Tíminn - 27.06.1982, Síða 4
4
SUNNUDAGUR 27. JÚNÍ 1982.
■ Það er kannski
ekki að furða þött nafn
Kristins Péturssonar
málara hljómi ókunn-
uglega í eyrum flestra -
þótt Kristinn væri starf-
samur og sfleitandi allt
fram á dánardag, þ. lta
september í fyrra, var
honum ekki mikið um
að sýna myndir sinar
almenningi hin síðari
ár, síðustu málverka-
sýningu sina hélt hann
í vinnustofu sinni i
Hveragerði árið 1954.
En nú gefur að líta í
■ Kristinn Pétursson i vinnustofunni í Seyðtúni, húsinu sem hann reisti sér í
Hveragerði.
Vötn a himnum
sýning á verkum Kristins Péturssonar í Listasafni alþýðu
Listasafni alþýðu brot
af ævistarfí Kristins,
myndir sem spanna
tímann frá þriðja ára-
tugnum og langt fram
á þann áttunda.
Þegar Kristinn lést var hann kominn
hátt á 85ta aidursár. Hann skildi ekki
eftir sig neina löglega erfingja eða
erfðaskrá, svo vitað sé. Því fóru
ættingjar hans þess á leit við Listasafn
alþýðu að safnið varðveitti verk Krist-
ins. Það varð úr með samþykki
félagsmálaráðherra sem hefur stjórn yfir
erfðafjársjóði. Þegar betur var að gáð
kom i ljós að verkin voru hvorki fleiri
né færri en 1367, þar af 1346 eftir Kristin
sjálfan, málverk, krítarmyndir, teikn-
ingar, málmætingar og mótuð verk úr
ýmislegum efniviði. Á efri árum var
Kristni mjög umhugað um að halda
myndum sínum, seldi ekki málverk, og
keypti jafnvel aftur myndir sem hann
hafði áður selt dýrum dómum.
Björn Th. Björnsson listfræðingur
segir frá þvi i sýningarskrá hver áhrif
endurfundir hans við list Kristins nú i
vor höfðu: „Þeim sem þetta ritar mun
seint liða úr minni sú stund, þess 12. maí
1982, er hann gekk inni áðurnefndan sal
ásamt forstöðumanni safnsins. Þótt
ýmislegt þættist hann áður vita um
STOLL Vestur-þýskar
fjölfætlur
á kynningarverði
STOLL Z 400 A
dragtengdar 4. stjörnu- 6 arma - Vinnslubr. 4.10 m.
Verð kr. 18.502.-
STOLL Z 500 A
dragtengdar 4. stjörnu - 6 arma - Vinnslubr. 5.10 m.
Verð kr. 22.552.-
Góð greiðslukjör
2
LU( 11
L'
SUNDABORG
Klettagörðum 1 • Simar 8-66-55 8 8-66-80
Krístin Pétursson, og hefði raunar sett
saman skrif um hann, að bestu vitund,
en þó í eilitlum ótta um að hafa gert hlut
hans of; stóran, þá blasti hér við það
lífsverk og ævintýr, sem heimtuðu
endurskoðun allra dóma. Og það er
sannarleg undrun sem verk þessi vekja,
og munu um langa hríð. í þeim sem hér
hafa verið tekin úr til sýnis, sannast sá
grunur á glassilegan hátt, að Kristinn
Pétursson rataði það bil, þar sem hið
huglæga listviðhorf 20. aldar og frásagn-
arhefðin smeltast saman i ljóðræna
tjáningu, myndljóð, þar sem staðreynd
er aðeins kveikja, en hugur listamanns-
ins allur gerandi. Andinn er þar ofar
efninu, sem i allri góðri list.“
Krístinn Þorgeir Pétursson fæddist á
Bakka í Dýrafirði þann 17da nóvember
1896, sonur Guðmundu Jónsdóttur og
Péturs Benediktssonar sjómanns.
Tveggja ára að aldri missti Kristinn
föður sinn, en þrátt fyrir krappar
aðstæður á bemsku- og unglingsárum
tókst honum að brjótast til náms, fyrst
á Núpi í Dýrafirði, siðar í Flensborgar-
skólanum og loks í Kennaraskólan-
um, þaðan sem hann lauk kennaraprófi
1919.
ísland var á uppvaxtarárum Kristins
heldur myndsnautt þjóðfélag, því lýsir
hann i æviminningum sínum:
„Fyrsta myndin sem ég sá hversdags-
lega og gat fengið yfirráð yfir var
Fjallkonumynd utan af rótarstöngl-
um...en fyrsta litprentaða málverka-
eftirprentunin, sem ég sá, var hjá
smávinkonu minni á næsta bæ. Það var
mynd af Kristjáni IX. Danakóngi i
útreiðatúr með öðmm greifa eða máske
bara með sinum þjóni... Þegar ég var 18
ára sá eg svo i fyrsta sinn gifsafsteypur
af höggmyndum, það vom portrett-
myndir af þremur dönskum skáldum
sem hafði verið stillt upp í Ungmenna-
skólanum á Núpi. Nokkm seinna sá ég
svo fyrstu raunverulegu höggmyndina,
Útilegumanninn eftir Einar Jónsson."
Eftir að hafa legið um árabil í
berklaveiki á Landakotsspítala réðst
Kristinn til Noregsferðar árið 1923 og
hóf fyrst myndlistarnám i listiðnaðar-
skólanum i Voss á Hörðalandi, en
haustið eftir náði hann svo prófi inn i
myndhöggvaradeildina í Listaháskólan-
um í Osló. En ekki virðist Kristinn hafa
með öllu verið sáttur við þá braut, því
siðasta veturinn sinn i skólanum sækir
hann tima í málaradeild Axels Revolds,
þess er nokkru síðar varð kennari þeirra
Snorra Arinbjamar og Þorvalds Skúla-
sonar. Næsta áratuginn er Kristinn mjög
á faraldsfæti, einkum í Kaupmanna-
höfn, Reykjavík og París og helgar sig
einkum eirstungulist, en myndir af þvi
tagi voru uppistaðan í fyrstu sýningu
hans, að Laugavegi 1 í Reykjavík i
nóvember 1930.
En hann var einnig byrjaður að fást
við landslagsmálverk, bæði hér heima og
i Danmörku, og um sýningu hans i
Oddfellowhúsinu vorið 1934 segir Jó-
hannes Kjarval í umsögn i Visi að
myndir hans beri vott um „ást til
birtunnar og hins hreina, tæra útilofts,
og mætti kalla það sál þessara mynda.“
Um þessi umskipti sín segir Kristinn
í æviminningum sínum: „Strax og ég
kom heim og fór að mála hér úti i
náttúmnni, varð mér ljóst að ég yrði að
taka islenskt landslag sömu námstökum
og er ég var að stúdera mannslikamann
i Listaskólanum i Osló. Ég yrði helst ef
vel væri að stúdera jarðmyndunarfræði,
svo að ég skildi formin og tilurð þeirra,
því maður litur það öðmm augum og
tekur það öðmm tökum til túlkunar sem
maður þekkir og skilur en það sem
maður litur frenjulegum og skilnings-
vana augum... Það sem talaði sterkast
til tilfinninga minna í landslaginu var
tímatalið, sem alls staðar blasir við
manni. Frá hinum stystu og smágerðustu
timatakmörkunum til hinna tröllauknu
timabila, sem maður getur ekki skynjað
öðmvisi en frá eilífð til eilifðar."
Kristinn heldur sýningu á Akureyri
haustið 1938 og líkar svo vel að hann
ilendist fyrir norðan i heilt ár. Þar
kynnist hann í bókasafni Daviðs skálds
frá Fagraskógi bókinni „Punktur og lina
á fleti“ eftir Kadinsky, sem hafði svo
djúpstæð áhrif á hann að hann afritaði
alla bókina frá orði til orðs. Upp frá
þessu má segja að Kristinn hafi sniðið
sina listfræði eftir kenningum Kadinskys
um óhlutbundna myndskipun. Enda tók
náttúran i verkum Kristins á sig mun
huglægari mynd næstu árin, fyrirmynd-
imar urðu stöðugt torkennilegri, en i
staðinn var kominn skáldlegur leikur
með form, liti og birtu - viðhorf hans
færðust stöðugt nær hinum abstrakta
sjónarhól. Þetta frjóasta tímabil i list
Kristins má segja að standi fram á byrjun
sjöunda áratugsins. Látum Kristinn
sjálfan um að skilgreina hinar óhlutlægu
landslagsmyndir sinar: