Tíminn - 02.05.1982, Blaðsíða 6

Tíminn - 02.05.1982, Blaðsíða 6
6 Verkamannafélagið Dagsbrún Orðsending Tekið verður á móti umsóknum um dvöl i orlofshúsum félagsins i sumar frá og með 4. mai 1982 á skrifstofu félagsins að Lándargötu 9. Þeir sem ekki hafa dvalið i húsunum s.l. 4 . ár ganga fyrir til og með 7. mai. Húsin eru: 5 hús i ölfusborgum 1 hús i Svignaskarði 1 hús i Vatnsfirði 2 hús á Illugastöðum Vikuleigan er kr. 700,00 sem greiðist við pöntun. Stjórnin Sveitavinna 13 ára drengur óskar eftir góðu sveita- heimili i sumar. Er vanur. Upplýsingar i sima 91-33936 Orlofshús Félagsmenn Sjómannafélags Reykja- vikur. Byrjað verður að taka á móti um- sóknum um dvöl i orlofshúsum félagsins að Hrauni i Grimsnesi og Húsafelli mánu- daginn 3. mai n.k. kl. 09.00 á skrifstofu félagsins gegn staðgreiðslu dvalargjalda. Stjórnin IjH Felagsmálastofnun Reykjavikurborgar Vonarstræti 4 sími 25500 Staða félagsráðgjafa við Breiðholtsútibú fjölskyldudeildar er laus til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 28. mai. Upplýsingar gefur yfirmaður fjölskyldu- deildar i sima 25500 Frá barnaskólanum í Keflavík íþróttakennarastaða við barnaskólann i Keflavik er laus. Upplýsingar veitir Vilhjálmur Ketilsson skólastjóri i sima 92-1450. Heimasimi 92- 1884. Skólanefnd SKÁLMÖLD í BÆNUM — þáttur af Alfreð Alfreðssyni og félögum hans í undirheimum ■ Þaö haföi rikt óvenjumikil skálmöld i bænum þetta vor, jtíl hjá glæpamönnum og illþýöi, uppgrip hjá blaöamönnum og hinn almenni borgari læsti dyrum og lokaöi öllum gluggum á kvöld- in. Aldrei höföu heyrst háværari raddir i lesendabréfum um aö ekki væri lengur þorandi aö ganga um götur borgarinnar eftir myrkur. Og alltaf virtust þrjótarnir hafa lag á aö komast undan. Úr byggingarlóö Aöalbankans haföi veriö stoliö 300 stautum af dýnamiti eina nóttina, og er eig- endur Gulls og gimsteina sf. komu til vinnu sinnar einn morguninnblasti viö þeim brotin róöa og allur varningur verslunarinnar var á bak og burt. Heill gámur, fullur af munaöar- vöru, hvarf sporlaust úr Slysfossi Eimskipafélagsins og á Akureyri var brotist inn I bilaleigu Kenne- dy-bræöra og stoliö þaöan hálfri milljón. Eins og endranær heyrö- ust þær raddir aö lögreglan væri ekki starfi sinu vaxin, og allir málsaöiljar komust aö þeirri niöurstööu aö i öll skiptin heföu fagmenn veriö aö verid. Jafnframt jukust smærri glæp- ir þannig aö óhugur greip um sig: húsveröi á elliheimilinu Stund var ógnaö meö kústskafti og yfir Aukabankann rigndi ávisunum sem merktar voru J. Stalin og L. Trotski og dagsettar 7. nóvember 1917. Stúlkum var ekki óhætt aö fara milli húsa nema i lögreglu- fylgd, sérstaklega ekki ef þær voru i hljómsveit, og allar sjopp- ur í Hliöunum voru hreinsaöar reglulega. Lögreglan stóö á gati. Fæstir af þeim sem ræddu i hálfum hljóöum um óöldina i bænum höfðu heyrt nafniö Alfreö Alfreösson. Það þekkti Elfas Bjarkason, rannsóknarlögreglu- maöurinn snjalli, hinsvegar mæta vel. Og hann vissi lika að Alfreö Alfreösson var nýendur- reistur i veldi sinu sem kóngur i reykviskum undirheimum. Og Elias vissi manna bestaðnúvarð aö vega aö rótum meinsins. Hann situr sem oftar á skrif- stofu sinniog tottar pipuna, starir út i loftiö mettaö af Prins Albert. Hann hugsar meö sér: „Eitthvaö veröum viö aögera áöur en algjör panikk gripur borgarana, þaö er skylda okkar.” Allt í einu hrekkur Elias i kút, siminn er aö hringja og hann tek- ur upp ttíliö. Hann heyrir hola mjóróma rödd á hinum enda lin- unnar. „Elli? Elli Bjarka? Ég er maö- urinn I teinóttu jakkafötunum. Manstu ekki, maöurinn sem seldi aðgang I Glæsibæ.” „Hvort ég man,” svarar Elias og tekur snöggt viöbragð. Hann flýtir sér aö kveikja á segulband- inu sem tengt er við simann. „Jamm, ég vildi bara hringja og segja aö þiö hafiö tekiö vitlaus- an mann hann Bóbó... ég meina Fimmbogi