Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.12.2008, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 12.12.2008, Qupperneq 22
22 12. desember 2008 FÖSTUDAGUR FRÉTTASKÝRING: Hvernig bregst þjóðin við kreppunni? Er reiðin að renna af þjóð- inni eða finnur hún engan farveg fyrir hana? Prestur segir komið að eins konar úrvinnsluferli, annar segir þjóðina bæla reiðina. Hvað sem því líður stendur hún frammi fyrir því að velja hvort hún taki slaginn eða lækka þjáningaþröskuld- inn og láta hlutina yfir sig ganga. Það hafa orðið þáttaskil í við- brögðum þjóðarinnar við kreppunni. Eftir röð fjölmennra mótmæla- og borgarafunda er eins og að dregið hafi úr ákafa fólks og færri láti til sín taka. Færri mæta og færri vilja hafa sig í frammi í fjölmiðlum, sé mið tekið af aðsendum greinum hér á Fréttablaðinu. En hvað er að ger- ast? Er þjóðin að koðna niður eða að búa sig undir næsta leik? „Það er þekkt að þegar fólk lendir í áföllum finnur það til mikillar reiði fyrst um sinn en svo er eins og það fari af stað ein- hvers konar úrvinnsluferli,“ segir Björn Harðarson sálfræð- ingur. Hann segir að þá byrji fólk að venjast nýjum aðstæðum. „En það er svo hægt að deila um hvað það er að venjast hlutunum. Hjá langveiku fólki getur þetta falist í því að lækka sársaukaþröskuld- inn þó að öll einkennin séu enn til staðar.“ Þá er það bara spurning- in hvort þjóðin ætli að vinna úr vandanum eða lækka þjáninga- þröskuldinn sinn. Bjarni Karlsson sóknarprestur telur að ofsareiðin sem fyrst greip um sig sé að mestu runnin af þjóð- inni og að tími úrvinnsluferlis sér runninn upp. Hann telur einnig að fólk sé nú að verða meðvitað um að það voru fjölmargir þættir sem fóru úrskeiðis með þeim afleiðingum að við erum nú í þessum þrenging- um. „Það hefur átt sér stað mikil samræða í samfélaginu og með henni verður til það sem ég vil kalla þjóðarvilji,“ segir sóknar- presturinn. „Þá sjáum við hvernig samfélag við viljum hafa en áttum okkur jafnframt á því að leiðin að því samfélagi er ekki fólgin í ein- faldri lausn. Hún byggist ekki á einni atvinnugrein, einum leiðtoga eða einni ákvörðun. Og það sem við þurfum að gera upp við okkur núna er hvort við ætlum að taka slaginn og vera sjálfstæð og þrótt- mikil þjóð þrátt fyrir allar þær þrautir sem því mun fylgja eða ætlum við að leggja örlög okkar í hendur einhvers fámennisvalds.“ Hann segir þjóðina einnig glíma við ákveðna skömm. „Hluti af því sem landinn er að glíma við núna er skömm fyrir að hafa farið sof- andi í átt að feigðarósi. „Við sofn- uðum á verðinum og þjóðarsálin stendur frammi fyrir eigin þræl- slund. En nú er það spurningin: Nennum við hafa fyrir því að hafa hér raunverulegt lýðræði, að byggja þessa eyju í friðarmenn- ingu þar sem ríkir sátt og jöfnuð- ur. Ef svo er þá verðum við að segja upp þessari sigurvegara- menningu þar sem fáir veðhlaupa- hestar gátu talið okkur í trú um það að aðeins fremstu hlauparar skiptu máli en hlutverk hinna væri að hirða það sem dettur af gnægta- borði þeirra.“ Einar Már Guðmundsson rithöf- undur segir að ekki megi draga of miklar ályktanir af fjölda þeirra sem mæta á mótmæla- eða borg- arafundi. „Þetta er nefnilega ekki spurning um fjölda heldur áhrif,“ segir hann. „Annaðhvort fer ríkis- stjórnin eða ekki. Annaðhvort verður tekið á spillingunni eða ekki. Stjórnvöld og auðmenn bíða eftir að rykið setjist eins og þeir orða það. Sem sé, að ekkert breyt- ist en það vill fólk ekki. Þess vegna tel ég að mótmælin haldi áfram. En ef svo skyldi fara að þjóðin ákvæði að sætta sig við þetta þá verður þetta mjög vont þjóðfélag til að búa í.