Tíminn - 02.05.1982, Blaðsíða 13

Tíminn - 02.05.1982, Blaðsíða 13
Sunnudagur 2. mai 1982 13 ■ Systurpallur Ibsens, Alexander Kielland, fórst sem kunnugt er fyrir nokkru síöan. Þó er fyllsta öryggis gætt á pöllunum og hér sýnir vakt- maöur i stjórnklefa blm. Timans öryggisbúnaöinn. ■ Hótelstjórinn á leiö upp á dekk. að þótt hið sama gerist i dag hjá okkur og gerðist hjá Kjelland, þ.e. einn af fimm undirstöðu fót- um brotni þá hvolfist þessi pall- ur ekki.” Um borð er að finna allt mögulegt til að mannskapnum liði vel. Sána, billjard- og borð- tennisstofur, þrekþjálfunarher- bergi, simamiðstöð og sjón- varps- og video herbergi. Auk þess má finna bara nokkuð full- komið sjúkrahús. Blaðamenn voru teknir i skoð- unarferð um pallinn og þeim sýnd aðstaðan sem var nokkuð fullkomin. Ég rak augun i eina video-spóluna sem lá i einu sjónvarpsherberginu. Nafnið var ,,To be twenty” og eftir þvi sem stóð á umbúðunum var þetta erótisk mynd sem fjallaði um tvær stelpur á puttaferða- lagi niður Italiuskagann og ým- is kynferðisleg ævintýri sem þær lenda i á leiðinni. í stjórnherberginu er vakt all- an sólarhringinn en þar er m.a. að finna stjórntæki fyrir allan ör- yggisútbúnaðinn um borð. Sá sem var á vakt þarna er við komum sýndi okkur m.a. hvern- ig öryggistækin eru prófuð, en hann hafði verið að tala við tvo menn sem unnu á pallinum er við komum inn. Meðal þess sem hann gerði var að setja hættu- merkið i gang, brot úr sekúndu, en það hafði þau áhrif að menn- irnir tveir voru komnir hálfa leið i björgunarbátana áður en þeir áttuðu sig á þvi að þetta var aðeins prófun. Pallurinn hefur engin verk- efni eftir þann 20. april er leigu- samningurinn viö Phillips renn- ur út og ef einhverjir hafa áhuga á að leigja hann þá kostar það 60 - 100 þús. dollara á dag. Henrik Ibsen var fullgeröur 1976 og var þá sendur út á Eko- fisksvæðið en i dag kostar um 5 - 600 millj. nkr. að byggja slikan pall. A Ekofisk-svæðinu hefur hann siðan verið, ásamt systur- palli sinum Kjelland.en eftir það slys hefur verkefnum faríð fækkandi og ekki er Ijósl hvort eða hvar hann verður leigður út næst. ■ Olíuborpallar eru flókin og tröilaukin smiö. Takiö eftir manninum sem stendur neöst á myndinni. Myndir: FRI. ■ Stavanger er aöalolluhöfn Norömanna. Tánkskipin liggja I rööum... ýsmu nema nú 130-160 þús. nkr. eða 200-250 þús. isl. kr. á mánuði. Laun faglærða manna, sem eru stærsti launahópurinn nema nú um 140-190 þús. nkr. og verk- stjórar fá 215-270 þús. nkr. yfir- verkstjóri getur farið upp i 300 þús. nkr. eöa nærri hálfa millj. isl. kr. á mánuöi en þá er oftast um aöræða aðhann beriábyrgðá heilum borpalli. Til samanburðar má nefna aö almenn verkamannalaun i Noregi eru nú á bilinu 75-80 þús. nkr. Mikið hefur veriö um að menn frá öðrum Norðurlandaþjóðunum sæki eftir vinnu á borpöllunum, aöallega Sviar og Finnar. Þetta eru yfirleittmenn sem ætla sér aö vinna i stuttan tima og moka upp peningum en segja má að flestir fari bónleiðir til búöar þvi fyrir- tækið hefur engan áhuga á að ráða þennan mannskap. Fyrir- tækið þarf að eyða miklum tlma i að mennta menn til þessarar vinnu og leitar þvi helst eftir mönnum sem ætla sér aö starfa hjá þvi i nokkur ár að minnsta kosti. Hvað nánustu framtið varöar hjá fyrirtækinu þá mun það halda áfram uppbyggingu Ekofisk- svæðisins og taka i notkun ný svæði á þvi eða kringum þaö og munu fjögur önnur svæði komast i gagnið á miðjum þessum áratug en það eru Þór, Edda, Eldfisk og Albuskjell. Statoil „Nú höfum við rannsakaö um 40% af Norðursjónum, norska hlutanum, en ef við notum sömu aðferöir og veriö hefur, þá tekur það okkur 220 ár aö rannsaka öll möguleg oliusvæði undan strönd- um Noregs” sagði Hakon Lavik upplýsingafulltrúi norska oliu- fyrirtækisins Statoil I samtali við blaðamann Timans. Hakon er stuttvaxinn, þybbinn dökkhærður maöur, sibrosandi enda fyndinn meö afbrigðum og kann fjöldann af skemmtilegum sögum af oliuvinnslunni iNoregi. Raunar segja norskir kollegar mér að hann hugsi aðeins i oliu, tali varla um annað og á kvöldin lesi hann ekkert annaö en rit við- komandi faginu. Oliuheimurinn er öðru fremur heimur tilviljana og heppni þvi eins og Hakon segir: „Maður á aldrei að segja aldrei á þessu sviði”. Hann nefnir dæmi þessu til staðfestingar, en dæmi af þessu tagi