Tíminn - 02.05.1982, Blaðsíða 9

Tíminn - 02.05.1982, Blaðsíða 9
Islenskur^ land- bunaður á tímamótum ■ 1 útvarpsumræðunum s.l. fimmtudag vék Steingrimur Hermannsson ndckuð að land- búnaðarmálum og sagði: „Fyrir þrem árum voru sam- þykktar á Alþingi breytingar við lög um Framleiðsluráð landbúnaðarins, sem gera bændum kleift að laga fram- leiðsluna að þeim markaði sem fyrirsjáanlegur er. Það hefur tekist að verulegu leyti með mjólkurframleiðsluna. A sviði sauðfjárræktar hafa menn hins vegar verið nokkuð hikandi. I markaösmálum hafa orðið al- varlegar breytingar. Okkar besti markaður, Noregur, er að tapast vegna aukinnar fram- leiðslu i eigin landi. Aö sjálf- sögðu ber að leita að nýjum mörkuöum og er það gert. En sannfæring min er sú, að erfitt muni reynast aö keppa við hið ódýra lambakjöt frá Nýja Sjálandi og Astraliu. Ef halda á kjötframleiðslunni um það bil óbreyttri, mun þurfa stóraukn- arútflutningsbætur.sem ekkier raunhæft. Það var þáttur i þeirri stefnu- mörkun sem grundvöllur var lagður að fyrir þrem árum, að koma á fót nýjum búgreinum i staö hinna hefðbundnu og sporna þannig gegn byggða- röskun. Tilraun hófst með loð- dýrarækt sem virðist ætla að gefa göða raun. Jafnframt var þá um það samið að fjármagn sem sparaðist frá jarðrækt, verði notað til þess að koma ný j- um búgreinum á fdt. Þvi miöur hefur ekki tekist að standa við þetta.Hiðalvarlega ástand með sauðfjárræktina sem nú blasir við, iorefst þess, að fjármagn til þess að koma á fót nýjum bú- greinum verði stóraukið. Loð- dýrarækt er hrein útflutnings- grein, sem sjálfsagt er að njóti jafnframtsömu aðstööu i tollum og gjöldum og annar sam- keppnisiðnaður. Að þessari viðkvæmu breytingu í landbúnaði þarf að standa á grundvelli nokkurra ára áætlunar, þar sem sam- ræmdur er samdráttur i hinum heföbundnu greinum og efling nýrra. Á þetta legg ég rika áherslu. Ef ekki verður þannig að mál- um staöiö verður ekki komist hjá margföldum útgjöldum rikissjóðs vegna offramleiðslu i landbúnaði eöa stórfelldri byggðaröskun ella, sem að sjálfsögðu hefur einnig ómæld útgjöld I för með sér.” Hrun markaða Það dylstengum sem til þekk- ir, að miklir erfiðleikar eru framundan i islenskum land- búnaöi. Sauðfjárbústofninn verður að skera verulega niður. Margir hafa séð ofsjónum yfir þeim útflutningsbótum sem greiddar hafa verið með dilka- kjöti en nú þurfa þeir þess ekki lengur. Markaðurinn er ekki fyrirhendi, jafnvel þótt greittsé niður. Aöalmarkaðurinn fyrir islenskt dilkakjöt erlendis hefur verið i Noregi. Nú er hann að mestu úr sögunni. Norömenn framleiöa nægt kindakjöt fyrir eigin neyslu og hafa tilkynnt aö þeir muni ekki kaupa meira af Islendingum. Tómas Arnason viöskipta- ráðherra var nýlega i opinberri heimsókn i Noregi og átti þá tal við viðskiptaráðherra þar. Tómas reyndi hvað hann gat til að fá Norömenn til að halda viðskiptunum áfram en ekki er að tala um nema þá ofurlítið brot af því magni sem Norð- menn hafa keypt undanfarin ár. Verið getur að það takist að selja Norðmönnum um 600 tonn af dilkakjöti i ár, en alls ekki meira. Þá hafa borist