Tíminn - 02.05.1982, Blaðsíða 18

Tíminn - 02.05.1982, Blaðsíða 18
18 Sunnudagur 2. mai 1982 „Herr Kamban er lige blevet skudt” — En hvernig kom Þórbergur þér fyrir sjónir sem persóna? Hann var skrltinn maöur, ákaflega fjör- mikill, mikib talandi og haföi miklar skoó- anir á öllum hlutum. 1 upphafi haföi hann eins og allir aörir dáöst ákaflega mikiö aö Einari Benediktssyni, dýrkaö hann, en ein- hvern veginn varö þaö mjög snemma úr fannst manni, aö Þórbergur dýrkaöi I raun engan nema sjálfan sig, viöurkenndi engan nema sjálfan sig. Og þaö held ég hafi hald- ist hérumbil alla ævi, þaö er ekki mikiö i' hans bókum eöa neins staöar af lofi um aöra höfunda. Hans mikla sjálfsálit sem hann fór aldrei leynt meö hefur náttúrlega veriö honum mikill styrkur aö þvl leyti til, aö hann taldi sig vera mann á viö hvern annan ef I þaö færi og hefur sjálfsagt haft hugboö um hvers hann var megnugur. Ég þekkti Þórberg á þessum árum, fram aö stúdentsprófi mlnu 1917, og Bréf til Láru kemur ekki út fyrr en 1924. Ég hef litlar spurnir af honum á þessum sjö árum sem þarna eru I milli, hann heldur bara áfram sinni fátæktar- og baslævi þangaö til hann slær i gegn sem sagt er meö Bréfi til Láru og veröursástórimaöur upp frá því, frum- legur og einkennilegur rithöfundur. Einar Benediktsson • „einn af Egils kyni” — Þér veröur tlörætt um Einar Bene- diktsson, hann hefur veriö mikill örlaga- valdur i lifi ungra manna á þessum tíma? Einar Benediktsson var náttúrulega á- kaflega áberandi maöur i minni æsku. 1 fyrsta lagi þótti okkur svo mikiö til um hans skáldskap og i ööru lagi var maöurinn svo stórkostlegur persónuleiki, svo stórmann- legur og fallegur maöur aö fólki varö star- sýnt á hann hvar sem hann fór. Hvaö stór- mannlegan persónuleika snerti fannst mannihann og Hannes Hafstein bera af öll- um mönnum öörum. Nema einum manni gömlum sem maöur sá llka á götu, þaö var Matthias Jochumsson. — Þú haföir einhver kynni af Einari Benediktssyni bæöi þá og síöar? A þessumárum hitti ég hann aöeins einu sinni. Viö áræddum, ég og Gústaf Adolf Jónasson, þá 17 ára drengir, aö fara I sam- sæti sem haldiö var Einari Benediktssyni þegar hann varö fimmtugur, 31ta október 1914. Þá vorum viö báöir I skóla og ég man aö viö fórum upp til Guömundar Finnboga- sonar, sem vareinn af þeim mönnum sem stóöu fyrir þessu samsæti, og spuröum hvort viö heföum aldur til að sitja veislu meö öllum stórmennum landsins sem stæöi til aö hylltu Einar Benediktsson þennan dag. Guömundur hló og sagði: „Þaö eru allir velkomnir sem vilja heiöra skáldið og þiö eruð velkomnir.” Svo viö fórum í sam- sætiösem varhaldið á Hótel Reykjavlk. Þá var Einar á besta aldri, enn i blóma llfsins, og ákaflega gaman aö fylgjast meö honum. Hann hélt tvær skinandi ræöur og var sjálfur hylltur i ræöum og sungiö til hans kvæöi eftir Sigurö Sigurðsson frá Arnar- holti, ég held aö Jón Laxdal hafi samiö lag vib þaö. Viö þetta réöi Reykjavik á þessum tima, hún haföi skáld eins og Sigurð Sigurðsson og kompónista eins og Jón Lax- dal á reiðum höndum til að hylla skáldiö þennan dag. Kvæöiö byrjaöi mjög skemmtilega, fannst okkur: Þar fer einn af Egils kyni, einn sem riöur gcyst I hlað, fjör og kraftur fylgist aö. Lyftir eins og ekkert saki aldarhelming fjögra maki. Heill sé ungum ungra vini, Einari skáldi Benediktssyni. Þetta var ákaflega vel aö orði komist — „ungum ungra vini”— því Einar var ákaf- lega góöur viö unga menn, hvar sem hann rakst á unga menn eöa átti tal vib þá var hann bllöur i máli og