Fréttablaðið - 12.12.2008, Side 24

Fréttablaðið - 12.12.2008, Side 24
24 12. desember 2008 FÖSTUDAGUR Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] OMX ÍSLAND 15 Fjöldi viðskipta: 171 381 -2,14% Velta: 259 milljónir MESTA HÆKKUN EXISTA 20,00% ATLANTIC PETROL. 6,25% MESTA LÆKKUN STRAUMUR-BURÐA. 4,21% MAREL 3,59% ÖSSUR 2,31% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Alfesca 3,90 +0,00% ... Bakkavör 3,55 -0,84% ... Eimskipafélagið 1,32 -0,75% ... Exista 0,06 +20,00% ... Icelandair Group 13,20 +0,00% ... Kaupþing 0,00 +0,00% ... Marel Food Systems 75,30 -3,59% ... SPRON 1,90 +0,00% ... Straumur- Burðarás 2,73 -4,21% ... Össur 97,20 -2,31% GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR: 200,4 +0,90% Heimskreppan og fyrsta dómínóið Boðið verður upp á áhugaverðan fyrirlestur í Hátíðarsal Háskóla Íslands í hádeginu í dag, þegar Gylfi Magnússon, dósent í viðskiptafræði, heldur fyrirlestur um þær slæmu horfur sem nú eru í efna- hagslífi um heim allan. Ætlar Gylfi að leita skýringa á þessari stöðu og hvað verið geti fram undan, sérstak- lega hér á landi. Yfirskrift erindisins ætti að gefa ágæta mynd af efnistökunum, en það er: „Heimskrepp- an og fyrsta dómínóið.“ Allir eru velkomnir og er aðgangur ókeypis. Sheikinn tapaði stórt Sheik Mohammed Bin Khalifa Al-Thani lítur á 25,5 milljarða kr. fjárfestingu sína í Kaupþingi sem glatað fé. Vísir hafði eftir Telmu Halldórs- dóttur, talsmanni Q Iceland Finance, í gær, að Al-Thani hafi greitt fyrir 5 prósenta eignarhlut sinn í Kaupþingi með reiðufé og mjög tryggum veðum í eignum sínum erlendis. „Ég reikna samt með að hann sé ekki á flæðiskeri staddur þrátt fyrir þetta tap sitt á Kaupþingi,“ segir Telma aðspurð. Al-Thani tilheyrir konungsfjölskyldunni í Qatar en fjölskyldan hefur stjórnað þessu auðuga arabaríki frá því á nítjándu öld. Peningaskápurinn ... Vatnsfyrirtækið Icelandic Water Holdings, sem er í eigu Jóns Ólafs- sonar, sonar hans og bandaríska drykkjavörurisans Anheuser Busch, og framleiðir átappað vatn á flöskum í Ölfusinu, hefur landað þriggja ára samningi við NetJets, eina umsvifamestu einkaþotuleigu Evrópu. Fátt liggur fyrir um verðmæti samningsins en ætla má að þetta jafngildi útflutningi á tuttugu gámum af vatni á ári, að sögn Jóns, stjórnarformanns fyrirtæk- isins. Hann er jafnframt afar ánægður með samninginn. Helstu viðskiptavinir NetJets er fólk í viðskiptalífinu og fyrir- tæki. Þorstlátir farþegar í vélun- um geta nú svalað þorsta sínum með eins lítra og 330 milllítra flöskum næstu þrjú árin. - jab VATNIÐ RENNUR Á FÆRIBANDI Vatn á flöskum úr Ölfusinu verður fáanlegt næstu þrjú árin hjá umsvifamestu einkaþotuleigu Evrópu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Íslandsvatn í einkaþotum Til þess að fasteignaverð nái hér jafnvægi á ný þarf það að lækka um 25 til 30 prósent á næstu þrem- ur árum. Er þá miðað við að laun hækki á sama tíma um 10 til 15 prósent. Þetta kemur fram í fyrsta hluta úttektar IFS-Greiningar um fast- eignir og vænleika þeirra sem fjárfestingarkosts. Þar kemur jafnframt fram að hér hafi fasteignaverð lækkað að raunvirði um 16 prósent síðustu tólf mánuði og að lækkunin hafi ekki verið meiri í yfir 20 ár. Í fyrra, þegar fasteignaverð var hvað hæst, segir í skýrslunni að það hafi verið ofmetið um 40 til 50 prósent. - óká Fasteignaverð fjarri jafnvægi Fleiri hundruð milljarðar hafa tapast hjá Existu á síðustu mánuðum þessa árs, eftir að níu mánaða uppgjör félagsins var birt. Hlutir félagsins í Sampo, Storebrand og Bakkavör voru seldir á mun lægra verði en nemur því verð- gildi sem fram kom í bókum félagsins í septem- berlok. Ætla má að fjárfestingarfélagið Exista hafi tapað yfir 400 millj- örðum króna á seinasta fjórðungi þessa árs, miðað við uppgjör sem félagið birti í september. Forsvarsmenn Existu segjast ekki geta tjáð sig um einstakar tölur varðandi reikninga félags- ins, enda sé félagið skráð á mark- aði. Hins vegar sé ljóst að félagið hafi orðið fyrir verulegu fjár- hagslegu tjóni eftir lok síðasta uppgjörstímabils. Exista seldi hlut sinn í Sampo, norrænu fjármálafyrirtæki, fyrir ríflega 200 milljörðum króna lægri fjárhæð en bókfærð var í uppgjöri félagsins fyrir þriðja ársfjórðung. Þá var hluturinn í Sampo færður til bókar á 2,7 milljarða evra, en skömmu síðar var hann seldur fyrir 1,3 millj- arða evra. Þá var eignarhlutur Existu í Kaupþingi metinn á 1,2 milljarða evra, um 180 milljarða íslenskra króna miðað við gengið í haust, í níu mánaða uppgjörinu, en hann gufaði upp í bankahruninu. Hlutirnir í Sampo og Kaup- þingi voru færðir í bækur Existu með svonefndri hlutdeildarað- ferð, sem felur í sér að ekki er miðað við markaðsverð þeirra. Ætla má að Exista hafi tapað tugum milljóna evra á sölunni á Storebrand, eða hátt í tíu millj- örðum króna. Svipað tap má ætla að Exista hafi tekið á sig með sölu á næst- um fjörutíu prósenta hlut í Bakkavör. Því má ætla að samanlagt tap Existu frá því að níu mánaða upp- gjör félagsins var birt, nemi yfir 2,6 milljörðum evra, eða yfir 400 milljörðum króna, miðað við gengi krónunnar í byrjun októb- er, rétt fyrir hrun. Lýður Guðmundsson, stjórnar- formaður Existu, sagði við kynn- ingu á uppgjörinu að í lok sept- ember hefði efnahagsreikningur félagsins sýnt styrk félagsins. „Bókfært eigið fé nam þá tveim- ur milljörðum evra, eitt það mesta meðal íslenskra fyrir- tækja,“ sagði hann. Við uppgjörið var greint frá því að eftir bankahrunið væri mikil óvissa um félagið. Það hafi átt eignir umfram skuldir í bankakerfinu „og er enn ekki ljóst hvort og þá hvenær skuld- bindingum bankanna gagnvart Exista verður fullnægt. Þess vegna liggur eignastaða félags- ins ekki fyrir.“ Eftir því sem næst verður kom- ist munu þær skuldbindingar fel- ast að einhverju leyti í gengis- vörnum Existu. ingimar@markadurinn.is Tap Existu hleypur á hundruðum milljarða HELSTU EIGENDUR EXISTU Lýður og Ágúst Guðmundssynir eru helstu eigendur Existu. Svo virðist sem félagið hafi tapað hundruðum milljarða frá síðasta uppgjöri. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI Veiðisumarið 2008 í máli og myndum Fæst hjá útgefanda og á öllum helstu bóksölustöðum. Jólabók veiðimannsins Vatnagörðum 14 – 104 Reykjavík Sími 563 6000 – www.litrof.is JÓLABÓK VEIÐIMANNA

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.