Tíminn - 02.05.1982, Blaðsíða 12

Tíminn - 02.05.1982, Blaðsíða 12
12 Sunnudagur 2. mai 1982 „Helmingi meiri?” spyr sá sænski gáttaður. „Já, helmingi fleiri réttir á kalda borðinu” segir hótelstjór- inn. Jaha” segir sá sænski og hristir hausinn um leið og hann sest niður. Með matnum er borið alkó- hóllaust hvit- eða rauðvin en mjög strangar reglur gilda um brennivin um borð, raunar er reglan aðeins ein „Ekkert brennivin”. Gaumgæfilega er leitað á mönnum um leið og þeir koma úr landi m.a. lyktað úr rakspiraflöskum og ef eitthvað finnst þá er viðkomandi um- svifalaust sendur i land aftur og þar með lýkur hans ferli i oliu- vinnslunni. Sem fyrr segir getur pallurinn hýst 500 manns með góðu móti en mannskapurinn býr i tveggja manna rúmgóðum káetum sem allar eru með sturtu. En hvernig er fyrir oliumann að koma um borð? Ef pallurinn er staðsettur :.á oliusvæðinu þá kemur mannskapurinn um borð meö þyrlu og að meðaltali lenda 40þyrlurá tveimur þyrluvöllum pallsins daglega ef hann er t á oliusvæðinu. Mannskapurinn er skráður og fær úthlutað káetum og plássi i björgunarbát, siðan er ætlast til að maður setji sig inn i öryggisreglur um borð og aö maður geti fundið björgunar- bát sinn hvar sem maður sé staddur á pallinum. Æfingar i þessu sambandi eru haldnar reglulega. „Þessi pallur er einn sá ör- uggasti sem til er nú. Eftir Al- exander Kjelland slysið komumst við i nokkuð sérstaka afstöðu hvað öryggismál varðar” segir Björn Hauge yfirmaður örygg- ismála um borð i Ibsen. „Eftir allt þá var Kjelland slysið hið versta sem gerst hef- ur á oliusvæðunum og málið varð mikið tilfinningamál i hug- um fólks og við erum jú systur- pallur Kjelland.” „Það var ekki bara að gera viðeigandi ráðstafanir i örygg- ismálum, heldur var pallurinn einnig styrktur aukalega þannig Tíminn I heimsókn á olíupallinn Henrik Ibsen: FLJÓTANDI HÓTEL FYRIR 500 GESTI ■ Oti I firðinum fyrir utan Stav- anger i Noregi liggur nú oliu- pallurinn Henrik Ibsen, systur- pallur Alexander Kjelland sem hvolfdi fyrir 2 árum. Henrik Ibsen er svokallaður hótel-pallur og i rauninni er hann fljótandi hótel fyrir 500 gesti. Blaðamaður Timans átti þess kost að koma um borð i pallinn sem Phillips hefur nú á leiguoglæturliggjainni á firðin- um þar sem fyrirtækið hefur ekki verkefni fyrir hann nú og of dýrt er að hafa hann úti á oliu- svæðinu. Eigandi pallsins er Stavanger Drilling. Ferðin hefst I höfninni i Stav- anger, skinandi sólskin er og bliöa er haldið er af stað út á pallinn. Báturinn sem ferjar okkur heitir Eivindvik og einn norðmaðurinn segir mér að það muni hafa verið sá staður sem Eirikur rauði lagði upp frá i Noregi er hann sigldi til islands. Mannvirkið Ibsen virðist ekki viðamikið úr f jarlægð en er bát- urinn kemur að þvi skagar það 50 m yfir sjávarmáli, nokkuö áhrifamikið en alls er pallurinn 70 m hár, og 90 m á breiddina. Er við komum um borð er fyrst boðið til hádegisverðar en alls eru 16norrænir blaðamenn i þessari för. Ekkert fimm stjörnu hótel i heiminum mundi skammast sin fyrir matinn.en þar er um að ræða annarsvegar tvo heita rétti. lax og glóðar- steiktar nautalundir með öllu tilheyrandi eða þá viðamikið kalt borð. Einn af sænsku blaðamönnun- um spyr „hótelstjórann” með vantrú i röddinni hvort þetta sé venjulegur matur um borð eða hvort þetta sé svona aðeins af þvi að við erum i heimsókn. „Nei þegar við erum úti á oliu- svæðinu er maturinn helmingi meiri”, segir hótelstjórinn. ••Aldrei að sesja aldrei Timinn í oiiubæ Noregs Stavanger w ■ „Ef þessi ritvél getur það ekki, þá — fjandinn hafi það — er það ekki hægt.” Þannig byrjar Tom Robbins eina af skáldsögum sin- um en þar á hann við vél af gerð- inni Remington SL3 sem er svo fullkomin, að hans sögn, að þú þarft aöeins að hugsa stíft til að vélin spýti út úr sér einni og hálfri þéttskrifaðri siðu á fimm sekúnd- um