Tíminn - 02.05.1982, Blaðsíða 22

Tíminn - 02.05.1982, Blaðsíða 22
Sunnudagur 2. mai 1982 ábókamarkadi (W* IAN NkEWAN HRSTLCVE LASTRFTES W 'IWjíiffcfírfjloHhílcw^iuhwI Red Hatvesf Ian McEwan: First Love, Last Rites Picador 1981 ■ Bók þessi kom fyrst út á Bretlandi áriö 1976, er höfundurinn var aöeins 28 ára, og fékk fádæma góöar viötök- ur. Sföar hefur Ian McEwan meöal annars skrifaö skáld- söguna The Cement Garden sem fékk einnig mikiö lof og nú mun vera komin út ný skáldsaga sem viö höfum enn litlar spurnir af. En hér eru það smásögur. Sögurnar eru átta, svona sirka bát af meöal- lengd, og svosem enginn vandi aö sjá hvers vegna bókin fékk lof. bær eru afskaplega vandaðar að gerð, nákvæm- lega stilaöar (ætli þaö sé ekki oröið) og sérkennileg spenna. Efnið er að ýmsu tagi en Mc- Ewan duflar mikið við alls- konar dularfulla hluti og fyrir- bæri, tilfinningar sem vakna. Imyndunaraflið fær aö leika lausum hala en allt er nú samt bundið i dálitið óvenjulegar skorður. Og kemur rétt huggulega út. Eugene Ionesco: Macbelt Grove Press 1982 ■ Ansi hefur Eugene karlinn Ionesco látið á sjá siöan upp úr 1950 þegar hann var prisaður sem einn upphafsmaöur absúrdismans i leikritun, ásamt Beckett og strákunum, og talinn eiga langt lif fyrir höndum. Nú orðiö eru verk Io- nescos sjaldan á dagskrá hjá hinum stóru og virtu leikhús- um en halda að visu vinsæld- um sinum hjá smærri leikhóp- um — hér er átt við verk eins og Sköllóttu söngkonuna, Stól- ana og fleiri. Hinu verður ekki móti mælt að leikrit Ionescos höfðu mikil áhrif á sinum tima, hann var hreinn og beinn niðurrifsmaöur sem tætti i sig heföbundin gildi i leikhúsinu og smiðaði á rústunum hlægilega gaman- leiki sem eru að visu mis- fyndnir. Hér er kominn útúr- snúningur hans á Macbeth eft- ir Sjeikspir og eins og vænta mátti stendur ekki steinn yfir steini, enda þótt Ionesco haldi að vissu leyti trúnað viö verk Sjeikspirs. I leiknum, sem er frá 1972, veltir Ionesco einkum fyrir sér spurningunni um ein- ræði og vald, litur á Macbeth hinn fyrsta sem gróteskan brandara. Og Macbett annar er að sinu leyti brandari. Dashiell Hammett: Red Harvest Pan Books 1980 ■ Það er laukrétt sem ágætur maður sagöi — það er tæpast til magnaðri byrjun á nokk- urri bók en þessi hér: „I first heard Personville called Poisonville by a red-haired mucker named Hickey Dewey in the Big Ship in Butte”. Þarf að taka fram að Hickey Dew- ey in the Big Ship in Butte kemur ekki meira við sögu? Personville/Poisonville kem- ur hins vegar mjög mikið við sögu. Einkaspæjari er ráðinn þangað af ritstjóra sem er umhugað um að fletta ofan af spillingu og glæpastarfsemi, en þegar spæjarinn kemur á staðinn hefur ritstjórinn verið myrtur. Bók þessi kom fyrst út fyrir 1950, Dash Hammett liggur nokkuð á hjarta, að af- hjúpa skitamóralinn i ame- riskum smábæ, en fyrir okkur, hér og nú, er það stillinn sem mestu varðar. Hammett var fyrstur manna til að skrifa hinn harösoöna stil á glæpa- sögur og það er beinlinis still- inn sem viðheldur spennunni. Persónulýsingar eru þar að auki betur gerðar en vani er nútildags, sannferðugleikinn alger. Hammett gripur aldrei til ódýrra bragöa en fyrir vikið eru bækur hans hreinustu bók- menntaperlur auk þess að vera i fremstu röð reyfara.