ræöinn og haföi gaman af aö heyra hvaö þeir höföu til mál- anna aö leggja. Ég fékk staöfestingu á þessu þegar staöiö var upp frá boröum. Þá stendég einhvers staöar I nánd viö Einar og Guðmund Finnbogason þegar Guömundur vlkur sér allt I einu aö mér, kynnir mig fyrir Einari og segir: „Þarna kemur full- trúi af yngstu kynslóö, skólapiltur sem er hér meö öörum til aö hylla skáldið sitt í dag.” Og Einar breiddi út faöminn og þrýsti mér aö sér. Þetta er min fyrsta per- sónulega minning um Einar Benediktsson og þótti mér náttúrulega allvænt um. „Vissara að komast ekki of vel að orði” — Þiö höföuö margt saman aö sælda upp frá þvi, ekki rétt? Inæsta skipti hitti ég Einar haustið 1918 þegar ég var formaöur islenska stúdenta- félagsins i Kaupmannahöfn. Þá bjó Einar Benediktsson i Höfn og haföi þar glæsilegt heimili. Eg fór á fund hans til' aö spyrja hvort hann vildi koma og halda ræöu tilokkarstúdentanna irússagilli.eins og þá tiökaöist á haustin, þegar nýir stúdentar að heiman voru boönir velkomnir. 1 þessum rússagillum var vanalega drukkin púns- bolla og varö oftast dálltiö kenderí út úr þvi. Einar tók mér ákaflega ljúfmannlega en sagöi: „Nei, þaö get égómögulega gert, þaö endar bara meö þvi að ég drekk mig fullan. Þá fer ég aö þvaöra um allan and- skotann og svo er verið aö hafa þetta eftir manni út um allt.” Og þá segi.. ég: „Nei, þaö er náttúrlega vissara ab komast ekki of vel aö oröi til þess aö foröast þaö aö menn séu aö hafa mikið eftir þér.” „Já, var þaö ekki vissara,” sagöi Einar og brosti. Við sátum þarna nokkra stund og rædd- umst viö og þá man ég aö frú Valgeröur, kona Einars, kemur inn og segir: „Þaö eru hérna hjá okkur nokkrar frúr, danskar kon- ur, og viö ætlum aö fara aö drekka súkku- laöi. Viljiö þiö ekki koma inn til okkar og drekka súkkulaöi.” Þá segir Einar: „Nei, góða Valgerður, þaö máttu ómögulega biöja mig um. Ég get alls ekki staöiö I þvi að drekka súkkulaði meö einhverjum dönskum konum.” Svo fór frúin út og þá snýr Einar sér aö mér og segir: „Þér megið ómögulega taka þetta illa upp fyrir kon- unni minni, hún meinar þetta afskaplega vel,” segir Einar, ,,en mér leiðast þau svo óskaplega þessi dönsku súkkulaöigilli. Viö skulum heldurrölta út i góöa veöriö og fá okkur glas af vini.” Þetta var undir lok strlösins, I október- mánuöi 1918, og ég man aö viö keyptum blað á götunni og Einar sagöi: „Þaö lítur nú útfyrir aö þetta sé byrjunin á endinum.” Þá var verið aö tala um aö Þjóðverjar væru aö gefast upp og væntanlega friöar- samninga. Viö fórum inn á vinstofu og fengum okkur aö drekka. Stuttu siöar kom Valur sonur Einars til okkar, hann hafði gengiö þar framhjá og séö til okkar. Þá var farið að hýrna yfir Einari og hann segir: „Þykir þér leiöinlegt, Valur minn, að sjá karlfóöurþinnviðskál.” Svobrosti hann og bætti viö: „Jæja, ekki er þetta nú mikiö á móti þvl sem ég oft varö að horfa upp á hjá karli föður minum.” Þvi Benedikt gamli Sveinsson vareinmitt annálaöur fyrir það hversu mikill völlur á honum var viö skál. Þetta var upphafiö aö okkar eiginlegu kynnum. Næstu árin bjó hann I Kaup- mannahöfn og þá var ég tiður gestur á heimili hans og upp frá þessu var alltaf mikill og góbur kunningsskapur meö okkur hvenær sem viö sáumst, hvort þá heldur var i Reykjavik eöa siðarmeir I Parfs. Haustiö 1931 kom hann einmitt til Parísar frá Túnis ásamt Hlín og þann vetur vorum viö samtimis I borginni. íslendinganýlendan í Kaupmannahöfn — Nú tekur þú stúdentspróf 1917 og siglir siðan til Kaupmannahafnar