Fréttablaðið - 12.12.2008, Síða 6
6 12. desember 2008 FÖSTUDAGUR
Clarins kynning verður í dag í Snyrtistofunni Hrund
Clarins sérfræðingur veitir ráðgjöf um húðumhirðu og
kynnir nýju förðunarvörurnar fyrir jól 2008.
Í tilefni dagsins verður boðið upp á
15% afslátt af öllum Clarins vörum
Gjafabréf frá Hrund
Dekraðu við hana í ár og gefðu henni gjöfi na sem hún
gleymir aldrei. Með gjafabréfum í andlits og líkams-
meðferðir frá Clarins fylgir falleg gjöf.
Snyrtistofan Hrund
Grænatún 1 - 200 Kópavogur - Sími 554 4025 - hrund@hrund.is
Ertu sátt/ur við að greiða tæpar
18 þúsund krónur í nefskatt til
RÚV?
JÁ 20,8%
NEI 79,2%
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Ferð þú í jólaköttinn í ár?
Segðu skoðun þína á vísir.is
Stöð 2 hækkar verð
Mánaðargjald Stöðvar 2 hækkar um
tíu prósent um áramótin. Mánaðar-
gjald Stöðvar 2 verður 6.590 krónur.
Stærstur hluti samninga Stöðvar 2 um
kaup á sjónvarpsefni er í erlendum
gjaldmiðli.
SJÓNVARP
VIÐSKIPTI Árvakur, útgáfufélag
Morgunblaðsins, hefur gengið frá
skammtímafjármögnun með láni
frá Glitni, viðskiptabanka
félagsins. Einar
Sigurðsson,
forstjóri
Árvakurs, segir
að tryggingar
hafi verið lagðar
fram fyrir
láninu.
Búið er að
gera áætlanir
fyrir framtíð
Árvakurs og
næst á dagskrá sé að vinna að
endurfjármögnun með nýju
hlutafé, segir Einar. Næstu dagar
og vikur verði notaðar til að ræða
við þá sem sýnt hafi áhuga á að
koma að rekstri félagsins. Einar
vildi ekki gefa upp hversu langan
tíma megi reikna með að það taki
né hvaða tryggingar hafi verið
lagðar fram fyrir láninu.
Starfsmenn sem ekki fengu öll
laun sín greidd um síðustu
mánaðarmót afganginn útborgað-
an í gær. Einar vonast til þess að
ekki verði dráttur á greiðslum um
næstu mánaðarmót. - bj
Lausafjárstaða Árvakurs leyst:
Glitnir lánar
fyrir rekstri
EINAR
SIGURÐSSON
UTANRÍKISMÁL „Kröfuhafarnir eiga
síðasta orðið,“ segir Helgi Sig-
urðsson, lögmaður Kaupþings. Þar
vísar hann til hugsanlegrar mál-
sóknar á hendur breskum stjórn-
völdum.
Hann segir að óvissa sé fólgin í
málum af þessu tagi og að ljóst að
kostnaður yrði töluverður.
Kaupþing fól breskri lögmanna-
stofu um miðjan október að kanna
möguleika á málsókn gegn Bret-
um vegna dótturfélags Kaupþings
í Lundúnum, Singer og Friedland-
er. Breska fjármálaeftirlitið tók
bankann yfir í svörtu vikunni svo-
nefndu, sömu viku og hryðju-
verkalögum var beitt gegn Lands-
bankanum. Þar með féll Kaupþing
og víst þykir að gríðarleg verð-
mæti hafi farið forgörðum.
Lögmennirnir eru nú orðnir
mjög áhyggjufullir, eftir því sem
Fréttablaðið kemst næst. Þeir ótt-
ast að ekki verði hægt að hefja
málarekstur fyrir 7. janúar næst-
komandi, en þá renni út frestur til
þess. Takist það ekki, telja lög-
mennirnir að tækifæri til að sækja
rétt Íslendinga fyrir dómstólum
heyri sögunni til. Lögmennirnir
skrifuðu skilanefnd Kaupþing um
þessi mál.
Helgi Sigurðsson bendir á að
enn sé beðið álitsgerðar frá lög-
mönnum, hún komi væntanlega
fljótlega.
Eftir því sem næst verður kom-
ist telja stjórnvöld óvíst að kröfu-
hafar verði tilbúnir til þess að
leggja út í þann kostnað sem í mál-
sókn gæti falist. Kröfuhafarnir
vilji fyrst og fremst fá eitthvað
upp í kröfur sínar á hendur bank-
anum en þeir séu yfirleitt frekar
tregir til að leggja út í óvissu í
málum af þessu tagi.