- Lesum Hammett á nýjan leik! J.F.C. Fuller: The Decisive Battles of the Westcrn World, 480 bc-1757 Paladin Granada 1981 ■ Við kynntum siðara bindi þessa verks Fullers i siðustu viku, Orlagarikar orrustur á Vesturlöndum frá 1757 til og með siöari heimsstyrjaldar. John Terraine hefur ritstýrt báðum bindunum og skrifað skýringar þar sem þess er þörf, fyrst og fremst nánari sögulegar útlistanir. Fuller stendur svo fyrir sinu þar sem sjálfar orrusturnar eru annars vegar, enda var maðurinn margfróður og talinn mikið átóritet i hersögumálum, auk þess að vera áhrifamikill her- fræðingur. Hér byrjar hann á þvi að rekja ýmsar orrustur sem við könnumst mæta vel við, eins og Maraþon og Salamis og heldur siðan sem leið liggur um Rómaveldi, Karþagó, Býzanz, Frakkland, Þýskaland, Bretland og svo framvegis. Frásögn hans er skýr og alþýöleg enda þótt hann fjalli um háfræðileg efni, og þeir sem yfirleitt eru þann- ig gerðir að hafa snefil af áhuga munu hér finna margt við sitt hæfi. Fuller varpar auk þess ljósi á mikilvægi ýmissa bardaga sem fæstir hafa liklega heyrt mikið um, á hinn bóginn fer hann á handa- hlaupum yfir miklar orrustur ef hann telur mikilvægi þeirra fyrir söguna ekki mikiö. Og loks setur hann orrustur sinar ætiö i greinilegt sögulegt og félagslegt samhengi. ■ Bækurnar hér að ofan eru fengnar hjá Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar. Tekið skal fram að um kynningar er að ræða en öngva ritdóma. ■ I Bandarfkjunum og Bretlandi er nú talað um að taka upp nýja viðmiðun I fjárfestingum. Burt með gull, demanta og fasteignir! Innleiðum i staðinn sjaldgæfar bækur! Auðvitað segir enginn þetta i fullri alvöru en staðreyndin er samt sú að sjaldgæfar bækur verða sifellt verðmætari I þessum löndum og standa sig mun betur gagnvart verðbólgunni landlægu heldur en gull eða gimsteinar. Af- leiöingin hefur orðið sú að stöðugt fjölgar söfnurum gamalla bóka og eins og að likum lætur eru fyrstu útgáfur langvinsælastar. Það sem ef til vill er merkilegast er að það eru ekki eingöngu „gamlar” bækur sem seljast við háu verði heldur einnig tiltölulega nýútkomnar. Tökum dæmi af Bretlandi. Arið 1972 kom skáldsaga Richard Adams um kaninur, Watership Down, út i litlu upplagi — 2000 eintök — hjá forlaginu Rex Coll- ings. Flestum að óvörum varð bókin mjög vinsæl og hefur verið endurprentuð ótal sinnum siöan en þeir sem eru svo heppnir að eiga fyrstu útgáfuna i sæmilegu ásigkomulagi geta selt hana fyrir rúmlega 3600 krónur. Sömu sögu er að segja af John le Carré. Árið 1963 gaf Gollancz-forlagið út fyrstu útgáfuna af njósnasögu hans, Njósnarinn sem kom inn úr kuldanum, sem flestir kannast við. Forlagið gerði að visu ráð fyrir þvi að bókin gæti öölast vin- sældir svo fyrsta upplagið var ■ t gömlum og rykföllnum fornbókabúðum Bretlands og Bandarikj- anna eiga sér nú stað lifleg og ábatasöm viðskipti... Fjörug við- skipti í göml- um bökum óvenjustórt miöað við að höf- undurinn var alls óþekktur — 5000 eintök. Engu að siður selst eintak af þessari fyrstu útgáfu nú fyrir liðlega 1260 krónur i Bretlandi og allt að 3600 i Bandarikjunum. En þar með er ekki öll sagan sögð. Le Carré hafði skrifað tvær bækur á undan Njósnaranum sem vöktu litla athygli er þær komu út i u.þ.b. 3000 eintaka upplagi. Þess- ar bækur heita Simtal við hinn dauða og Gæðamorð og vegna þess að þær eru sjaldgæfar seljast þær nú fyrir þrisvar til fjórum sinnum hærra verð en Njósnarinn — ef eintakið er gott. Sérfræðingar i þessu fagi hafa tekið eftir þvi að núoröiö virðast sjónvarpsþættir og biómyndir sem gerðar eru eftir skáldsögum auka verðgildi þeirra að mun. Enginn hafði áhuga á að kaupa fyrstu útgáfuna af bók John Fowles, The French Lieutenant’s Woman fyrr en gerð var kvik- mynd eftir henni en nú er hún mjög eftirsótt. Og vinsældir kvik- myndarinnar hafa auk þess leitt til þess að fyrstu útgáfur af öðr- um bókum Fowles eru einnig mjög eftirsóttar. Fyrir skömmu voru tvö eintök fyrstu útgáfunnar af skáldsögu hans The Collector metin á 40.500 isl. krónur hvorki meira né minna. Það eykur verð- gildi þessara tveggja bóka að annað eintakið er áritað af höf- undi en sé um slikt að ræöa eykst verðgildi viðkomandi bókar um allt að 50%. Vel með farin kápa eykur verðgildið hins vegar um allt að 