og dvelur þar næstu fjögur árin? Þegar ég kom tíl Hafnar bjó ég fyrst á Garöi, ég er meö síöustu islensku stúdent- unum sem þar bjuggu, en þegar sambands- lögin gengu I gildi 1918 voru réttindi Islendinga til Garðstyrks afnumin. A Garöi bjó ég fyrsta veturinn minn, en flutti svo út og bjó úti I bæ þaö sem eftir var af minum árum I Höfn. Það var ekki rólegheitunum fyrir aö fara á Garði, eillft dnæði, heim- sóknir og tafir, ungir Islendingar og sér- staklega stúdentar sem þá voru tiltölulega fjölmennari en þeir eru núna.voru sífellt aö ráfa inn til manns og vilja spjalla viö mann, vilja fákaffisopa hjá manni, vilja fá aö biöa I klukkutima áður en þeir áttu aö fara í kennslustund, vilja fá að raka sig og svo framvegis. Mér fannst semsagt nóg um og flutti út. Nú, en auðvitaö voru þetta mjög ánægju- leg ár að öllu leyti. Kaupmannahöfn er eins og allir vita þessi elskulegi bær og var ennþá skemmtilegri þá en hann er núna, eins og reyndar allir bæir, meiri glaöværð I lofti og þessi óviöjafnanlegu kaffihús meö múslk, stööug músikhátiö á glæsilegum gildaskálum og veitíngahúsum. Þarna laukst skiljanlega upp fyrir manni nýr heimur, þessi stóri bær og allt þaö sem hann hafði uppá aö bjóöa — leikhús og viðari aögangur aö bókum og öllum hlutum heldur en heima i Reykjavik. — Nú er þetta einmitt á þeim ti'ma þegar vart má á milli sjá hvort er meiri íslensk menning hér heima eða i Kaupmannahöfn. Islensk menning I Reykjavik og Kaup- mannahöfn var þá enn mjög samgróin. Flestir þeir Islendingar sem einhvern( veginn eru aö framast I listum‘ visindum eöa bókmenntum leggja þá leiö sina meira eöa minna um Kaupmanna- höfn. Þar er i raun nýlenda af íslensk- um menntamönnum, ungum mönnum við nám sem hyggja á heimferð aftur, stöku eldri mönnum sem hafa Ilenst I Höfn, þar var til dæmis enn á lifi Finnur Jónsson sem var næstur á undan Jóni Helgasyni sem prófessor i islensku viö Hafnarháskóla, og Islenskum rithöfundum sem eru búsettir i Kaupmannahöfn, höf- undum á borö við Guðmund Kamban og Gunnar Gunnarsson. Og meðal okkar Islendinganna var mjög sterk tílfinning fyrir þvf aö viö áttum nýlendu i þessum bæ, enda umgengumst viö mest aöra Islendinga. Halldór Laxness og Jón Helgason — Halldór Laxness á einmitt leið um Kaupmannahöfn um þessar mundir I fyrstu utanlandsreisu sinni. Halldór kemur 1920 held ég áreiöanlega og ég fer frá Danmörku áriö eftir. 1 þetta skiptiö urðu ekki nein veruleg kynni milli okkar, ég hitti hann ekki nema tvisvar, þá var hann ekki nema 18-19 ára gamall unglingurogég var 23-24, og þaö erdrjúgur aldursmunur á þeim aldri. Maöur vissi lika ósköp lltiö um hann, hvaö hann var aö hugsa og skrifa og ég kynntist honum ekki nóg til aö átta mig á því hvaöa maöur bjó f þessum unglingspilti. En maöur tók eftir honum og heyrði um hann. —-Þú minntist á stórvin Halldórs f Kaup- mannahöfn, Jón Helgason prófessor. Hann hefur ort dýrindis kvæöi en ekki haldiö þvf mikið á lofti aö hann sé skáld. Leit hann á sig sem skáld á þessum tlma? Hann er eitt af okkar finustu skáldum, Jón Helgason. Þeir sem hafa ort stór kvæði á islensku eftir Einar Benediktsson eru kannski fimm samtals eöa sex og einn af þeim er Jón Helgason. Þau eru ákaflega fallegog merkileg mörg kvæöin sem liggja eftir hann. — En litu menn á hann sem skáld á þess- um árum? Gamankveðlingaskáld, stúdentarnir höföu enga hugmynd um að hann væri annað en gamankveölingaskáld. Hann orti mikiö af háö- og gamankveölingum sem þóttu fyndnir og skemmtilegir og bárust manna á