Tíminn - 02.05.1982, Blaðsíða 16

Tíminn - 02.05.1982, Blaðsíða 16
Sunnudagur 2. mai 1982 ■ Fyrr i vctur flutti Kristján Aibertsson ioks heim til islands eftir að hafa dvalið mestanpart ævi sinnar I útlöndum. Kristján var skóiapiltur I Reykjavik árin fyrir fyrra striðið, sigldi til Kaupmannahafnar 1917 oghefur sfðan verið meðannan fótinn erlendis — i Berlin, Paris, New York og fleiri heimsborgum. Menn eru stundum kallaðir heimsborgarar, Kristján Albertsson hlýtur að vera einn slikur. Og hann man sannarlega tvenna ef ekki þrenna tima bæði I islandssögunni og Evrópusög- unni — bjartsýnisöldina fyrir fyrra striðið, upplausnarárin milli striðanna og öld hraða og múgmennsku eftir seinna striðið. Hann er brunnur af fróðleik og sögum og getur sagt frá eigin kynnum af ótal andans mönnum og öðru stórmenni, sem margir hverjir eru aðeins nöfnogóskýrar myndir isögubókum fyrir mina kynslóð. Og ekki nóg uin það. Það er mikil hátiö að eiga viðtal við Kristján Albertsson. Hann er sannur listamaöur liins talaða máls.Nú á tima þegar tafs og humm og ha er daglegt brauð blaðamanna og málfar fólks verður æ fátæklegra er mikil uppörv- unaötala viðmann semorðar hugsanir sinar jafnörugglega og skýrt. Ég þurfti ekki aðhnika til mörgum oröum eða setningum þegar ég skrifaöi viðtalið upp. Andinn er heill og hraustur þó Kristján sé kominn á niræðisaldur og sjónin farin að daprast mjög. Þaðsem hér fer á eftirer aðcins fyrrihluti viðtalsins við Kristján Albertsson. Hér segir hann meðal annars írá Iffi skólapilta i Reykjavik á fyrstu tugum aidarinnar, frá stúdentalifi I Kaupmannahöfn, kynnum sinum af Jóhanni Sigurjónssyni, Einari Benediktssyni, Guðmundi Kamban og grimmum örlögum þess síöasttalda. Siðari hluti viðtalsins kemur svo á prent eftir viku og þar ber meðal annars á góma feröa- lög Kristjáns um Evrópu millistriðsáranna, viðkynningu þeirra Maxfms Gorkis, dvöl Kristjáns i Berlín á tima þriðja rikisins en þar hittí hann Knut Hamsmi þegar norska stórskáldiö var á leiötil fundar við Hitler. Og þá er aðeins fátt eitt taliö. — Ætli þaðsé ekki eðlilegast, Kristján, aö byrja á þinni tilurð eins og sagt er. Þú ert fæddur á Akranesi sumariö 1897, ekki satt? Jú, foreldrar minir bjuggu þar og ég fæddist þar og var þar fyrstu árin. Til Reykjavikur kom ég svo fjögra ára gamall og man eiginlega ekki neitt að ráði eftir mér annars staðar, þannig að ég tel mig vera alinnuppIReykjavik. Einsog lög gera ráð fyrir var ég þar i barnaskóla og slðar I Menntaskólanum gamla i Reykjavlk og varö stúdent þaðan 1917. Um þessi ár er ekki annað aö segja en það að þau voru mjög ánægjuleg ár, að öðru leyti en þvl að ég missti fóður minn ungur, 1911, sama ár og ég var nýgenginn inn I skóla. A skóláár- unum átti ég marga góða vini, bæði I minni ætt og lika af minum skólabræðrum og skólasystkinum, svo ég tel mig hafa átt mjög ánægjulega ævi á þeim tima. „Mér fannst ég finna til” — Hverja manstu helsta af þlnum bekkjarfélögum úr Menntaskólanum? Bekkjarfélagar minir urðu eiginlega flestir merkir menn, þetta var dálítið merkilegur bekkur. Viö vorum þarna saman I bekk Vilhjálmur Þ. Gíslason, seinna útvarpsstjóri sem kunnugt er, Skúli Guöjónsson sem varð prófessor