Tíminn - 02.05.1982, Blaðsíða 21

Tíminn - 02.05.1982, Blaðsíða 21
Sunnudagur 2. mai 1982 Ert þú að hugsa um SUmarhÚS Nú getum við boðið úrval glæsilegra sumarhúsa i öllum stærðum sem þér getið fengið á ýmsum byggingastigum. Allt frá tilsniðnu efni upp i fullbúið hús. Smiðum húsin allt árið, þannig að húsið þitt getur verið tilbúið i sumar. Komið og kynnið ykkur verð og gæði húsanna að Kársnesbraut 2. Erum við alla daga Sumarhúsasmíði Jóns h/f Kársnesbraul 2. Sími 45810. skák ■ " 1 n Þrjú milli- svæðamót ■ Allt frá árinu 1948 þegar fyrsta millisvæðamótið var haldið i Saltsjöbaden i Sviþjóð og til ársins 1970 þegar mótið var haldið á Mallorka, var aðeins um að ræða eitt milli- svæðamót hverju sinni. Þátt- takendur voru margir, eða kringum tuttugu. Flestum þótti sá fjöldi of mikill og þvi var ákveðið að skipta mótinu i tvennt og fór keppnin fyrst fram með þvi fyrirkomulagi árið 1973. Ekki leið á löngu uns afleiöingin var að tuttugu keppendur voru á hvoru móti um sig! — þannig að breyting- in hafði ekki beinlinis orðið til batnaðar. Áskorendamót i stað einvígja Nú i ár er kominn timi milli- svæðamóta og að þessu sinni hefur FIDE ákveðiö að halda þrjú slik mót og fjórtán keppendur á hverju. Tveir efstu menn á hverju móti halda áfram i baráttunni um að skora á heimsmeistarann og slást þvi i hóp Korchnois og Híibners sem komust lengst i siðasta hring og halda þvi áfram beina leið. Þá er at- hyglisvert að FIDE hefur ákveðið að endurvekja áskor- endamótin i stað áskorenda- einvigjanna, sem þykja nú- orðiö helsti þung i vöfum, þó flestir hafi á sinum tima verið á þvi að þau væru góð til- breyting frá áskorendamót- inu. Alla vega verður þetta áskorendamót haldið á næsta ári og sigurvegarinn á þvi tefl- ir siðan um heimsmeistara- titilinn við Karpov árið 1984. Það er forseti FIDE sem ber ábyrgð á niðurröðun keppenda i millisvæöamótin. Arið 1973 gagnrýndi ég Max Euwe harkalega fyrir niöurröðun hans þá, en fimm af sjö stiga- hæstu mönnum heims tefldu saman á mótinu i Leningrad og var það þvi mun sterkara en hitt. A FIDE-fundi var einnig látið í ljós það álit að Euwe heföi ekki fylgt fyrir- fram ákveðnum reglum við niðurröðunina. Var þetta fært til bókar en þá var bara of seint aö gera nokkuö i málinu. Fyrir þremur árum . - var einnig vesin, þá i sam- bandi viö varamannalistann en skipuiag hans leiddi til þess að fyrra mótið varð mun sterkara en hið siðara. FIDE ætlaði seint að læra. Friðrik ætlaði að hafa allt á þurru... 1 þetta sinn hefur Friðrik ólafsson ætlað sér að hafa allt á þurru og hann veigraði sér þess vegna við að raöa þátt- takendum niður fyrr en úrslit á öllum svæöamótunum lægju fyrir og alveg ljóst hverjir kæmu frá hvaða svæöi. Ennþá vantar þó úrslit frá Vestur-Evrópu en svæða- mótinu fyrir þaö svæði lauk með þvi að fjórir skákmenn uröu efstir og jafnir: ensku stórmeistararnir John Nunn ög’Michael Stean, landi þeirra alþjóðameistarinn Jonathan Mestel og loks hollenski alþjóðameist- arinn John Van der Wiel. Þurftu þeir að keppa aukalega um þrjú sæti á millisvæöamóti og hefur þeirri keppni nú verið frestaö tvivegis, fyrst vegna hollenska meistaramótsins og siöan vegna alþjóðamótsins i London, þar sem allir ensku keppendurnir eru meðal þátt- takenda. Einnig Anatoly- Karpov sem hafði tapað fyrir Yassir Seirawan skömmu áður en úrslit lágu fyrir. I þeirri niðurröðun sem nú hefur loksins verið birt er gert ráð fyrir þvi að Nunn og Van der Wiel komist áfram á milli- svæöamót en annar hvor þeirra Mestels eöa Steans detti út. Með þessum fyrir- vara birti ég hér, seint og um siðir, skipan þátttakenda á millisvæðamótunum i sumar og haust. Mótið á Las Palmas sterkast Las Palmas, 11.-31. júli: Timman, Hollandi, Larsen, Danmörku, Petrosjan, Sovét- rikjunum, Ribli, Ungverja- landi, Browne, Bandarikjun- um, Smyslov, Sovétrikjunum, Psakhis, Sovétrikjunum, Pint- er, Ungverjalandi, Stean eða Mestel, Englandi, Suba, Rúmeniu, Karlsson, Sviþjóð, Tukmakov, Sovétrikjunum, Sunye, Brasiliu og Bouazis, Túnis. Mexikó, 29. júli-??: Portisch, Ungverjalandi, Spassky, Sovétrikjunum, Polugayevsky, Sovétrikjun- um, Balashov, Sovétrikjun- um, Nunn (?) Englandi, Seirawan, Bandarikjunum, Júsupov Sovétrikjunum, Torre, Filipseyjum, Adorjan, Ungver jalandi, Ivanov, Kanada, Hulak, Júgóslaviu, A. Roderiguez, Kúbu, Koutly, Libanon og Rubinetti Argen- tinu. Moskva 7.-26. september: Kasparov, Sovétrikjunum, Belyavsky, Sovétrikjunum, Tal, Sovétrikjunum, Anders- son, Sviþjóð, Cristiansen, Bandarikjunum, Sax, Ung- verjalandi, Gheorghiu, Rúmeniu, Geller, Sovétrikjun- um, Quinteros, Argentinu, Velimirovic, Júgóslaviu, G. Garcia, Kúbu, Murei, Israel, Van der Wiel (?), Hollandi og Reuben Roderiguez. Ég fæ ekki betur séð en aö mótið i Mexikó sé léttast þeirra þriggja og ég fæ heldur ekki betur en að Portisch og Polugayevsky eigi þar lang- besta möguleika. 1 Las Palmas veröur barátt- an hins vegar áreiðanlega mjög hörð, og þaö liggur til aö mynda ljóst fyrir hver er lik- legastur til að koma á óvart: Bouaziz! Hann getur varla annaö. En þó Psakhis sé ekki meðal þeirra stigahæstu þá látið það ekki blekkja ykkur. Maðurinn hefur oröið efstur á .meistaramóti Sovétrikjanna tvö ár i röð.. ! Bent Larsen stórmeistari, skrifar um skák Stærðir: 4,5 fm — 9,5 fm — 14 fm — 19 fm — 23 fm — 26 fm — 31 fm — 37 fm —■ 43 fm — 49 fm. Verið velkomin. HÚTEL LOFTLEIÐIR FLUGLEIDIR Matseðill MENU Hollandse gerookte paling Dutch smoked eel Hollenskur reyktur áll Groentesoep met vermicelli en balletjes Vermicelli soup with vegetables and meatballs Grænmetissúpa með vermicelli og kjötbollum Ossetong met rozijnensaus Huzaraenslatje Ox tongue with raisins sauce Huzar's salad Nautatunga með rúsínusósu Hússara salat Poffertjes Dutch puffs Hollenskar púffur Stuðlatríó leikur fyrir dansi Amsterdamferð í vinning Hollensk blómastemming: 1000 túlípanar frá Amsterdam. Blómaskreyting: Aad Groeneweg, Alaska Breiðholti. Hollenskar kvikmyndir í Auditorium: Lau. 1/5 kl. 13:00 -18:00. Matur framreiddur frá kl. 19:00. Borðapantanir í sima 22321 - 22322 P.S. Gestir okkar fá hollenska postulínsskó við skenkinn og e.t.v. smádropa af þessu hoUenska,... þú veist. NÚ TÖKUM VIÐ FRAM TRÉSKÓNA HOLLENDINGAR ERU KOMNIR í VÍKINGASAL Hollenskir dagar 29/4■ 2/5 - HÓTEI, L0FTLEIÐUM Það verður Uf í tuskunum á HoUendingakvöldum Hótels Loftleiða. HoUenskir harmonikuleikarar, átján manna dansflokkur frá HoUandi, ókeypis happdrætti með Amsterdamferð í vinning á hverju kvöldi, og túlipanar frá Amsterdam.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.