Fréttablaðið - 12.12.2008, Síða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000
FÖSTUDAGUR
12. desember 2008 — 340. tölublað — 8. árgangur
föstudagur
ÆVINTÝRIN
GERAST Í NEW YORK
Rósa Guðmundsdóttir ætlar að ná langt á tónlistarferlinum
FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS 12. desember 2008
VEÐRIÐ Í DAG
RÓSA GUÐMUNDSDÓTTIR
Ævintýrin gerast
í New York
FÖSTUDAGUR FYLGIR
FRÉTTABLAÐINU Í DAG
Gjafabréf Perlunnar
Gefðu einstaka kvöldstund í jólagjöf!
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447
„Ég reyni að kaupa lífrænt ræktað
grænmeti og ávexti og núna í
kreppunni hugsa ég: Ég hlýt að
geta sparað eitthvað annað. Mat-urinn verður að ganga fyrir og
ódýrasta ánægjan er að borða holltá hverjum degi “ Á
Áslaug skrifar og myndskreytir
barnabækur. Í nýju bókinni henn-
ar, sem heitir Skrímslapest, færir
litla skrímslið stóra skrímslinuheita súpu því til heil bóli
ander og engifer líka gott í allt.
Auk þess að bragðbæta súpur með
teningi tek ég kryddið mitt úkrukku ð
Alltaf til efni í naglasúpu
Bókverkakonan Áslaug Jónsdóttir á alltaf til gott hráefni í súpu heima hjá sér. Hún fær nefnilega sent
ferskt, íslenskt grænmeti vikulega og lumar svo á kryddi úr eigin ræktun í krukkum og frysti.
HJÓLIN Í KÍNA er yfirskrift ljósmyndasýningar sem opnar á morgun klukkan 15.00 í Galleríi Fold við Rauðarárstíg. Myndirnar tók Jóhann Ágúst Hansen
þegar hann var í námi við Shanghai-háskóla í Kína.
„Ég tek eigið krydd og myl það út í súpuna,“ segir Áslaug en í nýrri bók hennar, Skrímslapest, færir litla skrímslið stóra skrímslinu heita súpu.
23. des. Skötu- og jólahlaðborð í hádeginu 1. jan. Nýárskvöldverður Perlunnar 6. jan. Þrettándakvöld í Perlunni Sannkölluð þrettánd t
JólahlaðborðPerlunnar
Verð 7.250 kr.
20. nóvember - 30. desemberLifandi tónlist: Þrjár raddir alla fimmtudaga og sunnudaga, Þórir Baldurs og Óli Sveinn Jónssonalla föstudaga og laugardaga.
FRÉTTAB
LAÐ
IÐ
/ARN
ÞÓ
R
ÁSLAUG JÓNSDÓTTIR
Alltaf eitthvað til í
ísskápnum í góða súpu
• matur • tíska • helgin
Í MIÐJU BLAÐSINS
70 ára afmæli
Verslunin Bernharð
Laxdal í Kjörgarði er
elsta starfandi kven-
fataverslun landsins
en hún var stofnuð
árið 1938.
TÍMAMÓT 40
Sökudólgar og blórabögglar
„Annar blóraböggullinn er Íslend-
ingar sjálfir. Sagt er, að þeir hafi
eytt of miklu. Velmegun þeirra
hafa verið í krafti greiðslukorta“,
skrifar Hannes Hólmsteinn Giss-
urarson.
Í DAG 32
Eftirsóttur
Fjögur lið eru á hött-
unum eftir Blikanum
Jóhanni Berg Guð-
mundssyni þessa
dagana.
ÍÞRÓTTIR 56
MENNING Gæludýrin, bók Braga
Ólafssonar, er meðal fimmtán
bestu skáldsagna ársins, að mati
bókarisans Barnes & Noble. Í dómi
um bókina segir að tök Braga á
súrrealískum aðstæðum aðalpers-
ónunnar gefi skrifum hins jap-
anska Murakami lítið eftir.
Bragi var sjálfur að vonum
ánægður með þetta, ekki síst í
ljósi þess að engir bókadómar
hafa birst um bókina í
prentmiðlum. Hins vegar
hafi vefmiðlar farið lof-
samlegum orðum um
hana. „Já, þetta eru góðar
fréttir og mjög gaman
fyrir mig,“ segir Bragi
sem vinnur nú að sinni
næstu skáldsögu en ráð-
gert er að hún komi út
fyrir næstu jól.
Sú bók sem gagnrýn-
endur voru sammála um
að væri besta bók ársins
var Netherland eftir
Joseph McNeill sem bóka-
kálfur New York Times
sagði að væri besta lýsing
sem birst hefur á lífinu í
New York eftir fall Tví-
buraturnanna.
- fgg / sjá síðu 62
Bragi Ólafsson í góðum hópi hjá Barnes & Noble í Bandaríkjunum:
Gæludýrin meðal bestu bókanna
dagar til jóla
Opið til 22
12
Töskuuppboð hjá
Stígamótum
Töskur frá Björk og
Hönnu Birnu Kristj-
ánsdóttur meðal
uppboðsmuna.
