Tíminn - 02.05.1982, Blaðsíða 25

Tíminn - 02.05.1982, Blaðsíða 25
Sunnudagur 2. mai 1982 / Þeir lyktuðu af krám og of mörgum hægri fundum. 9. mars 1979 kom Ut smáskifan Strange Town. Hún sýnir nýja hlið á Jam og sannfærði alla um að Weller myndi aldrei „sánda” eins og Genesis. í ágúst kom svo út önnur smáskifa When You’re Young með rokkútgáfu ai' Smithers-Jones á B-hliðinni sem sýndi enn frekar hvers var að vænta. 1 október sá siðan Setting Sonsdagsins ljós jafnframt þvi að þeir gáfu lagið Katon Rifles út á smáskifu. Á Setting Sonseru fjög- ur lög sem öll eru tengd með þema. Þemað varð upprunalega til sem efni i bók sem Paul og Dave Weller ætluðu aö skrifa. Það fjallar um þrjá menn sem einusinni voru vinir en þegar þeir tóku að eldast uröu skoðanir þeirra og áhugamál ólik og þeir tóku að f jarlægjast hver annan. Thick As Thieveser inngangurinn og fjallar um upphaf vináttunnar. Siðan kemur Wasteland sem fjallar um þegar vináttunni er lokið. Þá kemur Burning Sky og aðlokum Eaton Rifles.Eitt besta lag plötunnar að minu áliti er Pri- vat Hell sem fjallar um úttaug- aða eiginkonu og húsmóður: Think of Edward, still at college, You send him letters that he doesn’t acknowledge, Cause he don't care, they don’t care, Hugsaðu um Eðvarð enn i skóla / Þú sendir honum bréf, / sem hann litur ekki á / Þvi honum er sama, þeim er sama, Plötunni lýkur svo á gömlu lagi frá Motown plötuútgáfunni. Þetta er lagið Heat Wave sem Supremes gerðu vinsælt i gamla daga. Þetta lag er ekki mjög áberandi þarna en samt sem áður er þetta upphafið aö nokkru sem átti eftir að hafa mikil áhrif á tón- list Wellers og þar með Jam. A næstu plötum og þá aðallega þeirri nýjustu eru áhrif svartar soul-tónlistar orðin mjög rikj- andi. Gjöfin 1 mars 1980 kom út smáskifan Going Undergroundsem fór beint i 1. sæti breska vinsældarlistans strax á útgáfudegi. Þetta var i fyrsta skipti i sjöár sem það hafði gerst. í ágúst sama ár kom siðan önnur smáskifa Startsem einnig skaust beint i 1. sæti. Það var siðan i október 1980 sem breið- skifan Sound Affects kom út. Platan er svolitið þyngri en Sett- ing Sonsog við fyrstu áheyrn svo- litið fráhrindandi. Efni laganna er þó svipað t.d. veldi peninganna i Pretty Green: This is the pretty green — this is society — You can’t do nothing — unless it’s in the pocket Þetta eru þessir fallegu grænu — þetta er þjóðfélagið---Þú getur ekkert gert — nema þú eigir þá i vasa þinum. Sound Affects tókst ekki að fylgja vinsældum Setting Sons eftir né heldur tókst smáskifunni Funeral Pyre það en hún kom út sumarið 1981. Það var þvi ekki fyrr en smáskifan Absolute Beginnerskom út haustið 1981 að þeim tókst að komast aftur á vin- sældarlista. í byrjun þessa árs gáfu þeir út smáskifuna Town Called Malice sem loksins náði svipuðum vinsældum og Eaton RiflesogStart höfðunáð. Nú fyrir skömmu kom siðan á markaðinn breiðskifan The Gift. Þar eru soul-áhrifin nær þvi búin að yfir- taka Who-áhrifin i tónlistinni, hlustið t.d. á lagið Precious. Þeir hafa fengið til liös við sig tvo blás- ara trompetleikarann Steve Nicholog saxafónleikarann Keith Thomas. Þetta er að minu áliti besta plata Jamtil þessa og þrátt fyrir aðtónlistin hafi mikið breyst eruyrkisefnin enn hin sömu. Tök- um sem dæmi lagið Just Who Is The 5 O’clock Hero? My hard earned dough goes in billsandthelarder, And that Prince Philip tells us we gotta work harder. Peningarnir sem ég hef unniö fyrir hörðum höndum fara allir i reikninga og salt i grautinn / og svo kemur þessi Filipus prins og segir að við verðum að vinna meira. Stolið þýtt og skrumskjælt. vika. Laus staða Staða sérfræðings innan læknadeildar Háskóla tslands er laus til umsóknar. Gert er ráð fyrir að stöðunni verði ráðstafað til tveggja ára. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Umsækjendur skulu hafa lokið háskólaprófi og er læknis- menntun ekki skilyrði. Umsókn fylgi starfsáætlun á sviði rannsókna i læknisfræði. Jafnframt fylgi umsögn þess kennara innan læknadeildar sem umsækjandi hyggst starfa með þar sem fram komi staðfesting þess að starfs- aðstaða sé fyrir hendi og að annar kostnaður en laun sér- fræðingsins verði greiddur af viðkomandi stofnun eða deild. Nánari upplýsingar veitir forseti læknadeildar. Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn sinni rækilega skýrslu um visindastörf sin^ritsmiðar og rannsóknir, svo og námsferil sinn og störf. Umsóknir skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavik, fyrir 26. mai n.k. Menntamálaráðuneytið, 26. april 1982 Sendum öllu vinnandi fóiki tii iands og sjávar bestu árnaðaróskir i tiiefni af 1. maí EIMSKIP SÍMI 27100 25 Zetor og Ursus eigendur athugið Eigum fyririiggjandi Varahluti í Zetor og Ursus VtlAl5€Ce Sundaborg 10 — Simar 8-66-55 & 8-66-80 r-j Húsnæðisstofnun rwi ríkisins LJ Tæknideild Laugavegi 77 R — Sími 28500 ÚTBOÐ Vogar, Vatnsleysuströnd Stjórn verkamannabústaða, Vatnsleysu- strandarhreppi óskar eftir tilboðumi bygg- ingu raðhúss við Leirdal 2-6 Vogum. íbúðirnar verða þrjár, samtals 1170 rúmm. og skal skila fullbúnum 31. mai 1983 Afhending útboðsgagna er á hreppsskrif- stofu Vatnsleysustrandahrepps og hjá Tæknideild Húsnæðisstofnunar rikisins frá miðvikudeginum 5. maí n.k. gegn kr. 2000.- skilatryggingu. Tilboðum skal skila til Tæknideildar Hús- næðisstofnunar rikisins eigi siðar en fimmtudaginn 20. mai n.k. kl. 14.00 og verða þau opnuð að viðstöddum bjóðendum. f.h. Stjórnar verkamannabústaða Tæknideild Húsnæðisstofnunar rikisins. Sendið oss pantanir yðar sem fyrst LANDSSMIÐJAN Riykjavík SÚG- þurrkun Eins og undanfarin ár smíðar Landssmiðjan hina frábæru H-12 og H-22 súgþurrkunarblásara Bldsararnir hafa hlotið einróma lof bænda fyrir afköst og endingu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.