sléttum. Min fyrsta hugsun er aö verkið veröi yfirleitt alls ekki hægt að vinna á þá vél sem ég hamra nú á, en „verkið” er oliuvinnslan i Noregi. Vélin er af geröinni Kovac, straumlinulöguð og falleg áferöar, en þvi miður alltof hæg- geng fyrir þá hröðu og villtu vél- ritun sem þarf til að koma verk- inu til skila á réttan hátt. Þá á ég við að allt sem viðkemur oliu- vinnslu í Noregi er svo viðamikiö og stórt i sniöum á mælikvarða mörlandans að það er hreint og beint hugarbrenglandi og eina leiðin fyrir mig er að festa þaö á blað i hvelli, I fljótandi bjór og camel-orgiu, senda það heim, og hugsa ekki meira um máliö. Auöurinn sem Norðmenn pumpa upp úr oliusvæöumsinum I Norðursjónum nemur um 38 milljörðum nkr. á ári um þessar mundir en magniö er um 50 milljónir tonna af oliu auk mörg hundruð milljdna rúmmetra af gasi. Til að pumpa þessu upp þarf borpalla og þvi er við hæfi að byrja þetta „feröalag” I Arabiu Noröurlandanna, hjá Norwegian Contractors i Stavanger sem smlða yfir 60% borpallanna. Leiðsögumaður minn er Terje Jonassen, hávaxinn ungur maður, dökkhærður meö skegg og gleraugu. Við byrjum með þvi að fara út á byggingasvæðið þar sem búiö er að byggja nærri helming af undirstööu pallsins. Veöriö er ágætt, þungskýjaö.milt og ofurlit- ill regnúði. Mannvirkiö sem risið er má llkja viö, aö svona átta stöövar- húsum við Búrfell hefði verið hlaðið upp á Laugardalsvellin- um! Meðan viö stöndum á útsýnis- palli sem byggöur hefur verið til þess aö gestir fái augum barið þetta risavaxna mannvirki segir Terje aö aðeins einni þjóð sé meinaður aðgangur að byggingarsvæðinu. Það eru Japanir. Aöur en bannið var sett á komu þeir i kippum hingaö, klyfjaðir myndavélum og stálu hugmyndum villt og galiö. Statfjord B pallurinn er af svo- kallaðri Condeep gerö, þ.e. hefur steyptar undirstöður. Undir- stöðurnar sjálfar eru samsettar af 42 sellum, sem æti'ð munu verða fullar af oliú og vatni til aö pallurinn haldi jafnvægi. Þessar sellur verða um 70 metra r á hæð og til aö gefa smá hugmynd um umfang þeirra má nefna aö smiöajárniö I þeim er nóg til aö byggja fimm Effel-turna. Þrjár af þessum sellum byggjast upp og verða fætur pallsins sem sjálft dekkið hvilir á en alls er pallurinn 275 m á hæð, og 840 þús. tonn að þyngd. Kostnaðurinn við verkið mun nema um 10 milljöröum nkr. „Framtiðin er að byggja pall sem getur staðið á 300 m dýpi en sá pallur yrði á hæð við Effel- turninn” segir Terje meö fjar - rænt blik i augunum. Frumgerð sllks palls hefur þegar verið hönnuð en hann er af svokallaðri „þrifótargerð” þaöer fæturnir þrir koma saman i einn fót um 70 metra undir dekkinu: og mynda þrihyrning eða pýra- mida. Með slikum palli yrði hægt aö bora norður af 62 breiddar- gráðu. Eitt stórt vandamál er við byggingu Þrlfóts, 220 m dýpi þarf að vera til staðar til að hægt sé að setja hann saman og það finnst varla á hentugum staö i Evrópu en pallarnir eru byggöir á þann hátt að fyrst eru undirstöðurnar reistar i þurrkvi siðan eru j>ær dregnar út á djúpt vatn og sökkt þar til aöeins 6 m standa upp úr sjónum. Þá hefst bygging fótanna og eftir þvl sem þeir hækka er byggingunni sökkt dýpra. Er búið er að byggja fæturna er dekkinu, sem smlðað erá öðrum stað, siglt yfirtoppinn áfótunum og fest þar við. Aðspurður um hvert Norðmenn hafi sótt hugmyndir sfnar við byggingu borpallanna segirTerje með stolti I röddinni að Norðmenn séu frumkvöðlarnir á þessu sviöi, aðrir sæki hugmyndir til þeirra og raunar eigi hann von á rússneskri sendinefnd I fyrramál- iðsem ætliaðkynna sérmálin hjá NC. „Raunar er i dag fræðilegur möguleiki á þvi að viö munum byggja palla fyrir Rússa en þeir hafa mikinn áhuga á oliuleit I Barentshafi.” segir Terje. öryggiskröfur sem gerðar eru til borpallanna hafa aukist gifur- lega eftir Alexander Kjelland slysið. NC voru með fjóra bor- palla i