Samningamenn Íslands gáfu
utanríkismálanefnd Alþingis
skýrslu í fyrradag um stöðu mála.
Nefndarmenn segjast bundnir
trúnaði um það efnislega.
„Ég er orðinn langeygur eftir
því að málsóknir hefjist, því það
er orðið lífsspursmál að við leik-
um þennan leik gagnvart gamla
Kaupþingi og líka gamla Lands-
bankanum, sem var beittur hryðju-
verkalögum. Ég trúi því ekki fyrr
en ég tek á því að við ætlum að
klúðra þessu líka,“ segir Stein-
grímur J. Sigfússon, fulltrúi
Vinstri grænna í utanríkismála-
nefnd.
Samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins er Exista, sem átti fjórð-
ungshlut í gamla Kaupþingi, að
kanna með möguleika á málsókn.
Ákvörðun um framhaldið hefur
ekki verið tekin. - ikh
Málsókn Kaupþings
gegn Bretum í óvissu
Breskir lögmenn hafa miklar áhyggjur af því að frestir renni út og ekki verði
hægt að sækja mál vegna Kaupþings í Bretlandi. Lögmaður Kaupþings segir að
kröfuhafar verði að ráða hvort farið verði í mál við stjórnvöld í Bretlandi.
DÓMSMÁL Haukur Helgason öku-
kennari hefur verið dæmdur í
héraðsdómi í þriggja ára fangelsi
fyrir kynferðisbrot gegn fjórum
ungum drengjum. Þeir höfðu
ýmist verið að læra á skellinöðru
eða bíl hjá honum.
Upphaflega steig einn drengj-
anna fram og kærði manninn. Sex
piltar kærðu svo í kjölfarið.
Nemendurnir voru á aldrinum
14 til 17 ára. Ökukennarinn taldi
sig ekki hafa framið lögbrot.
Frá vori 1996 til nóvember 1998
kenndi hann pilti á aldrinum 14 til
17 ára á skellinöðru. Í tugi skipta
fróaði hann piltinum. Kynferðis-
mökin áttu sér oftast stað á heim-
ili Hauks eða í bifreið hans í Heið-
mörk.
Á sama tímabili kenndi Haukur
pilti á sama aldri á skellinöðru og
síðar bifreið. Hann fróaði piltin-
um að jafnaði einu sinni í viku.
Hann notaði sömu staði til athæf-
isins.
Ökukennarinn kenndi þriðja
piltinum, 15 til 16 ára, á skelli-
nöðru. Af honum tók maðurinn
fjölda nektarmynda, svo og fjórða
piltinum. Á heimili Hauks var
samtals lagt hald á 3.804 ljós-
myndir, sem hann tók margar
sjálfur, er sýndu börn á kynferð-
islegan eða klámfenginn hátt.
- jss
KENNDI Á MÓTÓRHJÓL Ökukennarinn fór gjarnan með drengina upp í Heiðmörk.
Karlmaður dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir misnotkun og vörslu barnakláms:
Ökukennari misnotaði pilta
HRYÐJUVERKALÖGUM BEITT Á ÍSLENDINGA Breski fjármálaráðherrann Alistair Darling
var í fararbroddi þegar hryðjuverkalögum var beitt gegn Íslendingum. Lögmenn
Kaupþings hafa áhyggjur af málsókn fyrirtækisins. NORDICPHOTOS/GETTY
EFNAHAGSLÍF „Það er alrangt að
öryrkjar verði verst úti og ég skil
ekki hvað forseta ASÍ gengur til
með svona málflutningi. Við erum
fyrst og fremst að verja kjör aldr-
aðra og öryrkja í þessum þreng-
ingum,“ segir Jóhanna Sigurðar-
dóttir félagsmálaráðherra.
„Fjórðungur lífeyrisþega, 12
þúsund manns, fær vísitöluhækk-
unina að fullu bætta sem er 20
prósent hækkun. Hjá þeim hækk-
ar lífeyrir um 30 þúsund krónur á
mánuði, úr 150 í 180 þúsund krón-
ur, um 20 prósent. Þeir sem eru
með tekjur yfir 180 þúsund krón-
ur hækka um 9,6%, líkt og gert
var ráð fyrir í fjárlagafrumvarp-
inu. Þá eru margs konar kjarabæt-
ur sem náðust á síðara ári varðar.
