Fréttablaðið - 12.12.2008, Blaðsíða 4
4 12. desember 2008 FÖSTUDAGUR
EFNAHAGSMÁL Raunverð fasteigna
á höfuðborgarsvæðinu hefur
lækkað um rúm sautján prósent
frá október 2007 til október síð-
astliðins. Verðið í október er svip-
að og það var í maí 2005, stuttu
eftir að bankarnir komu inn á
íbúðalánamarkaðinn.
Raunverð fasteigna er reiknað
út frá vísitölu húsnæðisverðs,
sem sýnir breytingar á meðal-
fermetraverði, að teknu tilliti til
vísitölu neysluverðs án húsnæð-
isverðs. Með öðrum orðum er
húsnæðisverðið metið og tekið
tillit til kaupmáttar almennings.
Þannig má finna nokkurs konar
vísitölu raunverðs fasteigna á
höfuðborgarsvæðinu. Þegar þessi
vísitala er skoðuð sést að þrátt
fyrir niðursveiflu frá seinni hluta
ársins 2007 er raunverð fasteigna
á höfuðborgarsvæðinu nú rúm-
lega tvöfalt hærra en það var í
upphafi árs 1994.
Raunverð fasteigna hafði verið
stöðugt frá 1994 til byrjun árs
1999, þegar það tók að hækka
hægt og bítandi. Lítils háttar nið-
ursveifla varð árið 2001, en sé
tímabilið frá ársbyrjun 1999 fram
á mitt ár 2004 skoðað var hækk-
unin í kringum tíu prósent á ári.
Hefði húsnæðisverð haldið áfram
að hækka á svipuðum hraða væri
raunverð fasteigna á höfuðborg-
arsvæðinu nú um 20 prósentum
lægra en það er í dag.
Sérfræðingar sem rætt var við
segja húsnæðisbóluna hafa tekið
að blásast upp seinnipart ársins
2004, þegar bankarnir fóru að
bjóða íbúðalán á áður óþekktum
kjörum. Þá var lánshlutfall Íbúða-
lánasjóðs einnig aukið í 90 pró-
sent fyrir alla lánþega. Sú hækk-
un sem hafi orðið frá þeim tíma
hljóti að ganga að talsverðu leyti
til baka.
Edda Rós Karlsdóttir, hagfræð-
ingur hjá Landsbankanum, segir
að fasteignamarkaðurinn eigi
það til að fara út í öfgar, hvort
sem það er í lækkunum eða hækk-
unum.
Þegar aukið fjármagn hafi
komið inn á íbúðamarkaðinn
haustið 2004 hafi eftirspurn auk-
ist, en þar sem langan tíma taki
að byggja nýtt húsnæði hafi
framboðið ekki aukist strax. Það
sé uppskrift að verðhækkunum.
Þegar byggingariðnaðurinn hafi
svo brugðist við hafi mikill hagn-
aður gert það að verkum að of
mikið hafi verið byggt.
Sögulega hefur verðbólgan séð
um að lækka fasteignaverð, í stað
þess að verðmæti í krónum lækki
mikið, segir Edda Rós. Ómögu-
legt sé þó að spá fyrir um hvað
muni gerast nú, en ljóst sé að
bæði krónutölulækkun og verð-
bólga hafi lækkað raunverð fast-
eigna nú.
Sérfræðingar höfðu spáð því
að fasteignaverð færi að lækka
fyrr en raunin varð. Ástæður
þess að lækkunin kom seinna er
einkum rakin til þess að fólks-
fjölgun hér á landi var mun meiri
en víðast hvar annars staðar í
Evrópu, auk þess sem kaupmátt-
ur landsmanna jókst mjög.
