er læknir i Bandarikjunum og ég veit aö sonur hans er forfallinn Tolkien-aödáandi. Eins var með dóttur mina og félaga hennar i háskóla — þau sökktu sér á kaf of- an i bækurnar hans og það var svo sannarlega ekki fyrir nein áhrif frá minum gamla kunningsskap viö Tolkien. Hann hefur hitt á ein- hvern réttan tón — tón sem ég gerði mér auðvitaö enga grein fyrir árið 1930 aö hann ætti til...” —ij l.R.R.TOLl<íeN — Heimssmiðurinn ■ Erú, hinn eini, var fyrstur allra hluta, en i Arda er hann nefndur Ilúvatar. Hann skóp Ainur, hina heilögu,en þeir voru afsprengi hugsana hans, og voru ásamt honum áður en aðrir hlutir voru gjörðir. Og hann mælti til þeirra og blés þeim i brjóst tón- list, og þeir sungu fyrir hann og hann var glaöur. En i langan tima söng aðeins einn I einu, eða fáein- ir saman þvl sérhver þeirra skildi aðeins þannhluta hugar Ilúvatars sem hann var sjálfur sprottinn af, og skilningur þeirra á bræörum sinum óx hægt. En er þeir hlust- uðu varð skilningur þeirra dýpri og samræmi þeirra óx. Hvað, meö leyfi að spyrja er þetta? Einhver launviskan enn úr Vedabókum, kannski trúarrit Hottintotta, eða sköpunarsaga Móhikana? Neinei. Þetta setti á blað enskur prófessor á fyrra helmingi aldarinnar og var bara byrjunin. Siöar segir frá þvi er Ilúvatar setti upp heila sinfóniu og voru þaö fögur hljóð I fyrstu, unseinn hinnaheilögu gerðist full sjálfstæöur i tdnlistarflutningi sinum. Sá var Melkor og kallaði yfirsig reiði Ilúvatars með þessu framferöi. Ilúvatar sýndi hinum heilögu sem i sjónhending hvað myndi gerast ef áfram heldi á sömu braut, það yrði heimur og fólk, atburöir og timi. Bauö hann siöan þeim þjónum sinum sem það vildu að fara niöur á jörðina og vinna þar hans verk, harla góð,og voru margir tili' það. Vildi þá ekki svo til að hjarta Melkors, ef hann hafði hjarta, var orðið svo forhert af skilningnum sem hann hafði öölast aö hann vildi ná þess- um heimi undir sig og vera þar kóngur, sem auövitað gekk ekki. GeröistMelkor þá fyrsti skæruliði nýbakaðs heimsins og barðist gegn Valarum, eins og hinir heilögu voru kailaðir á jöröinni, Arda, meö öllu sinu hugviti og fúl- mennsku. Stendur sú barátta enn i dag þvi Melkor var hinn fyrsti djöfull og hefur birst i mörgum myndum siöan. óvenjulegar metsölubækur Þetta er upphaf Silmarillion eftir J.R.R.Tolkien, sem flestir munu kannast viö af sögunni um Hobbit,sem þýdd hefur verið á is- lensku eða trilógi'unni The Lord of the Rings — eða Hringadróttins- sögu, eins og hún nefnist i is- lenskri þýðingu sem nú mun verið að vinna við. Þessar bækur hlutu heimsfrægð fyrir á að giska tutt- ugu árum og voru geysimikið lesnar og eru enn,en sjálfur leit Tolkien alla jafna svo á aö Silmarillion væri sin höfuöbók. Hún kom þó ekki út fyrr en eftir láthans, en varð þá ámóta vinsæl og fyrri bækurnar. Nú siðastliðiö vor kom svo út enn ein bók úr og heimiir hans þessum sama heimi, Unfinished Tales, og var ekki að spyrja aö, hún rauk upp alla metsölulista. Þaö mun varla ofmælt að bæk- ur Tolkiens eru einhverjar óvenjulegustu metsölubækur á siðustu áratugum og hann sjálfur næsta ólilcur þeim hugmyndum sem flestir gera sér um metsölu- höfund. Það er ómaksins vert að renna augum yfir æviferil hans, þó varla sé hann sögulegur á mælikvarða ævintýramanna. Byrjaði á Silmarillion árið 1917 John Ronald Reuel Tolkien fæddist 3ja janúar 1892 i Bloemfontein i Suður-Afri'ku. Foreldrar hans, sem voru enskir þó einhvers staðar aftur i ættum leyndist þýskt blóð höfðu fariö til Suöur-Afriku til að húsbóndinn Arthur Tolkien gæti orðiö rikur á kaupsýslu en minna varö úr þvi en til stóð. Atti fjölskyldan heldur illa ævi I Afriku og vorið 1895 fór Mabel Tolkien meö syni sina tvo, Hilary hét hinn, aftur til Eng- lands. Arthur hugfíst fylgja fljót- lega á eftir en dó áður en til þess gæti komiö og er úr sögunni. Mabel stóö þá uppi með tvo unga syni og var útlitiö ekki bjart. Kon- an var ákveðin i aö koma strákunum til mennta og hefur þvi veriö fleygt aö hún hafi tekið kaþólska trú árið 1900 til þess eins að synirnir ættu meiri menntunarmöguleika en ella. Allt þetta puö haföi hins vegar ekki góö áhrif á heilsu móöurinnar og 1904 lést hún, aöeins 34ja ára aö aldri. Þá tóku ættingjar við uppeldi drengjanna og kaþólskur prestur og gengu þeir báðir menntaveginn eins og til var ætl- ast. J .R.R. fór á endanum I Exet- er College i' Oxford og lagöi stund á ensku og enskar bókmenntir. Þótti hann frábær námsmaður. Arið 1909 hafði hann kynnst stúlku að nafni Edith Bratt og varöhúnástvinahans. ErTolkien hafði verið kallaður i herinn i fyrri heimsstyrjöld giftu þau sig en vist hans i skotgröfunum i Frakklandi varö styttri en her- stjórarnir höföu hugsað sér. Hann fékk alvarlegan snert af skot- grafasótt svokallaðri — „trench fever” — og lá alllengi á sjúkra- húsi á Englandi. Það var meðan hann var rúmfastur i' Great Hay- wood áriö 1917 sem hann byrjaöi að krota einhverjar sögur niður á blaö, sögur sem á endanum uröu uppistaðan i The Silmarillon. Mr. Bilbó Baggins kemur til sögunnar Eftir striðiö var Tolkien um Sjá næstn sfðu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.