Tíminn - 02.05.1982, Blaðsíða 30

Tíminn - 02.05.1982, Blaðsíða 30
30 Sunnudagur 2. mai 1982 ).R.R.TOLkÍeN hríö prófessor i ensku viö háskól- ann i Leeds en 1925 fékk hann stööu viö háskólann i Oxford. Gegndi hann þeirri stööu allt til ársins 1959 aö hann fór á eftir- laun. Tolkien þótti allmerkur málvisindamaöur enda var mál- kennd hans meiri en flestra koll- ega hans og hann gaf einnig út og rannskaöi ýmsar bókmenntaperl- ur forn- og miöalda, til dæmis Gawain og græna riddarann og Bjólfskviöu. Bækurþær sem hann skrifaöi frá eigin brjósti hafa þó skyggt á alla fræðimennskuna sem von er. 1930 mun hann hafa byrjað aö skrifa Hobbit, eða segja Hobbit börnum sínum. Þetta er hreint og klártævintýrimeö töframönnum, dvergum, drekum og tröllum auk þess sem Tolkien fann upp þjóö- flokkinn Hobbita sem eru litlir menn og kannski breiðir um mitt- iö, værukærir og friösamir og ekki ævintýramenn. Einn þeirra, Mr. Bilbó Baggins er þó lokkaöur af staö i ævintýri. Ariö 1936 féllst hinn kunni útgefandi, Sir Stanley Unwin á að gefa bókina út eftir að tiu ára gamall sonur hans hafði lesiö hana og skrifaö eftirfarandi ritdóm: „BilbóBaggins var Hobbit sem bjó i' Hobbitaholunni sinni og fór aldrei i ævintýri, loksins sann- færðustGandálfur töframaður og dvergarnir hann um aö fara. Hann haföi mikiö aö gera að berj- ast við góblina og varga. aö lok- um komust þeir til einmana fjallsins, Smaug, drekinn sem gætti þess var drepinn og eftir ofsalegan bardaga viö góblinana komst hann heim aftur — rikur! Þessibók, með kortum, þarf eng- ar myndir hún er góö og ætti aö höföa til allra krakka milli 5 og 9 ára.” Tolkien-fárið Sripur um sig Raunin hefur aövisu oröið sú að Hobbit höfðar til fleiri aldurs- flokka og er ein þeirra bóka sem mest hefur selst i veröldinni. Er seinni heimsstyrjöldin skall á var sonur Tolkiens kallaöur I herinn og komiö fyrir i Suöur-Af- riku. Tolkien byrjaöi þá aö skrifa handa honum sögu, The Lord of the Rings, sem hann sendi smátt og smátt til að skemmta syninum. Sú bók var gefin út árið 1954 og vakti ekki mikla athygli i fyrstu. Það var i raun- inni ekki fyrr en á miðjum sjö- unda áratugnum að hún varö fræg ea. bá höfðu Bandarikja- menni látið heillast af henni. Einkum vai' það ungt fólk i há- skólum Vesturheims sem hreifst af bókinni — þaö greip um sig al- gert fár og stofnaöir voru aödá- endaklúbbar Tolkiens, timarit voru gefin út og bókmennta- fræðingar runnu á bragöið. Smátt og smátt breiddist þetta æði út um heiminn allan og stendur að vissu leyti enn, þó ákafinn sé ef til vill öllu minni. Tolkien varö þrumu lostinn er hann uppgötvaði hversu frægur hann var orðinn, hann haföi ekki friö á heimili slnu fyrir aödáend- um sem vildu spjalla viö hann um Hobbita, töframenn og dverga, fá eiginhandaráritun eða bara lita hann augum. Þau Edith fóru á timabili i felur til aö hafa friö enda geröust þau nú ellimóö og höföu ekki orku til aö standa i þessu vesini. Edith lést áriö 1971 og Tolkien sjálfur tveimur árum sfliar, þá áttatíuogeins árs aö aldri. Þaö er sonur hans, Christopher, sem hefur siöan séö um útgáfu á óbirtum verkum og auk þess haldiö úti minjagripa- söiu af ýmsu tagi svo mörgum gömlum vinum Tolkiens þykir nóg um. Annálar yfir þúsundir ára! The Lord of the Rings er ævin- týri rétt eins og Hobbit þó seinni bókin sé mun lengri og umfangs- meiri en hin fyrri. Aftast i siöasta bindinu voru hins vegar viöbætur upp á rúmar 120 siður sem sýndu I fyrsta sinn hvað raunverulega var á feröinni i verkum