er saklaus...” Þaö var lagt á. Alfreð Alfreðsson lagöi niöur tóliö á simanum sem nýbúið var aö leggja I laufskála hans. Þeir biðu i ofvæni i kringum hann — Arfur Kélti, Aldinblók, Uxaskalli, Húnbogi og ótiltekinn fjifldi af Eddum. „Heldurðu aö þetta dugi, Al- freö,” áræddi loks Húnbogi aö segja. „Dugi! Auövitaö dugar þetta! Viö erum aö dila viö fávita. Þeir trúa þessu eins og blöðunum frá i gær. Fyrir utan þaö, þá veistu jafnvel og ég aö þetta er satt.” ,,Ég mundi nú ekki tnía þessu sjálfur, ef ég væri Elias,” byrjaöi Uxaskalli en komst ekki lengra. ,í>ú heldur kj, Uxi, nema á þig sé yrt! ” sagöi Alfreð hoppandi af reiöi. „Þetta er nil hálf hópless, ef meira aö segja Uxaskalli fattar djókinn,” skaut Arfur Kelti boru- brattur inn i og hafði greinilega gleymt sinum gömlu syndum i bili. Alfreð skaut visifingri á loft: „Sko, af öllum mönnum, þá hefur þú sist efni á að vera að glenna þig neitt...” Já, þaö rikti nokkurt sundur- lyndi i laufskálanum. En allavega sat Bóbó i gæsluvaröhaldi og þótti sem enginn mannlegur máttur gæti bjargaö sér út. „Reynir, Reynir,” hrópaöi Elias Bjarkason i simtóliö. „Vill einhver athuga hvort Reynir er i húsinu.” Klukkustundu siöar eöa svo birtist loks Reynir lögreglufull- trúi á skrifstofu Eliasar, móður og másandi. Elias sat þar fyrir meö svip sem hann setti annars ekki upp nema i morðmálum, manndrápssvip. „Sko, é-ég var aö keppa I glimu,” reyndi Reynir aö afsaka sig. „Viö vorum sko meö smá- mót, héddna nokkrir gamlir kunningjar úr umferðarlögregl- unni.” „Þaö er nú þaö sem ég er oft aö velta fyrir mér,” ansaöi Elias Bjarkasonbyrstur, „hvortþú eig- ir ekki best heima á götunni, ræfilstuskan.” Svosagði hann ei- litið mildari i máli: „Fáöu Jónas með þér, væni, og komiði hingaö meö skjalaskápinn um Alfreö Al- freösson og félaga. Hann er niöri kjallara. Þaö hlýtur aö vera eitt- hvaö sem ég get hankaö þá á.” Eftir lon og don og dúk og disk var loks bariö aö dyrum hjá Eliasi. Hann spratt upp og opn- aöi. Fyrir utan stóöu þeir Reynir og Jónas og byrgöu sýn en fyrir aftan glitti i fjóra stæöilega lög- regluþjóna i' búningi. Þeir voru i æöisgenginni baráttu viö tröll- aukinn eldtraustan skjalaskáp og virtust aö þvi komnir aö gefast upp. „Já, þaö þyrfti kjarnorkustríö til aö hagga honum þessum,” sagöi Elias i spaugi. Engum stökk bros á vör. „É-ég held bara að skjala- skápurinn komist ekki inn um hurðina hjá þér, Elias,” sagði Reynir, „ekki siöan Eddarnir bættust viö.” „Þaö er ykkar höfuöverkur,” sagöi Elias Bjarkason snúöugt og fór I kaffi. Elias Bjarkason opnaöi efstu skúffuna til hægri og tók út gilda möppu. Hann settistmakindalega við skrifborðiö, ók sér i stólnum, gætti þess aö samlokur og kaffi- sull væri á réttum staö, kveikti i Prins Albert og byrjaöi aö lesa: „Alfreö Óskar Alfreösson. Fæddur í Reykjavik 9. 11. 1956 (I sporödrekamerkinu! var krassaö á spássiu). Foreldrar: Alfreö Ómar Alfreösson veggfóðrari og siðar bilstjóri og Herborg Guö- geirsdóttir. Nokkru eftir fæðingu sonarins hvarf Alfreð eldri spor- laust eftir þorrablót hjá áttahagafélagi Dalamanna:) nú telja menn að hann sé búsettur I Paraguæ. Snemma beygist krók- urinn, þvi Alfreö yngri... „Ó, þessir sálfræöingar,” stundi Elfas Bjarkason og sökkti sér fyrir alvöru i lesturinn. Framhald. Verkakvennafélagið Framsókn Orlofshús Mánudaginn 3. mai n.k. verður byrjað að taka á móti umsóknum félagsmanna varðandi dvöl i orlofshúsum félagsins. Þeir sem ekki hafa dvalið áður i húsunum hafa forgang vikuna 3.-8. mai. Félagið er með 3 hús i ölfusborgum,l hús i Flókalundi og 2 i Húsafelli. Leigan greidd við pöntun. Vikugjald kr. 700.- Upplýsingar i sima 26930 og 26931 frá kl. 9- 12 og 13-17 Stjórnin Verður haldið að Hótel Heklu Rauðarárstíg 18 sunnudaginn 2. maí Húsið opnað kl. 14.00

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.