Lækkun raunverðs á árinu 2008
skýra sérfræðingar með slæmu
efnahagsástandi, verðbólgu,
miklu framboði á fasteignum, en
á sama tíma algeru frosti á lána-
markaði. brjann@frettabladid.is
Raunverð fasteigna í höf-
uðborginni svipað og 2005
Hækkun á fasteignaverði undanfarin ár virðist að hluta gengin til baka. Raunverð fasteigna á höfuðborgar-
svæðinu hefur lækkað um 17 prósent á einu ári. Aukið aðgengi að fé skýrir hækkun sem nú er að hverfa aftur.
1994 1995 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008
250
200
150
100
50
ÞRÓUN RAUNVERÐS ÍBÚÐARHÚSNÆÐIS Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU
Raunverð tekur að
hækka jafnt og þétt
eftir skeið stöðnunar.
Íslenskt efnahagslíf hikstar,
verðbólga eykst og raun-
verð húsnæðis lækkar.
Hefði þróun raunverðs haldist
stöðug með svipuðum meðaltals-
hækkunum og frá árinu 1999 fram
á mitt ár 2004 mætti búast við að
vísitala raunverðs húsnæðis nú
væri í um 166 stigum, 20 prósent-
um lægri en hún er í dag.
Samdráttarskeið hefst,
verðbólga eykst og raunverð
húsnæðis lækkar.
Raunverð
komið á
svipað ról
og í maí
2005.
Bjartsýni
eykst á ný
og auð-
veldara er
að fá lán.
Framboð af húsnæði eykst,
og lítil niðursveifla verður í
efnahagslífinu.
Bankarnir koma inn á
íbúðalánamarkaðinn og
Íbúðalánasjóður hækkar
hámarkslán fyrir alla.
Ví
si
ta
la
VEÐURSPÁ
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
Alicante
Amsterdam
Basel
Berlín
Billund
Eindhoven
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
New York
Orlando
Osló
París
Róm
Stokkhólmur
14°
5°
1°
1°
2°
4°
2°
0°
1°
3°
20°
8°
4°
17°
-3°
4°
12°
4°
-2
-2
-2
1
2
4
Á MORGUN
Hæg, breytileg átt en NV-
strekkingur austast
3
-4
SUNNUDAGUR
Sunnan 3-10 m/s,
stífastur V-til
-2
2
-1
-1
-10
10
8
3
5
5
5
6
10
5
6
-2 -5
-1
2 -3
-2
-23
-3
HORFUR
HELGARINNAR
Almennt má segja að
um helgina verði ról-
egheitaveður og frem-
ur kalt. Á morgun er
helst að sjá vind allra
austast á landinu með
snjómuggu sem teygir
sig yfi r á norðanvert
landið síðdegis. Á
sunnudag blæs hann
aðeins á landinu vest-
anverðu með skúrum
eða éljum. Það hlánar
vestast á landinu á
sunnudaginn.
Sigurður Þ.
Ragnarsson
veður-
fræðingur
EFNAHAGSMÁL Ríkisstjórnin gerir
ráð fyrir sparnaði upp á einn millj-
arð króna hjá Lánasjóði íslenskra
námsmanna, LÍN, í tengslum við
sparnaðaraðgerðir sínar. Útfærsl-
an er í höndum menntamálaráð-
herra og er unnið að henni í sam-
ráði við LÍN.
Ásta Þórarinsdóttir, fram-
kvæmdastjóri LÍN, segir að sparn-
aðurinn eigi ekki að koma niður á
námsmönnum. Tvennt komi eink-
um til greina, að ganga á eigið fé
sjóðsins eða hækka vexti á lánum
sjóðsins. Eftir sé að útfæra sparn-
aðartillögurnar en ekki sé talað
um að breyta úthlutunarreglum.
„Ýmsar leiðir eru færar. Eitt-
hvert svigrúm er til að ganga á
eigið fé sjóðsins. Í uppsveiflunni
undanfarin ár hafa greiðendur
greitt meira inn en reiknað var
með vegna þess að þeir hafa haft
hærri tekjur. Sjóðurinn hefur því
hægt og bítandi verið að búa í hag-
inn fyrir verri tíð,“ segir hún.