400%. Af núlifandi breskum höfund- um er Graham Greene hvað eftir- sóttastur, eins og vænta mátti. Sá sem á allar bækur hans i fyrstu útgáfu er á grænni grein. Peter Jolliffe, bókakaupmaður i Oxford á fyrstu útgáfuna af The Power and the Glory og enda þótt bókin sé ekki vel með farin telur hann sig geta selt hana á 21.600 krónur. I Bandarikjunum gildir hið sama, auk þess sem söfnun sjald- gæfra bóka er orðin tiskufyrir- bæri þar I landi. Rithöfundarnir Ray Bradbury og Irving Wallace eru til dæmis miklir bókasafnar- ar. Sá siðarnefndi borgaði i fyrra 15 þúsund krónur fyrir áritað ein- tak fyrstu útgáfunnar af The Thin Man eftir Dash Hammett. önnur fræg glæpasaga The Big Sleep eftir Raymond Chandler er þó enn dýrari, fyrir gott eintak fást rúmlega 25 þúsund krónur og jafnvel John Irvings, sem er meðal yngri höfunda I Banda- rikjunum, seljast við góðu verði. Setting Free the Bears, sem var ein af fyrstu bókum hans, selst nú fyrir tvö þúsund krónur, sé um fyrstu útgáfu að ræða. Bandarikjamenn hafa löngum þótt séðir i viðskiptum og náttúr- lega eru viðskiptasjónarmið ekki siður rikjandi i þessum bransa en öðrum. Það er sem sé um ýmiss konar skattaivilnanir að ræða til þeirra sem leggja stund á þetta og nefna má að bókasafnari nokk- ur gaf bókasafni i heimaborg sinni nýlega safn verðmætra bóka sem hann hafði eytt i 500 þúsund krónum. Þessar 500 þúsund krón- ur dragast svo frá skatti gjafar- ans. Sum fjárfestingarfyrirtæki þar vestra hafa tekið að sér að festa fé i sjaldgæfum bókum fyrir viðskiptavinina og geyma fyrir- tækin þá jafnvel bækurnar svo kaupandinn litur þær aldrei aug- um. Svo er spilað á markaðinn rétt eins og um verðbréf sé að ræða! Og markaðurinn er ekki siður fjörugur og áhættusamur. Um þessar mundir vegnar höf- undum frá fyrri hluta aldarinnar til dæmis heldur illa i Banda- rikjunum, Robert Frost hefur lækkað um 25% siðan fyrir ára- tug, Hemingway stendur með naumindum i stað og William Faulkner sigur hægt niður á við. Ekki er þetta þó algilt. Harmoni- um eftir Wallace Stevens sem kom út árið 1927 selst nú fyrir átta þúsund islenskar krónur og mun yngri höfundar eins og John Up- dike, John Cheever og Saul Bellow hafa gert það næstum jafn gott. Einnig Kurt Vonnegut, Walker Percy og Joyce Carol Oates. Þetta á allt saman við um fyrstu útgáfur. Svokölluð „fyrir- fram” eintök eru þó enn dýrari en það eru eintök sem sérstakir aðil- ar fá i hendur til kynningar áður en prentun hefst á sjálfu upplag- inu. Enda þótt þessi eintök séu sjaldnast i kápu og sum jafnvel óskorin seljast þau mjög háu verðienda eru ekki prentuð nema 50 til 200 eintök oftastnær. Sá sem á slikt eintak af Catcher in the Rye eftir Salinger getur hvenær sem er gengiö að 50 þúsund krón- um visum. En þótt margir standi i þessum viðskiptum af peningasjónar- miðum eingöngu eru sem betur fer aðrir sem hreinlega hafa ást á gömlum bókum. öldruð ekkja seldi fyrir nokkrum vikum siðan áritað eintak sitt af A Tale of two Cities eftir Dickens en það hafði hún geymt eins og sjáaldur auga sins. Henni hafði oft verið sagt að ef hún seldi bókina og ávaxtaði féð gæti hún grætt mun meira.en þá svaraði hún jafnan: „Já, en ég vil miklu heldur lesa Dickens en bankabókina”. Og ef hún hefði á endanum selt á réttum tima sem hún gerði ekki, hefði hún getað lesið báðar bækurnar með jafn mikilli ánægju. Að sjálfsögðu kemur snobbiö til skjalanna i mörgum tilvikum. Það þykir fint að eiga gamlar bækur. Sir William Rees-Mogg, fyrrum ritstjóri The Times sem sjálfur er mikill bókasafnari sagði þurrlega um þetta atriði: „Gamlar bækur láta rika menn lita út fyrir að vera vitra og vitra menn lita út fyrir að vera rika...” TIME og Sunday Times, —ij endursagði

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.