Tíminn - 02.05.1982, Blaðsíða 5

Tíminn - 02.05.1982, Blaðsíða 5
Sunnudagur 2. mai 1982 5 B isfirðingar fara til móts við bátinn sem flutti Hannibal fanginn frá B Fangaverðir Hannibals sjálfir Ieiddir I fangeisi. Bolungarvik. kauplækkun og ákvað félagið samstundis að svara þeim með afgreiðslubanni. Atvinnu- rekendur þessir voru Bjarni Fannberg og Högni Gunnarsson, og hófu þeir aukinheldur nýja herferð gegn séra Páli Sigurðs- syni en Hannibal segir að sá sem lagt hafi á flest ráð f herbúðum atvinnurekenda — þó hann kæmi sjaldan fram opinberlega til að byrja sem fulltrúi þeirra — hafi verið Halldór Kristinsson, læknir. Logaði nú allt i deilum á Bolugnarvik um sinn. Högni og Bjarni voru ungir menn og kappsfullir og ekki á þvi að láta undan verkalýðsfélaginu, enda þótt aðrir atvinnurekendur hefðu ekki fylgt i fótspor þeirra og • lækkað kaupið. Dró nú til tiðinda þeirra sem sögulegust þóttu i þessari deilu, er Hannibal Valdi- marsson kom til Bolungarvikur sunnudaginn 26. júni 1932. Hafði hann ákveðið að kynna sér að- stæður og vera verkalýðsfélaginu til aðstoðar en fékk óbliðar mót- tökur. Daginn eftir skrifaði hann kæru til sýslumannsins á Isafiröi og segir þar m.a.: „Undirritaður fór i gær kl. 1.30 e.m. með e/s Gunnari áleiðis til Bolungarvikur. Var ég, ásamt nokkrum farþegum héðan úr bænum, i för með Karlakór Isa- fjarðar, er ætlaði að halda sam- söng fyrst i Bolungarvik og siðan i Súðavik samdægurs. „Bjartur, hrintu honum út!” Þegar ég kom til Bolungarvik- ur, gekk ég á land ásamt söng- mönnunum, án þess að hafa tal af nokkrum manni. Fór ég heim til Agústs Eliassonar og var þar boðið að biða eftir kaffi. Þáði ég það og þá kom þangað meðan ég beið eftir kaffinu, Ólafur Pálsson, framkvæmdastjóri Djúpbátsins. Er kaffið var komið á borð, kom mannfylking mikil niður með húsinu og staðnæmdist fyrir dyr- um úti. Siðan var barið að dyrum. Var það Högni Gunnarsson, og spurði hann Agúst, sem fór til dyra, hvort Hannibal Valdimars- son væri þar staddur. Er þvi var játað, voru gerð boð fyrir mig. Fór ég þá út i gang, er var fyrir framan stofu þá, er ég var i. Spurði ég Högna um erindið, og kvað hann bát biða min með vél i gangi við öldubrjótinn. Væri á- kveöið að taka mig og flytja mig til ísafjarðar. Svaraði ég þvi að ferðaáætlun min væri sú, að hlýða á samsöng hjá Karlakór Isa- fjarðar og fara siðan með sama skipi til Súðavikur. Mundi ég ekki breyta þessari ferðaáætlun ó- neyddur. Bjóst ég þá til að snúa inn i stofuna á ný, en þá gaf Högni þessa skipun: „Bjartur, hrintu honum út!” Fékk ég þá hrindingu að aftan frá, og komst þannig að raun um að þar hafði verið settur maður að baki mér til þessa starfa. Bar ég nú hönd fyrir höfuð mér eftir mætti og reyndi að losa mig af þeim, er gerðust til að halda mér, er út kom. Urðu þar ryskingar nokkrar, og tók ég þar votta að þvi, að ég væri með ofbeldi fluttur burt. Nefndi ég þar sérstaklega til Pétur Sigurðsson. Spyrnti ég við fótum alla leið út götuna og er á brjótinn kom, var mér hótað þvi, að mér yrði kastað i sjóinn, ef ég sýndi mótþróa. Var mér siðan hrint niður i bátinn og var það nokkurt fall. Var siðan haldið af stað og mér haldið, meðan íarið var frá brjótnum. Bilaði (stöðvaðist) siðan vélin i ölvi, en svo hét báturinn, og var þá éftir árangurslausar tilraunir við að fá hana i lag, komið með annan bát og var ég tekinn af tveim mönn- um og settur (eftir nokkrar stimpingar) yfir i hinn bátinn. Að öðru leyti var mér engin áreitni sýnd á leiðinni. Er báturinn var svo bundinn við Norðurtangabryggju (á ísaíirði) kom lögregluþjónninn, Jón Finnsson yíir i bátinn og lýsti þvi yfir aö bátverjar væru teknir fastir. Fylgdum við siöan lög- regluþjóninum upp i fangahús.” Gagnsókn ísfirðinga Þegar fréttist af handtöku Hannibals til lsaljarðar var verið aðhalda fund i sjómannaielaginu þar og fjölmenntu sjómanna- félagsmenn niður að bryggju, og fóru auk þess út á bát, til að tryggja að bátverjar sem höl'ðu Hannibal i haldi gengju ekki úr greipum lögreglunnar. Var þeim sýnd róleg og þegjandi litilsvirð- ing og voru siðan sem fyrr og seg- ir fluttir i fangahúsið. Þar sem sýslumaður var ekki i bænum er þetta gerðist var þeim þó fljót- lega sleppt. Klukkan niu þetta sama kvöld héldu svo Isíirðingar, með Hanni- bal i broddi l'ylkingar, til Bolungarvikur á vélskipinu Gunnbirni. Voru alls um 40 manns á skipinu og jafnvel búist við mótspyrnu i Bolungarvik en til þess kom ekki. Jóhannes Teits- son, oddviti kom þó niður á bryggju og bað menn að halda ekki fund vegna æsinga, en bát- verjar fullyrtu að þeir væru hinir rólegustu og hófst fundur um málið klukkan tiu i Góðtemplara- húsinu. Fundurinn stóð til að ganga þrjú um nóttina og urðu umræður mjög heitar þó allt færi friðsam- lega fram. Af hálfu verkalýðs- sinna töluðu m.a. Hannibal, séra PállSigurðsson ogGuðmundur G. Hagalin, en Jóhannes Teitsson, Halldór Kristinsson, læknir, o.fl. héldu uppi vörnum fyrir atvinnu- rekendur. Urðu þeir að láta i minni pokann, þótt þeir viður- kenndu það ekki þar og þá. Fundur þessi hafði mikil áhrif á almenningsálitið i þorpinu, enda segir Hannibal að málstaður at- vinnurekenda — og einkum þeirra Bjarna og Högna — hafi verið illverjandi, þar sem kaupiö á Bolungarvik hafi verið mun lægra en gerðist annars staðar á Vestfjörðum, og var þó hvergi hátt. Blaðið Skutull á Isafirði nefnir sem dæmi um ranglætiö að kvennakaupið á Isafirði hafi verið fariö að slaga upp i karlakaupið á Bolungarvik! Lyktir deilunnar Hérverður þessi deila ekkirak- in nánar en lyktir urðu þær að félag þeirra Högna og Bjarna gekk að kröfum verkalýðsíélags- ins eftir töluvert stapp og var af- greiðslubanni þá létt af þvi. Vest- fjarðasambandið tók málið að lokum að sér og samdi við félag þeirra tvimenninga. Var þetta fyrsti stórsigur verkal'ólks á Bolungarvik og örvaði það náttúrlega mjögtilfrekari átaka. Baráttunni var auðvitað alls ekki lokið. Það tók islenskt verka- fólk marga áralugi að ná mann- sæmandi kjörum og jaínvel enn i dag berjast þeir sem lægst hafa launin i bökkum. Dagurinn 1. mai hefur áreiðanlega gegnt miklu hlutverki i baráttusögu verka- lólks, stappað i það stálinu og hvatt þaðfram á veginn. Nú segja sumir —eins og lesa má i íylgiriti Helgar-Timans, Timanum: „Ég nenni ekki i kröl'ugöngu.” Verkafólkið á Bolungarvik heföi áreiðanlega nennt i kröfugöngu, ef slikar hefðu verið farnar, og Hannibal, sem þetta er allt haft eftir, hefur sjaldan látið sig vanta... —ij tók saman eftir frásögn Ilannibals Valdimarssonar. Hrrrnxkór Kvcnskór.. (íotuskór.. Sportskór. ikirnnrús.sj Ikirnnhnlir Aímælisafeláttiir Torgið áum þessar mundir 5 ára af- mæli. í tilefni þessara tímamóta hjóðum við ýmsar vörutegundir á sér- stöku afmælisverði. (julkibuxur............ 175,- Kvenblússur............ 245,- Strifrnbelti............ 35,- Sportuxur.............. 350,- Mini-pífupils........... 295, - Herraskvrtur............ 95,- Ihindklæði............ 29 Kvennærbuxur.......... 23 Frottésokkar.......... 15 Gnrn.................. 12 Barnupeysur........... 99 Bnrnabuxur........... 145 1977—1982 o -Xustursrræri 10 sinu: 27211

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.