Tolkiens. Þarna voru mörg og nákvæm kort yfir veröld ævintýrisins, rakinn ferill helstu þjóöa og þjóöflokka sem viö sögu koma, listar yfir kónga þeirra i ótal ættliöi.annálar sem spanna tugþúsundir ára, ættartölur aöalpersónanna, ýtar- legar skýringar á timatali og loks ennþá ýtarlegri skýringar á tungumálum, skrift og fram- buröi. Margir aödáenda Tolkiens hafa áfellst hann fyrir þetta, með þessu sé hann að flækja sjálft ævintýrið án þess nokkur ástæða sé til en þessir aödáendur gera sér ekki g-ein fyrir þvi hvert var aöalatriöiö fyrir Tolkien. Hann var aö smiöa sér heim, fyrir sjálf- an sig fyrstog fremst. Og til þess aö hann gæti sjálfur lagt trúnað á veröld sina varö hún aö vera full- komin, ná yfir alla þætti sem hugsastgat. Sagan varð aö vera á hreinu — og að baki sögunnar: goösagan, sem skýrö er i The Silmarillion — hátterni og útlit þjóöanna, málin og mállýskurnar sem þær töiuöu og svo framvegis. Tolkien hafði snemma byrjað að fitla viö aö búa sér til tungumál og fleiri en eitt og fleiri en tvö og nefna má að öll nöfn sem koma fyrir ibókum hans fylgja forsend- um viðkomandi tungumáls út i ystu æsar. Auðvitaö er þaö ekki hver sem er sem semur svona bækur, eöa býr til svona heim. Þaö má nefna nokkra þætti sem verk Tolkiens eru ofin úr. Gandálfur kominn úr Eddukvæðum 1 fyrsta lagi sjálft ævintýriö. Khakid WtAR. Ha*AT> \ H A RADWAITH [suthirlandJ Far HaAAP ■ Veröld Tolkiens, Miðjörö. Þangaökomu álfarog menn úr vestriog þar bjuggu tröll, hobbitar, drekar og skrimsli. 1 Miöjörö gerast sögurnar um Hobbitann og Lord of the Rings. I Þessa mynd tók Snowdon lávarður af Tolkien er hann var tekinn aö gamlast. Þaömætti helst ætla aöhann væri eitt af trjánum. ,,Já,” sagöi Arndis Þorbjarnardóttir, sem talaö er við hér á siðunni aö framan, „hann vildi Hta á sig sem hluta af náttúrunni. Ef hann væri enn á lífi og i fullu ^jöri værihann án efa haröur forystumaður Grænfriðunga...” Tolkien haföi unun af ævintýrum dvergum sfnum, auk þess sem af öllu tagi og flutti áriö 1939 merkan fýrirlestur um eöli ævin- týra sem sumir vilja taka sem inngang aö bókum hans. Hér er hvorkistaður né stund tilaðsegja frá kenningum hans, og náttúr- lega standa ævintýri hans og ann- arra fyrir sinu, óstudd. En hitt má taka fram aö efniviö I ævin- týrisin sóttiTolkien lýmsaráttir — enskar og irskar þjóösögur, evrópsk sagnkvæöi og norræna goöafræöi. Hann var til dæmis mjög vel heima I Eddukvæðum og fékk úr Völuspá nöfn á flestum þaöan er tekiö nafniö á sjálfum Gandálfi sem meö nokkrum rétti má telja aöalpersónu bæöi Hobbitans og Hringadróttins- sögu. Þaö er Gandálfur sem leiöir baráttuna gegn Sauron útsendara hins illa, les: Melkors, sem eitt sinn var heilagur viö hirö hins eina. Þá erþaö augljóst af bókun- um að Tolkien hefur yndi af aö segja sögu,ævintýri,og gerir þaö aukinheldur listavel ef menn á annað borð hafa smekk fyrir þvi- likum bókmenntum. 1 öðru lagi skulum viö nefna ást Tolkiens á náttúrunni sem ætiö er nálæg í bókum hans og hann litur á sem lifandi afl. Eins og kemur fram I samtali við Amdisi Þor- bjarnardóttur, sem fylgir þessari samantekt,elskaði Tolkien gróöur jarðar innilega og undi sér sjald- an betur en er hann reikaöi um ósnortna náttúru, skóga, mýrar og heiðalönd. Þykja lýsingar hans á náttúrunni i bókunum bæði fallegar og eins gerðar af miklu næmi fyrir hinu lifandi er flestum er tamast að lita á sem dautt. Ai lintulinda Lasselanta... Tungumálaáráfta Tolkiens hefur þegar veriö nefnd. Hann var feykilegur málamaöur og kunni óliklegustu tungumál, þar á meðal oæöi islensku og finnsku sem viröist hafa höföað mikiö til enskumælandi málasénia um þessar mundir: Joyce læröi lika eitthvaö hrafl i finnsku og dreifði tvistogbastum Finnegans Wake. Og Tolkien Iét sér sem fyrr segir ekki nægja aö læra þau tungumál sem fyrir voru,heldur bjó sér til sin eigin. Þá dugöi ekki aö gera sér einvörðungu grein fyrir upp- byggingu málsins til aö geta búið til sannfærandi nöfn, eöa mynda fáein lykilorö — nei, þetta voru heil tungumál sem Tolkien bjó til meö miklum orðaforða og ná- kvæmum málfræðireglum. Hann byrjaði mjög ungur að fást við þetta og hélt þvi áfram allt til • dauðadags, sifellt aö betrumbæta og breyta þó enginn gæti lesið nema hann einn. Hann varheldur ekki gamall þegar hann fór aö yrkja á þessum málum og var sist óánægöari meökvæöi sin á til aö mynda álfamáli heldur en hin sem hann orti á ensku. Ætli séu ekki einhverjar brennandi tilfinn- ingar, þrár, I þessu litla ljóöi hér: Ai lintulinda Lasselanta Pilingeve suyer nalla ganta Kuluvi ya karnevalinar V’ematte singi Eldamar. Getur einhver ráöið hvaö þetta þýöir? Þá ersá hinn sami fýrstur manna til þess... Lifsflótti? Að lokum : hvað verður til þess aö einhver sest niður og smiðar sér þvilikan heim eins og Tolkien? Orðið Hfsflótti skýst undir eins upp i hugann eitthvað á þessa leiö: maöur sem þolir ekki eöa illa þann heim sem hann hræristlleitar aöútgönguleið.býr til annan heim sem hann skilur betur. Nú er það að visu svo að Tolkien kunni mæta vel við sig i sinum „raunverulega” heimi, hinumakademiska heimi Oxford- skólans og var þar að auki býsna glaður I sinu einkalifi. Ætli sé ekki skýringar aö leita i persónu Hobbitanna Bilbös og Fródós? — en sá siöarnefndi kemur ákaflega viö sögu I The Lord of the Rings. Tolkien sagði sjálfur og oftar en einu sinni, að hann ætti margt sameiginlegt meö þessum kumpánum tveimur og þaö má til sannsvegar færa. Hannvar, eins og þeir, heimakær rólyndis- maöur, sem kunni hvaö best við sig fyrirframan arininn með pi'pu imunnvikinu eöa aö hann skrapp út að fá sér bjórkollu með félög- unum og spjallaöi um heima og geima. En jafnframt blundaði i honum rik ævintýraþrá, hann vildi gjarnan fara i önnur lönd, reyna eitthvað nýtt, kannski upp- lifa li'fshættu. Ekki er gott aö vita hvort hann hefði fariö út á þessa braut þó hann heföi haft tækifæri til, á þaö reyndi ekki því hann fékk aldrei tækifæri til. Það kom enginn Gandálfur og engir dverg- ar til aöhrinda honum af staö, svo hann upplifði I staöinn sin ævin- týriíbókum og smiöaði sér annan heim þar sem hættur voru á hverju strái og hið illa áþreifan- legtog nálægt.en góövildin einnig til, kærleikur, ást, fegurö og allt þaö! Auk þess næg ástæöa til aö veita mörg þúsund ára gömlum minnum mannsins útrás. Spjallaði timunum saman við Hobbita, álfa og dverga... Hvers vegna Tolkien gekk svo langt I heimssmíðinni sem raun ber vitni er aftur önnur saga en eflaust eru margir honum þakk- látir fyrir: heimssmiö af þessu tagi höföar llklega til ótrúlega margra. Sjálfur liföi hann ekki siður I „nýja” heiminum en hin- um gamla er hann var tekinn aö eldast og heimurinn býsna klár hugsaði hann oftar út frá sögu og goösögu „nýja” heimsins en hins gamla. Hann átti til aö spjalla timunum saman við Hobbita, álfa, dverga og goöumlika menn og náttúrlega heyröi hann einn þær samræður. En hann skráði á bók það sem þeir sögöu honum. —ij tóksaman.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.