smlðum árið 1975... „gull- áriö okkar” segir Terje með söknuði I röddinni.... nú er aöeins einn borpallur i smiðum hjá þeim ensamteruþeir með jafn mikinn mannskap við það verk og þeir voru meö 1975. Þetta er bæöi vegna þess að Statfjord B pall- urinn er stærri en pallar sem NC hefur áður byggt en einnig að stórum hluta vegna aukinna krafna um öryggi. „Okkar pallar eru byggðir með það fyrir augum aö standast 100 ára ölduna” segir Terje og bætir við sem skýringu „öldu sem er 30 m á hæð”. Phillips Það félag sem var fyrst til að vinna oliu I Norðursjó er Phillips petroleum 66 en félagiö hóf til- raunaboranir þar i' byrjun sjö- unda áratugarins og fram til árs- ins 1969 boruðu þeir 30 þurrar holur. A þvi ári tök félagið á- kvörðun um að bora aðeins eina holu til viðbótar og snúa sér síðan aö einhverju ábótasamara. Þessi hola reyndist lykillinn aö dyrum paradisar þvl hún leiddi I ljós að meiri oliu var þarna að finna en nokkurn haföi áður dreymt um. Þrem árum seinna var vinnslan komin i fullan gang hjá þeim. Svæðið var Ekofisk en þaðan koma i dag um 60% af allri oliu sem Norðmenn vinna og pumpar Phillips upp um 400.000 tunnum á dag af oliu auk gassins sem nem- ur yfir 900 millj. rúmfeta á dag. Aðalblaðafulltrúi Phillips er Sander Y. Bull-Gjertsen. Hann hefur tiltölulega nýlega tekið við þessari stöðu, fyrir tæplega ári, en hefur á þessum tima oft verið kallaður inn á teppið hjá forstjór- unum fyrir að vera of opinskár við blaðamenn. Sá sem hann leysti af hólmi var I daglegu tali nefndur páfagaukurinn meöal blaöamanna og ætti sú nafngift að skýra sig sjálf en hann hætti I stöðunni, að eigin sögn, vegna þessa að hann fékk ekki aö gegna starfi sinu á réttan hátt, var að- eins málpipa forstjóranna. Sander er miðaldra vörpulegur náungi, glaölegur, einlægur og opinskár, segir raunar nokkrum sinnum að þetta og hitt megi ekki hafa eftir honum. Okkur leikur m.a. forvitni á að vita hversvegna talan 66 er i nafninu Phillips Petroleum 66. Sander hlær við og segir að svo framarlega sem ég veit þá er hún tiíkomin vegna þess að aðalbæki- stöð félagsins liggur við þjóðveg 66 i Oklóhóma i Bandarikjunum, eða að nafnið var ákveðið 6.6. dag ársins eða að forstjórinn var 66 ára er nafnið var ákveðið og svo framvegis. Sem fyrr segir hefur Phillips byggt upp Ekofisk svæðið en til þess hafa farið fleiri þúsundir milljóna dollara og nú eru þar 11 fastar byggingarsamstæður, bor- pallar, geymsluþrær og vistar- verur fyrir mannskapinn sem vinnur að vinnslunni. Frá þessu svæöi hafa verið lagðar gasleiðsl- ur til tveggja staða i Evrópu, Emden I Þýskalandi og Teesside I Englandi. Aðspuröur um hagnað Phillips af oliuvinnslunni brosir Sander og segir að sú tala sé svo há að hann geti aldrei haldið henni i kollinum á sér langan tima I einu en hagnaðinn má mæla i milljörðum króna á ári. Hinsvegar séu skattar mjög miklir af þessari vinnslu og borgar fyrirtækiö þannig 80% af nettótekjum i skatta. Hjá Phillips vinna nú 2560 manns i Noregi þar af 1800 út á sjó en allt i allt vinna um 45 þús. manns beint eða óbeint að oliu- vinnslu i Noregi. Stærstur hluti þeirra 1800 manna sem vinna út á sjó eru fag- lærðir menn og nú er vinnunni háttað þannig að unnið er i 12 daga, 12 daga fri, unnið i 12 daga, 24 dagar fri og siöan hefst sami hringur aftur. Unnið er á 12 tima vöktum. Mikil eftirspurn er eftir vinnu út á sjó og fær fyrirtækiö að meðaltali 10 umsóknir um hvert starf sem það auglýsir laust til umsóknar en komiö hefur fyrir aö 100 umsóknir berist um hvert starf. Þetta er bæöi vegna hárra launa og mikilla frlðinda sem starfsmenn njóta, bæði hvað varðar ýmiskonar fyrirgreiðslu svo og góð lán sem hægt er að fá hjá fyrirtækinu. Lægstu laun út á sjó fyrir þaö sem kallað er roustabout eöa ó- faglærðan mann sem stússar i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.