meðal. Svo fóru menn að prenta þetta i óleyfi og úr þvi þetta var á annað borö komiö á prent fannst Jóni rétt aö hafa það frekar rétt en rangt sem eftir honum var haft. Þannig varö til hans fyrsta bók, með öllum hans háö- og gamankveðlingum, Orlandsuöri. En svo lét hann nokkur kvæöi alvarlegs efnis fljóta meö og þau þóttu svo merkileg aö Jón hefur látið undan áskorun- um annarra manna og gefiö út alvarlegt kvæöasafn. En á þessum árum aö minnsta kosti var hann ákaflega litiö fyrir aö gera orö á slnum skáldskap eöa trana sér fram I þeim efnum. En Jón er ákaflega merkilegt skáld.finnst mér, kvæöi eins og Afangar og 1 Arnasafni eru perlur. Guðmundur Kamban — Þið Guömundur Kamban uröuð miklir vinir og þú hefur ritaö talsvert um ykkar kynni. Við Kamban hittumst aö staöaldri. Guömundur Kamban var ákaflega merki- legur maöur, stórgáfaöur maður, frábærlega þrekmikill og viljasterkur maöur og sterkur á alla lund. Eftir Jóhann er hann annar íslendingurinn sem fær leik- rit eftir sig leikið I Kaupmannahöfn, Vér morðingjar, sem var stórsigur fyrir hann bæöi I Kaupmannahöfn og Osló og þótti á- kaflega sterkt drama og vel leikiö. Leikritiö varö undir eins frægt og Kamban llka. Kamban var mikill vinur frænda minna Thorsbræðra, Ólafs Thors og Kjartans Thors, og þvl hitti ég hann á skólaárum mlnum á heimili þeirra, heimili Thors Jen- sen. Þar bjó hann sumarið 1915 sem gestur þessara ungu manna sem þá vorú ó- giftir, Ólafs og Kjartans. Þar kynnist ég Kamban fyrst. Haustiö sem ég kom til Kaupmannahafnar var hann nýkominn þangað eftir tveggja ára dvöl i Amerlku og þá hittumst viö aftur undir eins. Ég var þá tvitugur drengur og hann hérumbil þrítug- ur, en samt hittumst viö aö staöaldri upp frá því og mér fannst mikiö til hans koma. 1 raun og veru var Kæban full alvarlegur höfundur, alvarlegur og þungur á leiksviði. Siöari leikritin hans, til dæmis Marmari og Stjörnur eyðimerkurinnar, gerðu ekki mikla lukku sem maöur segir af þeim á- stæðum aö fólki þótti innihaldið i þeim um of intéllektúelt Þetta voru samtöl ákaflega hlaöin af efni og hugsun og kannski siöur fallin til leiksviðs en til lestrar. Þannig að þaö átti ekki fyrir honum að liggja aö skrifa annaö leikritsem yröi jafn mikiðdáöst aö á leiksviði og Vér moröingjar. Þá sneri hann séraö skáldsagnagerð.á þessumárum sem ég var i Höfn skrifaði hann Ragnar Finns- son og seinna tók hann til við Skálholtssög- urnar. Og að lokum skrifaöi hann þessa, sem mér finnst, merkilegu bók, þessa sögu sina um Vínlandsferðirnar, Vitt sé ég land og fagurt. Viöeigum þarna frá fornum tíma Eiriks sögu rauöa og Grænlendingasögu, en mér finnst þessi bók Kambans vera þriöja Islendingasagan um það efni. Þvi hún er nefnilega visindalega unnin, hún á aö vera alveg rétt. Kambanlagði ákaflega mikla vinnu i þessa bók. Viö vorum sam- timis i Berlín um hriö þegar hann var aö skrifa hana og sem háskólakennari leyfðist mér aö taka meö mér heim eins mikið af bókum og mér sýndist og ég hef áreiðan- lega fært Kamban aö minnsta kosti hundraö bækur menningarsögulegs efnis um þennan tima. — Hann hefur semsagt unnið heimavinn- una sina eins og sagt er. Það var mikill visindamaður i Kamban, hann sagði einhverju sinni viö mig: „Ég heföi eiginlega átt að verða visindamaður, ég hefði haft gaman að þvi að leita sann- leikans, þess klára, finna raunveruleikann I hiutunum, ekki bara þetta skáldaslúöur og allt sem fylgir þvi.” En hann lagði ákaflega hart að sér og skrifaöi þessa bók af sinum alkunna dugnaöi á einu