I Dan- mörku, Gústaf Adolf Jónasson sem varö lögfræðingur, Emil Toroddsen sem var bæði málari og tónlistarmaður og mikill listamaöur, Jón Thoroddsen yngri, sonur Skúla Thoroddsen, Gunnar Viðar, seinna bankastjóri, Svavar Guömundsson sem varð bankastjóri lika, Arni Guðnason sem var dúxinn I bekknum alla tið og um langan aldur einn af bestu enskukennurum I Menntaskóla Reykjavikur. Fleiri ágætir menn voru þarna, þetta var ákaflega á- nægjulegur hópur af góðum mönnum sem urðu mér samskipa I þessum bekk. Nú, af öörum skólabræörum minum man ég ákaflega vel eftir Sigurði Grimssyni, hann var mikill vinur minn og mesta ljóð- skáld Menntaskólans á þeim tlma og gaf seinna Ut litla kvæðabók, þótt kannski yrði minna úr skáldgáfu hans en efni stóðu til. — Þaö var Siguröi Grimssyni sem „fannst hann finna til” og þú gagnrýndir þessa ljóðlínu hans I ritdómi? Menn skrifa óvarlega og kannski full harðort eða neyðarlega þegar þeir eru ungir, samanber það sem fornskáldið seg- ir: „Ungur var ég harður i tungu.” Siðar þótti mér frekar leiöinlegt að hafa skrifað þennan ritdóm og mér skilst að Sigurður hafi tekiöþetta nærri sér. 1 ritdóminum var lika margt lofsamlegt, en það er eins og menn muni það eitt að ég gerði dálítið skop að þessum orðum hans — „mér fannst ég finna til.” Aðöðruleyti bar ég verðskuldaö lof á hann og mat hann sem ungt skáld og góöan félaga. Auðvitað voru þarna fleiri menn, það voru margir góðir menn I skóla þá. Og þaö var mikiö félagsllf, sérstaklega i Framtlð- inni, mikiðum ræðuhöld og ræðuskörungs- skap, ljóð flutt og sögur lesnar upp á fund- um og svo framvegis. Ég held yfirleitt að þessi ár hafi veriö mjög fjörmikill tlmi I öllu félagsllfi. Ég var kosinn formaður Framtiðarinnar og gegndi þvl embætti á timabili og ég man aö við lögöum ákaflega mikið upp úr þvi að það jafngilti eiginlega einum bekk i skólanum að vera félags- maður I Framtiðinni og æfa sig þar við ræðuhöld og opinbera framkomu. Þegar ég tók við formennsku i Framtiðinni hélt ég eins konar stefnuskrárræðu um þaö hvaöa notvið ættum að hafa af félaginu, hvað það væriáríðandi aðvenjasigá frjálsmannlega og opinbera framkomu og tala I heyranda hljóði og eins snjallt og menn gætu. Þetta held ég hafi veriö góö lexia útaf fyrir sig. Hversu sem hún hefur nú dugað okkur éöa ekki síöar á lifsleiðinni. Gróandi í andlegu lífi — Hvað unduð þið ykkur skólapiltar svo helst við fyrir utan sjálfan skólann? Við vorum náttúrlega mikið saman á kvöldum.sérstaklega þegar tók að vora, og á sumrin þegar góöviðrið kom og lágnættiö fórum við i langar kvödgöngur. Langar göngur, og eins og alltaf er hjá ungum mönnum miklar rökræður um alla skapaða hluti, ekki sist bókmenntir. Við vorum á- kaflega uppteknir af bókmenntum, lásum töluvert og hneigðumst mjög tilbókmennta og andlegs lífs. Við sem erum ungir menn á fyrstu tveimur áratugum aldarinnar öl- umst upp á mjög merkilegum tíma I þjóð- arsögunni og I andlegu lífi þjóðarinnar. A tveimur fyrstu áratugum aldarinnar mæt- um við ungir og uppvaxandi drengir á götu mönnum eins og Benedikt Gröndal, Matthiasi Jochumssyni, Steingrími Thorsteinssyni, Einari Benediktssyni, Hannesi Hafstein, Þorsteini Erlingssyni, Einari Hjörleifssyni Kvaran, Jóni Trausta, svo við nefnum aðeins skáldin. Af öðrum listamönnum má telja Einar Jónsson frá Galtafelli, Asgrim Jónsson málara, Kjar- val smám saman, tónskáldin Arna Thor- steinsson, Jón Laxdal og Sigfús Einarsson. Og þetta Iekki stærri bæ.