Tíminn - 02.05.1982, Blaðsíða 19

Tíminn - 02.05.1982, Blaðsíða 19
Sunnudagur 2. mai 1982 •w ° * 19 heitir Deutsch-Danisches Wissenschaft- liches Institut, ég ætla að fara i hana og heimta peninga handa yður til að skrifa þessa ritgerð. Hvað þurfið þér marga mán- uði til aðskrifa hana?” Kamban segir: „Ég veit það nú ekki, ég þarf náttúrulega að saf na gögnum og lesa allt sem ég get fundið bæði á dönsku og islensku um þetta og svo aðskrifa ritgerðina”. Þetta endar með þvi að þessi visindamaður útvegar Kamban styrk úr einhverjum þýskum visindasjóði, þúsund krónur á mánuði i sex mánuði. Orsakir orðrómssins? En svo fylgir böggull skammrifi: Kamban þarf að sækja þessar þúsund krón- ur i hverjum mánuði upp á Dagmarhus, þar sem eru höfuðstöðvar þýska veldisins, þýsku hernámsstjórnarinnar i Kaup- mannahöfn. Kamban verður þetta smám saman ljóst og hann segir við mig: Þetta er ákaflega hættulegt fyrir mig, sú saga kemst á flot að ég sæki i hverjum mánuði peninga upp á Dagmarhus og enginn veit fyrir hvað. Það er þetta sem verður honum að falli. Þaðer vitaðeftir á aðDanir tóku úr gluggum hinum megin við götuna mynd af hverjum dönskum manni og útlendingi sem gekk inn i þetta hús, og þar á meðal var Kamban. Þeir njósnarar sem Danir höfðu i kringum Dagmarhús vita að Kamban sækir þangað peninga i hverjum mánuði og eng- inn veit fyrir hvað. Þetta held ég að hafi orðið honum að falli. Þegar þýski herinn leggur niður vopnin og gefst upp i Kaupmannahöfn og danska neðanjarðarhreyfingin tekur við býr Kamban á Hotel Pension Uppsala i Upp- salagade i Kaupmannahöfn. Þangað koma þrir menn og segja við hótelvörðinn: „Við erum sendir hingað til að sækja föðurlands- svikarann sem hér er, hvar er hann?” Þá svarar þessi danski portneri: „Ja, það hlýtur að vera herra Kamban, hann var að setjast til borðs þarna.” Þetta er klukkan tólf á hádegi og Kamban var nýsestur til borðs með dóttur sinni. Þessir menn sem eru með einhverja frelsisliðaborða um arminn og skammbyssurnar i hendinni ganga að honum og spyrja hvort hann sé herra Kamban. Kamban játar þvi, og þeir skipa honum að koma mér sér. Þá spyr Kamban: „Hver gerir boð eftir mér?” Hann meinar náttúrulega — er það lögregla eða einhverjir ótindir strákar, ef það er lögregla fer ég nátt- úrlega með en ef það eru einhverjir strákar sem ætla að pynta mig i ein- hverjum kjallara fer ég hvergi. Þá svará þeir: „Það varðar.yður ekkert um!” „Þá fer ég ekki með ykkur,” svarar Kamban, „ef þið ekki segið það.” Og þá segir þessi ungi maður: „Þetta er alvarlegt mál, herra Kamban, ef þér ekki komið undireins með og hlýðnist þá skjótum við.” Og þá krossleggur Kamban armana á brjóstið og segir þá: „Skjótið þér þá,” og dettur senni- lega ekki I hug að þeir dirfist að ganga svo langt. En þessi ungi maður lyftir hendinni og skýtur hann beint i ennið og Kamban hnigur dauður niður. „Herr Kamban er lige blevet skudt” Á þessu hádegi borðaði ég hjá kunningjum minum úti i Kaupmannahöfn. Um klukkan eitt eða hálf tvö hringi ég i þetta pensiónat, Uppsala, og spyr eftir Kamban: „Ma jegfa lovat tale með Kamb- an,” segi ég. Þá er svarað: „Det kan De vist ikke.” „Og hvers vegna ekki,” segi ég. „Herr Kamban er lige blevet skudt.” „Meinið þér að hann sé dáinn,” spyr ég. „Ja”. „Og hvar er likið hans.” „Likið hefur verið flutt á spitala, ég held á Bisbe- bjerghospital, öll lik þennan dag eru flutt þangaðundireins.”