Tíminn - 27.06.1982, Blaðsíða 10
10______
bergmál?
SUNNUDAGUft 27. JÚNÍ 1982.
FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 1982
■ Pistill, sem ég skrifaði fyrir nokkrum
vikum um þá ósvinnu fjármálaráðherra
að láta með valdboði loka áfengisversl-
unum daginn fyrir hvitasunnuhelgina,
hefur kallað á fjórar greinar frá þremur
bindindispostulum. Sjálfur höfuðpaur-
inn, Halldór frá Kirkjubóli, gat skilj-
anlega ekki látið sér nægja færri en tvær
greinar og hefur nú lofað (eða hötað, -
eftir því hvernig menn vilja líta á
hlutina) þeirri þriðju. Ég finn mig því
knúinn, sem „einn af talsmönnum
Bakkusar" eins og einn templaranna
titlar mig, til að svara þessum heiðurs-
mönnum með nokkrum línum.
Halldór byrjar fyrri grein sína með
orðréttum tilvitnunum í einhverja laga-
bálka og þykist með því hafa hrakið allar
efasemdir um rétt ráðherra til tittnefndr-
ar lokunar áfengisverslana. Þvi er til að
svara að gagnrýni mín og fleiri beindist
að þvi með hverjum hætti ráðherra teldi
sér siðferðislega heimilt að níðast á
sjálfsákvörðunarrétti fólks með þessum
hætti. Ég efaðist hins vegar ekkert um
að ráðherrann hefði lagalega heimild til
þess arna, - ef svo hefði verið hefði ég
einfaldiega kært hann. Af þessu má
Halldór sjá að það er langt frá þvi að
mér sé runnin reiðin yfir valdniðslunni,
þótt hann virðist gera sér einhverjar
vonir i þá veru.
Templarabábiljur
Þessu næst tekur Halldór til við að lýsa
því fjálgum orðum hvað Alþingishátíðin
á Þingvöllum 1930 hafi verið stórkostleg
upplifun, og templaravananum trúr er
hann auðvitað þeirrar skoðunar að allt
hafi það verið því að þakka, að áfeng-
isverslanir hafi verið lokaðar þessa
daga, - það er nánast eins og
hátíðartilefnið sjálft hafi engu máli skipt
i þessu sambandi. Staðreyndin er
auðvitað sú að hér er um að ræða eina
af mörgum furðulegum bábiljum stúku-
manna, - Alþingishátíðin hefði undir
öllum kringumstæðum orðið stórfeng-
legur og eftirminnilegur atburður.
Hvort áfengisverslanir væru opnar eða
lokaðar þessa daga hefði engu breytt þar
um, en auðvitað er Halldóri og
jábræðrum hans frjálst að trúa þeim
bábiljum sem þeir helst vilja.
Málum blandin samúð
Pað gladdi mig ósegjanlega að sjá
votta fyrir samúð Halldórs í minn garð
þegar hann skrifar: „Þegar um mannlíf
er að tefla mun mörgum finnast að ekki
dugi að horfa f það þó að Páll
Magnússon verði að fresta því i fjóra
daga að hafa rauðvín með matnum“.
Samúð Halldórs er þó nokkuð málum
blandin, þvf eins og margra templara er
háttur þegar einhver vogar sér að efast
um ágæti þeirra á opinberum vettvangi,
þá dylgjar Halldór svona smekklega um
það, að gagnrýni andmælendanna sé
sprottin af því einu að þeir fái ekki nóg
brennivin til eigin nota. Sé „samúð“
Halldórs sprottin af göfugri hvötum get
ég huggað hann með þvi að ég þurfti
ekki að biða fjóra daga eftir rauðvini
með matnum, - ég átti nefnilega tvær
flöskur af prýðilegu búrgundarvíni, en
af þvi ég býst ekki við að Halldór kunni
að meta slíkt, læt ég vera að tilgreina
tegund og árgang hér.
Dómgreindarskortur nátt-
tröllanna.
Halldór gerist nokkuð drjúgur með
sig þegar hann fer að tala um slæma
umgengni og drykkjuskap unglinga í
Húsafelli um sjálfa hvítasunnuhelgina,
- telur greinilega að ef áfengisverslanir
hefðu verið opnar á föstudeginum þá
hefði drykkjan- orðið enn meiri og
umgengnin enn verri. En hver skyldi
vera sannleikurinn í þessu máli? Ef þeir
steinrunnu ráðamenn, sem tóku ákvörð-
un um lokun áfengisbúðanna, hefðu
minnstu innsýn í háttu þeirra unglinga
sem hér um ræðir hefðu þeir gert sér
grein fyrir þeirri einföldu staðreynd, að
langsamlega flestir þeirra krakka sem
fara úr bænum um hvítasunnuhelgina
leggja upp strax á föstudeginum og eru
þá búnir að útvcga sér hinar eftirsóttu
veigar fyrr i vikunni.
Sem tilraun til þess að draga úr
drykkjuskap unglinga um hvitasunnu-
helgina var þessi lokun áfengisbúðanna
þvi gjörsamlega út i hött, auk þess að
HER ÞARF
FLEIRA
AÐ SEGJA
eftir Halldór Kristjánsson frá Kirkjubóli
eigi n
Sighv
Þórð
mér
Mag
blað
að
kor,
eig
Hyad heldu
Pa,f ad hann
ur umaAj..
Gegn áfengis-
varnaofstækinu!
ar áfengissýki að menn
drykkjumenn. Það er ein
viti ekki um öll ósköpin þ
fara sjálfum sér og öðrum
ölvunarástandi löngu áður
um dettur i hug að tala un
sýki „sem slíka“. Fréttam
þó að þekkja nóg af slikum atvikum.
Ahrif áfengisvamaráös
og bindindishreyflngar
Pað r ' ^°ðt>
fAI.
faandi.
Zl&"2Szm
°g s,
°g tilefn
vera sú sviðvirðilega valdniðsla sem
áður er að vikið. Dómgreindarskortur
nátttröllanna í öllum ráðunum og
ráðuneytunum gæti svo verið efni í aðra
grein.
Af hveriu voru ekki allir
fullir á H. júní.
Og úr þvi að verið er að tala um
Páll Magnússon,
fréttastjóri, skrifar
hvitasunnuna er ekki úr vegi að minnast
á 17. júní, en ótal siðferðispostular hafa
ekki mátt vatni halda af hneykslan yfir
framferði unglinganna á þjóðhátíðar-
deginum undanfarin ár. Nú hefðu
sjálfsagt Halldór og hans nótar viljað
vera gasalega sniðugir og láta loka
vínbúðum á miðvikudeginum fyrir 17.
júni, eða jafnvel alla þá viku ef einhver
tök hefðu verið á sliku. Af einhverjum
ástæðum var það þó ekki gert og
samkvæmt kenningum Halldórs og
hinna nátttröllanna hefði það átt að
leiða til taumlausrar drykkju herfilegrar
hegðunar unglinganna. En hvað gerð-
ist? Allir lögreglu- og eftirlitsmenn luku
einum rómi upp lofsorði yfir því með
hverjum ágætum hátíðarhöldin tókust.
Menn mundu jafnvel ekki eftir svo
prúðmannlegri framkomu unglinga og
annarra á 17. júní í áraraðir. Skyldi þetta
ekki segja nokkra sögu um áhrifamátt
starfsaðferðanna hjá bannpostulunum?
Svari hver fyrir sig.
Heróin -bjór?
Halldóri er mikið niðri fyrir þegar
hann spyr mig hvort ég telji það ekki
líka brot á mannréttindum að fólki skuli
ekki heimiluð frjáls kaup á heróíni,
kókaíni og L.S.D. Nú er það svo að ég
veit ekki til þess að umrædd efni séu
beinlinis inni í neyslugrundvelli vísitölu-
fiölskyldunnar á sama hátt og vinið er.
Ég þekki heldur ekki marga sem fá sér
heróín-sprautu stöku sinnum til að kitla
bragðlaukana og hressa lundina, - sér
og öðrum til ánægju. En það er einmitt
með þeim hætti sem mikill meirihluti
fólks, um 80% þjóðarinnar ef trúa má
Halldóri sjálfum (hann giskar á að 10%
missi vald á áfengisneyslunni og önnur
10% drekki ekkert), notar áfengi.
Nei, Halldór á Kirkjubóli, ég legg
ekki að jöfnu vöru, sem fyrir yfirgnæf-
andi meirihluta fólks er tiltölulega
meinlítill gleðigjafi, og eiturefni, sem
ganga af yfirgnæfandi meirihluta neyt-
enda sinna dauðum. Það er ekki
ámælisvert að banna þau síðarnefndu.
Ef hins vegar Halldór og hans nótar í
raun og veru leggja að jöfnu bjór og
heróín, þá*eru þeir enn forstokkaðri i
sinu ofstæki en hingað til hefur komið
fram, - og er þá langt til jafnað.
Sælir era hógværir.
En það var ekki bara Halldór á
Kirkjubóli sem tók viðbragð þegar hann
barði augum hvítasunnupistil minn.
Sigurvin Einarsson sendi Tímanum
hugljúfa vamaðarhugvekju, sem ég sé
raunar ekki ástæðu til að fara mörgum
orðum um nema hvað ég vil þakka
grcinarhöfundi fyrir sæmdarheitið „einn
af talsmönnum Bakkusar".
Á lofgjörð Kristjáns nokkurs Jónsson-
ar um boð og bönn á sem flestum sviðum
sé ég heldur ekki ástæðu til að eyða
miklu púðri, en get þó ekki stillt mig um
að endurbirta hér gullvægan kafla úr
grein hans:
„Ég er einn þeirra manna, sem aldrei
hafa bragðað áfengi, og svo sannarlega
sé ég ekki eftir þvi. Og ég held ég megi
fullyrða að grönnum minum og góðvin-
um hafi aldrei fundist það nein vöntun.
Ég þykist því vera lifandi sönnun þess
að hófleg áfengisneysla sé alls ekki
nauðsynleg, og svo má guði fyrir þakka,
að þær sannanir eru fjölmargar".
Sælir eru hógværir. En Kristján er
ekki „lifandi sönnun“ fyrir annað en
það, að templarahreyfingin i dag er ekki
til annars nýt en að félagsmenn geti
barið sér á brjóst og miklast yfir ágæti
sínu.
Og þeir um það - þeim er það frjálst.
En i guðanna bænum látið vera að
stjóma lifi okkár hinna.
Skál!
Ég held ég láti vera að taka áskorun
Halldórs á Kirkjubóli um að standa i
ritdeilum við hann um bindindismál
fram eftir sumri, - ætla mér að eyða þvi
í eitthvað skemmtilegra en að reyna að
koma vitinu fyrir menn sem ekki hafa
tekið rökum i fjörutiu ár. Ég kveð því
Halldór og sálufélaga hans að sinni.
Ykkar skál, heiðursmenn!
Páll Magnússon