LÍN hefur lagaheimild til að
hækka vexti á lán sjóðsins hjá
þeim sem þegar eru að borga af
lánum sínum. Vextir eru nú eitt
prósent en samkvæmt lögum má
hafa vextina allt að þremur pró-
sentum en aðeins er þó rætt um að
hækka þá um hálft til eitt pró-
sent.
Reiknað er með yfir 14 milljörð-
um í útlán hjá LÍN á þessu ári.
Núvirði eiginfjár er 21 milljarður
fyrir árið 2007. - ghs
Sparnaður upp á einn milljarð króna í undirbúningi hjá LÍN:
Hækka vexti eða nota eigið fé
GANGA Á EIGIÐ FÉ Unnið er að sparnaði
upp á einn milljarð króna hjá Lánasjóði
íslenskra námsmanna. Til greina kemur
að ganga á eigið fé.
DÓMSMÁL 365 miðlar ehf. voru, í
Hæstarétti í gær, dæmdir til að
greiða Magnúsi Ragnarssyni,
fyrrum framkvæmdastjóra Skjás
eins, 840 þúsund krónur í
miskabætur.
Bæturnar eru
vegna ummæla
sem birtust í
Fréttablaðinu og
DV.
Tvenn
ummæli sem
dæmd voru dauð
og ómerk sneru
að einkalífi
Magnúsar. Þá
voru ummælin „Maggi glæpur“
og „Geðþekkur geðsjúklingur“
einnig dæmd dauð og ómerk. Þá
voru 365 miðlar dæmdir til að
greiða Magnúsi 300 þúsund
krónur í málskostnað fyrir
Hæstarétti. Hluti miskabótanna,
600 þúsund krónur, bera dráttar-
vexti frá 7. júní 2007 til greiðslu-
dags. - kóp
Hæstiréttur Íslands:
365 dæmt til að
greiða bætur
MAGNÚS
RAGNARSSON
DÓMSMÁL Íslenska ríkinu var í
gær gert skylt að greiða Sigurjóni
Erni Þórssyni 500 þúsund krónur í
skaðabætur, auk 640 þúsund
króna í málskostnað, í héraðsdómi
Reykjavíkur.
Sigurjóni var vikið úr stöðu
formanns stjórnarnefndar um
málefni fatlaðra í júlí 2007,
tæpum þremur mánuðum eftir að
hann var skipaður, af Jóhönnu
Sigurðardóttur félagsmálaráð-
herra. Hann leitaði skýringa en
fékk engar og stefndi því íslenska
ríkinu. Sigurjón fór fram á tæpar
tvær milljónir króna í skaðabætur
en var dæmd hálf milljón, auk 640
þúsund króna í málskostnað. - kóp
Bætur fyrir brottvikningu:
Ríkið dæmt
skaðabótaskylt
VIÐSKIPTI Erlendir fjárfestar
mega koma með fé inn í rekstur
íslenskra fyrirtækja, en þeim er
ekki heimilt að selja hlut sinn
aftur og fara með fjárfestinguna
úr landi.
Þetta er túlkun Seðlabankans á
reglum um gjaldeyrismál, sem
bankinn sendi stjórn félagsins
Verne Holding, sem áformar
rekstur gagnavers hér á landi.
Gjaldeyrishöftin voru rædd á
stjórnarfundi Verne Holding í
gær. Vilhjálmur Þorsteinsson,
stjórnarformaður félagsins, segir
mikilvægt að hömlunum verði
aflétt sem fyrst, enda afar
neikvætt fyrir fjárfesta að geta
ekki farið með sitt fé aftur. - bj
Stjórn Verne Holding fundar:
Bein fjárfesting
ekki óheimil
GENGIÐ 11.12.2008
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
199,8842
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
115,00 115,54
172,41 173,25
151,45 152,29
20,324 20,442
16,520 16,618
14,341 14,425
1,2483 1,2557
173,24 174,28
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR