Tíminn - 02.05.1982, Blaðsíða 27

Tíminn - 02.05.1982, Blaðsíða 27
Heimurinn hefur fengið nóg.... af hungri, óréttlæti, stríði. En kennari alls mannkynsins hefur svarað neyðarkalli okkar: Kristur er kominn Hvernig munum við þekkja hann? Leitið að nútima manni sem hefur áhyggjur af nútima vandamálum — pólitiskum, efnahagslegum og félagslegum. Siðan 1977 hefur Kristur komið i sviðsljósið sem forsvarsmaður félagsskapar nokkurs i vel þekktu, þróuðu landi. Hann er ekki trúarleiðtogi, heldur kennari i viðasta skilningi þess orðs. Hann visar okkur veginn út úr vandræðum okkar. Við munum þekkja Hann vegna andlegra krafta Hans, sjónarmiða Hans og ástar Hans á öllu mannkyninu. Hann kemur ekki til að dæma, heldur til að aðstoða. Hver er Kristur? Gegnum alla söguna hefur hópur viturra manna leiðbeint manninum, Meistarar Þekkingarinnar. Þeir hafa fyrst og fremst haldið sig i afskekkt- um eyðimörkum og á fjallstindum, og starfað gegnum lærisveina sina sem hafa lifað meðal mannanna. Þessi skilaboð um endurkomu Krists eru færð með slikum lærisveini sem hefur verið undirbúinn undir starf sitt i 20 ár. í miðju þessa „Andlega Valds” stendur Kennari Alheimsins, Maitreya Lávarður, sem kristnir menn þekkja sem Krist. Og sem hinir kristnu biða endurkomunnar biða Gyðingar eftir Messiasi, Búddistar biða hins fimmta Búdda, Múslimar biða Imam Mahdi, og Hindúar biða Krishna. Þetta eru allt nöfn á sama einstaklingnum. Nærvist hans i heiminum tryggir að ekki mun koma til Þriðju heimsstyrj- aldarinnar. Hvað segir hann? ,,Mitt verk er að sýna ykkur hvernig þið fáið lifað saman i bróðerni. Þetta er einfaldara en þið imyndið ykkur, vinir mínir, vegna þess að hið eina sem til þarf er að þið deilið öllu með ykkur”. „Hvernig getið þið verið ánægð með veröldina .eins og hún nú er: þegar milljónir manna svelta, þegar hinir riku ögra hinum fátæku með rikidæmi sinu, þegar sérhver er óvinur náunga sins, þegar enginn treystir bróður sin- um?” „Leyfið mér að sýna ykkur leiðina fram á veginn þar sem enginn mun liða skort, þar sem enginn dagur er öðrum líkur, þar sem Gleði Bræðra- lagsins birtist i öllum mönnum?” „Miðið gerðir ykkar við þarfir bróður ykkar og leysið vandamál heims- ins.” Hvenær munum við sjá hann? Hann hefur enn ekki opinberað hið rétta eðli sitt, og dvalarstað Hans þekkja aðeins fáeinir lærisveinar. Einn þeirra hefur tilkynnt að Kristur muni brátt viðurkenna hver Hann er, og innan tveggja mánaða mun hann tala til mannkynsins um allan heim gegnum útvarp og sjónvarp. Orð Hans mun hver maður heyra i huga sér, á sinu eigin tungumáli. Án samhjálpar verður ekkert réttlæti! r An réttlœtis verður enginn friður! Án friðar verður engin framtíð. Upplýsingar hjá: Information Center Amsterdam Tara Press Tara Center P.O. Box 41877 59 Dartmouth Park Road 90 University Pl. 1009 DB Amsterdam London NW5 ÍSL New York N.Y. 10003 Hollandi Englandi U.S.A. Tara Center P.O.Box 6001 N. Hollywood CA 91603 U.S.A.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.