Áeftirhugsa ég: Ég fer þangað, ég vil sjá hvað hefur verið gert við Kamban, ég fer og heimta að fá að sjá likið. Svo ég fer rakleitt upp á þennan spitala, hitti lækniogsegi viðhann: „Ég er nánasti islenski vinur Guðmundar Kamban i Kaup- mannahöfn, ég vil fá að sjá hvað hefur verið gert við hann.” Og þá segir hann við mig þessi danski læknir: „Við viljum ekki neita yður um að sjá lik herra Kambans, en við ráðum yður til þess að láta það biða, þvi áhverristunduerveriðað henda likum inn i þessi sömu húsakynni. Allt flýtur i blóði og þetta er sjón sem þér gleymiðaldrei,” segir hann. „En þegar búið er að þvo likiö og ganga frá þvi eins og best verður gert, þá er yður velkomið að koma og sjá það.” Þetta var nú þennan dag sem Kamban dó. Svo kom ég nokkrum dögum seinna með dóttur hans og við fengum að sjá likið. Þá var náttúrulega búið að þvo það og ganga frá þvi eins vel og hægt var og þá sá maður að hérna hafði kúlan farið inn, beint i ennið á honum. Hilmar Foss — Á þessum árum i Kaupmannahöfn fæst þú eitthvað við ritstörf sjálfur, skrifar meðal annars leikrit. Já, ég skrifaði eitt leikrit úti i Kaup- mannahöfn á þessum árum. Það hét Hilmar Foss og var nokkru siðar gefið út heima i Reykjavik. Ég sýndi náttúrlega Kamban það og hann gaf mér meðmæla- bréf til Torkild Rose sem var forstj. Dag- mar-leikhússins. Ég f'ór með bréfið og leik- ritið til hans og hann las hvort tveggja, tók þvi vel og sagði við mig:„Égskalsýna þetta leikrit ef Paul Reumert vill leika höfuðrull- una i þvi. Ég held ég grúi ekki neinum öðr- um fyrir þvi."Svo fór ég i burt um haustið, til Þýskalands, og þá fékk ég bréf frá Reu- mert, ákaílega vingjarnlegt bréf og þar stóð meðal annars:„Min fyrsta hugsun þegaréghafðilesiðleikritið varað það ætti að sýna, en við nánari athugun finnst mér að það njóti sin ekki i þvi formi sem það hefur nú. Ég ráðlegg yður að athuga það betur og ef yður svo sýnist breyta þvi." Svo missti ég sjálfur áhugann á þessu leikriti minu, fannst það ekki vera nógu þroskað verk og gerði ekki framar neina tilraun til að fá það leikið. Þegar ég kom næst heim var ég um tima leiðbeinandi leikhússins hér og formaður Leikfélagsins i eitt ár, en þó gerði ég enga tilraun til að fá það sett á svið, ég bjóst heldur ekki við að það yrði þannig leikið að ég kæröi mig um það. í Himnaríki með Kamban og Jóhanni Sigurjónssyni — 1919, þegar þú ert enn i Höfn deyr Jó- hann Sigurjónsson fyrir aldur fram. Er hann þér að einhverju minnisstæður frá Hafnararunum? Við hittumst nokkrum sinnum i stærri hópi, en ekki þannig að það yrði nein við- kynning með okkur. Eitt sinn borðuðum við saman, Jóhann, kona hans, Kamban og ég. Það var haustið 1917 þegar Kamban var ný- kominn frá Ameriku. Þá komum við inn á kaffihús klukkan ellefu að morgni dags, Kamban og ég, inn á svokallað