Þegar ég er ungur eru ekki nema tiu þúsund ibúar I Reykja- vik, þannig aöóhætt erað fullyrða að þarna hafi veriö samankomið afar merkilegt úr- val af andans mönnum. Og viö drögum náttúrulega dám af þessu og hneigjumst fljótt til áhuga á þessum mönnum og öörum sem eru sómi landsins og fremd I andlegum efoum. — Hverjir voru helstu áhrifavaldar ykkar menntskælinga á þessum árum, hvaða höf- undar þóttu merkastir? Snemma þótti okkur Einar Benediktsson vera stórfuröulegastur af öllum skáldum sem þá voru i blóma lífsins. Af sagnaskáld- um þótti okkur bæði Jón Trausti og Einar Hjörleifsson Kvaran ákaflega merkilegir brautryðjendur I islenskri sagnagerö og með fyrstu höfundum á nýrri tímum sem lögðu fyrir sig sagnagerð, þannig að nokkur bragur var á. Á efri skólaárum mlnum koma svo fram menn eins og Jóhann Sigurjónsson, Gunnar Gunnarsson, Jónas Guðlaugsson og Guðmundur Kamban. Þeir eru af þeirri ungu kyn- slóð rithöfunda sem þá er fyrst að gera vart við sig, ekki aöeins á íslandi, heldur einnig erlendis, fyrstu höf- undar islenskir sem vekja athygli úti I lönd- um og skrifa bækur sinar jöfnum höndum á dönsku og islensku. Þetta þótti ákaflega merkur áfangi i þróun andlegs lffs á Islandi, að allt i einu skyldu Islenskir rit- höfundar ekki láta sér nægja lengur að skrifa eingöngu á Islensku fyrir fámennan islenskan lesendahóp. Þarna náði ísland I fyrsta sinn áheyrn I öörum löndum meö skáldveikum sem þar vöktu athygli. Jóhann Sigurjónsson — Já, það var einmitt á þessum árum að Jóhann Sigurjónsson geröi garðinn frægan I leikhúsum á Noröurlöndum og vlðar. Jóhann Sigurjónsson var fyrir okkur ein- hver mesti furðumaöur sem fram kom á Islandi á þeim tlma. Áður en hann kom til sögunnar hafði varla nokkurn mann dreymt um að islenskt leikrit yrði leikið erlendis. Við vorum nú ekki lengra komnir en það i leikritagerð. Hvwki Matthíasi Jochumssyni né Indriða Einarssyni, sem voru brautryðjendurnir, haföi lánast aö fá verk eftir sig leikiö I útlöndum. Það tekst aftur á móti Jóhanni Sigurjónssyni fyrstum manna og verður frægur undireins. Fjalla- Eyvindur er leikinn I fyrsta sinn I útlöndum Imaí 1912 og þá er það fræg norskleikkona, Jóhanna Dybvad, sem fer með hlutverk Höllu og ber leikritið fram til mikils sigurs og þaö vekur mikla athygli og fær góöa dóma. Þetta þóttu náttúrlega stórtföindi á Islandi. Sumarið 1912kemur Jóhann Sigur jónsson svo heim til tslands, þá sá ég'hann I fyrstasinn. Þetta sumar var ég þingsveinn og einn mcx-guninn um tíuleytið er ég stadd- ur i sal neðri deildar á Alþingi þegar Sigurður Eggerz, sem þá var orðinn alþingismaður, kemur til mln og með hon- um annarmaöur. Sigurður kallar á mig og spyr hvort ég vilji fara með skilaboð fyrir sig til _ Sigurðar Björnssonar brunamálastjóra, um aö Jóhann Sigurjóns- son komi ekki i hádegisverðinn, hann ætli að borða meö sér, Sigurði Eggerz. Þegar ég heyrði þetta nafn og áttaði mig á því hvaða maður var kominn