“ Fjöldinn skiptir ekki máli heldur áhrifin MÓTMÆLI VIÐ AUSTURVÖLL Þó að færri hafi látið óánægju sína í ljós í síðustu viku er landanum ekki runnin reiðin. Viðmæl- endur Fréttablaðsins segja hann nú þurfa að gera upp við sig hvort hann vilji bölva í hljóði og búa í samfélagi sem er honum lítt að skapi eða þreyja þær þrautir sem felst í að byggja gott samfélag. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN KARLSSON En ekkert er svo með öllu illt að ei boði neitt gott og í öllum þessum hremmingum hefur Björn Harðarson sálfræðingur góð tíðindi til að færa okkur. „Rannsóknir hafa sýnt að þunglyndi er mun algengara í velmegun en kreppu,“ segir hann. „Í kreppunni þjappar fólk sér saman og styður hvað annað í baráttunni þar sem hver og einn veit sitt hlutverk. En þung- lyndi getur oft verið velmegunarsjúkdómur; þegar allt gengur vel og fólk hefur ekkert til að berjast fyrir, þá fer því oft að líða illa.“ MINNA ÞUNGLYNDI Í KREPPU „Það er alveg ómögu- legt að gera sér grein fyrir mætingunni,“ segir Hörður Torfason, sem fer fyrir mótmælunum á Austurvelli, aðspurður hvort hann eigi von á fjölmenni þar á morgun. Hann segir að ýmsar ástæður séu fyrir því af hverju svo miklu færri mættu síðasta laugardag en vikuna þar á undan. Jólahátíðin dragi úr þátt- töku fólks og þreytu gæti hjá sumu fólki. „Hins vegar tel ég að fólk muni rísa upp aftur af fullum krafti eftir áramót þegar uppsagnir fólks taka gildi og þá eru engin hátíðarhöld fram undan til að lýsa upp tilveruna. Þá óttast ég það einna helst að okkur takist ekki að halda frið- samleg mótmæli. Auð- vitað leggjum við áherslu á að þau séu friðsamleg en við erum líka raunsæ og ég tel að yfirvöld ættu að vera það líka og búa sig undir það að fólk fari að bregðast við ástandinu með ófriðsamlegum hætti.“ Óttast ófrið eftir hátíðirnar HÖRÐUR T0RFASON LÍÐAN ÞJÓÐARSÁLARINNAR Hvaða tilfinningu finnur þú mest fyrir sem tengist ástandinu í landinu? 15% 28% 33% 13% 11% Sorg Skömm Reiði Kvíði/Ótti Depurð Heimild: persona.is691 atkvæði 12 10 8 6 4 2 0 15. nóv 22. nóv 29. nóv 6. des FÓLKSFJÖLDI Á MÓTMÆLAFUNDUM Í ÞÚSUNDUM Mat lögreglu Mat mótmælenda 2- 3 5 4- 5 6- 7 6- 7 11 -1 2 1, 5- 2 2, 5 Hjörtur Magni Jóhannsson fríkirkjuprestur segir það síður en svo að dregið hafi úr reiði fólks og það sé spurning um almannaheill að stjórnmálamenn og embættismenn axli ábyrgð og viðurkenni mistök. „Ég held að fólk sé mjög reitt enn þá,“ segir hann. „Og þar sem enginn ætlar að axla ábyrgð og fáir látnir svara til saka þá tel ég mikla hættu á því að þessi reiði verði bæld niður því það er ekki tekið á henni og það er hættulegt. Það getur valdið skaða seinna meir og þá í formi félagslegra vandamála og andlýðræðislegra athafna.“ Hann segir það ekki til merkis um að reiðin sé liðin hjá þótt færri mæti til mótmæla og borgara- fundi síðustu viku en vikurnar þar á undan. „Fólk er einfaldlega að taka á sínum málum og reyna að lágmarka skaðann eins og hægt er. Þó að fólk hafi ekki tíma til að standa niður á Austurvelli þá er ekki þar með sagt að það sé ekki reitt. Svo er skammt til jóla og þá hrannast upp fleiri viðfangsefni sem geta verið erfið hjá mörgum í ár.“ FÓLKIÐ ER LÁTIÐ KYNGJA REIÐINNI HJÖRTUR MAGNI JÓHANNSSON Ef stjórnmála- menn og embættismenn taka ekki pólitíska ábyrgð getur það haft alvarlegar afleiðingar fyrir samfélagið, segir fríkirkjuprestur. FRÉTTASKÝRING JÓN SIGURÐUR EYJÓLFSSON jse@frettabladid.is Kraftmiklar ryksugur fyrir öll heimili Verð frá kr.: 22.995
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.