Himnariki sem var ákaflega vinsæll staður á þeim tima. Þar lágu til dæmis islensk blöð. Og þar situr Jóhann Sigurjónsson og kona hans og þeir Kamban heilsast með miklum feginleika og ástúð, höfðu þá ekki sést i tvö ár. Jóhann býður okkur að borðinu til þeirra og þeir verða sammála um að nú skuli þeir borða saman á hádegi. Jóhann var ákaílega hreint lifandi maður og mikið fjör i honum og kæti,.. Já, við skulum borða saman, við skulum borða á ódýrri knæpu, ég elska að borða ódýrt!” sagði Jóhann. Svo förum við að tala saman, en maður fann að undir niðri bjó einhver skáldarigur, ekki sist frá Jóhanns hálfu til Kambans Jó hanni var um og ó að hafa þennan yngri mann á hælunum á sér, honum hefur ef til vill þótt sem hann ætti að sitja einsamall að sinni frægð i Danmörku og sérstaklega sem leikritaskáld. Svo Jöhann fór að vera dálit- ið ónotarlegur við Kamban og jókst orð af orði, þannig á endanum stóð Kamban upp og við kvöddum. Þá sagði kona Jóhanns eitthvað á þessa leið: „Ja, þeim þykir á- reiðanlega væntum hvorn annan, það er nú bara þannig að þeir geta ekki sést án þess að fara að rifast.” Tveimur árum siðar veiktist Jóhann svo af spænsku veikinni og dó af einhverjum eftirköstum hennar. eh staðreyuá Fyrir ári síðan hófum við framleiðslu á erlendum hljómplötum á íslandi. Þessi framleiðsla sýndi ogr sannaði að henni fylgdu margir kostir. * I fyrsta lagi í lækkuðu verði og þeirri staðreynd að þ>ær eru stöðugt fáanlegar í hljómplötuverslunum. Síðast en ekki síst her að nefna að nú getum við boðið uppá hljómplötur sem eru á hraðri leið upp vinsældarlista erlendis. Þær fjórar plötur sem hér eru kynntar eru dæmi um þ>að. FunBoy3 Vafalaust eru Fun Boy 3 ein athyglisverðasta hljómsveit sem fram kom á síðasta ári. Smjör- þefinn af sérstæðum stíl þekra fengum við að kynnast í laginu “The Lunatics (have taken over the Asylum)" og nú með laginu “It aint what you do (It's the way thatyou doit) Fun Boy 3 er hljómplata sem hefur að geyma þessi tvö frábæru lög og 9 önnurísama klassa. Huey Lewis & The News Huey Lewis og hljómsveit hans tilheyra þeim hópi hljómsveita sem skyndilega skjóta upp kollinum og sigla beint á toppinn. Lagið “Do You beheve in Love“ hefurnú tekið stefnuna á topp bandaríska vinsældarhstans og er örugg- lega bara hið fyrsta af mörgum góðum lögum þessarar plötu, sem á eftir að njóta mikilla vin- sælda. Láttu þvi ekkiþessa eldhressu plötufara bamhjá þér. Mike Oldfield Plata Mike Oldfield ernú Í3. sætiíslenska vins ældarhstans og 7. sætiþess enska. Sérstaklega er þó lagið “Five Miles Out“ vinsælt hér sem armarsstaðar. Tvimælalaust Iangbesta plata Mike Oldfield ílangan tíma. Jona Lewie Það hefur tekið hann 3 ár að fullgera þessa plötu. Árangurinn er óvenjuleg og bráð- skemmtilegplata sem inniheldurm.a. hið feiki- vinsæla laghans “Stop the Cavalry" ogfleirílög iþeim dúr, t.d. lagið “Ithinkl'llgetMyHaiicut“ sem örugglega verður ekkisíður vinsælt. mljomdeild WftKARNABÆR laugavegi 66 Glæsibap — AusitifsUirii r Simi frá skioiiboröi 6S0SS itdnorhf Símar 85742 og 85055

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.