Tíminn - 02.05.1982, Blaðsíða 24

Tíminn - 02.05.1982, Blaðsíða 24
i JSS||- * %, 1 ■ Aragrúi hljómsveita varð til i Englandi i „tónlistarsprenging- unni” 1976 sem sibar var kölluð New Wave. Þó voru aðeins þrjár hljómsveitir sem stóðu upp úr þ.e. Sex Pistols, Clash og The Jam.Ungt fólk hefur alltaf haft átrúnaðargoð og þvi vantaði ný- bylgjuna goð. Johnny Rotten var sjálfkjörinn en ævi Sex Pistols var stuttsvo staðan varð fljótlega laus. Clash höfðu ekki nægilegt fylgi svo Joe Strummer fengi stöðuna og þvi kom hún i hlut Paul’s Welleri Jam.l dag er Jam ein af vinsælustu hljómsveitum Bretlands ef ekki sú vinsælasta. Komi út plata með hljómsveitinni fer hún beint i fyrsta sæti enska vinsældarlistans strax fyrstu vik- una, en það leika einungis hljóm- sveitir eins og Stones, Ledi Zeppelin og Genesis eftir. í upphafi... Sögu Jammá rekja allt aftur til ársins 1972. Þá kynntist Paul Weller Steve Brooks en þeir gengu i sama gagníræðaskólann i heimaborg sinni Woking. Þeir fóru að spila saman ballöður i' stil Simon og Garfunkel. Fyrsti staðurinn sem þeir komu fram á var Woking’s Workingsmen’s Club og sá faðir Paul’s John Wellerum að bóka þá. Hann var þá múrari en varð seinna um- boðsmaður þeirra og er honum helst að þakka að Jamer til enn i dag. Þeir Paul og Steve kynntust nokkrum mánuðum siðar skáld- inu David Waller en hann var á svipuöum aldri og þeir þ.e. rétt rúmlega fermdur. Waller spilaði á gitar svo Paul skipti yfir á bassa. Það sem hljómsveitina vantaði nú var aðeins nafn og trommuleikari. Nafnið kom einn dag er andinn kom yfir Paul við morgunveröarboröið og hljóm- sveitin var skirð Jam. Trommu- leikarinn kom litlu siðar i formi Paul Richard Bucklers. Hann er þremur árum eldri en Weller og hafði spilað áður með bróður sin- um þó aðallega i bilskúrum. Hljómsveitin æfði á fullu en nokkrum mánuðum siðar ákvað David Waller að hætta og snúa sér eingöngu að ljóðlist. Um mitt ár 1974 hittu þeir Bruce Foxton sem þá var i hljómsveitinni RITA. 1 byrjun spilaði hann á git- ar en þegar Steve Brooks hætti til þess að opna hljómplötuverslun skiptu þeir Paul um hljóðfæri. 1976 var án efa happa ár fyrir Jam.Það var þá sem nýbylgjan skall á. Þó Jam væri aldrei sönn ,,punk”-hljómsveit hjálpaði þessi bylting þeim til að ná vinsældum. Jam ólikt öörum nýjum hljóm- sveitum þessa timabils afneituðu aldrei arfleifð sinni frá tónlist 6. áratugarins t.d. The Who, The Beatles og The Kinks. Paul Weller heyrði lagið My Generation á K-Tel plötu 1974 og eftir það varö hann mikill aðdá- andi The Who og Townshend. Jam voru öðruvisi en punkhljóm- sveitirnar einnig að þvi leyti að þeir klæddust samkvæmt tisku 6. áratugarins og voru þvi snyrti- legir ungir menn (Mods) i stað skitugra punkara. Plötusamningur Ekki leið á löngu þar til Jam gerðu samning við hljómplötu- fyrirtæki og 29. april 1977 kom fyrsta smáskifa þeirra In The City út hjá Polydor. Lagið er ein- falt að uppbyggingu og aö miklu leyti i samræmi við timann sem það kom út á. Mánuði siöar kom út fyrsta breiðskifa þeirra sem einnig ber nafnið In The City. Platan inniheldur lög með mjög misjöfnu efni allt frá reiði út i þjóðfélagið til ástarsorgar. Það leyndi sér ekki strax i upphafi hve mikill listamaður Pa.ul Weller er bæði sem texta- og lagasmiður. Jam voru ekkert að fela áhrif 6. áratugarins á tónlistina og höfðu tvö gömul lög á plötunni Slow Down eftir Larry Williams og Batman themeen það lag spiluðu Who mjög oft á tónleikum. Þó Paul Weller liti ekki á hljómsveit- ina sem punkhljómsveit þá til- einkaði hann lagið Sounds From The Street þessum hræringum. The U.S.A.’s got the sea, yeah, but the British kid’s got the streets. Bandarikin eiga höfin, / en bresku krakkarnir eiga göturnar. En Weller kemur viöar við og i laginu Time For Truth gagnrýnir hann rikisstjórn Callaghans og i Bricks And Mortar ræðst hann á heimabæ sinn Woking og segir: While hundreds are homeless, they’re constructing a parking space. Þegar hundruðir eru heimilis- lausir, / gera þeir bilastæði. Margir töldu plötuna aðeins endurgerð á plötunni My Generation með Who og satt er það að margt er likt með þessum plötum. Sumir gagnrýnendur gengu jafnvel svo langt að kalla þá „nýja Who”. Sem svar við þessari gagnrýni gáfu þeir út smáskifuna (This Is) The Modern World i október 1977. Don’t have to explain myself toyou, Don’t give two fucks about your review. (Ég) þarf ekki að útskýra neitt fyrir þér, / (Mér) er skitsama um ummæli þin. Þeir urðu þó að breyta orðinu „fucks” i „damns” til þess að útvarpsstöðvar i Eng- landi vildu spila það. Sú útgáfa var einnig notuð á breiðskifuna i Bandarikjunum. Eins og áður var getið voru Jam það sem almennt er kallað Mods. Þeir notuöu t.d. breska fánan (Union Jack) mikið t.d. á barmmerki o.fl. en fyrir það voru Modararnir þekktir á 6. ára- tugnum. Þessu urðu þeir þó að hætta i lok ársins 1977 til þess að verða ekki bendlaðir við breska nýnasistaflokkinn National Front sem þá var mikið farið að bera á og notaði Union Jack mikið i áróðursskyni. Modern World komst á topp breska vinsældalistans og Jam komu fram i Top Of The Pops en fyrir það voru þeir gagnrýndir af mörgum sem töldu Top Of The Pops aðeins vera skallapopps- þætti. Flestir voru þó ánægðir með þetta framlag þeirra og biðu spenntir eftir næstu breið- skifu frá þeim sem út kom i októ- ber 1977. Hún heitir This is the Modern Worldeins og smáskifan. Margir urðu fyrir vonbrigðum með þessa plötu og Weller varð mjög sár yfir þvi hve slæma út- reið hún fékk hjá sumum gagn- rýnendum. Þeir höfðu unnið lengi að henni og þeir hofðu reynt að leggja sem mesti hana þrátt fyrir mikið álag. Þeir höfðu tekið upp tvær breiðskifur og farið i hljóm- leikaferðir um Bandarikin, Evrópu og Bretland allt á einu ári. Nú stóðu þeir frammi fyrir þvi að gera aðra plötu sem ekki yrði eins og sú fyrri en yrði samt að fylgja vinsældum smáskifanna eftir. lleit sinni snéri Weller jafn- vel allt aftur til þess tima þegar hann söng ballöður á fyrstu árum sinum sem tónlistarmaður. Þetta voru lög eins og I Neet You (For Someone)og Tonight At Noonen þó voru á plötunni venjuleg dans- lög i stil Non-Stop Dancin t.d. Here Comes The Weekend og plötunni lýkur svo á gömlu lagi eftir Wilson Pickett Midnight Hour spiluðu þúsund sinnum hraðar en upprunalega útgáfan. Endurkoma Vegna hinnar slæmu útreiðar sem The Modern Worldfékk fóru meðlimir hljómsveitarinnar að efast um hvort þeir ættu að halda áfram. Það var föður Paul’s John Weller aö þakka að þeir gerðu það. Ekki bætti úr skák að smá- sklfan News Of The Worldsem út kom 24. febrúar 1978 náði engum vinsældum. Tvö lög af þremur á plötunni eru eftir Bruce Foxton, News of the World og Innocent Man. Astæðan var sú aö Paul Weller átti á þessum tima i mikl- um erfiðleikum með að finna lagasmiðum sínum farveg. Vegna alls þessa komu þeir ekki fram i Englandi i hálft ár i von um að „gamla” Jam gleymdist og nýjú lögin yrðu ekki dæmd með titli til gömlu laganna. I ágúst 1978 gefa þeir siðan út smáskifuna David Watts / A-bomb In Wardour Street. Þessi skifa og þó sérstaklega lagið A-bomb sem er eftir Weller, (David J'Watts er gamalt Kinks-lag eftir Ray Davies) sýndi glöggt að Jam var kom- in aftur endurnærð og til i allt. Á þvi hálfa ári sem liðið var frá útkomu siðustu smáskifu þeirra höfðu þeir farið i tónleika- ferð til Bandarikjanna og samið þar mikið af nýjum lögum. Þegar heim kom tóku þeir upp nýja tiu- laga breiðskifu en um það leyti sem David Watts / A-bomb kom út ákváðu þeir að hætta við útgáfu hennar og gera aðra. Sum lag- anna af þessari plötu komu þó út siðar t.d. The Night eftir Bruce Foxton sem er á B-siðu smáskif- unnar Down In A Tubestation At Midnightsem út kom um svipað leyti og breiðskifan. Onnur héldu sæti sinu á plötunni s.s. A-bomb, Billy Hunt, To Be Someone (Didn’t WeHave A Nice Time)og It’s Too Bad. AU Mod Cons kom að lokum út i október 1978. Hún er ólik öllum öðrum plötum hljóm- sveitarinnar að þvi leyti að hún er öll miklu rólegri og rómantiskari. Weller sagði um hana i viðtali aö hann verði að hætta að semja svona tónlist þvi annars endi hann með þvi aö veröa eins og Genesis. Eitt af rómantisku lög- unum er t.d. lagið English Rose sem að minu áliti er með þvi besta sem Weller hefur samið. Það er samiö i Bandarikjaferð- innitil unnustuhans Gill. Upphaf- lega átti lagið að vera á hvorugri plötunni og þess er ekki getið i lagalista plötunnar svo það hefur verið ákveðið á siðustu stundu að hafa það með. No matter where I roam, I will return to my English Rose, For no bonds can ever keep me from she Hvertsem ég fer, / sný ég aftur til ensku rósarinnar minnar, / þvi engin bönd geta haldið mér frá (hún) henni. Þrátt fyrir rómantikina er ádeilan alltaf aðal atriðið. Lög eins og t.d. Mr. Clean, To Be Someone og Down In A Tube- station en það var eins og fyrr segir gefið út á smáskifu en náði ekki vinsældum vegna þess að B.B.C. neituðu að leika þaö vegna þess sem fram kom i textanum. I first felt a Fist and then a Kick, They smelt of pubs and too many right wing meetins Fyrst fékk ég högg og siðan spark

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.