eöa hálfu öðru ári. Samt veit ég ekki hvort Islendingar hafa kunnaðað meta hann eins og vert væri. Þvi verður ekki neitað að Halldór Laxness hefur svolitið skyggt á alla aðra samtima- höfunda. Þeir hafa verið minna metnir fyrir bragðið, einfaldlega vegna þess að hann var þarna. Menn komust ekki al- mennilega yfir að dást að fleirum en hon- um. Ekki nægilega, gat manni fundist. — Þið eigið alltaf nokkra samleið, þið Guðmundur Kamban, á flakki ykkar um heiminn. Já, fyrsterum við samtimis I Kaup- mannahöfn. Eftir það hitti ég hann nokrum sinnum hérna heima á Islandi og svo vorum viö saman I Berlin nokkurn tima fyrir strið- ið. Þegar ég kem til Berlinar 1935 er Kamban þar og búinn að skrifa Skálholts- sögurnar sem hlutu ákaflega góða dóma og góða sölu i Þýskalandi, Hollandi, Tékkó- slóvakiu Englandi og Sviþjóð, auk Dan- merkur og Islands. A þessu gat hann lifað á þessum tima, sem ekki gekk nú alltaf of vel, þvl hann hafði engan annan atvinnuveg en sin ritstörf. Kamban og neysla á sölvum — Siðan átti fyrir honum að liggja aö enda ævina á mjög dapurlegan hátt. Já, hans biðu þessi óskaplegu örlög. Ég Ihef sajt frá Jjessu i grein sem ég skrifaöi þegar hann dó og birtist i bók minni í gró- andanum. En þá vissi ég ekki allt sem ég veit nú um þessi örlög Kambans. Ég þarf einhvern tima aö bæta einhverju viö þetta. Hvernig þessi orörómur leggst á i Kaupmannahöfn aö hann sé nasisti, aö hann vinni eitthvaö fyrir Þjóðverja og sé eitthvaö kompromitt- eraöur i gegnum þaö, og ómögulegt aö dementera neinu, ómögulegt að mótmæla neinu, ómögulegt aö leiörétta neitt, ómögu- legt aö minnastá þetta opinberlega. Þannig aö hann er dálitiö varnarlaus gegn þessum rógi eöa grun og það veröur svo til þess aö þessi unglingur skýtur hann niður. Það er kannski rétt að ég segi frá þvi, það hefur ekki verið sagt frá þvi á prenti áður. Kamban hafði mörg undarleg áhugamál og hafði afar gaman af að hnýsast I ýmsilegt sem aðrir láta sér fátt um finnast. Til dæm- is hafði hann ákaflega gaman af að kynna sér allt um islenskt melgras, sem er eins konar islenskt villihveiti, sem menn lögðu sér til máls og notuðu i grauta á neyðartim- um I sögu þjóðarinnar. Eins var það með söl.fólk átsöl úr fjörum, og Kamban komst að þvi einhvern veginn að sama gera Jap- anir og Kinverjar á Kyrrahafsströndum, þeir éta söl. Og að gamni sinu fer hann að kynna sér allt sem hann gat fundið I búnaðarritum og annars staðar um söl og neyslu sölva á fyrri timum. Nú kemur þýskur visindamaður á striðstimanum til Kaupmannahafnar og þekkir að nafni til þennan kunna rithöfund og skáld, Guðmund Kamban, hringir hann upp og segir að sig langi að tala við hann og hvort hann megi bjóða honum I hádegisverð. Og það verður úr. Þessi Þjóðverji er náttúruvisindamaður og yfir borðum segir Kamban honum frá þessari neyslu Islendinga á sölvum. Vlsindamanninum finnst þetta ákaflega merkilegt — hafði hann aldrei skrifað um þetta? Nei. Þér eigið að skrifa um þetta rit- gerð, visindalega ritgerð og segja frá öllu sem Islendingar vita um neyslu á sölvum, segir þessi Þjóðverji. Hvaö útbreitt það hafi verið, hvernig þeirra haíi verið neytt og hvaða hlutverki þau hafi gegnt á erfiðum tlmum á Islandi. Kamban svarar að hann geti ekki lii'að á þvi aö skrifa visindalegar ritgerðir, það borgi enginn maður eyri fyrir visindalegar ritgerðir, þær séu allar prent- aðarókeypis. Og þá segir þessi Þjóðverji: — „Ég er hérna i sambandi við stofnun sem

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.