eru mörg. Norska land- grunninu er skipt upp i svæði, eða blokkir, og fá olfufélögin úthlutað ákveðnum svæöum eða blokkum til leitar og rannsóknar og ef heppnin er með.nytja. Það er oft mikið happadrætti að fá þessum svæðum úthlutað. Norðuraf Ekofisk svæðinu ligg- ur svæði sem heitir Ula. Gulf fékk úthlutað jjvi svæði 1969 og fann ekkert á þvi. Siðan kaupir BP svæöið af Gulf 1976, en það er al- gengt að sli'kt gerist. Þremur mánuðum seinna finnur BP oliu á þessu svæði og þaö kom i ljós að ef Gulf hefði borað 150 m dýpra þá.... „aldrei að segja aldrei...” En það eru ekki bara Norð- menn sem bora eftir oliu I Noröursjónum, Bretar og Danir gera það einnig og til eru oliu- svæöi eins og til dæmis Frigg- svæöið sem ná yfir yfirráðasvæði tveggja landa í þessu tilfelli Bret- lands og Noregs. Það tók þrjú ár og 100 millj. nkr. aö ná samkomulagi um vinnsluna á Frigg-svæöinu” segir Hakon Lavik... „endanlega varð samkomulagið þannig aö norskt fyrirtæki vinnur svæðiö og norsk lög gilda þar, einnig innan 200 milna bresku lögsögunnar, svo langt sem svæðiö nær þangað inn.” „Skiptingin er 60% hlutur Norð- manna og 40% hlutur Breta og allt viökomandi svæðinu, tekjur og útgjöld skiptast þannig milli landanna.” „Skattar viðkomandi manna eru þó flóknari en þetta þvi þú borgar skatta eftir þvi hvar þú vinnur á svæðinu, ef þú vinnur t.d. 120 daga á breska hluta svæð- isins þá borgar þú skatta eftir breskum lögum, sama hverrar þjóöar þú ert og svo öfugt.” „Annað svæði, Statfjord-svæð- ið, liggur einnig á mörkum breskrar og norskrar lögsögu en þar getum við notaö Frigg-sam- komulagið til hliðsjónar”. Aðspurður um ný og efnileg oliusvæði nefnir Lavik ma. Tromssvæðið sem liggur á 71. breiddargráöu eöa út af Hammerfest, athyglisvert fyrir okkur Islendinga hve norðarlega hægt er að finna „gulliö”. I fyrra fannst þar mikið magn af gasi eða 150 milljarðar rúm- metra. Hinsvegar eru tvö stór vandamál i veginum fyrir vinnslu þar, segir Lavik og andvarpar. Annað vandamáliö er að sjávar- dýpiöer270m og hitt vandamálið er að svæöið liggur svo norðar- lega og þvi eru flutningar á gas- inu mjög dýrir. „Viö þurfum annaðhvort að taka gasið i tankskip eða leggja gasleiðslu meöfram ströndum Noregs eöa gegnum Sviþjóö og þaö er 20 milljarða fjárfesting á ári i mörg ár. Þvi þyrfti að vera til staðar þarna gas sem næmi um 600 milljörðum rúmmetra til að vinnsla borgaði sig”. Lavik er þó bjartsýnn á að meira finnist á þessu svæði sem mundi gera þetta kleyft...” aldrei aö segja aldrei”... Stavanger Oliubærinn l Noregi er Stavanger og hafa ibúar hans ekki farið varhluta af þeim breytingum sem fylgt hafa i kjöl- far oliuvinnslunnar. Ef ekið er um bæinn tekur maöur fyrst eftir þvi að allsstaðar i honum er verið að grafa og byggja, eftir að olfu- peningarnir fóru að streyma inn hefur bærinn svo aö segja sprung- iö út og nú er svo komið að mjög litið er orðið um ný byggingar- svæöi. Engin sérstök vandamál hafa fylgt oliuvinnslunni hingað til i Stavanger, en ibiarnir finna fyrir breytingunum á ýmsan hátt. t.d. I mat. Kjöt er nú skorið öðruvisi hjá slátrurum, nánar tiltekið á bandariska visu og ýmsar teg- undir grænmetis eru nú algengar I búöum, tegundir sem sáust ekki þar áður svo dæmi séu nefnd. Þá má einnig nefna i þessu sambandi aö nú er algengt aö afgreiöslufólk i búðum fari á námskeið I svo- kallaðri búða-ensku. Nokkur þúsund erlendra manna eru nú i Stavanger, tengd- ir oliuvinnslunni og er þar aðal- lega um að ræöa breskt og banda- rlskt fólk. Sérstakir skólar hafa veriö byggðir fyrir þetta fólk i bænum og má sem dæmi nefna bandariska skólann. Sú bygging hefur veriö nokkuð gagnrýnd, aöallega fyrir kostnaöinn en hann er nú i 100 millj. nkr. Kostnaöur- inn er svona mikill m.a. vegna þess að þetta á að vera ekta bandariskur skóli og státar m.a. af hornaboltavelli (baseball) i fullri stærð. Stavanger-búar taka þó yfir- leitt öllu umstanginu sem fylgir oliuvinnslunni þar með jafnaöar- geði og eru fremur ánægðir eða eins og einn þeirra sagði i samtali viö mig: „Bærinn var á niðurleið er olian kom, nú er þetta eins og i gull- leitarbæ á gullæðisárunum i Bandarikjunum og ég er bara á- nægöur með það”. Friðrik Indriöason, blaðamaður skrifar frá . Stavanger.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.