Fréttablaðið - 12.12.2008, Síða 16
16 12. desember 2008 FÖSTUDAGUR
SPARNAÐURINN
Nýframkvæmdir
Rekstrarkostnaður
Tilfærslur til
ýmissa hópa
11
milljarðar
13
milljarðar
18
milljarðar
Stefnt er að því að
sparnaður upp á 3
milljarða myndist í
meðförum þingsins.
Alls: 42 milljarðar
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
U
T
I
44
21
0
11
.2
00
8
Skíðapakkar
20% afsláttur
Skíðadeildin er í Glæsibæ
HOLTAGÖRÐUM GLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND SÍMI 545 1500
A
ug
lý
si
ng
as
ím
i
– Mest lesið
Ríkisstjórnin sparar í
rekstri og tekjutilfærslum
um sem nemur 24 milljörð-
um króna, eða 5,7 prósent
af heildarútgjöldum ríkis-
sjóðs. Ríkisstjórnin hag-
ræðir í rekstri og frestar
verkefnum auk þess sem
hún hækkar skatta á ein-
staklinga. Stefnt er að því
að halli ríkissjóðs verði
um 45 milljörðum minni
en var áætlað.
Ríkisstjórnin hefur kynnt sparn-
aðaraðgerðir vegna fjárlaga-
frumvarpsins og er gert ráð fyrir
að sparnaður í rekstrarútgjöld-
um og tekjutilfærslum nemi um
24 milljörðum króna, eða um 5,7
prósentum af heildarútgjöldum
ríkissjóðs. Bæði er um að ræða
hagræðingu í rekstri og frestun
verkefna auk þess sem skatttekj-
ur ríkisins aukast. Með þessu
verður halli ríkissjóðs 165-170
milljarðar en hefði annars orðið
215 milljarðar.
Mest í ráðuneytum
Geir H. Haarde forsætisráð-
herra, Ingibjörg Sólrún Gísla-
dóttir utanríkisráðherra og Árni
Mathiesen fjármálaráðherra
kynntu sparnaðartillögurnar í
gær. Þau segja að gengið sé út
frá því að sparnaður komi minnst
niður á velferðarkerfinu,
menntakerfinu, heilbrigðiskerf-
inu og löggæslu. Hlutfallslega
mestur samdráttur verði í utan-
ríkisþjónustunni og hjá æðstu
stjórn ríkisins. Almennt verður
samdráttur í rekstri ráðuneyta
um fimm til sjö prósent.
Geir segir að tekjugrunnur
fjárlagafrumvarpsins hafi rask-
ast í kjölfar bankahrunsins og
heilu tekjustofnarnir séu að
hverfa, til dæmis tekjuskattur
fyrirtækja og fjármagnstekju-
skattur. Aðrir tekjustofnar hafi
rýrnað verulega. Við þessu þurfi
að bregðast.
Hækka útsvar
Tekjur ríkissjóðs af tekjuskatti
einstaklinga aukast um sjö millj-
arða króna á næsta ári því gert
er ráð fyrir að skattur á einstakl-
inga hækki um eitt prósentustig,
úr 22,75 í 23,75 prósent. Sveitar-
félögin mega hækka útsvar.
Dregið verður úr nýfram-
kvæmdum fyrir 11 milljarða,
eða um fimmtung af áætluðum
kostnaði. Framkvæmdir munu
nema 41 milljarði króna sem er
svipað og á þessu ári. Næsta ár
verður því eitt mesta fram-
kvæmdaár sögunnar hjá ríkinu.
Helmingur af sparnaði í
nýframkvæmdum verður í vega-
gerð. Framkvæmdum vegna
nýrrar flugvélar og varðskips
Landhelgisgæslunnar og hús-
byggingu Stofnunar Árna Magn-
ússonar verður frestað.
Lækka laun stjórnenda
Verið er að útfæra smærri
aðgerðir til að lækka útgjöld rík-
issjóðs og endurskoða útgjalda-
þætti. Áformað er að spara í
launakostnaði í samráði við
stjórnendur ríkisstofnana og
hlutafélaga í eigu ríkisins með
því að lækka hæstu laun í sam-
ræmi við launalækkun þing-
manna og ráðherra. Geir vonast
til að ekki komi til uppsagna en
segir að hver stofnun verði að
glíma við það sjálf.
Lágmarks framfærslutrygg-
ing almannatrygginga hækkar
um tuttugu prósent um áramót
fyrir þá sem lægstar hafa bæt-
urnar og 9,6 prósenta hækkun
fyrir aðra bótaþega. Kjör lægst
settu lífeyrisþeganna hafa aldrei
verið hærri samanborið við
lægstu laun í landinu, samkvæmt
tilkynningu frá ríkisstjórninni.
Breytingar á tekju- og gjalda-
hlið fjárlagafrumvarpsins leiða
til bættrar afkomu ríkissjóðs
sem nemur 42 milljörðum króna.
Gert er ráð fyrir að við þriðju
umræðu komi fram tillögur sem
muni bæta afkomu ríkissjóðs um
minnst þrjá milljarða til viðbót-
ar.
Tekjuskattur
fólks hækkar
SPARAÐ Í VEGAGERÐ Geir H. Haarde forsætisráðherra, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
utanríkisráðherra og Árni Mathiesen fjármálaráðherra kynntu sparnaðaraðgerðir
ríkisstjórnarinnar í gær. Þó að skattar hækki verður ríkið samt að draga úr nýfram-
kvæmdum, þar af helmingur í vegagerð. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
FRÉTTASKÝRING: Niðurskurður hjá ríkinu
FRÉTTASKÝRING
GUÐRÚN HELGA SIGURÐARD.
ghs@frettabladid.is