þær fréttir, að mjög dökkt útlit væri á sölu mokkaskinna á þeim mörk- uðum sem Islendingar hafa selt mikið magn til þessa. Jón Sigurðarson, aðstoðarfram- kvæmdastjóri Iðnaðardeildar Sambandsins er nýkominn heim frá Þýskalandi, en þar hefur orðið markaðshrun á þessari vöru. Astæðan er augljós. I helstu viðskiptalöndum Islendinga er hálfgert kreppu- ástand. Atvinnuleysi er mikið og fer vaxandi. Hagvöxtur lltill og almenningur hefur minna fé handa á milli en áður. Dýr inn- flutt vara selst ekki lengur. Flikur úr mokkaskinni frá ís- landi er lúxusvarningur. A krepputimum sparar fólk við sig að kaupa slika vöru, hefur einfaldlega ekki efni á þvi. Þá kemur samkeppnin til sögunnar ogaðsögn Jóns hafa Spánverjar ogBretardengt miklu magni af þessari vöru á þýskan markað og undirboðið verðið stórlega. Enn eiga íslendingar góðan markað fyrir skinnavörur sinar á Norðurlöndum, en þar eru fyrrgreindir aðilar einnig að undirbjóða islensk mokkaskinn. Pólverjar hafa lengi keypt mikið af hálfunnum gærum frá Islandi. S.l. haust pöntuðu þeir sem svaraði 30 af hundraði af gæruframleiðslu ársins. Þeir hafa ekki getað staðið við að kaupa nema 10 af hundraði af þvi magni. Varla þarf að tiunda ástæðuna fyrir því. Pólverjar hafa ekki fé til að kaupa dýra erlenda vöru. Jón sagði i viðtali við Timann s.l. fimmtudag, að vel væri hægt að selja okkar skinnaframleiðslu en þá yrði að lækka verðið verulega. Góðar tekjur af útflutningi Þeir sem gagnrýnt hafa hvað mest niðurgreiðslur á dilkakjöti sem selt er til útlanda, hafa ávallt sleppt úr þvi dæmi, að aðrar sauðfjárafurðir hafa verið mikil tekjulind, það eru skinna- og ullarvörur. En svo vill til að ekki er hægt að fram- leiða skinn og ull nema utan á skrokk kindarinnar. Það er eins og þetta hafi aldrei komist til skila til þeirra aðila sem verst hafa látið vegna útflutningsbóta á dilkakjöt. Þegar á heildina er litiðhafa tslendingar haft góðar tekjur af útflutningi sauðfjár- afurða og vinnsla þeirra hefur staöið undir miklum atvinnu- rekstri i landinu. En nú er þessi útflutningur i hættu og er þá ekki um annað aö ræöa en að fækka fé. Þarna verðum við illa fyrir barðinu á þeirri efnahagskreppu sem gengur yfir viðskiptaþjóðirnar. Þær reyna að spara við sig inn- flutning eftir mætti. Meira að segja Norömenn með allan sinn oliuauð reyna að hlúa aö at- vinnurekstri f eigin landi og verða sem minnst háðir öðrum með innflutning neysluvarn- ings. Oliuverö fer lækkandi og gróðinn af svarta gullinu er ekki einsmikillnéstöðugur og haldiö var. Af sömu ástæðu eru blikur á lofti i Nigeriu. Þar er skreiðar- markaður Islendinga I hættu vegna lækkandi oliuverðs og minnkandi eftirspurnar. Þótt tekist hafi að halda kreppu og atvinnuleysi frá Islandi hlýtur versnandi efnahagsástand i heiminum að hafa áhrif á út- flutningsatvinnuvegina. Offramleiðsla og niðurgreiðslur Offramleiðsla á landbúnaðar- vörum er ekkert sérislenskt fyrirbrigði og niðurgreiðslur enn siður. Mikil framleiðni i landbúnaðiersérkennandi fyrir þær þjóðir austan hafs og vest- an, sem lengst hafa náð I fram- leiðni yfirleitt og almennri vel- megun. Of litil búvörufram- leiösla er aftur á móú vöru- merki þeirra þjóða sem dregist hafa aftur úr og eiga við miklú alvarlegri vandamál að striða en þeir, sem ekki torga allri sinni matvælaframleiðslu og nota niðurgreiðslur sem hag- stjórnartæki. Þetta er eitt at- riðið sem ávallt gleymist þegar kvartaö er yfir að bændur fram- leiöi of mikið. A Islandi hefur tekist aö ná þeim tökum á mjólkurfram- leiöslu, aö framleiöslumagn og neysla innanlands stenst nokk- urn veginn á. Eins og Stein- grimur Hermannsson benti á I tilvitnaðri ræðu hefur ekki tek- ist eins vel til með sauöfjár- ræktina. En nú þegar erlendir markaðir fyrir þá framleiðslu eru að lokast sem skeöur tiltölu- lega snöggt, þá blasir viö að ekki er um annað að ræða en draga úr framleiöslu sauöfjár- afurða. Eðlilega verður sauð- fjárrækt áfram mikilvægur undirstöðuatvinnuvegur. Innan- landsneysla er mikil og ekki dugir að gleyma þvi að höfuð- markmið landbúnaðar er að sjá fyrir þörfum innanlands. Þótt draga þurfi úr framleiðslu sauðfjárafurða vegna sölu- erfiðleika erlendis gegnir sá bú- skapur áfram miklu hlutverki i islensku efnahagslifi. Þótt sauðfé verði fækkað munu bændur og búalið ekki flytja á mölina en óhjákvæmi- lega verður að breyta bú- skaparháttum nokkuð. Nýjar búgreinar Talsvert hefur verið hugað að þessum málum á undanförnum árum og nokkuð áunnist. Nýting hlunninda er nokkuð sem vert er að gefa gaum og sýna bændur i æ ríkara mæli áhuga á að nýta æðarvarp, svo aö eitthvað sé nefnt. Hjá Búnaðarfélagi Is- lands starfar nú ráðunautur á þessu sviði. Fiskirækt hefur lengi verið á tilraunastigi en er nú að öðlast þegnrétt i atvinnu- lifi landsmanna. Refa-og minkarækt var reynd hérum áriö. En sú atvinnugrein festi ekki rætur. Hún komst raunar aldrei af tilraunastiginu og heimsstyrjöld og önnur óár- an kollvarpaði markaðskerfi heimsins. tslendingar veiddu þá fisk ofan i striðandi þjóöir. Minkarækt var tekin upp á ný áriö 1970,nokkur bú komust ekki yfir byrjunarerfiöleikana,en nú eru rekin fjögur minkabú hér á landi með allgóðum árangri. Tekið er til við refarækt á nýj- an leik. Enn er of snemmt að segja til um hvernig gengur að þessu sinni en árangurinn sem náðst hefur lofar góðu. Fyrir nokkrum árum stóðu finnskir bændur frammi fyrir svipuðum framtiöarhorfum og islenskir bændur nú. Þá var tekin upp stórfelld loðdýrarækt I landinu og hefur gefið mjög góða raun. Það mælir ekkert þvi i' mót aö tslendingar geti gert hiö sama. Aöstæður til loðdýraræktar eruyfirleittgóðar á íslandi. Þar munar miklu að hér er aö fá ódýrt fóöur, sem er fiskúr- gangur og fleira sem til fellur. Aö þvi leyti ættu fslensk skinn aðveröa samkeppnisfær I veröi. Skinnamarkaður i heiminum er mjög stór, og þótt nokkur hundruö islenskir bændur bætt- ust i' hóp skinnaframleiðenda sæi þar ekki högg á vatni. Loðdýr eru ræktuð á noröur- slóðum. Á Norðurlöndum er mikil loðdýrarækt. Stór lands- svæði umhverfis vötnin miklu I Kanada og Bandarikjunum eru næreingöngu nýtt fyrir loðdýra- rækt. I Siberiu og Rússlandi er þetta sömuleiðis mikill atvinnu- vegur. Verö