Tíminn - 27.06.1982, Qupperneq 24
24
SUNNUDAGUR 27. JÚNÍ 1982.
■ Þegar guð-
hræddir og lög-
hlýðnir íbúar
smáþorpsins Skid-
more í Banda-
ríkjunum tóku sig
til einn góðan
veðurdag og
myrtu Ken Rex
McEIroy, skelmi
þorpsins, var það
þá morð ellegar
réttlætið að verki?
Blaðamaðurinn
Carl Navarre segir
frá i timaritinu
Playboy.
myrtur að viðstöddum flestum bæjarbúum?
Október 1981. Ég er staddur i
smábænum Savannah í Missouri, i
miðju „Bibbliubeltinu", og leita upplýs-
inga um morðið á Ken Rex McElroy,
ólæsum og atvinnulausum farandverka-
manni, sem myrtur var i smáþorpinu
Skidmore, sem er i um 20 milna fjarlægð
frá Savannah. Jafnvel hér í „Bibliubelt-
inu“ eru morð ekki óvenjuleg en þetta
morð er svo sannarlega ekkert
venjulegt. Pað sem greinir það frá
hinum 20 þúsundunum sem framin eru
i Bandarikjunum árlega er að meirihluti
ibúanna í Skidmore heldur því fram að
alls ekki hafi verið um morð að ræða -
þrátt fyrir að McElroy hafi verið skotinn
i bakið er hann var óvopnaður og fjöldi
þorpsbúa fylgdist með án þess að hafast
að. Þorpsbúar segja Skidmore hafi
stafað svo mikil ógn af McElroy að
morðið á honum hafi verið réttlætanlegt
manndráp. Og AldenLance, fyrrverandi
saksóknari i Savannah og reyndur
lögfræðingur á þessum slóðum, er þeim
sammála.
„Hvað annað gátu ibúarnir gert?“
spyr hann. „McElroy var ofstopafullur
glæpamaður. Siðustu tíu árin hafði hann
skotið a.m.k. tvo menn og hafði í sig og
á með ránum sem hann fór ekkert í felur
með. Árið 1971 lét ég handtaka hann
alls átta sinnum fyrir þjófnaði en i hvert
sinn varð ég að láta ákærurnar niður
falla vegna þess að vitni treystu sér ekki
til að vitna á móti honum. Þannig gekk
þetta jafnan. Ég lagði hart að mér til að
byggja upp málsókn á hendur honum en
síðan hræddi hann vitnin frá þvi að segja
alla söguna. McElroy var bófi sem ekki
var hægt að losna við með vanalegum
ráðum. Líttu á feril hans: ótal handtökur
fyrir allt milli íkveikju, rána og
nauðgunar og til morðtilraunar. Og
aldrei var hann dæmdur. Maðurinn var
ekki eina einustu nótt í fangclsi allt sitt
líf. Fólkið hefur rétt tii að vernda líf sitt
og eigur. McElroy stal af þessu fólki og
ógnaði því ög það var orðið dauðþreytt
á ástandinu. Skiljanlega hafði það ekki
mikla trú á lögreglunni eða dómsyfir-
völdum og því hlaut það að gripa til sinna
eigin ráða. Lögin hjálpuðu fólkinu i
Skidmore ekkert og það varð því að losa
sig við McElroy sjálft. Raunar bjóst ég
við að þetta myndi gerast fyrr en raun
varð á. Til er gamall málsháttur sem
hljóðar svo: „Vilji fólksins er lög
landsins". Þó tæknilega séð hafi
atburðurinn í Skidmore verið glæpur þá
var verið að framkvæma vilja fólksins."
„Gæinn sem drap
Lennon geröi okkur
öllum stóran
greida“
Lance býr sig undir að yfirgefa
kaffihúsið þar sem við hittumst. Þá bætir
hann skyndilega við: „Ég skal segja þér
eitt. Það sem gerðist i Skidmore er
nákvæmlega það sama og gerðist þegar
þessi Lennon var drepinn. Heil kynslóð
af unga fólkinu okkar fór í hundana
vegna tónlistar Bítlanna, en það var ekki
hægt að stöðva þá vegna þess að
stjórnarskráin tryggir öllum - góðum
sem slæmum - tjáningarfrelsi. Að drepa
John Lennon var auðvitað andstætt
lögunum, jafnvel þó gæinn sem gerði
það hafi gcrt okkur öllum mikinn greiða.
Jæja, nú verð ég að fara.“
Þegar ég geng út af kaffihúsinu verður
á vegi sinum ungur táningur á
gallabuxum og skyrtubol. Framan á
skyrtubolnum hefur verið prentuð þessi
spurning: „Hver drap Ken Rex?“ Aftan
á er e.k. svar: „Mér er skítsama." Ég
held að þetta lýsi vel tilfinningum manna
til þessa morðs.
Þegar ekið er yfir smáhæð birtist allt
í einu skilti: „Skidmore. fbúar 447.“
Bærinn er litið annað en ein aðalgata en
allt i kring eru akrar og bændabýli. Þetta
er landbúnaðarhérað og ber þess merki,
hvarvetna liggja ryðguð verkfæri og
vélar og við bændabýlin eru subbulegar
svinastiur. Bærinn sjálfur virðist jafnvel
minni en búast mætti við, „miðbærinn"
myndi rúmast leikandi létt á fremur
litlum fótboltavelli, og það hvílir þreyta
og höfgi yfir öllu. Það er sama sagan og
annars staðar; unga fólkið festir hér ekki
rætur heldur fer á burt og i leit að
lífsgæðum. En hér eru tvær gamaidags
bensínstöðvar, banki, nýlenduvöru-
verslun, hárgreiðslustofa (opin eftir
samkomulagi) og járnvöruverslun.
Einnig hrörlegt veitingahús.
Voru íbúarnir jafn
guðhræddir og lög-
hlýðnir og sagt er?
Áour en ég kom a staðinn hafði málið
virst einfalt. McElroy var ruddi og
sadisti sem hélt fólkinu i heljargreipum
óttans, dag og nótt. íbúar Skidmore
voru löghlýðnir borgarar sem leituðu
árangurslaust til lögreglunnar og
dómsyfirvalda en gripu til morðs þegar
allt um þraut. En eftir að hafa dvalist
einn mánuð á þessu svæði var ég efins.
í fyrsta lagi virtust fjarri þvi allir
sammála um nauðsyn eða réttlæti
morðsins. Og í öðru lagi tókst mér ekki
að finna neinar sannanir fyrir því að
McElroy hefði verið sá djöfulóði
glæpamaður sem flestir vildu vera láta.
Hann hafði vissulega oft verið
handtekinn og leiddur fyrir rétt en
sakaskrá hans var tandurhrein. Ég fann
heldur engan saksóknara eða lögreglu-
menn neins staðar á þessu svæði sem
mundi til þess að McElroy hefði nokkru
sinni hótað vitnum gegn honum. En
fullyrðingar Lance? Það má draga þær i
efa. Er ég talaði við vitni þau sem hann
átti við kom í ljós að þau höfðu verið
handtekin og haldið i fangelsi án dóms
og laga þar til þau samþykktu að vitna
gegn McElroy. Er vitnin voru siðan látin
laus drógu þau framburð sinn til baka
og Lance, sem hefði getað kært þau fyrir
meinsæri, lét málin jafnan niður falla.
Ekki leið á löngu þar til ibúar
Skidmore fóru að fóðra mig á
hrollvekjandi sögum um McElroy og
ódæðisverk hans. Þetta voru sögur um
nauðganir, pyntingar, misþyrmingar á
börnum og morð sem voru svo
viðbjóðsleg að kalt vatn rann mér milli
skinns og hörunds. En ég heyrði líka
ýmsar sögur um þær guðhræddu og
löghlýðnu fjölskyldur sem höfðu myrt
hann. Mér var sagt frá Böðulsbrú þar
sem löng hefð var fyrir því að hengja
kúaþjófa sem áttu leið um héraðið, mér
var sagt frá Razco, manni nokkrum sem
var tekinn af lífi eftir að kona bónda
nokkurs hafði sakað hann um nauðgun,
mér var sagt frá Raymond Gunn, ungum
svertingja sem lýðurinn í nágrannaþorp-
inu Maryville brenndi á báli fyrir engar
sakir, og mér var sagt frá Chester
Leggans, svokölluðum þjófi og óróa-
segg, sem var myrtur fyrir sex árum i
viðurvist fjölda vitna sem öll sóru að
hafa ekki séð nokkurn skapaðan hlut.
Likt og Alden Lance virtist fjöldi fólks
um þessar slóðir vera sérfræðingar í að
réttlæta aftökur án dóms og laga. Jafnvel
þó ganga þyrfti svo langt að likja þeim
við morðið á John Lennon.
60 manns viðstaddir
morðið en enginn
kvaðst hafa séð
neitt!
Fyrsti maðurinn sem ég hitti i
Skidmore var Harry Sumy, roskinn
bensinafgreiðslumaður, sem fyllti tank-
inn á bilnum mínum rétt eftir að ég ók
inn i bæinn. Við spjölluðum saman um
veðrið og daginn og veginn hann var hinn
alþýðlegasti, allt til þess að ég minntist
á morðið. Þá hnyklaði hann brúnir og
tónn hans varð varkár og næstum
hikandi. Það var eins og hann væri að
fara með þulu sem hann hefði lært
utanbókar. Ég átti eftir að rekast á þetta
oft í Skidmore. Þrátt fyrir allt hafði
morð verið framið og fólkið vissi að
kæruleysislegt tal gat sent einhvern í
dauðaklefann. Seinna frétti ég að þó
Sumy hefði staðið mjög nálægt McElroy
er hann var drepinn hcfði hann vitnað
hjá lögreglunni að hafa ekki tekið eftir
neinu.
Mér sagði hann:
„Ef ég á að vera hreinskilinn þá held
ég að sá sem drap McElroy hari verið
utanbæjarmaður. Kannski leigumorð-
ingi frá Kansas City. McElroy átti böns
af óvinum og þeir bjuggu ekki allir hér.
Ég hef heyrt að hann hafi verið i
einhverju makki við Mafiuna og þeii
hafi sent mann til að drepa hann.”
Kannski áleit Sumy lika að leigumorð-
ingjar væru n.k. sportveiðimenn sem
væru ekki varkárari en svo að fremja
morð að fjölda vitna ásjáandi. Ég nennti
ekki að spyrja hann út í þetta, en gekk
yfir aðalgötuna að ráðhúsi þorpsins en
þar hafði verið haldinn fjöimennur
fundur örfáum mfnútum áður en
McElroy var drepinn. Flestir telja að
u.þ.b. 60 manns hafi verið viðstaddir,
meirihluti þeirra bændur sem í Missouri
eru sterkir menn, harðir og sjálfstæðir.
Ekki leikur vafi á þvi að viðstaddir töldu
McElroy vera þjóf, rudda og e.t.v.
morðingja og a.m.k. tveir viðstaddra
álitu sýnilega rétt að gera nú út um málið
Skotárásir McEroys
Málið Skidmore gegn McElroy var
einkum byggt á þremur atvikum, og þar
að auki andstöðu McElroys við að
aðiagast hefðbundnum siðferðis- og
hegðunarmynstrum á staðnum. Árið
1976 var gildur bóndi í Skidmore skotinn
í magann og kærði hann McElroy fyrir
verknaðinn. Að þvi er bóndinn,
Romaine Henry, sagði yfirvöldum
hafði McElroy staðið hreyfingarlaus á
götunni við hús hans með haglabyssu í
hendinni og er Henry fór til hans að
spyrja hvað hann væri að gera hafði
McElroy skotið hann sisona. McElroy
var handtekinn og dreginn fyrir dóm,
sakaður um líkamsárás og morðtilraun
en tvö vitni staðfestu þann framburð
hans að hann hefði verið heima hjá sér
er atburður þessi átti sér stað.
Kviðdómurinn trúði McElroy og einn
kviðdómendanna, William Groomer,
sagði við mig: „Við höfðum öll samúð
með manninum sem hafði verið skotinn
en það voru engar sannanir fyrir því að
McElroy hefði skotið hann. Saksóknar-
inn var ekki með neitt í höndunum. Ég
held að þetta mál hefði aldrei átt að
koma fyrir dóm.“ En i Skidmore þar
sem Henry var vel liðinn en McElroy
ekki vakti dómsniðurstaðan reiði
almennings sem taldi hana dæmi um
vanhæfni dómsyfirvalda til að vernda
fólkið fyrir ofstopamönnum.
Fjórum árum siðar var McElroy aftur
sakaður um líkamsárás og morðtilraun.
í þetta sinn var fómarlambið að þvi er
sagt var hinn sjötugi nýlenduvörukaup-
maður Ernest Bowenkamp, sem likt og
Henry hélt þvi fram að McElroy hefði
skotið sig að tilefnislausu. Réttarhöld
voru sett i málinu 26. júni 1981 og þar
játaði McEIroy að hafa skotið á
Bowenkamp með haglabyssu en sagði
það hafa verið gert í sjálfsvörn þar sem
kauþmaðurinn hefði ráðist á hann með
slátrarahnif. Kviðdómur fór bil beggja:
McElroy var dæmdur sekur en aðeins
um annarrar gráðu likamsárás og lagði
kviðdómurinn til að hann yrði dæmdur
í tveggja ára fangelsi en ekki fimmtán
ára eins og hann átti yfir höfði sér fyrir
morðtilraun. Dómarinn gaf honum 25
daga frest til áfrýjunar og lét hann þvi
næst lausan. Enn vakti niðurstaða
dómsins reiði i Skidmore.
Byssumennirnir
taka sér stöðu
Fimm dögum síðar fór móðursýki um
þorpið. Að því er fjórir menn héldu
fram við lögregluna eftir atburðinn kom
McElroy, riðandi á fótunum, inn i
nýlenduvöruverslun Bowenkamps og
beindi hríðskotabyssu að honum, hótaði
að drepa hann og alla þá sem reyndu að
senda hann í fangelsi. Samkvæmt
skilorði sinu var McElroy bannað að
bera vopn; er saksóknari hugðist láta
handtaka hann að nýju fór sá orðrómur
um bæinn að McElrOy hefði endurtekið
hótanir sínar. Fjórmenningarnir sem
höfðu vitnað um atburðinn i nýlendu-.
vöruversluninni leituðu til bæjarbúa um
hjálp og að morgni 10. júlí var fundur
haldinn i ráðhúsinu. Þangað bárust þær
fréttir að McElroy væri staddur á
veitingahúsinu handan götunnar og
sextiu fundarmenn ákváðu að fara á
fund hans.
McEIroy, meðalhár og rúmlega 125
kiló að þyngd, sat á bamum og lét sér
ekki bregða þegar fjandsamlegur
fjöldinn kom að. Hann ávarpaði einn
bóndann sem nauðugur skiptist á
nokkrum orðum við hann, síðan kláraði
hann úr bjórdósinni sinni og pantaði sex
í viðbót. Eftir að hafa fengið dósirnar
gekk hann út en helmingur mannanna
fylgdi honum. Hann gekk rólega að bil
sinum, sem var „pick-up“, og ræsti
vélina. Mennirnir stóðu hreyfmgarlausir
á gangstéttinni og horfðu á; í pósthúsinu
hinum megin höfðu a.m.k. tveir
byssumenn tekið sér stöðu. Að þvi er
Trena McElroy, eiginkona Ken Rex,
heldur fram lyfti annar byssumaðurinn
þungum riffli sinum og miðaði honum
að McElroy sem var óvopnaður. Það var
geysilegur hiti og allir i svitabaði nema
McElroy sem fumlausum hreyfingum
teygði sig i Camel-sigarettu og stakk upp
i sig. Hann bjóst til að kveikja i.
Eftir morðið var i
fyrsta sinn gefinn
bjór á línuna á
barnum.
Fyrsta skotið tætti í sundur bakrúðu
bílsins og hitti McElroy rétt fyrir neðan
hægra eyrað. Kjálki hans brotnaði,
hálsinn rifnaði upp og blóðstreymið
hefði nægt til að kæfa hann. En þá kom
önnur kúla sem hitti hann í hnakkann
og hann lést samstundis. Hann féll
saman, annar fóturinn ýtti bensíngjöf-
inni niður svo billinn öskraði ógurlega
þar til vélin að lokum bræddi úr sér.
Sigarettan féll úr munnvikinu, hún var
ötuð rauðu.