FÓLK 52
EFNAHAGSLÍF Ríkisstjórnin hefur það að
markmiði í sparnaðaraðgerðum sínum að
vernda þá sem hafa lökustu kjörin. Ingibjörg
Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra segir að
ekkert sé hróflað við barnabótum, vaxtabótum
og persónuafslætti sem hækkar um 2.000
krónur á næsta ári. „Þannig reynum við að verja
þá hópa sem minnst hafa og teljum að hafi tekist
nokkuð vel,“ segir hún.
Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands-
ins, er ósammála þessu. „Mér líst afspyrnu illa á
þetta,“ segir hann og rifjar upp að ríkisstjórnin
hafi áður tilkynnt að ekki þyrfti að koma til
skattahækkana. Hann gagnrýnir hana fyrir að
upplýsa lítið um það hver vandinn sé og nú sé
vandinn helmingi meiri en áður var talið.
Gylfi segir að mikilvægt sé „að þjóðin og við
getum verið þátttakendur í því að undirbúa
okkur fyrir það hvað þarf að gera þannig að
köldu vatni sé ekki skvett yfir okkur reglulega“,
en skortur sé á samstarfi og trúnaði í samtölum.
Elli- og örorkulífeyrisþegar búa við mestu
fátæktina í landinu. Þeir búa við verðtryggðan
lífeyri og eiga að fá hækkun í hverjum mánuði.
Gylfi bendir á að ríkisstjórnin ætli nú að hækka
bætur þeirra aðeins um 9,6 prósent, ekki sem
nemur verðtryggingunni. „Það á að taka fjóra
milljarða af fátækasta fólkinu. Þetta er svo
rosalega ósanngjarnt að við getum ekki kvittað
upp á það,“ segir hann.
Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra
segir þetta af og frá. „Við bættum 2 milljörðum
í almannatryggingakerfið miðað við það sem
var í fjárlagafrumvarpinu. Á næsta ári munu
bætur lífeyristrygginga aldrei hafa verið
hærri samanborið við lægstu laun ASÍ.“
Í byggingageiranum á að skerða fram-
kvæmdir fyrir 12 milljarða þó að atvinnuleysi
stefni yfir 50 prósent. Þá á að lækka framlög til
rannsókna og nýsköpunar og LÍN. „Ríkisstjórnin
finnur þarna bök sem ætti að hlífa,“ segir Gylfi.
Ríkisstjórnin og aðilar vinnumarkaðarins
hafa átt í samráði um endurskoðun kjarasamn-
inga til næstu tveggja ára. Í gærmorgun átti að
hefjast fundaröð til að ljúka þeirri vinnu. „Við
urðum að óska eftir því að þessari vinnu yrði
frestað fram yfir áramót. Við höfum engan tíma
til að ræða þessi mál því að efnahags- og
félagsmálastefna ríkisstjórnarinnar er svo
ósanngjörn að við treystum okkur ekki til að
vinna á þessum grunni,“ segir hann.
Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri
Samtaka atvinnulífsins, telur að 215 milljarða
halli á rekstri ríkisins sé alltof mikill og því sé
165 milljarða halli skárri. Hann segist telja vel
af sér vikið að koma tölunni niður um 45
milljarða króna. - ghs, kóp / sjá síðu 6 og 12
Fjórir milljarðar teknir af
fátækum segir forseti ASÍ
Forseta Alþýðusambands Íslands líst afspyrnuilla á sparnaðaraðgerðir ríkisstjórnarinnar. Félagsmálaráð-
herra segir gagnrýnina ekki réttmæta. Framkvæmdastjóri SA segir 165 milljarða halla skárri en 215.
-2
2
-2
-1
STÍFUR VESTAN TIL Í dag verða
sunnan 8-13 m/s vestan til annars
hægari. Él á landinu vestanverðu,
rigning eða slydda austanlands
annars úrkomulítið. Víða vægt frost
en frostlaust við austurströndina.
VEÐUR 4
-2
ÓVEÐUR Stormur gekk yfir landið
í gærkvöldi og í nótt. Björgunar-
sveitir á suðvesturhorni landsins
voru kallaðar út á áttunda
tímanum þegar þakplötur,
stillansar, ljósastaurar og
hjólhýsi voru farin að fjúka.
Rúmlega 150 björgunarsveitar-
menn voru að störfum á ellefta
tímanum í gær á höfuðborgar-
svæðinu, Suðurnesjum og á
Vesturlandi. Ólöf Snæhólm
Baldursdóttir, upplýsinga- og
kynningarfulltrúi Slysavarnafé-
lagsins Landsbjargar, sagði
rúmlega 100 aðstoðarbeiðnir hafa
borist. Ólöf sagði mikið af
útköllum koma vegna byggingar-
svæða, verktakar virðist ekki
ganga nægilega vel frá. Vega-
gerðin lokaði veginum undir
Hafnarfjalli á níunda tímanum
eftir að vindhraðinn hafði mælst
55 metrar á sekúndu í hviðum. - bj
Björgunarsveitir kallaðar út:
Þakplötur og
stillansar fuku
KALLAÐIR ÚT Félagar í Flugbjörgunarsveitinni í Reykjavík voru meðal annars kallaðir að byggingarsvæði í Lindunum í Kópavogi
þar sem byggingarefni og grindverk tókst á flug í óveðrinu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
BRAGI ÓLAFSSON