á skinnum lýtur markaðsverði hverju sinni en þau eru seld hæstbjóðanda á Oddur Olafsson, skrifar miklum uppboðum, rétt eins og á öldum áður þegar Hudsonflóa- félagið varð til. Stærsti upp- boösmarkaðurinn nú á dögum er I Leningrad og þangaö streyma kapitalistar hvaðanæva að til aö bjóða i feldi sem framleiddir eru á sam- yrkjubúum sósialista. Álitlegasti kosturinn Talið er aö loödýrarækt sé álitlegasta búgreinin sem Is- lenskir bændur geta tekiö upp i staö sauöfjárræktar. En ekki dugar að rasa um ráö fram i þessu efni fremur en öðrum. Loðdýrarækt krefst þekkingar og alúðar og ekki er ráðlegt aö hvaða búskussi sem er fari að koma upp hjá sér refa- eða minkaeldi. Sjálfsagt er aö nýta þá reynslu og þekkingu sem loð- dýrabændur hafa aflað sér á undangengnum árum og breyta búskaparháttum af varkárni og skynsemi. Sjálfeagt er að opn- berir aðilar létti undir með mönnum viö aö koma nýjum at- vinnuvegi á fót. Lagt hefur verið fram á Al- þingi lagafrumvarp um breyt- ingu á lögum um loðdýrarækt. Þaö eru þingmenn úr öllum flokkum sem standa aö frum- varpinu, og er Guðmundur Bjarnason fyrsti flutnings- maður. Hinir eru Stefán Jóns- son, Eiður Guðnason, Egill Jónsson og Davfö Aðalsteins- son. Þar er gert ráð fyrir að felld skuli niður eöa endur- greidd aðflutningsgjöld og sölu- gjald af efni og búnaöi til loö- dýrabúa, vélbúnaði og tækjum til fóðurstöðva, svo og til pels- verkunar og hvers konar öörum sérhæföum búnaði til loðdýra- ræktar. Flutningsmenn rökstyöja frumvarp sitt meö þvi aö veru- lega hljóti að draga úr fjárbú- skap og minna á, að árið 1979 varsamkomulag um breytingar á jaröræktarlögunum I þá veru að draga úr f járveitingu til jarð- ræktar og annarra fram- kvæmda, sem fyrst og fremst þjónuöu hinum heföbundnu bú- greinum en verja i þess staö auknu fjármagni til nýrra bú- greina og hagræðingar i land- búnaöi, og auðvelda á þann hátt þá stefnubreytingu sem menn voru sammála um að þyrfti að eiga sér stað i landbúnaöi. Mikið vantará að staðið hafi verið við þau fyrirheit sem gefin voru, og þar af leiðandi hefur þróunin frá hefðbundnum búgreinum inn á nýjar brautir oröið hægari en æskilegt væri miðaö við þau skilyrði sem núeru fyrir hendi i markaðsmálum landbúnaðar- ins. Nokkur þróun hefur oröið I fiskrækt og loðdýrarækt. A und- anförnum árum hafa risið nokkrar fiskræktarstöðvar og stofnuð hafa veriö allmörg minka- og refabú einkum á tveim siðustu árum. Ljóst er að frumskilyrði þess, að loðdýrarækt nái að f esta ræt- ur og verða trygg atvinnugrein hér á landi er aö starfsemin fáist viöurkennd sem sam- keppnisbúgrein hliöstæö sam- keppnisiðnaöi. Tekjutap rikis- sj®s af frumvarpinu, veröi það samþykkt, er mjög óverulegt þar sem hér er um nýja at- vinnugrein að ræða svo að rikis- sjóður hefur ekki haft neinar tekjur, sem neinu nemi af aö- flutnings og sölugjöldum, sem lagt er til að felld verði niöur. Mætti einnig lita á þetta sem svolitla uppbót á vanefndum fjárveitingavaldsins varöandi fjárveitingar til nýrra búgreina og hagræðingar i landbúnaði.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.