Bætur lífeyristrygginga á næsta
ári hafa aldrei verið hærri saman-
borið við lægstu laun ASÍ.“
Jóhanna segir að tveimur millj-
örðum sé bætt í almannatrygg-
ingakerfið miðað við fjárlaga-
frumvarpið í haust.
„Algjör viðsnúningur hefur
orðið á fjárlögum, úr 57 milljarða
tapi í haust í 214 milljarða halla og
við reynum að spara þar sem hægt
er. Ég fullyrði að engu síður er
betur gert við aldraða og öryrkja á
næsta ári og því sem er að líða, í
þessum þrengingum öllum, en í
uppsveiflu liðinna ára, þar sem
voru 80 til 100 milljarðar í afgang
á fjárlögum.“ - kóp
Jóhanna Sigurðardóttir segir gagnrýni forseta ASÍ óskiljanlega:
Segir kjör öryrkja vera varin
FÉLAGSMÁLARÁÐHERRA Segir bætur
lífeyristrygginga á næsta ári aldrei hafa
verið hærri miðað við lægstu laun ASÍ.
FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
SVÍÞJÓÐ, AP Sænska stjórnin
tilkynnti í gær um áform um að
leggja allt að 28 milljarða
sænskra króna, andvirði um 390
milljarða íslenskra, til stuðnings
bílaiðnaðinum í landinu.
Stuðningsáætlunin felur í sér
ríkistryggingar fyrir lánum, bein
neyðarlán og aukið fé til rann-
sókna og þróunar til að efla stöðu
alls iðnaðar í landinu sem tengist
bílaframleiðslu.
Fólksbílaverksmiðjurnar Saab
og Volvo hafa lengi kallað eftir
ríkisaðstoð vegna fjármálaörðug-
leika móðurfyrirtækjanna GM og
Ford. Líklegt þykir að þau selji
bæði sænsku bílamerkin. Tug-
þúsundir starfa eru í húfi. - aa
Bílaiðnaðurinn í Svíþjóð:
Ríkið býður
milljarðaaðstoð
ÓVISSA Nýir XC-60-jeppar við höfuð-
stöðvar Volvo í Gautaborg. Fjárhags-
aðstoð ríkisins miðar að því að bjarga
tugþúsundum starfa. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN
SJÁVARÚTVEGUR Rammi hf. á
Siglufirði er að undirbúa að hefja
veiðar og vinnslu á úthafsrækju í
vor. Ráðgert er að veiða um tvö til
þrjú þúsund tonn og að um fimm
til átta manns muni stafa við
landvinnsluna en verið er að
innrétta litla verksmiðju í húsnæði
fyrirtækisins á Siglufirði.
Ólafur H. Marteinsson, fram-
kvæmdastjóri Ramma, segir að nú
þegar olíuverð hafi lækkað sé tæki-
færi til þess að nýta rækjukvótann
sem fyrirtækið eigi en Rammi
gerði út fimm togara á úthafs-
rækju fyrir nokkrum árum en
hætti veiðum árið 2005 og vinnslu
á aðfluttri rækju í lok árs 2006. - jse
Lækkað olíuverð skapar færi:
Rækjuvinnsla á
ný á Siglufirði
SKEMMTANIR Embætti ríkislög-
reglustjóra hefur sent frá sér
tilkynningu er varðar reglur um
skemmtanahald um hátíðirnar.
Á aðfangadag, 24. desember, er
allt skemmtanahald bannað frá
klukkan 18.00. Jóladag, 25.
desember, er allt skemmtanahald
bannað. Annan dag jóla, 26.
desember, er skemmtanahald
leyft frá klukkan 6.00 til klukkan
3.00 aðfaranótt 27. desember.
Á nýarsdag, 1. janúar, er
skemmtanahald leyft til klukkan
3.00 aðfaranótt 2. janúar 2009. - kg
Embætti ríkislögreglustjóra:
Skemmtanir
um hátíðirnar
Hjólastíganet í Hafnarfjörð
Umhverfisnefnd Hafnarfjarðar ætlar
að óska eftir hugmyndum um
reiðhjólastíganet í bænum eftir að
nefndinni voru kynntar áætlanir um
samgöngunet til hjólreiða og hvernig
hagnýta megi reynslu annarra landa
við íslenskar aðstæður.
SAMGÖNGUR
KJÖRKASSINN
N
O
R
D
IC
PH
O
TO
S/G
ETTY