þarna glápti ég á hann orðlaus ogannars hugar og var því fremur heillaður af persónunni sem Jóhann var á- kaflega fallegurmaðurogeinhverjir töfrar sem léku um andlit hans. Ég man að Sigurður Eggerz segir þá við mig: „Heyröu, þingsveinn, skildirðu hvað ég var að segja?” Og ég segi: „Já, ég skildi það, ég skal fara undireins.” Þarna sá ég Jó- hann Sigurjónsson fyrst. Svo var það nokkrum kvöldum slðar að Fjalla-Eyvindur var leikinn til heiðurs hon- um I Iðnó gömlu og náttúrulega fullt hús. Ég var þarna líka barnungur, þó ég hefði séð leikritið áöur, og ég man að það var stórkostleg stund þegar Jóhann kom fram á leiksviðið eftir leikslok til að taka við lófa- klappi áhorfenda með Höllu á aðra hlið og Fjalla-Eyvind á hina. Þegar hann hneigði sig fyrir áhorfendum fannst mér þakið ætla að fara af húsinu, svo mikill var fögnuður- inn. Hannes Hafstein og sambandsmálið — Þú minntist á að þú heföir verið þing- sveinn árið 1912. Já, þá var ég i þinginu daglega og hafði færi á að fylgjast með ýmsum merkum þingskörungum sem þá voru, og þá ekki sist Hannesi Hafstein sem á þessu þingi. varð ráðherra ööru sinni. Ég talaði reyndar ekki við hann nema I eitteimsta skipti og ekki var það nú mikið. Hann kallaði á þingsvein og bað mig að rækja erindi fyrir sig I slma, slma með skilaboð upp i Stjómarráð, en mér er minnisstætt hvað hann var lltillátur og ljúfmann- legur I tali við þennan litla þingsvein ,sem stóð á gólfinu fyrir framan hann, elskulegur maður og mikill töframaður I allri framkomu. En þetta var eina skiptið sem ég talaöi við Hannes Haf- steiri, skömmu si'ðar missti hann heilsuna sem kunnugt er og hvarf smátt og smátt inn i sitt heilsuleysi. En ég held hann hafi aldrei umgengist ftílk I Reykjavik að ráði, nema þá sem hann þurfti að umgangast vegna sinna stjórnmálastarfa og kannski örfáa vini aðra. Hann sást mikið einn á gönguog ég held hann hafi ekki haft mikla þörf fyrir að vera mikiö með öðru fólki. Ég sá hann margsinnis á götu þegar hann gekk sina löngu túra, kannski inn eftir öllum Laugavegi og til baka eða langt út eftir Suöurgötu og niður að sjó. „HERR KAMBAN ER L - VIÐTAL VIÐ KRISTJÁN ALBERTSSON, ■ Einar B e n e d i k t s s o n . „Snemma þótti okkur Einar vera stórfurðulegastur af öllum skáld- um sem þá voru i blóma Iifsins.” ■ Jóhann Sigurjónsson. „Já, við skulum borða saman, við skulum borða á ódýrri knæpu, ég elska að borða ódýrt,” sagði Jóhann. ■ Hannes Hafstein. „Mér er minnistætt hvað hann var litillát- ur og ljúfmannlegur i tali jafnvel við ungan þingsvein...” ■ Björn Jónsson. „Björn var farinn aö heilsu og orðinn hálf ruglaöur, synir hans komu þvi svo til leiðar að hann hætti þing- mennskunni.” ■ Guðmundur Finnbogason landsbókavörður. „Guðmundur hló og sagði: „Það eru allir vel- komnir sem vilja heiðra skáldið og þið eruð velkomnir.” Sunnudagur 2. mai 1982 17 UDT” FYRRI HLUTI — Þetta er að mig minnir taliö heldur sögulegt þing, 1912. Jú.þaðersögulegtþing. Þátekur Hannes Hafstein við öðru sinni sem ráöherra og þá eru menn aö reyna að mynda stóran flokk um lausn sambandsmálsins sem hafði strandað 1908, þegar uppkastið svokallaða sem Hannes barðist fyrir féll. Uppkastið var á sfnum tima langmesta réttarbót sem landinu hafði nokkurn tlma boðist og Hannes Hafstein var fyrsti íslenski stjórn- málamaðurinn sem lætur sig dreyma um að fara þess á leit við Dani að ísland veröi viðurkennt sjálfstætt riki. Þetta er óaf- máanlegt afrek 1 hans sögu. Fyrst tekst Hannesi Hafstein 1901 aö fá stjórnina flutta til tslands og koma i veg fyrir að skipaður verði sérstakur ráöherra fyrir tsland sem væri meðlimur i danska ráöuneytinu og sæti i Kaupmannahöfn. Þá sögðu Hannes Hafstein og hans menn nei, æðsta stjórn tslands á að sitja I landinu sjálfu. Það var stefna Heimastjórnarmanna. Og það tekst honum þrátt fyrir þráláta andstöðu Valtýinga.og andstöðuflokksins. Þetta er fyrsti verúlega stóri áfanginn I sjálfstæðis- baráttunni eftir stjórnarskrána 1874. Og næsti áfanginn er 1908 þegar Hannes fær dönsku stjórnina til að láta undan og viöur- kenna Island sem sjálfstætt rlki. Það er ó- afmáanlegt! En svo þykir andstæðinga- flokknum, af heilindum eöa óheilindum, ekki nógu vel boöið og vill ekki fallast á uppkastið nema með miklum breytingum, breytingum sem allir gátu séð fyrir að voru óaðgengilegar af hálfu Dana. Svo var upp- kastiö fellt og þá lánaöist þeim að ná völd- um af Hannesi Hafstein og fella hann. Þetta er nú sú saga. Fundurinn í barnaskólaportinu 1908 En þaö var gaman aö vera þama I þing- inu og þar sá ég og uppliföi helstu stjórn- skörunga þessara tima — Lárus H. Bjarna- son, sem þá var helsti stuðningsmaður Hannesar, Jón Magnússon Sigurö Eggerz og Björn Jónsson, svo nokkrir séu nefndir. Björn sat reyndar ekki nema fyrstu dag- ana, hann var farinn að heilsu og orðinn hálf ruglaður, synir hans komu þvi svo til leiðar að hann lét af þingmennskunni. Nokkru siðar dó Björn. Ég var náttúrulega eins og flestir á þess- um tima ákaflega pólitiskur, sem kallað er, hafði mikinn áhuga á stjórnmálum og var ekki nema smápatti. þegar ég byrjaði að smeygja mér inná alla póliti'ska fundi. Því hlustaði ég á alla helstu skörunga þeirra tima og upplifði margar sögulegar sam- komur. 1908, þegar ég var ellefu ára, smeygði ég mér til dæmis inn á fundinn í barnaskólaportinu, þennan mikla fund þegar segja má aö fyrst hafi verið skorin upp herör gegn uppkastinu. Þar hélt Björn Jónsson mikla ræöu og Einar Hjörleifsson Kvaran llka. Mér tókst að smjúga inn mjög nálægt tröppunum sem talaö var af og sá þessa menn mjög greinilega og man þá alla tið siðan. Siöarmeir kynntist ég reyndar Einari Hjörleifssyni vel. En á þessum tlma var ákaflega sterkur pólitiskur áhugi og brann lengi við, menn voru annaöhvort Sjálfstæðismenn eöa Heimastjórnarmenn og afskaplega haröir I skoðunum og ósveigjanlegir á báða bóga. Kannski var þaö vegna þess aö íslendingar höfðu svo litið tilað hafa áhuga á og tala um annað en pólitík. Kaffihúsalíf með músík — Vlkjum aðeins aftur að skólapiltallfinu I bænum á sktílaárum þlnum, hvert sóttuð þið helst ykkar skemmtanir? Við sátum mikið á kaffihúsum, að minnsta kosti á laugardögum. Þá fórum við á kaffihús til hátiðabrigða og I þann tíð var alltaf músik á öllum helstu kaffihús- um. Við héldum vanalega til á Hótel Reykjavik eða Skjaldbreiö, þaö voru vin- sælustu staðirnir. Þetta þótti okkur dýrleg- ur mannfagnaður á þeim tima, að sitja aö kvöldi dags á kaffihúsi við fallega tónlist. Ég man að þeir spiluðu lengi á Skjaldbreiö bræðurnir Þórarinn og Eggert Guðmunds- synir og yfirleitt ágæta múslk. Ég held við höfum flestir stundaö nám okkar af eölilegu kappi, meira eöa minna, en við höfðum alltaf nægan tima til að vera saman á kvöldin og um helgar og þá oftast á kaffi- húsum. Þarna gátum við fengið kaffi og á- gæt tertustykki fyrir tuttugu aura hvort tveggja, og það hefur varla verið neinum ungum manni á þeim tima ofvaxið að veita sér það við og við. Ég býst við að þá hafi verið miklu ódýrara en nú þykir aö sitja á kaffihúsum og yfirleitt aö njóta lifsins, okk- ur var að minnsta kosti ekki fjár vant til aö geta haft flest sem við gátum fengið út úr okkar æsku af ánægju. Skósólaskáldið Þórbergur Þórðarson — Nú hefur einn maöur lýst þessu mann- lifi betur en aörir og sá setti einmitt hvað mestan svip á bæinn á þessum tima, Þór- bergur Þórðarson. Hafðir þú einhver kynni af honum? Þórbergur Þtírðarson varkunningi okkar skólapilta á þessum árum. En þá var hann ekki orðinn frægur maður, nema kannski rétt i sinum kunningjahóp. A þessum árum gaf hann út sinar litlu kvæöabækur, Hálfa skósóla og aöra af svipuöu tagi, Hvitir hrafnar held ég hún hafi heitið. En enginn vissi þá hvað I raun og veru bjó i Þórbergi eða hvers af honum mátti vænta. Hann lifði eins og hver annar furðufugl, mjög hag- mæltur furðufugl, yrkjandi skáldskap sem menn tóku ekki I fullri alvöru heldur sem gamanskáldskap og hann hafði ekkert fast við að vera nema tilfallandi tekjur af einhverjum afskriftum og stopulum rit- störfum Þávoru öll ritstörf illa borguö, ekk- ert blað borgaði neirium manni ritlaun, blöðin höfðu engin fjárráð til þess. Þannig aö Þórbergur átti ákaflega örðugt upp- dráttar fjárhagslega og stundum uröum við kunningjar hans að hlaupa undir bagga meðhonum. En einhvern veginn tókst hon- um þó aö draga fram lifiö, eins og hann hefur sjálfur lýst i sinum endurminninga- bókum, Ofvitanum og Islenskum aöli. En eiginlega vissi enginn hvað úr Þórbergi átti að veröa, og einhvern veginn slst hann sjálfur. Hann fékk einhvern styrk til orða- söfnunar.til aösafna orðum úr alþýðumáli, en það voru ekki miklir peningar. Þórberg- ur hafði á þeim tlma ekki það nafn eða álit að honum væri veittur neinn styrkur svo um munaði til þessa né annars. Sjá næstu siðu. ■ Einar Hjörleifsson Kvaran. „Okkur þótti bæði Jón Trausti og Einar Hjörleifsson Kvaranákaf- lega merkilegir brauðtryðjendur i íslenskri sagnagerð.” ■ Halldór Laxness. „Þvi verður ekki neitað að Ilalldór Laxness hefur svolitið skyggt á aðra sam- timahöfunda... Menn komust ekki almennilega yfir að dást að fleir- um en honum.” ■ Þórbergur Þórðarson. „Þór- bergur dýrkaði I raun engan neina sjálfan sig, viðurkenndi engan nema sjálfan sig.” | Jón Helgason prófessor. „Þeir sem hafa ort stór kvæði á islensku eftirtima Einars Benediktssonar eru kannski fimm samtals eða sex og einn af þeim er Jón Helga- son.” ■ Guðmundur Kamban. „Þeir njósnarar sem Danir höfðu I kringum Dagmarshus vita að Kamban sækir þangað peninga I hverjum mánuði og enginn veit fyrir hvaö.”

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.