Fréttablaðið - 12.12.2008, Page 28

Fréttablaðið - 12.12.2008, Page 28
 12. desember 2008 FÖSTUDAGUR Verðbólga í desember eykst um prósent milli mánaða gangi spá IFS-Greiningar, sem birt var í gær, eftir. Tólf mánaða verðbólga mælist þá 17,2 prósent og hækkar um 0,1 prósentustig frá fyrra mán- uði. „Mikil óvissa er um verðþróun milli mánaða, en tíðar og miklar sviptingar í gengi krónu hafa leitt til tíðari breytinga á vöruverði,“ segir í spánni, en þar kemur fram að tveir þættir togist á í verðþró- uninni. „Annars vegar mikil lækk- un á eldsneyti, það er bensíni og dísilolíu, og hins vegar hækkun á öðrum innfluttum vörum.“ Fram kemur að þótt viðsnúning- ur hafi orðið í gengisþróun krón- unnar síðustu daga, hafi styrking hennar líklega lítil áhrif á vöru- verð nú. „Áhrif gengisbreytinga á vöruverð eru að öllu jöfnu nokkra mánuði að seytla inn og gerir IFS greining ráð fyrir að áhrif gengis- veikingar krónu séu enn að koma inn í vöruverð.“ Í verðkönnun IFS-Greiningar kom fram töluverð hækkun á verði matvöru á milli nóvember og desember. „Mestu munar þar um mikla hækkun á grænmeti og ávöxtum. Sömuleiðis er mikil hækkun á innfluttum matvörum og gosdrykkjum,“ segir í grein- ingu fyrirtækisins. Einnig virðist verð á fatnaði hækka töluvert. „Og virðist því sem jólafötin verði dýr- ari í ár,“ segir þar, en um leið er bent á að mikill munur geti verið á milli verslana. „Sums staðar hefur verð fatnaðar staðið í stað eða lækkað á meðan það hækkar um 30 til 40 prósent annars staðar. „Á móti kemur lækkun á eldsneytis- verði, frá því um miðjan nóvem- ber hefur verð á bensíni og dísilol- íu lækkað um 10 til 12 prósent. „IFS-Greining gerir ráð fyrir að eldsneytisverð muni enn lækka.“ - óká VIÐ BÚÐARKASSANN Hækkun á verði matvöru vegur þungt inn í verðbólgu- mælingu desembermánaðar samkvæmt spá IFS-Greiningar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Jólafötin líkast til dýrari í ár IFS-Greining spáir verðbólgu í 17,2 prósent í desember. Matarverð hækkar mest. Breska íþróttavörukeðjan JJB Sports hefur samið við lánar- drottna sína um lengingu á lánum. Á meðal þeirra eru 75 milljónir punda við tvö breska banka og tuttugu milljóna punda brúarlán frá Kaupþingi, sem var á gjald- daga á mánudag í næstu viku. Viðræður JJB Sports um frek- ari endurskipulagningu í rekstri, svo sem fyrirætlanir um sölu á líkamsræktarstöðvum, munu halda áfram, að sögn Bloomberg- fréttaveitunnar. Exista keypti 29 prósenta hlut í versluninni í félagi við Chris Ronnie, nú forstjóra JJB Sports, í júní í fyrra fyrir 190 milljónir punda, jafnvirði 24 milljarða króna. Væntingar voru miklar þá. Það gekk ekki eftir líkt og sést á gengi hlutabréfa í versluninni, sem hefur hrunið um tæp 97 prósent síðan þá. Það sat í níu pensum á hlut í gær og hafði aldrei verið lægra. Lýður Guðmundsson, stjórnar- formaður Existu, sagði í samtali við Markaðinn á dögunum, að kaupendur hefðu haft ákveðna rekstraráætlun í vasanum á sínum tíma en hremmingar á alþjóðlegum fjármagnsmörkuð- um og skellur í breskum versl- anarekstri hafi gert hana að engu. - jab DÚNDRAÐ Í TUÐRUNA Emile Heskey, leikmaður Wigan, með auglýsingu frá JJB á búningi sínum. Fjárfesting Exista í JJB hefur gufað upp frá í fyrra. FRÉTTABLAÐIÐ/NORDIC PARTNERS JJB semur um framlengingu lána Í nýju riti Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) kemur fram að lífeyrissjóðir aðildarríkja stofnunarinnar hafi tapað 5.000 milljörðum Banda- ríkjadala milli október- mánaða þessa og fyrra árs. Hlutur Íslands í þeirri tölu nemur 42,5 milljörðum króna, samkvæmt nýbirtum tölu Seðlabanka Íslands. Séreignalífeyrissjóðir innan aðild- arríkja Efnahags- og framfara- stofnunarinnar (OECD) töpuðu fimm þúsund milljörðum Banda- ríkjadala frá desember í fyrra til októbermánaðar. Þetta jafngildir tæplega tuttugu prósenta tapi, eða um 580 þúsund milljörðum íslenskra króna, sem hurfu úr bókum sjóðsfélaga. Á sama tíma drógust heildar- eignir íslensku lífeyrissjóðanna saman um 3,6 prósent, samkvæmt nýlegum tölum Seðlabankans. Munar þar mestu um verðfall á hlutabréfum, ekki síst þeim íslensku eftir bankahrunið í okt- óber. Heildareignir erlendu séreigna- lífeyrissjóðanna námu 28 þúsund milljörðum Bandaríkjadala, að því er fram kemur í riti OECD um stöðu sjóðanna í skugga hruns á fjármagnsmörkuðum. Í ritinu kemur fram að 66 pró- sent tapsins liggi í Bandaríkjun- um en afgangurinn í Bretlandi, Ástralíu, Kanada, Hollandi og Japan. Frændur okkar á Írlandi koma verst undan hremmingum á hluta- bréfamörkuðum en þeir horfðu á 30 prósent sparnaðarins gufa upp á árinu. Í ritinu er bent á nauðsyn þess að hraða breytingum á fjárfest- ingarstefnu sjóða innan aðildar- ríkja OECD með það fyrir augum að tryggja hag sjóðsfélaga. Slík vinna standi þó fyrir dyrum og sé jafnvel von á að nýjar reglur líti dagsins ljós í næsta mánuði. Eins og fram kom í Fréttablað- inu í gær standa íslensku lífeyris- sjóðirnir sterkir þrátt fyrir banka- hrunið. Þeim sé hins vegar sniðinn þröngur stakkur á hlutabréfa- markaði enda fjárfestingarkostir fáir. Á sama tíma bólgna banka- bækur og aðrar innistæður sjóð- anna. Sjóðirnir hafa takmarkaðar heimildir til fjárfestinga lögum samkvæmt en unnið er að því að veita þeim auknar heimildir til kaupa í óskráðum félögum. jonab@markadurinn.is Fimmtungur lífeyris- sparnaðar gufar upp KÁTIR ELLILÍFEYRISÞEGAR Unnið er að því að breyta fjárfestingarstefnu erlendra séreignalífeyrissjóða innan aðildarríkja OECD til að tryggja hag viðskiptavina. LAUGARDAGUR 13. DESEMBER 2008 Sköpun Skaparans Þau hafa verið mér hugstæð að undanförnu, segir Jóhann Jóhannsson tónlistarmaður Njóttu laugardagsins til fulls. Tryggðu þér áskrift á mbl.is/ askrift eða í síma 569 1122

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.